Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 14
spjöldin sin, lögðu þau svo saman og breyttu þeim i krónur og aura. „Taktu ofan hattinn þinn”, sagði kóngurinn við hattarann. ,,Ég á ekki hattinn”, sagði hattarinn. ,,Nú, já, hann er þá stolinn”, sagði kóngur og sneri sér að kviðdómurunum, sem skrifuðu þetta hjá sér. ,,Ég hef þá til sölu: sjálfur á ég engan hatt: ég er sem sé hattari”. Drottningin setti nú upp gleraugu og tók að horfa hvössum augum á hattarann. Hann föinaði upp og varð óstyrkur. ,,Segðu nú allt af létta, og ef þú ert með ein- hverjar vivilengjur, þá verðurðu tekinn af lifi umsvifalaust”, sagði kóngurinn. Þetta virtist ekki beint auka hugrekki hattarans. Hann stóð þarna og tvisté, og i fátinu, sem á honum var, beit hann stórt stykki úr kaffibollanum, í staðinn fyrir af brauð- sneiðinni. Lisa var nú orðin eitthvað svo undarleg, og i fyrstu skildi hún ekki, hverju þetta sætti. En skyndilega varð henni það ljóst, að hún var farin að stækka á ný. Hún var að hugsa um að hypja sig burtu, en svo ákvað hún, að vera kyrr á meðan húsrúmið leyfði. ,,Ekki þrengja svona að mér: ég get tæpiega andað”, sagði heslimúsin, sem sat við hlið Lisu. „Ég get ekki að þvi gert: ég er að stækka”, sagði Lisa afsakandi. „t»ú hefur ekkert leyfi til að stækka hér”, sagði heslimúsin. K „Vertu ekki að þessu þvaðri, þú stækkar sjálf”, sagði Lisa. „Já, að visu: ég stækka i hófi, en ekki svona óhemjulega”, sagði heslimúsin. Hún reis á fætur og gekk yfir i hinn enda salarins. Allan þennan tima hafði drottningin starað án afláts á hattarann, og i þann mund, sem heslimúsin gekk yfir salinn, sagði hún við einn af réttarþjónunum: „Látið mig fá skrá yfir söngvarana á siðustu söngskemmtun”. Þegar hattarinn heyrði þetta, þá tók hann að skjálfa. svo ákaft, að skórnir hristust af fótum hans. „Segðu mér allt af létta, ellegar þú verður liflátinn”, sagði kóngurinn aftur. — „Ég er fátækur maður, yðar hátign, og ég drekk kaffi, yðar hátign, og borða smurt brauð eins og forfeður minir gerðu mann fram af manni En nú eru brauðsneiðarnar alltaf að verða þynnri og þynnri og kaffið ónýtara, yðar hátign, því að, eins og hérinn sagði, þá —” „Ég hef aldrei sagt það”, skaut hérinn inn i. „Jú, það hefurðu gert”, sagði hattarinn. „Ég neita þvi”, sagði hérinn. „Hann neitar, sleppum þvi þá”, sagði kóngur. „Jæja — hvort sem nú hérinn sagði það eða ekki, þá er það vist, að heslimúsin sagði — ” Hattarinn gaut augunum til heslimúsarinnar, sem steinsvaf og gat þess vegna ekki mótmæít. „Siðan smurði ég ofurlitið þykkara á brauðið mitt — ” hélt hattarinn áfram. „En hvað var það, sem heslimúsin sagði?” spurði einn af kviðdómurunum. Það man ég hreint ekki”, sagði hattarinn. „Þú verður að muna það, ellegar þú verður liflátinn”, sagði kóngur. Veslings hattarinn missti kaffibollann og brauðsneiðina á gólfið. Hann féll nú á kné fyrir framan kónginn og sagði: „Ég er fátæklingur, eins og þér vitið, yðar hátign”. „Þú ert ræfill!” mælti kóngur. Nú fór annar villigrisinn að klappa i ákafa, svo að hasta varð á hann. „Lif eins hattara er ekki mikils virði, hann hverfur i fjöldann”, mælti kóngur. ,,Já, leyfið mér að hverfa út i fjöldann. En ef það á að lifláta mig, þá vil ég gjarnan mega ljúka við kaffið mitt og brauðsneiðina áður”, sagði hattarinn. „Hypjaðu þig þá i burt”, sagði kóngurinn byrstur. Og hattarinn þaut i burt eins og örskot, og gaf sér ekki einu sinni tima til að fara i skóna. „Hálshöggviðhann fyrir utan”, sagði drottn-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.