Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 15
ingin við tvo af hermönnum sinum. En hattarinn var horfinn, þegar þeir komu út. „Leiðið fram næsta vitni”, sagði kóngurinn. Næsta vitni var eldabuska hertogafrúar- innar. Hún hafði piparbauk meðferðis og Lisa vissi strax hver var á ferð, vegna þess að þegar dyrnar voru opnaðar, fóru allir að hnerra, sem stóðu þar náælgt. „Láttu okkur heyra, hvað þú hefur fram að færa þér til málsbóta”, sagði kóngur. „Nei”, anzaði eldabuskan, stutt i spuna. Kóngur leit vandræðalega til hvitu kaninunnar, og hún hvislaði að honum: „Þetta vitni verður yðar hátign að yfirheyra ræki- lega”. „Það verður víst svo að vera”, sagði kóngur, dapur i bragði. Hann krosslagði handleggina, horfði hvasst á eldabuskuna og sagði „tJr hverju eru kökur búnar til?” „Aðallega úr pipar”, anzaði eldabuskan. „Úr sýrópi”, sagði syfjuð rödd að baki hennar. „Gripið heslimúsina”, öskraði drottningin. „Hálshöggvið heslimúsina! Rekið heslimúsina út úr dómsalnum! Berjið hana: klípið hana! Klippið af henni veiðihárin!” Réttarsalurinn var nú allur i uppnámi um stund, á meðan verið var að drasla út hesli- músinni. Þegar þvi var lokið, og kyrrð var komin á að nýju, var eldabuskan á bak og brott. „Það gerir ekkert til”, sagði kóngur, guðslifandi feginn. — „Næsta vitni!” Við drottningu sina sagði hann: „Þú verður að yfirheyra þetta vitni rækilega, elskan min: ég hef óþolandi höfuðverk”. Á meðan hvita kaninan var að athuga listann yfir vitnin, hafði Lisa ekki af henni augun. Henni lék mikil forvitni á að vita, hver yrði kallaður fyrir næst — „þvi að ennþá hefur ekkert sannazt i málinu”, sagði hún við sjáfa i sig. Þú getur gert þér i hugarlund hvað hún : varð hissa, þegar hvita kaninan hrópaði með sinni skræku og skerandi rödd: „Lisa”. HlrrtlÐ HeimasmiöuO bomba? Nei, kynbomba. — Hugsaðu þér bara, hvaö hann Kalli verður spældur, þegar hann fréttir af þessu. — Afsakiö, aö ég skuli spyrja, — yður hef- ur kannski sinnazt viö unnustuna yöar? 15

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.