Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 33
sagði skein. Það var stjörnuhrap leifturbjarts hugarf lugs/ hugmynd eftir hugmynd, virkileg f lug- eldasýning í myrkri skógarins... Mér' kom hann fyrir sjónir sem náttúrubarn, fagur fugl, eins og snillingur með Ijómandi vængi." Og svo bætir hann skyndilega við án skýringa: — Ég hafði hlakkað til að sýna Ingulill Ramen. — ÞÚ...ÞÚ varst mjög ástfanginn af henni? — Há...Ég hafði aldrei áður verið ástfanginn af stúlku. Éger uppalinn í fríkirkjunni í ströngum sið um, og hef alltaf síðan átt við margs kyns geð- f lækjur og stríða, í umgengni við fólk og ...já, hvað ástalíf snertir. En Ingalill.þótt hún væri svo hríf- andi, var nú þægileg og gott að umgangast hana, flækjurnar komust ekki að í návist hennar. — Og hún? Var hún eins ástfangin af þér? Bodil hef ur alveg gleymt sér, hún f innur að þetta er heppilegt augnablik, ef til vill það eina, sem kemur til með að gefast..augnablik, þegar Gert Berger er í skapi til að vera hreinskilinn. En tæki- færið gengur henni úr greipum, þegar ryðrauður Mercedes ekur upp að hlið þeirra. Þótt ótrúlegt sé, fagnar hún því ekki komu Christers með gleöi- hrópi. — Hvernig....hvernig í ósköpunum fannst þú okk- ur? — Heppni eðatnnsæi eða vísbending frá guði, þú getur nefnt það hvaða naf ni sem þú vilt. Auk nokk- urra kvenna sem voru að tína sveppi og höfðu séð hvítan bil niðri við af leggjarann til Liljendal. Gert Berger geri ég ráð fyrir? — Já. Og hver þremillinn eruð þér? — Wijk glæpamálaforingi. — Glæpamála-. Hann missir andlitið af undrun. og hvað er..? Hvað eruð þér að gera hér? — Á þessu augnabliki er ég kannski í klónum á persónu, sem er í senn puttalingur og mannræningi. Sjáið þið, komið bæði yf ir í minn bíl! Berger stúdent iframsætið. Lögreglumennirnir frá Filipstad verða að annast um Amazonbílinn. Hann spyr Bodil nokkurra stuttra spurninga og beinir því næst — að því er virðist svolítið annars hugar — athyglinni að önuglega unga manninum í bláu peysunni. — Þér eruð ekki með neinn farangur og bíllaus, en að þvi er Bodil segir, stóðuð þér og biðuð hennar i miðjum skóginum, á vegi, sem sjaldan er farinn. Hvernig komust þér þangað? — Snemma á morgnana tara margir vörubílar um. Og hr. glæpaforingi, þér ásökuðuð mig sjálfir um að vera puttalingur... — Það er sem sagt hægt að komast f rá hótelinu i Uddeholm til Rámen, þótt bíllinn haf i bilað og sé á verkstæði í Hagfors í viðgerð? Bodil, sem sér aftan á Gert, hefur hugboð um kæruleysislegt látbragð hans. — Það gengur sennilega ágætlega, og það er hugsanlegt, að það haf i Ingalili einmitt gert þennan örlagaþrungna þriðjudag. Ég lá sjálf ur og svaf sæt- um svefni í hótelsvæflunum. — Allan daginn? — Ég hélt, að við værum að tala um morgun- stundirnar. Christer sendir honum rannsakandi augnaráð. — Klukkustundirnar..áður en þér uppgötvuðuð að hún hefði yfirgef ið yður? Já, því eftir það sváf- uð þér tæpast. Segið mér, er ekki námstiminn í Uppsölum hafinn? — Jú-ú, en ég — — Og þér hafið fengið námsstyrk og ættuð að vera þar að vinna að ritgerðinni yðar. — Þér eruð sannarlega vel að yður, hr. glæpa- málaforingi. — Já, og svo mjög, að ég get fært yður spiunku- nýja kveðju frá prófessor Tideström. Hann álítur ekki, að það sé nauðsynlegt eða rétt sé að mæla með því að þér dveljizt f leiri mánuði við það að anda að yður andrúmslofti æskuslóða skálda, mér skildist að þér ættuð f remur að anda að yður bókarykinu á Carolina, háskólabókasafninu. Ég sagði honum ekki að það væri kannski eitthvað annað sem héldi yður við Marbakka, Byn og Römen en hrein vis- indaleg og akademisk viðfangsefni. — Það var tillitssamt af yður. Merkir það, að ég geti í framtíðinni stundað þessi litlu, viðkvæmnis- legu áhugamál mín í friði? — Já, ef ég hefði einhverja tryggingu fyrir, að það væri í rauninni viðkvæmni sem því veldur að þér haldið yður af svo mikilli þrjózku á þessum slóðum. Vissulega farið þér gjarnan með kvæði um þyt í sefi og þunglyndislegar bylgjur, en það á sér kannski áðra útskýringu. — Christer! Bodil getur ekki lengur látið þetta afskiptalaust. Hvað áttu við? Hvaða..skýringu? — Ég geri ráð fyrir, segir Christer, með hrjúfri röddu að þessi maður viti töluvert meira en hann vill láta uppi. Hvers vegna hefur hann verið svona leyndardómsfullur og — ólíkur sjálfum sér — svo þögull, strax og rætt er um gistingu hans og Ingulill í Uddeholm eða um ákvörðun hennar um að fara til Ramen? Hvað er svona hættulegt f yrir hann — hér? Meðan hann beygir út af þjóðveginum fram hjá ofninum og upp trjágöngin að herragarðinum, og regnið skvettist ur hjólförunum, heldur hann áfram: — Svo hættulegt, að hann vill fyrir hvern mun hindra þig í að nálgast einmitt þennan stað...Þrátt fyrir, að hann hef ur aldrei verið hér með Ingulill, þriðjudaginn ellefta ágúst skildi hún hann eftir einan og yfirgefinn á hótelinu, og það sem kom fyrir hana eftir það heyrir ekki undir Berger stúdent. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við höfum fengið. En til þess eru upplýsingar að staðfesta þær. Inni i rúmgóðum forsalnum verður Gerd Berger súr og önugur vitni að endurf undum Bodil og Jónas- ar, en hann er sjálfur leiddur ruddalega út í ný- tízkulegt blámálað eldhúsið, en þar hefur Christer Wijk komið auga á húsmóðurina, sem er að hita kaff i. Fundur þeirra Madeleine Samzelius og Gerts Berger veldur raunar vonbrigðum. Þau lýsa því bæði yfir, að þau hafi aldrei litið hvort annað aug-. um, hvorki á Ramen eða annars staðar. Það er þó bót í máli, að Madeleine uppfyllir allar kröfur þeirra sem hafa mætur á kaffi. Þegar glæpamálaforinginn er búinn að tæma

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.