Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 34

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 34
fimm bolla, kemur hann auga á trausta og rólega persónu í rigningunni úti á hlaðinu, eftir sjötta boll- an fær hann hugmynd og þvingar Gert, sem heldur uppi mótmælum, með sér út í regnið. Þeir finna Friðþjóf fyrir utan rauðu mylluna í dalverpinu hægra megin við herragarðinn. Hann er vel búinn — með hatt, í regnkápu og í þykkum gúmmístígvélum. Hann býður þeim inn og sýnir þeim, auk gamla mylluhússins, þar sem allt er í óreiðu, stóra birgðageymslu, sem minnir á hlöðu, þar sem er gömul túrbina. — Jú-ú, þetta er einka rafstöð félagsins, við höf- um hana aðeins til vara, setjum hana einungis í gang, þegar þörf er fyrir umframorku, eða þegar eitthvað er að tengingunni. Frá túrbínunni hér fer vatnið beint niður um gólfið og útí Ramvatn. — Já, já, þetta er snjallt fyrirkomulag segir Christer Wijk, sem aldrei er með neinn asa við þá, sem hann telur vita eitthvað. En hvaðan kemur vatnið hingað að túrbínunni.? Og hann hlýtur að lokum umbun fyrir tímafreka aðferð sína. — Það kemur ofan úr Bovatni, sem er hinum megin við kofann. Fyrst liggja neðanjarðargöng f rá vatninu, og svo er hlemmur í stíf lunni og skurð- ur, sem er sennilega fimmtíu metrar að lengd, og frá þeim er það leitt hingað niður í timburrörum. Ef ekki væri svo mikil rigning gætum við gengið upp að skurðinum og skoðað þetta allt saman. Það er svo eyðilegt og gróið þarna uppfrá, að það er undurfallegt. Já, þú, Berger, getur líklega lýst því betur en eg. Síðan þegar ég sá þig hér, komst þú læðupokalegur upp úr skurðinum, og þú varst snemma á ferðinni, klukkan var ekki meira en hálf sjö. I myrkri túrbínuklefans er andlit Gerts eins fölt og hár hans, og Christer segir: — Yður skjátlaðist ef til vill, Friðþjófur, Getur það ekki hafa verið annar? — Nei, þetta hár og skærblá peysan, eru ekki til að villast á. Ég var reyndar líka næstum búinn að reka mig á hrörlega gamla fólksvagninn hans, sem stóð hálfa leið niður að Bovatni milli runna. Ég hafði verið að vitja um net, og því kom ég þá leið. — Segið mér Friðþjóf ur, munið þér hvenær þetta var? — Já, níundi ágúst ber nafnið Roland, og ég á kunningja, sem alltaf heldur mikla rækjuveizlu þann dag, og þetta var ekki daginn eftir veizluna, því þá komst ég varla úr bólinu, nei, það var tveim dögum eftir Rolandsdag, svo þetta hlýtur að hafa verið ellefta ágúst, það hly'tur að vera. Gert Berger hrópar skyndilega einkennilegri röddu: — Herrann, skapari minn. Uppi á túrbínunni trónir, alveg óvænt, rauði kett- lingurinn, sem alls staðar er nálægur, og það er enginn ímyndun að hann er bæði prakkaralegur og ögrandi á svipinn. Þegar Gert fer að hlæja á undar- lega hikstandi hátt, hljómar það einkennilega hvellt og falskt. — Tröll var það, smátröll...éða álfur? Eða kannski f jandinn sjálfur, sendur hingað frá norn- 34 inni á Marbakka! Þér teflið sannarlega fram eðli- legum og yfirnáttúrulegum meðulum, hr. glæpa- málaforingi, og hvers vegna ætti ég að geta mót- mælt Friðþjófi og Sintram, þegar þeir leggjast á eitt? Nú skuluð þér bara byrja krossyf irheyrsluna. Christer ýtir kassa til Friðþjófs, sem veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið svo hann geti fengið sér sæti — merki þess að hann búist við, að málið taki langan tíma. Gert hefur sétzt kofvega á eina pinnastólinn á staðnum, hann veitir ekki lengur við- nám, heldur svarar greiðlega, og án þess að hugsa sig um, hverri einustu spurningu: það er eins og honum líði vel að létta loksins á samvizkunni. — Bilaði bíllinn var sem sagt í lagi. Eða var þetta aðeins blekking með verkstæðið í Hagfors? — Nei, nei, ég hafði skilið hann eftir fyrir utan verkstæðið á mánudagskvöld, og þeir höfðu lofað að gera við hann fyrir mig morguninn eftir. Það var eitthvað að vélinni, stundum gekk hún en stundum hóstaði hún og ræskti sig eins og kíghósta- sjúklingur. — Hvað sagði Ingalill um þessa töf? Hún sagði, að þetta væri leiðinlegt mín vegna, og að það gerði henni ekkert til,en hún var taugaóstyrk og annars hugar allt kvöldið, og kl. tíu bauð hún góða nótt og læsti sig og fröken Sinclaire inni á hótelherberginu. Ég fékk mérgöngu. Þegar ég kom aftur...Hafið þér búið á hótelinu í Uddeholm, hr. glæpamálaforingi? — Já, fyrir mörgum árum. — Þá vitið þér líka, að útidyrnar á hinum ýmsu álmum standa ólæstar dag og nótt, og maður kemst inn og út — án þess að til manns heyrist eða sjáist. Ingalill tók a.m.k. ekki eftir mér því hún var niður- sokkin í símtal. — Á hvaða tíma var það? — Kl. hálftólf, kannski svolítið seinna. — Síminn er venjulegur sjálfsali, sem ekki er í sambandi við skiptiborð, og er á ganginum uppi.... — Já, beint fyrir utan herbergið hennar. — Hvað heyrðuð þér af samtali hennar? — Aha, hr. glæpamálaforingi — þér gangið sem sagt út frá því, að ég hafi hlerað? Því miður var hún í þann veginn að ganga frá einhverju við ein- hvern við hinn endann á þræðinum. ,,Nei, ekki seinna en hálf fimm,” sagði hún. ,,Hvenær erum við þá komin til Ramen? ..Já. Það er ágætt...Ég vakna áreiðanlega, þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því... Nei, komdu ekki niður að hótelinu, ég kem upp á veg. Nei, ég skil. Blessaður! Við hittumst!" — Hvernig var rödd hennar? — Áköf og hrifin, en þó lág. Samsærisleg á einn eða annan hátt. Það var viss hljómur í rödd hennar, sem gerði mig hörundsáran. Og reiðan, auðvit- að...og forvitinn. En mest þó hörundsáran. — Og svo hugsuðuð þér, að hún og dularfulli bil- stjórinn hennar skyldu fá fylgd hingað upp til Ram- en? Nei, ekki beint fylgd. Ég vissi jú, að ef hún yrði e.t.v. á stórum bil, væri veslings, slitni fólksvagn- inn minn ekki samkeppnisfær. Ég ákvað því, að ég skyldi vera kominn til Ramen, þegar hún birtist þar, svo ég fór til Hagfors um miðja nótt og tók

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.