Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 03.02.1977, Blaðsíða 7
gleymist sá veiðitúr vakti sina konu, ef hún hefur ekki þegar veriö vöknuB. Þar fengum við ágætan morgunverö, og lét Snorri þau orð falla, að þetta væri það bezta brauð, sem hann hefði nokkurntíma smakkað. Þegar við vorum orönir mettir, vorum við fegnir að leggja okkur, og var Snorri ekki fyrr lagstur á koddann en hann var farinn að hrjóta. Þarna sváfum við fram að hádegi, þá vorum við orðnir hinir sprækustu og spurði ég þá Snorra svona í gamni, hvort við ættum að fara sömu leið til baka. Hann hristi sinn dökka koll. Svo heppi- lega vilditil.að rúta átti að fara suður um tvö leytið, og keyrði sonur bóndans okkur I veg fyrir hana á jeppa. Ógleymanlegar verða okkur þessar m- óttökur á þessum sveitabæjum Litluhlið og Bakka. Hvað sem við verðum gamlir, munum viö aldrei gleyma Skjöldu i Litlu- hlíð, og svo fullorðnu hjónunum á Bakka. Nú vikur sögunni þangaö, sem við Snorri biðum eftir rútunni, þá kemur oliu- bill á suðurleið, hann tók okkur uppí, og fengum við þar fritt far suður i Borgar- fjörð. Þá var hálfkuldalegt um aö litast á leið- inni, Miðfjörður og Hrútafjöröur voru fullir af hafis. Þaöan stafaði þessi hvita þoka, sem viö Snorri lentum i á okkar pilagrimsgöngu. Þegarviö komum i Borgarfjörð fengum við bil, til aö keyra okkur upp að Fljóts- tungu og þangað vorum við komnir klukk- an 8 um kvöldið. Þaðan hringdum við I Húsafell, og þá sagði Kristleifur, að hann hefði veriðað búa sigundirað hefja leit að okkur. Við snæddum kvöldmat i Fljótstungu og sögðun okkar ferðasögu. Aö þvi búnu fórum við að gá að bilnum, sem viö áttum upp með Litlafljóti, og var hann þar eins og viö skildum viö hann. Ennþá var sama góöa veörið eins og þegar við lögðum af stað i ferðina. Það var eins og að koma til annars lands að koma i Borgarfjörð, úr is- þokunni fyrir norðan. Þegar við komum að jeppanum, var litið eittfariö að skyggja, þvi sagði ég við Snorra, hvort við ættum ekki aö ná I aðra tófu meö þvi að skreppa inn meö Litla- fljóti. Þar var hræ af rollu, sem tófan hafði hrakið út i fljótið og unnið á henni 7 Húsafell Margan gimsteininn fann ég á felli þar sem friðsæld og manndómur býr Þá ég láfættar lagði að velli og lifði mörg ævintýr. Þaðan fjallkóng einn fagran má lita með sinn fannhvita eilifðar koll. f brekkunum sauðkindur bita þar blið er kvöldgolan indæl og holl. Og i Teigsgili talið er vatnið talsvert heilnæmt, það er ekkert spaug. Þar af kaunum og breyskleika batnið við að busla i ylrikri laug. Áttu fri, skaltu frelsi þitt nýta þar við fjallanna blásala kverk. Engum gleymist, sem getur að lita svona guðdómleg meistaraverk. Morgunstund Skin á landið skærum ljóma skuggar fylla klettagil. Konur skenkja skyr og rjóma af sinum þekkta kærleiksyl. Kristófer nú kemur þarna kveður mig með bros á vör Marga á hann för hér farna. sá föngulegi sveitabör. Brátt mun ég á brattann halda býsna hress af morgunverð. Og lofa þennan kólgukalda, hann kemur sér i gönguferð. Framundan er stóri Strútur stilhreinn gnæfir himni mót. f hans hliðum prila pútur og pjakka tæfur eggjagrjót. Fagurt er um Frón að lita finnst vart betra sveitaval. Enginn má hér beiskju bita. Borgarfjörð þig lofa skal.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.