Heimilistíminn - 05.04.1979, Síða 15

Heimilistíminn - 05.04.1979, Síða 15
Aldrei - aldrei hét hún, loks hún fannst Lengi hafði ég leitað að þessu blómi i blómabókum, án þess að finna nokkrar upplýsingar um það. Að lok- um rakst ég nýlega á mynd af plöntunni i bandariskri blómabók, og segja má, að nafnið hafi verið dæmigert fyrir langa leit og árangurs- litla, vegna þess að á ensku heitir blómið Aldrei aldrei plantan. Latneska nafnið er hins vegar Ctenanthe oppenheimana tricolor, og er skyld plöntu, sem við höf- um áður fjallað um hér i blómaþáttunum, og heitir flauelisblettur og hjóna- bandssæla, sem er skylt afbrigði. Aldrei aldrei-plantan þarf sæmilega birtu, en þó ekki mikla sól. ÞaB þarf aö vökva hana vel, en þó ekki allt of mik- i6. Jar&vegurinn þarf aöeins aö vera rakur, ograkt loft er henni geöfelldara en þurrt. Gott er að gefa henni áburð svo sem einu sinni i mánuði. Blöðin á Aldrei aldrei-plöntunni eru löngogfremur mjó. Þaugeta orðið allt að 30 cm löng, og stundum meira, ef um mjög stóra og gamla plöntu er að ræða. Þau eru einstaklega falleg á lit- in, græn, hvit og vínrauð að neöan. Ekki ætti að vera erfitt aö fá græðl- ingaeöanýjarplönturtilþess aö vaxa, þar sem nóg er að skipta rót plöntunn- ar, og þá er kominný planta, sem fljót er að verða biistin og fylla út i pottinn. Mjög gott er að láta blómapottinn standa iskál, sem i eru smásteinar, og þá er gott aö vatn standi á skálinni. Við þetta skapast nægilega rakt loft, sem hæfir bezt ræktun þessara plöntu. Einnig getur verið gott aö hafa hana með öörum blómum í potti eða blóma- keri. Aldrei aldrei-plantan er upprunnin i Brasiliu, en hún lætur sér vel lika stofuhitann hér á Islandi. fb 15

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.