Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 13. mal 1979 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurösson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siöumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuöi. Blaöaprent V_______________________________________________________________) Erlent yfirlit Frelsinu þvingað upp á Ginzburg Stefnuna fram Þvi fer viðs fjarri að Morgunblaðið hafi rétt að mæla þegar það heldur þvi fram að stefna rikis- stjórnarinnar i launamálum og efnahagsmálum sé runnin út i sandinn. Þvert á móti er rikisstjórnin i þann veginn að hrinda i framkvæmd stefnu i þess- um efnum sem staðist getur til frambúðar og kemur fram i öllum megindráttum i efnahagslögunum sem nýlega voru samþykkt á Alþingi. Þegar Morgunblaðið heldur þvi fram að megin- stefnan hafi mistekist fer það visvitandi með f leip- ur um þær margvislegu timabundnu ráðstafanir sem rikisstjórnin hefur beitt sér fyrir i vetur. Blekkingar Morgunblaðsins felast ekki sist i þvi að blaðið læst ekki sjá eða vita, að timamótin sem við stöndum á markast einmitt af þvlað rikisstjórninni hefur tekist að móta meginstefnuna til frambúðar með efnahagslögunum og vinnur nú að framkvæmd hennar i einstökum atriðum. Þetta höfðu Morgunblaðið og Sjálfstæðisflokkur- inn auðvitað vonað að rikisstjórnin gæti ekki. Von- brigði ihaldsins eru að vonum mjög mikil yfir þvi að samstaða náðist um efnahagslögin. Vissulega var sú samstaða keypt nokkuð dýru verði, en allir munu þó á einu máli um það, að þrátt fyrir þær breyt- ingar, sem gerðar voru á frumvarpi forsætisráð- herra, marka efnahagslögin alger straumhvörf i efnahagsmálum. Nú ber svo við að spennan á vinnumarkaðinum eykst um það leyti.sem þessi meginstefna er i mót- un. 1 raun og veru ætti það út af fyrir sig að greiða fyrir þvi og flýta þvi að stefnunni verði hrundið i framkvæmd. Þvi örðugri sem staðan kann að vera orðin á vinnumarkaðinum, þeim mun brýnna er að öll meginatriði efnahagslaganna komist til fram- kvæmda. Og það fer ekkert á milli mála, að rikisstjórnin hefur fullt umboð kjósenda og stuðningsmanna sinna til þess að láta hendur standa fram úr ermum i þessum efnum. Það er engum blöðum um það að fletta að rikisstjórnin nýtur stuðnings og atfylgis fólksins til þess að gripa fast i taumana. Sannleikurinn er sá, að allra augu beinast að rikis- stjórninni og kjósendur flokkanna sem að henni standa vilja um fram allt að hún standist þá raun sem fram undan er. Það er ekkert undarlegt að stjórnarandstaðan reyni að gera sér mat úr þeim deilum sem hafnar eru á vinnumarkaðinum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf beitt öllum hugsanlegum bolabrögðum til að torvelda störf vinstristjórna eftir mætti, og þvi miður hefur máttur ihaldsins verið mikill eins og dæmin sanna. Hið furðulegasta er þó, að nú á þessu vori þykist Sjálfstæðisflokkurinn ekkert vilja með þá stefnu hafa að gera,sem í fyrra var úrræði þá- verandi rikisstjórnar. Ef sjálfstæðismenn væru sjálfum sér samkvæmir myndu þeir að sjálfsögðu styðja rikisstjórnina i að- gerðum hennar. Þá myndu þeir auðvitað viður- kenna það opinskátt að það er með öllu óhjákvæmi- legt nú, rétt eins og i fyrra, að rikisvaldið hlutist til um þá háskalegu þróun sem virðist fram undan. Launamála- og efnahagsstefna rikisstjórnarinnar hefur ekki beðið skipbrot. Hún hefur verið i mótun og hana verður að framkvæma tafarlaust. Slik er ósk og von allra stuðningsmanna stjórnarflokkanna þrátt fyrir margvislegan ágreining um önnur efni. JS — er stefnubreytingar að vænta hjá Sovétmönnum? SVO viröist sem ýmsir undar- legir hlutirhafi veriö aö gerast i sambúö Sovétríkjanna og Bandarlkjanna aö undanförnu og samkvæmt sovéskri venju hefur hreint ekki veriö haft hátt umþaö. Mannidetturhelstíhug aö Carter sé nú búinn aö læra slna lexiu og Sovétmenn séu nú aö undirbúa aöstoö viö hann I væntanlegri kosningabaráttu. Spennuslökunin viröist aö minnsta kostifarin á fulla ferö á nýjan leik. Óneitanlega er „sovéska aö- feröin” stundum svolitiö þreyt- andi og illskiljanleg Vestur- landamönnum. Nánast fullkom- iöskilningsleysiCarters á henni framan af forsetatíö hans olli þvl meöal annars aö kalda- strlösbragur var farinn aö fær- ast yfir samskipti rikjanna á tlmabili og mönnum eins og Helmut Schmidt kanslara og fleirum þjóöarleiötogum stóö ógn af. En nú þegar hillir undir SALT 2 er svo aö sjá, aö allt sé aö komast I samt lag á ný og bjartsýnustu menn gera sér vonir um aö eitthvaö stórkost- legt sé aö gerast. Fyrir um þaö bil viku lukust upp venjulega harölæstar dyr sovéskra fangabúöa fyrir 5 kunnum andófsmönnum þar i landi og var þeim tjáö aö þeir yröu sendir úr landi. Nokkrum dögum siöar var á JFK flugvell- inum INewYorkskiptá þessum fimm andófsmönnum og 2 sov- éskum njósnurum sem voru i haldi I Bandarlkjunum. Fangaskiptiaf þessutagi hafa aldrei áöur fariö fram og vitna þau um óvenjulega samnings- lipurö Sovétrlkjanna og Banda- r&janna um þessar mundir. Og þaö liggur auk þess einhvern veginn I loftinu, aö viö undirrit- un SALT 2 samningsins veröi miklu fleiri andófsmenn I Sovét- rlkjunum látnir lausir. Sllkt mundi meöal annars styrkja mjög stööuCarters I Bandarlkj- unum og bera ljósan vott um hversu mikiö Sovétmenn leggja upp úr SALT samkomulaginu. Ofugt viö þaö sem stööugt er haldiö fram, eru Sovétmenn dæmdir til aö tapa I kjarnorku- kapphlaupinuauk þess sem þeir mega miklu slöur viö þvi en hinn vestræni heimur aö eyöa kröftum sinum og f jármunum i uppbyggingu kjarnorkuvopna- búrs. Sé horft vlöar yfir kemur lika ýmislegt fleira I ljós sem vottar um hugsanlega stefnubreytingu Sovétmanna i tengslum viö spennuslökun. Til dæmis fá nú fleiri sovéskir Gyöingar aö flytjast úr iandi en nokkur dæmi eru um áöur og fyrir nokkrum dögum sleppti Brésnjef kallinn öllum aö óvörum fimm Gyöing- um út úr fangabúöum, en þeir höföu veriö dæmdir þangaö fyrir andófsstarfsemi. Og fyrir rúmri viku hófust loksins lang- þráöar samningaviöræöur Sovétmanna viö yfirvöld I Bandarikjunum um hagstæöari viöskiptakjör Sovétmanna þar I landi. Meöalandófsmannanna 5 sem fengu aö fara frjálsir menn til Bandarlkjanna fyrir skömmu var hinn kunni Aleksandr Ginz- burg, en réttarhöldin yfir hon- um voru aö sumra áliti sett á sviö til aö refsa Carter fyrir stööuga gagnrýni hans I upphafi forsetatlöar sinnar á meöferö andófsmanna I Sovétrlkjunum. Ginzburghefur nú nýlega bor- iö um þaö I viötali viö News- week, aö hann hafi, áöur en Ginzburg: „Engan til aö kjósa” dómur var kveöinn upp yfir honum, fengiö aö velja á milli fangabúöanna og sviptingar rlkisborgararéttar og þá frelsis á Vesturlöndum. Ginzburgkaus þá fangabúöirnar og móöur Rússland. Vister þaö gráglettni örlaganna aö Carter hefur nú komiö því til leiöar aö frelsinu var þvingaö upp á hann. En Ginzburg unir annars hag si'n- um vel núna og býr ásamt hin- um kunna rithöfundi og andófe- manni Solzhenitsyn á óöali hans I Vermont I Bandarikjunum. Svo mjög óvinsælir sem Sovétmenn erufyrir meöferöina á andófsmönnum þar I landi, veröur ekki annaö sagt en kenn- ingar margra þessara andófs- manna, kominna til Vestur- landa, séu i hæsta máta óábyrg- ar og illa grundaöar. Margir þeirra reka harösviraöan kaldastríösáróöur og viröast telja aö einangrun Sovétrikj- anna muni bæta hag þegna þeirra. í viötali Ginzburg viö News- week er þó ekki annaö aö sjá en hann sé á nokkuö ööru máli. Hann segir aö vlsu, aö kerfiö i Sovétrlkjunum sé hættulegt, en gefur I skyn, að hættulegast sé það þegar þrengt er aö þvl. Hagsmunir Bandarikjanna séu þvi augljóslega þeir aö reyna aö opna Sovétkerfiö, og vlst er aO mannkyniö hefur aldagamla reynslu af þvi aö menn og riki opna sig fyrir vinum sinum miklu fremur en óvinum. Eftir sem áður segir Ginz- burg, að málið sé viökvæmt og erfitt viðureignar, og furðuleg- ust, en jafnframt kannski raun- sæjust.ersú yfirlýsing hans, að hann eigi ekkert svar viö þeiri spurningu hvaöa stjórnarfyrir- komulag hann vildi sjá i Sovét- rlkjunum. Svar hans viö þeirri spurn- ingu er raunar á þessa leiö: „Umfram allt sækjumst viö eftir þjóöfélagi sem ekki er skipaö eintómum „Homo Sovétikusum ”, Viö viljum mannlegt samfélag. Þaö gæti slöan fært meö sér pólitiskar breytingar ef heppnin er með. Aöalatriöið er ekki mannúölegri yfirvöld heldur mannúölegra fólk. En þar fyrir utan veit ég hreint ekki hvaö skal segja. Þaö ereinfaldlegaekki hægt aögera sér I hugarlund eitthvert mann- eskjulegra kerfi fyrir þjóö mlna. Ekkert annaö land hefur þurft aö reyna — vegna innan- ríkismálastefnunnar — aö sjá aö baki fjóröungs þegna sinna. .. Þegar einhver talar við mig um lýöræöi I Rússlandi spyr ég fyrst af öllu: hvern mundirðu kjósa? Og allir hrista höfuöiö, þvl ekki geta þeir kosið Sakhar- ov, Solzhenitsyn eöa Grigor- enko, Þaö eru ekki menn til aö fara meö völd. Enginn okkar er búinn hæfileikum til að reka heilt þjóöfélag né heldur til aö taka þátt I þeirri stjórn. Þaö er einfaldlega engan aö kjósa. Ég þekki aö minnsta kosti engan, ekki einu sinni úr hópi hundraöa pólitiskra fanga. Og hver getur þá veriö aö tala um lýöræði?” Menn mega deila um forsend- urnar, en þaö sem Ginzburg segir hér er, aö andófsmenn i Sovétrlkjunum séu tiltölulega fámennir og aö f þeirra hópi séu ekki menner talist geti til hæfra stjórnmálamanna. Aö meö lýö- ræðislegri kosningum I landinu þyrfti lltilla breytinga aö vænta, enda er þaö nú svo að metnað- argjarnir menn komast áfram I sovéska „lýöræöinu” rétt eins og þeir mundu gera á Vestur- löndum og skýringarinnar á sovésku stjórnarfari er annars staöar að leita en I skorti á lýö- ræöislegum kosningum, aö mati Ginzburg. KEJ Andófsmennirnir fimm sem látnir voru lausir. Ginzburg, Moroz, Kuznetsov, Vins og Dymshits á blaöamannafundi I New York.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.