Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 13. mal 1979 23 'PL ö TUDOMA ISLENSKAR PLÖTUR: Frábær: A Ágæt: B Sæmileg: C Léleg: D Pointer Sisters - Energy Planet/WB/Karnabær Tónlistin er bandarisku systrunum þrem sem skipa söngtrióið Pointer Sisters I blóð borin. Frá unga aldri sungu þær „gospel” I Guðskirkjunni I Oakiand, ásamt systur sinni og tveim bræðrum. — Arið 1969 héldu systurnar til San Fransisco, þar sem þær fengu fljótlega atvinnu við að syngja bakraddir fyrir fræga iistamenn. — Fjórum árum síöar kom- ust þær siðan á samning hjá ABC útgáfufyrirtæk- inu, en fyrir þaö hijóðrituðu þær 6stórar plötur, sem hlutu þokkanlegar viðtökur. Arið 1977 hættu systurnar siðan samstarfi sinu vegna ósamkomulags, en tóku upp þráðinni aftur I fyrra er þær gerðu samning viö Planet Records. — A „Energy” sem er fyrsta plata Pointer Sisters fyrir Planet, eru 10 lög, öll eftir þekkta tónlistar- menn, s.s. Bruce Springsteen (Fire), Fagen og Becker (Dirty Works), Bob Welch (Hipnotized), Stephen Stills (As I come of age) og Loggins og Messina (Angry Eyes). öil eru þessi lög veiþekkt og ekki veröur annað sagt en að Pointer Sisters geri þeim sæmileg skil. Meðal aðstoðamanna á þessari plötu má nefna Porcaro bræðurna úr Toto og David Hungate, auk gitarleikarans Waddy Watchel. Þegar á heildina er litið er þetta þvi sæmilegasta ★ ★ ★ plata, þó að ekki verði sagt aö hún sé frumleg á neinn hátt. Meðferð systranna á laginu „Fire” verður að teljast mjög góð — og þannig er platan fyrir þá, sem vilja afslappaða óskalagatónlist. Manf red Mann’s Earth Band - Angel Station Bronze/Fálkinn Það hafa fáir staðið sig betur i stykkinu innan poppbransans, en breski popparinn Manfred Mann, sem verið hefur I eldlinunni I meira en 10 ár. Þó sýnir hann engin ellimörk, þrátt fyrir langan starfs- aldur —og trúlega er leitun að skemmtilegri hijóm- borðs- og synthezisers leikara, en einmitt honum. Hljómsveit Manf reds Mann, Earth Band hefur nú starfað um nokkurra ára skeið með góðum árangri, en fyrst varð hljómsveitin verulega fræg meö út- komu plötunnar „Roaring Silence” fyrir u.þ.b. 3 árum eða svo. — Platan „Watch”, sem út kom i fyrra var einnig mjög góö, en með útkomu „Angel Station” bregöur svo við að áhrifin veröa ekki þau sömu. — Vel má hugsa sér aö útkoman standi i ein- hverjum tengslum við þá miklu blóðtöku er hljóm- sveitin varð fyrir I fyrra er þrir meðlimir hennar hættu á einu bretti og reyndar ekki hægt að ætlast til þess að nýir og óþjálfaöir menn falli þegar eins og flis við rass, inn i hljómsveitina. A „Angel Station”, heldur Mann uppteknum hætti, þ.e.a.s. góður hljómborðsleikur og söngur Chris Thompson skara fram úr og að venju spreytir Mann sig á einu Dyian lagi. Að þessu sinni er það „You Angel You” sem hefur oröiö fyrir valinu og kemur Mann þvi mjög vel til skila. Það má reyndar segja að Mann sé álika snillingur i Dylan og Guð- mundur Guðjónsson er I Sigfúsi. — önnur lög á plöt- ★ ★ ★ + unni eru keimlfk forverum þeirra og þar sem maður gerir ósjálfrátt miklar kröfur til Manfred Mann’s Earth Band, er maöur ekki á eitt sáttur við útkom-1 una. Það má að lokum koma fram að á plötuumsiagi er I þess getið að þetta sé siöasta platan sem Chris Thompson kemur fram á með Earth bandinu og er þaö ekkert vafamál að þar veröur skarð fyrir skildi, þvi aö áhrif Thompson á hljómsveitina hafa verið | gifurleg I gegn um árin og reyndar erfitt að imynda sér hana án þessa frábæra söngvara. Roxy Music - Manif esto Polydor/Fálkinn Ariö 1973 er breska hljómsveitin Roxy Music sendi frá sér plötuna „For your plesure” var brotið blaö I poppsögu samtimans og með útkomu plöt- unnar „Stranded”, siöar sama ár var eitt af meistaraverkuin poppsins til orðið. Ahrif Roxy Music á popptónlistina hafa verið meiri en nokkurn órar fyrir og ekki er fjarri lagi aö álykta að á þessum tima 1972-1973 hafi hljómsveitin veriö a.m.k. fimm árum á undan sinni samtið. — Eftir tvær slakar plötur árin 1974 og 1975 leystist hljómsveitin síðan upp og áttu þá fáir von á að með- limir hennar kæmu saman á ný, en sú varð þó raunin á siðasta ári er hljómsveitin var endurvakin I nær þvi upprunalegri mynd. Astæðurnar fyrir endurvakningunni eru vafaiaust margar, en rétt er aðbenda á það, að frammistaöa einstakra meðlima hljómsveitarinnar á sólóbrautinni var ekkert til fyrirmyndar og var Brian Ferry, höfuðpaur hljóm- sveitarinnar þar ekki barnanna bestur. Þvi er ekki óliklegt að vonin um að endurheimta forna frægð hafi orðiö til þess að sameina Roxy Music á ný, en á það verður enginn dómur lagöur hér. A „Manifesto”, sem gefin er út af Polydor, (Roxy Music var áður samningabundin Island Rec). haida hljómsveitarmeðlimir áfram á sömu braut og frá var horfiö áriö 1975 og er mér það sem Roxy aðdá- enda litiö gleöiefni að skýra frá þvi, að ég fær ekki betur heyrt, en að hljómsveitin sé orðin a.m.k. þrem árum á eftir timanum ef ekki meir. — Veik- buröa tilburöir eru þó gerðir til þess að fara inn á nútimalegri brautir, s.s. með örlitlum diskó-áhrif- um, en heildaráhrifin veröa þau sömu og ’75 — ekki nógu góð. A „Siren” siðustu plötu Roxy Music fyrir ★ ★ ★ + upplausn, var lagiö „Love is the Drug” og trúlega I er það betur I takt við tiðarandann I dag, en allt þaöl sem hljómsveitin hefur fram að færa á þessari nýju I plötu. — Ég vil þó ekki hætta mér út á þá hálu braut I héraðsegja aö „Manifesto” sé lélegplata, minnug-j ur þess að fyrstu Roxy Music plötunni, „Roxyj Music”, skilaði ég daginn eftir að ég keypti hana I fyrst árið 1972, en tveim árum siðar er ég festi kaup I á henni á nýjan leik var ég tilbúinn tii þess að meö-| taka „sakramentið”. — —ESEl ERLENDAR PLOTUR: Frábær: ★ ★ ★ ★ ★ Ágæt: ★ ★ ★ ★ Viðunandi: ★ ★ ★ Slök: ★ ★ Léleg: ★ Varahlutir í rafkerfi á enskum og japönskum bílum RAFHLUTIR HF. Siðumúla 32. Simi 39080. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast til starfa á deild 8. Einnig óskast hjúkrunarfræðingar til sumarafleysinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sima 38160. Reykjavik 13. mai 1979 SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍMI 29000 íbúðir til sölu Tilboð óskast í tvær íbúðir i húsinu nr. 28 við Sólheima. íbúðirnar verða seldar hvor i sinu lagi eða sameiginlega. Hér er um að ræða: 1) tbúð á II. hæð ca. 20 ferm. auk geymslu i kjallara og hlutdeild i þvottahúsi og þurrkherbergi að 1/3. Bilskúrsréttur. 2) Kjallaraibúð ca. 50 ferm., smágeymsla og hlutdeild i þvottahúsi og þurrkherbergi að 1/3. Tilboð, sem miðist við að andvirði ibúð- anna greiðist innan 18 mánaða frá dag- setningu kaupsamnings, skal skila til ann- ars hvors undirritaðra fyrir 20. þ.m. Sigurður Jónsson, Stigahlið 65, Rvk. Sveinbjörn Jónsson, Box 438, Rvk. 121. Upplýsingar eru gefnar næstu daga i sima 19790 eða 30930 (Sigurður Jónsson), og i sima 28110 eða 13206 (Sveinbjörn Jóns- son). Iðnaðarhúsnæði óskast á Reykjavikursvæðinu eða nágrenni 100 - 300 ferm. fyrir léttan iðnað. Þarf að hafa bilgengar dyr. Tilboð sendist auglýsingadeild blaðsins merkt „Iðnaðarhúsnæði 1979”. Bændur — Bændur Notuð dráttarvél óskast, gjarnan með á- moksturstækjum, einnig sláttuþyrla, rakstrarvél og snúningsvél. Upplýsingar gefnar i sima 91-14465.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.