Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 10
10 Sunnudagur 13. mal 1979 GIsli Sigurbjörnsson. „Islendlngar hugsa of lftíð um Við erum stödd á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund við Hringbraut í Reykjavik/ og það er Gisli Sigurbjörnsson forstjóri, sem hefur verið beðinn að ræða við lesendur Timans. En þótt þið lesendur góðir, hugsið ykkur að þið séuð staddir á elliheimili á meðan þið lesið þessa grein, og látið hugann dvelja þarsemaldrað fólker saman komið, þá þarf enginn að ímynda sér að öllum vandamálum aldraðra Islendinga verði gerð tæmandi skil í einni blaðagrein, ekki langri. Til þess þyrfti stóra bók, — og væri reyndar mjög verðugt bókarefni. En hvað um það. Sú bók verður áreiðanlega ekki skrifuö á einum degi, og því er best að tef ja ekki tímann með þarf lausum vangaveitum, heldur vinda okkur beint að verkefninu og heyra hvað forstjórinn hefur að segja. Til þess þarf tvennt: skiln- ing og samvinnu Og þá langar mig aö byrja á þvi aö spyrja þig, Gisli Sigurbjörns- son: — Hversu gamalt er þetta hús, þar sem viö erum nú staddir? — Húsiö að Grund var vigt i septembermánuöi 1930 en Gamla- Grund, elliheimiliö var stofnaö 29. október 1922. Það hús stóö við Kaplaskjólsveg. Þess má geta, aö nú hefur fimm sinnum veriö byggt viö þetta hús, hér aö Grund. Þegar þaö var byggt voru ts- lendingar 108 þúsund, en nú eru þeir 224 þúsund. A þessu timabili hefur öldruöu fólki á Islandi fjölgaö geysilega mikið, hlutfalls- lega miklu meira en þjóöinni i heild. Viö erum i hálfgerðum vandræðum meö þessi mál, mál- efni aldraðs fólks, af þvi aö viö höfum ekki sinnt þeim nóg. Þetta sést m.a. á þvi aö Reykjavíkur- borg á ekki neitt elliheimili enn þann dag I dag, og hefur aldrei átt. Skilningurinn á þessum málum hefur veriö mjög lltill. Viö sem stjórnum þessari stofnun hér, höfum tvisvar fariö þess á leit viö Alþingi aö hiö opinbera legöi eöa veikt og þarfnast mikillar umönnunar. Viöa i sveitum landsins er þetta gifurlegt vanda- mál og þess eru mörg dæmi aö menn hafi oröið aö bregöa búi aö- eins vegna þess aö þeir komu aldraöa fólkinu ekki frá sér, en á hinn bóginn ógerlegt aö veita þvi þá aðhlynningu og hjúkrun heima, sem bráönauösynlegt var. Þetta er ein af ástæöunum fyrir þvi að fólk hefur orðiö aö fara úr sveitsinni fyrr en ella heföi oröiö. — Auövitaö er ekki neinn vandi að byggja hús. Þaö er meira að fram nokkurt fé til þess aö byggja viö húsiö hérna gegn þvi aö viö létum hér i té rúm fyrir þrjátiu manns utan af landsbyggðinni. En þessu tilboði var hafnaö i bæði skiptin. Svörin sem ég fékk voru á þessa leiö: Við munum sjá um okkar fólk. — En þaö fór á aðra leiö. — Þaö kom fram áöan aö öldr- uöu fólki á tslandi heföi fjölgaö hlutfallslega miklu meira en þjóöinni i héild. Hversu mikil er þessi fjölgun aldraöa fólksins i tölum? — Ariö 1930 voru tslendingar 75 ára og eldri, 2801, en i desember 1978 voru þeir9145. A þessu tima- bili hefur mannfjöldinn á landinu i heild rösklega tvöfaldast, — úr rúml. 108 þús. i rúml. 224 þús. — en tala aldraða fólksins hefur ekki tvöfaldast, eða rösklega þaö, heldur margfaldast. Þó eru tölurnar miklu alvarlegri, þegar kemur aö háöldruöu fólki. Ariö 1930 voru tslendingar, 85 ára og eldri 395, en i desember siöast liönum voru þeir 1972, eöa fimm sinnum fleiri. (Þaö vantar þrjár manneskjur til þess að talan hafi fimmfaldast). Þetta er lang- stærsta vandamáliö, þvi aö margt af þessu fólki er orðið lasburöa Vistkona á Grund I Reykjavik. segja ekki neinn vandi aö gera allt sem gera þarf i þessum efn- um. En til þess þarf tvennt: skilning og samvinnu. „Húsavik í Reykjavík" — Þú minntist á aö sveitafólk heföi oröið aö bregða búi til þess aö gamla fólkiö á heimilinu fengi nauösynlega umönnun, sem ekki var hægt að veita heima. Er margt aldrað fólk úti um byggðir landsins, sem þyrfti nauösynlega aö komast á elliheimili en kemst þaö ekki? — Vafalaust. Fyrir mörgum ár- um skrifaöi ég grein i Timann. Hún hét Húsavlk I Reykjavík.Ég skrifaði um öldruö hjón noröur i Þingeyjarsýslu. Konan sagöi viö manninn sinn: Viö erum nú oröin gömul og þurfum að fara að bregða búi. Börnin okkar fyrir sunnan hafa aö visu nóg hjarta- rúm, en húsrýmiö vantar. — Ég vissi að Þingeyingar hafa löngum verið forystumenn á mörgum sviöum ekki sist i félagsmálum. Ef þeir hefðu byggt elliheimili i Reykjavik eöa Hveragerði og kallað það Húsavik, þá hefði þaö oröið samastaöur fyrir gamalt fólk úr þessum héruöum. Þetta skrifaöi ég. Sama daginn og greinin birtist, kom til min þekktur bóndi austan af landi sem bjó hjá okkur á Grund ásamt konu sinni. Hann haföi lesiö grein mina. Þessi bóndi fékk mér fimm þúsund krónur, sem var mikið fé þá, og sagði um leiö: Viö hjónin vorum aö lesa greinina yðar. Nú ætla ég aö biðja yöur að taka á móti þessum peningum sem fyrsta framlagi til byggingar fyrsta átthagaheimilisins i Reykjavik. Siöan eru mörg ár liöin. Ég hef margoft skrifaö um þetta mál og rætt það við marga menn. En án árangurs. Það vantar hugsjóna- menn og þaö vantar duglegt fólk. Ég hef stundum sagt: Viö höfum fólk, en okkur vantar menn. Góði Guð! Taktu hana ömmu, svo ég geti fengið hornherbergið! — En er endilega æskilegt að pakka fólki saman i opinberar stofnanir? Finnst þvi þaö ekki komið i „forsal dauöans”, þegar þangað er komiö? Er ekki betra að menn fái að deyja á einka- heimilum, hjá sinum nánustu eins og i gamla daga? — Efalaust er þaö best, ef að- stæöur leyfa. En nú minnist ég aldraðra hjóna, sem komu til min fyrir nokkrum árum. Þau vildu komast á elliheimili, og ég gat ekkert sagt við þau, nema þetta: „Þvi miöur, þvi miöur, allt upp- tekið, ekkert pláss”. Þá sagöi þessi kona viö manninn sinn: Heyröu góöi, viö höfum gert margt rangt á langri ævi en þó er ein skyssan allra verst: Við höfum lifaö of lengi. öldruðu fólki er ekkert eins er- fitt og að sætta sig við þaö aö þvi sé ofaukið. Hver heldur þú að vilji heyra barnabarn sitt segja: Góöi Guð! Taktu hana ömmu, svo ég geti fengið hornherbergiö! Nei, auðvitaö vill enginn heyra annað eins og þaö liður engum vel.sem finnur aö hann er orðinn fyrir og til óþæginda. Þeir sem dveljast á elliheimilum eru lausir við þá til- finningu að þeir séu fyrir.þótt hún fari oft illa meö hina sem eru á heimahúsum og finnst þeim stundum vera ofaukið. Ég skal segja hér stutta sögu, sem staðfestir þetta: Það kom einu sinni til min hátt settur maður og baö mig fyrir móður sina i skamman tima. Hann haföi veriö henni góður son- ur, hún dvaldist á heimili hans en nú haföi þessum manni og frú hans veriö boöiö til útlanda i einn mánuö. Og þá þurfti að koma gömlu konunni fyrir á meöan. Ég sagði þessum manni eins og satt var, að hér á Grund væri allt fullt en austur i Hverageröi gæti hún fengið aö vera. „Nei, I þann suddakrók sendi ég ekki hana mömmu”, sagöi maöurinn. Svo fór hann sina leiö. Viku seinna kom hann aftur og sagöi: „Stendur þetta,aö móöir min geti fengiö aö vera fyrir austan á meöan við hjónin erum I feröa- laginu?” „Já,” svaraöi ég. Hún dvaldist svo þar á meöan hjónin voru í siglingunni. Ekki voru þau fyrr stigin á land, en sonurinn fór að sækja móöur sina. En þá brá svo viö, aö hún vildi ekki hreyfa sig þaðan. Og hún fór hvergi. Þegar ég spurði frúna seinna, hvers vegna hún heföi ekki viljað fara heim aftur meö svni sinum,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.