Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. mal 1979 ISÍMlIlAIU 11 svaraði hún á þessa leiö: Þau vilja allt fyrir mig gera, en ég fann samt stundum að mér var ofaukið. En hér ræð ég geröum minum, hér get ég hagað lifi minu eins og mér hentar, og þau geta komið hingað og heimsótt mig, hvenær sem þeim sýnist. Ég get lika sagt sögu af stór- bónda norðan úr landi. Þegar hann hafði veriö i tvö ár i Asi sagði hann einu sinni við mig: ,,Ég hefði átt að vera kominn hingað fyrir löngu”. „Nú, hvers vegna?” spurði ég. „Þegar ég var ungur maöur”, sagöi þessi bóndi, „þá var mér kennt að láta mér aldrei verk úr hendi falla. Þetta er alrangt. Hér hef ég loksins fengið tima til þess aö lifa”. //Þiö MEGIÐ gera allt/ en ÞURFIÐ ekki aö gera neitt". — Er einveran ekki erfiöust öldruðu fólki næst á eftir sjúk- dómum og ellihrumleika? — Jú, langsamlega erfiöust. Ég var einu sinni á fjölmennum fundi, þar sem allir fundarmenn voru um áttrætt og þaðan af eldri. Ég skrifaði fyrirspurn og fékk fundarstjóranum hana. Hún var á þessa leið: Hvað er erfiðast i ell- inni? Og allir svöruðu i einum kór: Einveran. — Menn þurfa auðvitað ekki að finna til mikillar einsemdar þótt þeir búi i sinu eigin herbergi á stofnun slikri sem þessari? — Aðalatriðið er að fólkiö finni, aö við erum hér vegna þess, en ekki þaö vegna okkar. Viö getum kallað þá hlið málsins númer eitt. Númer tvö er að fólkið sem starf- ar hér skilji þetta. Og ég held mér sé óhætt að segja, að sá skilningur sé fyrir hendi.Nú eru á döfinni framkvæmdir i þágu fólksins sem hefur gert okkur kleift að stunda þessa starfsemi. Viö erum að byggja hér hús, sem veröur allstórt, en heitir samt Litla-Grund. Þetta hús er ætlað fólkinu sem hefur hjálpað okkur öll þessi ár. Aldrað starfsfólk Grundar hefur forgangsrétt að þvi að dveljast i þessu húsi, og það á þaö skilið vegna starfa sinna hér. Aöalatriðið er ekki að byggja hallir, heldur aö byggja hús. Við viljum aö öllum liöi vel en við sækjumst ekki eftir óhófi eða bruðli. Viö viljum gjarna lifa eftir kjörorðinu: Geröu mikiö fyrir lft- ið. En hvernig förum við að þessu? 1 Asunum búa fimm konur saman i litlu húsi. Ég segi við þær: Stúlkur! Þetta hús er ykkar heimili. Þið fáið allt til alls. Þiö megiðgera allt, en þurfiðekki að gera neitt —- Býr fólk hér á Grund ekki bæði i eins manns herbergjum og fjölbýlisstofum? — Hér á Grund er alltof þröngt og það hefur lengi verið okkur byrði. Þegar flest var, voru hér 382 manneskjur en nú eru hér 334. Við stefnum enn að þvi aö rýmra verði um hvern einstakling, ekki veitir af. Við eigum ráö á húsrými fyrir 540 einstaklinga i Reykjavik og Hveragerði samanlagt. Þetta tekst einungis vegna góðs skipu- lags og samstarfs á milli deild- anna. Ef fólk, sem dvelst fyrir austan i Asunum, veröur veikt, er komið með það á sjúkradeildina hér og séö er um að þaö húsrými sem fyrir hendi er, nýtist sem best má veröa. Möguleikarnir eru margir. Aldrað fólk á ekki nema eitt sam- eiginlegt og það er ellin. Að öðru leyti er aldrað fólk vitanlega jafnólikt og fólk á öllum öðrum aldursskeiðum. Við reynum að finna, hvað hentar hverjum, og oftast tekst það, fyrr eða siöar. í Asunum er samstarf fólks okkar með miklum ágætum. Ef einhver veröur lasinn, hjálpa hinir til og samvinnan skapar vináttu á milli manna. Nýlega voru hér tveir Þjóöverj- ar, karl og kona, til þess aö kynna sér þessi mál. Þau dvöldu austur i Hverageröi. Þau skilja alveg, hvernig þetta kerfi okkar er upp byggt. En eitt sögöust þau ekki skilja: Fjárhagshliðina. Hvernig fara lslendingar að þvi að reka elliheimilin i Grund og fyrir aust- an f jall? Ég svaraði þvi til, að það ' gerði ekkert þó að þau skildu það ekki. A meðan ég skil þetta sjálfur, er allt i lagi. Svo var það mál útrætt af minni hálfu. Hlýtt inni — og — innra í raun og veru erum við sem stöndum að þessari starfsemi hér, að reyna að gera það sem ætla mætti að væri ófram- kvæmanlegt. Við erum aö reyna að láta seinasta heimili einstak- lingsins verða fallegasta og besta heimiliö sem hann eignaðist á ævinni. — Hvernig farið þið að þessu? — Það er alls ekki einfalt eða auövelt. Við reynum aö sjá til þess, að fólkið sem dvelst hér eigi eins áhyggjulitla daga og unnt er. — Ég var einu sinni sem oftar staddur austur i Hveragerði og hitti þar að máli konu, sem hafði óskað eftir þvi að komast hingað á Grund, en ekki fengið neitt pláss, svo hún varð að sætta sig við aö vera fyrir austan. Þetta var i marsmánuöi og mjög kalt úti, en vitanlega hlýtt inni i hús- um. Þessi kona haföi oft dvalist erlendis og nú sagði ég við hana um leiö og ég bauð hana vel- komna f Hveragerði: „Eru það ekki mikil viðbrigði, frú, að vera allt i einu kominn hingað frá Osló?” Hún svaraði: „Þegar fólk er komið á minn aldur, er aðeins tvennt sem gildir, hiti inni og innra”. Það er þetta sem er mikilvæg- ast alls, — en lika mestur vand- inn, — að skapa öldruðu fólki likamlegt og tilfinningalegt öryggi. Hinn ytri aðbúnaður þarf auðvitað að vera eins góður og frekast er unnt, en andlegu hliðina má ekki heldur vanrækja. Fólk þarf að finna öryggi I ellinni þvi megum við aldrei gleyma. — Mér hefur skilist að það færist nú mjög i vöxt að sveitar- félög komi sér upp sinum eigin elliheimilum, heima i héraði. Leysir þetta ekki einhvern vanda og getur þetta ekki orðið til þess að létta mesta þunganum af ásókninni i að komast á elli- heimilin á Grund og i Asunum? — Þessi hús sem þú nefndir, og eru að risa viðs vegar um landið eru ekki elliheimili, heldur venju- legar ibúöir fyrir aldrað fólk. Þaö er út af fyrir sig ágætt, svo langt sem þaö nær, en aðalvandamálið er samt sem áður aldraða fólkið þegar það veröur veikt eða er orðiö lasburða sökum elli. Nýju húsin sem eru að risa eða á að fara að byggja viöa um land, munu ekki leysa þann vanda. Eftir sem áöur vantar dvalar- heimili, þar sem aðstaða er til hjúkrunar. Starf skraftar heillar mannsævi — Hversu margt fólk er núna „Asarnir” I Hverageröi. saman lagt, hér að Grund og i Asunum? — Hér á Grund eru nú 247 kon- ur og 87 karlar eða 334 alls. I Ásunum eru 98 konur og 95 karl- ar, eða 193 alls. Saman lagt eru þetta 345 konur og 182 karlar, eða 527 manneskjur alls. Núna i vor er dálitil hreyfing á milli hús- næðis okkar i Ásunum og Reykja- vik. Við þurftum að flytja marga að austan til Reykjavikur i vetur. En þegar allt er taliö, má segja að við gætum tekið á móti 545 manns á báðum stöðum, Grund og i Asunum. — Samkvæmt þvi sem þú sagöir áðan er það ekki ýkjastór hluti þeirra Islendinga sem komnir eru á háan aldur. — Nei.og svo kemur annað einnig til. í Hveragerði eru lika á okkar vegum öryrkjar, sem ekki eru gamlir að árum. Starfsemin þar er þannig dálitið ööru visi en hér að Grund. Eh að minu viti á Hveragerði mjög mikla framtið fyrir sér ef rétt er á haldið. Við höfum hug á þvi að fækka I aöal-húsunum hér á Grund i Reykjavik, m.a. til þess að gera starfsfólkinu hér auöveldara að vinna verk sin. Við viljum ekki hafa fleiri en 520-540 manns á okkar snærum, — en svo ætlumst við blátt áfram til þess að sjálft rikisvaldið fari að gera eitthvað raunhæft i þessum málum. Eöa með öðrum orðum: EFNA LOFORÐ. Það kemur oftast dálitill fjör- kippur á fjögurra ára fresti, — ef kosningar eru á næsta leiti. En svo dettur allt i dúnalogn, þegar aldraða fólkið er búið aö greiða forsjármönnum þjóðarinnar at- kvæði sitt, — þaö af þvi sem hefur náð að lifa fram yfir kosningarn- ar. Mér finnst það satt að segja ákaflega hart, svo ekki sé meira sagt, ef aldraðfólk og ellilúiö þarf aö fara að bindast einhverjum samtökum til þess aö ná sjálf- sögðum rétti sinum. Fólk, sem er búið að afhenda þjóðfélaginu starfskrafta heillar mannsævi. Sjá menn ekki, hvillk dauðans fjarstæöa þetta er? Ellihjálp — Nú ert þú að sönnu ekki gam- all maður sjálfur, Gisli rétt rösk- lega sjötugur. Ætlar þú ekki að halda áfram sem forstjóri hér, þótt árunum fjölgi meira? — Ég veit ekki. Hins vegar hef ég hugsað mér að hleypa af stokkunum nýrri starfsemi sem ég mun kalla Ellihjálp. Þar veröur séð svo um að fólkið hjálpi sér sjálft, eins og þaö framast getur. Hjá Ellihjálp getur aldrað fólk fengið ráðleggingar i peningamálum og á mörgum öörum sviðum hins daglega lifs. tltvegaðir • veröa menn til þess að lagfæra húsnæði aldraðs fólks — ekki gefins, en fyrir vægt gjald. Við munum starfrækja skrifstofu, sem aöstoðar gamalt fólk við að skipta um húsnæði og þannig mætti lengi telja. Viö munum einnig hjálpa þvi við að skipu- leggja fjármál sin þannig að þvi veröi sem mest not af eigum sin- um. — Það er nefnilega hárrétt sem merkur kennimaöur i Reykjavik sagði i blaðagrein ný- lega: Margt aldraö fólk i Reykja- vik á stórar húseignir, en enga peninga. Þetta er eitt þeirra vandamála sem veröur að leysa. Fyrir mörg- um árum fór ég á fund ráða- manna þess banka sem ég skipti við. Ég vildi stofna þar sérstaka deild sem hefði t.d. mátt heita Ævikvöld. Ég lagði til að málum yrði svo fyrir komiö aö fólk á miðjum aldri gæti gengiö inn I þennan banka og keypt sér svo eða svo marga teningsmetra i húsi sem það gæti gengið að á elli- árum sinum. Við fengjum peninga til þess aö byggja slik hús: og siöan hugsaði ég mér, að þegar fólkið, sem á sinum tima haföi keypt sér Ibúö i húsinu með viöskiptum sinum við bankann kæmi og fengi númeriö sitt um leið og það flytti inn i húsiö — að þá ættiþað þetta marga tenings- metra i húsinu. — Fékk þessi tillaga þin ekki góöar undirtektir? — Það er eins og alltaf sé ein- hver þröskuldur, sem ekki er hægt að komast yfir eða einhver gjá sem ekki er hægt að brúa ef einhver stingur upp á einhverju skynsamlegu. En það vil ég undirstrika og leggja á það þunga áherslu, að þetta væri hægt að gera enn þann dag I dag. — Það fer nú vist að liða aö lok um þessa spjalls okkar, en að lok- um langar mig að bera fram eina spurningu, þótt henni sé ef til vill vandsvarað: Búum við Islending- ar vel eða illa aö gamla fólkinu sem ruddi brautina „til áfangans þar sem viö stöndum”? — Islendingar hugsa of litið um aldraða fólkiö sitt og of seint. Ég hef stundum sagt við unga menn: Ég öfunda ykkur ekki af ellinni ef ekki verður orðin hugarfars- breyting þegar þið gerist gamlir. Einn merkasti maður okkar Is- lendinga var eitt sinn spuröur þeirrar spurningar i útvarpi hvernig honum litist á framtiðar- horfur Islensku þjóðarinnar. Svar hins vitra, lifsreynda manns var þetta: Mér list ekki vel á þá þjóð sem hvorki hefur tima til að hugsa um börn sin né sitt gamla fólk. Undir þau orð get ég tekið af heilum hug. —VS Elli- og hjúkrunarheimiliö Grund viö Hringbraut I Reykjavik. aldraða fólkið sitt, og of seint”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.