Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 13. mal 1979 DUFGUS: myrkur í Phnom Penh Fyrir Þaðer hádegi i Phnom Penh. Ung stúlka, skólakennari, fagn- ar komú Rauðu Kmeranna sem halda innreið sina i borgina undir forystu Sampans og Pols Pot. þeir eru a{) frelsa landið og þeir eru að frelsa fólkið. Boð- skapur þeirra um einfalt lif á þjóðlegum grunni, án erlendra áhrifa, hefiir heillað ungu stúlk- una og hún stendur uppi á svöl- um og brosir, brosir fagnandi, brosir við hermönnum Rauðu Kmeranna. Þeir einir her- manna eru ekki hermenn dauðans, þeir eru hermenn lifs- ins. Þeir ætla að færa þjóðinni nýttlif. Og unga stúlkan kastar i gleði sinni lótusblómum fyrir fætur hermanna lifsins. Veður skipast í lofti Fjórum klukkustundum siðar er unga stúlkan á leiðinni úr borginni, á leiðinni til hins ein- falda li'fs. Hún er rekin eins og skepna út úr borginni. Hún er rekin frá öllu og öllum sem henni eru kærir og sér þá aldrei framar. Hún er rekin eins og sauðkind burt frá heimkynnum sinum af Rauðu Kmerunum, hermönnum Ufsins, hermönn- unum sem hún fórnaði lótus- blómunum þegar sólin var hæst á lofti. Hún var einskis spurð. Hún var ekki spurð um hvort það væri i raun og veru vilji hennar að snúa til fábrotins lifs og frumstæðs eða hvort þaö var að- eins litli draumurinn sem viö gælum öll við á þreytustundum en viljum sist af öllu að rætist. Að minnsta kosti viljum við ráöa þvi sjálf. Hún var einskis spurð, þvi að hún hafði rétt litla fingurinnogsásem viðtókhafði tekiðalla höndina eins og jafnan áður. Vilji hennar var einskis metinn lengur, þrár hennar fót- um troðnar ef þær fóru f bága við duttlunga valdhafanna, lff hennar lagt i rúst i einu vet- fangi, henni breytt úr manneskju f húsdýr. Gat þessi stúlka ráðið örlögum sinum? Hafði þessi stúlka tök á þvi sjálf að hljóta betri örlög? Væntanlega hefði það ekki skipt miklu máli þó að hún ein hefði ekkilátið blekkjast.i Kambodfu voru milljónir manna sem létu blekkjast. Og um heim allan voru hundruð milljóna manna sem sungu hósanna og horfðu fagnandi til blekkinganna, mannfyrirlitningarinnar, kúgunarinnar og dauðans. Af- staða einnar manneskju hefði þvi litlu breytt. Við verðum öll að átta okkur á þvf sem er að gerast í kringum okkur, átta okkur á þvi sem getur gerst i kringum okkur. Það sem gerðist i Kambodíu var angi af þvf fyrirbæri sem hefur verið nefnt menningar- byltingin f Kina. Fjöldamargir menn hér og þar f heiminum, þar á meðal á tslandi falla enn- þá i stafi yfir menningar- byltingunni. Þó var menningar- byltingin ekkert annað en aö ákveðnir þjóðfélagshópar fengu opinbert leyfi til að ofsækja aðra þjóðfélagshópa, reka menn frá lifsstarfi sínu og þröngva upp á þá „einfaldara lifi” til endur- hæfingar. Sérstaklega urðu kennarar fyrir barðinu á þess- um hreinsunum, þar sem nem- endur fengu algjörlega óáreittir að reka þá frá skólum sfnum, ef þeir höfðu ekki gefið nógu góðar einkunnir. Og sannarlega fengu embættismenn sem ekki höfðu getað starfað þannig að öllum likaði að finna fyrir þessum hreinsunum. Það er auðvelt fyrir þá sem hafa fengið vald að finna sakir. Maöurinn sem móðgaði Khomeini f Frakklandi forðum daga hefur nú fengið að gjalda fyrir það með lifi sinu. Og ef ég man rétt þá var Khomeini að reka harðstjóra frá völdum í Iran. Menningarbyltingin á íslandi í viðtali við Þjóðviljann sunnudaginn 22. april segir Stefán Jónsson alþingismaður m.a.: „Menningarbyltingin var raunveruleg bylting. Hún var bylting við embættismanna- kerfiö. Fyrir tfð siðustu vinstri stjórnar á íslandi mun láta nærri að enginn hafi verið skammaður jafn mikið I Þjóð- viljanum og Jóhannes Nordal. Þegar ráðherrar Alþýðubanda- lagsins voru komnir i stjórn sögðu þeir hins vegar að þetta væri samviskusamur embættis- maður. Kfnverjar tóku við milljónum Jóhannesa Nordala. Núeru Hua Kua-feng ogfélagar hans búnir að gera gagn- byltingu og hafa sett aftur hin stóru efnahagslegu maikmið i efstu sætin”. Ég ætla að það þurfi enginn að velkjast i vafa um hvað fyrir Stefáni Jónssyni alþingismanni vakir. Ég ætla einnig að enginn geti sagt að hann hafiekki verið varaður við ef Stefán Jónsson skyldi nú koma hugsjónum sfn- um i framkvæmd.Samt hygg ég að fáir hrökkvi við. Þarna er enginn nefndur með nafni nema Jóhannes Nordal. Og þvi miður kippast menn ekki svo mjög við fyrr en röðin kemur að þeim sjálfum. SUMARVERÐ á skídum as & * « Sportval L<»» **( LAUGAVEGI 116 — SIMAR 14390 & 26690 ARLAND SUBARU ■■■■■ ERUM AÐ FLYTJA VARAHLUTAVERSLUNINA FRÁ VONARLANDI V/SOGAVEG í VARAHLUTAHÚSIÐ MELAVÖLLUM V/RAUÐAGERÐI Opnum miðvikudaginn 16. nóvember Sími 8-45-11 Stórbœtt þjónusta Öll önnur starfsemi svo sem heildverslun og bifreiðasala verður áfram að Vonarlandi v/Sogaveg DATSUN — SUBARU — TRABANT — WARTBURG UMBOÐIÐ Heildverslun og bílasala Simi 3-35-60 INGVAR HELGASON o t Vonarlandiv/Sogaveg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.