Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 21

Tíminn - 13.05.1979, Blaðsíða 21
Sunnudagur 13. mal 1979 21 Verksamningur vegna Hrauneviarfossvirkiunar undirritaðir Hinn 2. mars s.l. voru opnuð tilboð hjá Landsvirkjun i fjóra meginhíuta byggingarvinnu Hrauneyjarfossvirkjunar, en þeir eru jaröstiflur og aöveituskurður, gröftur fyrir inntaki og flóðgátt- um, steypuframleiðsla og bygg- ing stöðvarhúss virkjunarinnar. Tilboðin hafa undanfarið verið i athugun hjá byggingardeild Landsvirkjunar og verkfræðileg- um ráðunautum fyrirtækisins, Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsenh.f. ogHarza Engineering Gompany International. j Stjórn Landsvirkjunar hefur fjallað um niðurstöður framangreindra athugana og samþykkt að taka sameiginlegu tilboöi Ellerts Skúlasonar h.f., Svavars Skúlasonar h.f. og Ýtu- tækni h.f. i gröft fyrir inntaki og flóðgáttum, en tilboö þeirra reyndist lægsta tilboöið í þennan verkhluta og var að fjárhæö kr. 117.275.000. Var hlutaöeigandi verksamningur undirritaður 4. mai'. Lægstu samanlögðu tilboöin i steypuframleiöslu og byggingu stöðvarhúss Hrauneyjafoss- virkjunar voru frá Fossvirki, en það er sameign þriggja innlendra fyrirtækja, Istaks h.f., Loftorku s.f. og Miðfells h.f., eins dansks, E. Pihl og Són A.S., og eins sænsks, AB Skánska Cementgjuteriet. Tilboö þessi reyndust mun hærri en áætlanir ráðunauta Landsvirkjunar. Af þessum ástæðum þótti stjórn Landsvirkjunar ekki fært aö taka tilboðum Fossvirkis í umrædda verkhluta i heild, en tyefur hins vegar samiö við Fossvirki um, að það taki að sér framkvæmdirnar við þá i ár. Var hlutaöeigandi verksamningur undirritaöur i dag, og er samningsfjárhæðin 1378 millj. króna. Enn hefur ekki veriö ákveðið, hvernig staöiö verður að byggingu stöðvarhúss- ins á næsta ári, en til greina kem- ur að bjóða þá vinnu út að nýju. Auk þeirra verka, sem samið var um þ. 4. mai eru framundan útboö á nokkrum verkum, sem framkvæma á i sumar. Er hér i fyrsta lagium að ræða útboð á 14 löm vegi að virkjunarsvæöinu. 1 ööru lagi útboð á grjótmulningi fyrir steypuframleiðsluná við Hrauneyjafoss og i þriðja lagi á varanlegum ibúðarhúsum fyrir starfsmenn Hrauneyjafossstööv- ar i framtiðinni. Þá eru nú I út- boði ibúöarhús við Búrfellsstöö fyrir starfsmenn Landsvirkjunar þar. Siöar I sumar er ætlunin aö bjóöa út vinnu á næsta ári við inn- taksmannvirki, flóðgáttir og gröft frárennslisskurðar Hrauneyja- fossvirkjunar og er stefnt að þvi að ákveða þá jafnframt tilhögun framkvæmdanna á þvi áf-i við jarösti'flur og aðveituskurð virkjunarinnar, en ekki hefur enn verið tekin afstaöa til tilboða I 'þau verk. ii Aðeins örfáum vélum óráðstafað NU ER HVER SIÐASTUR að tryggja sér^^fXEW HOLLAISD heybindivél — 370 JL á verksmiðjuverði fyrra árs ''rÍSEW HOLLAIND er nú ennþá fullkomnari en áður og eftirtaldar breytingar hafa verið gerðar: !• Betri stýring á bindigarni 2. Lengri stimpill, jafnari og betri þjöppun. 3. Opnanlegt þrýstihólf. 4. Þessir þœttir gefa öruggari nýtingu, þéttari og jafnari bagga og er sérstaklega hönnuð fyrir fingert gras. N’KW HOLLAND er stærsta verksmiðja sinnar tegundar i heiminum og hér sein annarsstaðar er NEVV HOLLAND utbreiddasta heybindivélin enda er NEW HOLLAND tæknilega fullkomin, sterkbvggð og afkastamikil. Þetta tilboð á einungis við það takmarkaða magn véla, sem komnar erv. og verður ekki hægt að endurtaka. Greiðsluskilmálar. Hafið sambami við sölumenn okkar sem veita nánari upp- lýsingar. Vandaðar vélar borga sig bezt HR 462 Oft skiptir það sköpum við heyskapinn hvernig tekst að nýta stopula þurrka. Þá er best að treysta HEUMA heyþyrlunum Frábærar við heysnúning og dreifingu úr múgum. Raka frá girðingum og skurð- bökkum. AFKASTAMIKLAR — STERKAR HF HAMAR Allar nánari upplýsingar hjá sölumönnum véladeild sími 2-21-23 Tryggvagötu Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.