Réttur


Réttur - 15.03.1935, Side 2

Réttur - 15.03.1935, Side 2
sem sjálf nyti árangurs erfiðis síns, laus við allan er- lendan þrældóm. Það var þessi hugsjón, sem gaf þeim kraftinn, fórnfýsina og þrautseigjuna, — hinum sönnu. sjálfstæðishetjum íslands. Veruleiki auðvaldsskipulagsins. En nú er komið 1935. Draumurinn er orðinn ,,veru- leiki“. En v.eruleikinn lítur bara allt öðruvísi út en draumurinn var. Síðustu 20 ár hafa sýnt þann kalda veruleika, sem bjó á balt við frelsisbaráttuna, — afl- ið, sem notaði sér hugsjónaást og virkilega ættjarðar- ást alþýðu og menntamanna til að koma hagsmuna- málum sínum í framkvæmd, — valdið, sem sveik, þeg- ar því þótti arðrán sitt ekki nógu tryggt lengur, ef sókninni gegn yfirdrottnun og kúgun yrði áfram hald- ið. Hrifning Fjölnismanna, uppreisnarhugur Jóns Sig- urðssonar, róttækni Skúla Thoroddsens eru horfin fyr- ir kaldhæðnislegu glotti Eggerts Claessens, formanns Sambands íslenzkra atvinnurekenda. Það var burgeisastéttin, sem brauzt til valda á ís- landi, en notfærði sér til þess frelsisbaráttu þá, sem. alþýðan hélt að hún væri að heyja fyrir þjóðernislegu sjálfstæði sínu og frelsi. Og sú burgeisastétt getur nú litið yfir tveggja áratuga óskert valdatímabil sitt og árangur þess. Atvinnuþróunin hefir verið ör á Islandi á þessu tímabili. Myndbreytingarnar á yfirstéttinni hafa gerst hratt og alþýðan vart fylgst með í þeim né áttað sig á hvað þær þýddu. Og „draumarnir" hafa umhverfzt álíka hratt í veruleikanum, — og skal þetta nú allt í stuttu máli rakið. Verzlunarauðmagnið og ,,hugsjón“ þess. Verzlunarauðvaldið var fyrsta innlenda auðvaldið á Islandi. Draumsjón þess var „frjáls verzlun“ og Jón Sigurðsson sérstakur forvígismaður þeirrar hug- myndar. Það hefir nú haft áttatíu ára bil til að frarn- 2

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.