Réttur


Réttur - 15.03.1935, Page 24

Réttur - 15.03.1935, Page 24
nú hefir þeim fækkað ofan í 37,9 millj. — Auðmanna- stéttin var fyrir byltinguna 22 millj. manna, aðeins 174 þús. voru eftir í ársbyrjun 1934, en af þeim voru 149 þús. stórbændur. Verkalýður og samyrkjubændur voru nú í ársbyrjun upp undir 80% af öllum íbúum landsins. Þetta eru tölur, sem tala. Jafnframt hefir stórkostleg breyting átt sér stað inn- an þessara tveggja aðalstétta. Þeirri breytingu lýsti Molotov með þessum orðum í ræðu sinni á Sovétþing- inu: „Verkamaðurinn okkar er ekki lengur sami og áð- ur, ekki lengur öreiginn, sem er rændur öllum fram- leiðslutækjum, sem er þrælkað út fyrir aðra stétt, stétt kúgaranna. Verkamennirnir okkar eru nú orðnir að' stétt, sem skilur þýðingu sína, sem veit, að hún ræður yfir iðnaði landsins. Samyrkjubóndinn okkar er ekki lengur gamli þrautpíndi smábóndinn. í höndum verka- mannanna og vinnandi bænda er valdið, þeim hefir tek- izt að gjörbreyta landinu, að byggja upp voldugan ný- tísku iðnað, að umskapa landbúnaðinn og að bæta kjör sín efnalega og menningarlega. Þessi þróun hefir farið fram í harðvítugri baráttu gegn innlendri og erlendri auðmannastétt. En verkalýðurinn hefir sigrað, og nú hefst hið sósíalistiska tímabil Sovétríkjanna“. Þegar bolsévikkarnir rússnesku ráku þjóðþingið heim 1918 og lýstu því yfir, að ráð verkamanna, bænda og hermanna mundu ákveða um örlög landsins, ærðust „lýðræðisvinir“ allra landa. Bolsévikkar svöruðu, að þeir vildu lýðræði, en ekki slíkt blekkingar lýðræði og- jafnrétti sem „bannar jafnt ríkum sem fátækum að sofa undir brúnum“, heldur raunverulegt jafnrétti, sem veitir verkamönnum ekki aðeins lagalegan rétt, heldur einnig það efnalega vald, sem þarf til að stjórna. Þeir hafa staðið við orð sín. Þeir hafa sýnt, að al- ræði verkalýðsins eitt getur tryggt fullkomið lýðræði.. 24

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.