Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINHVERJIR virtustu fræði- menn heims á sviði taugahjúkr- unar sækja um þessar mundir ráðstefnu á Nordica hóteli sem fram fer hér á landi. Tauga- hjúkrun lýtur að sjúkdómum eða skaða í mið- og úttaugakerfi, eins og heila og mænu. Að sögn Ingibjargar Kolbeins, formanns undirbúningsnefndar ráðstefn- unnar, er taugahjúkrun vaxandi sérsvið hjúkrunar enda fer sjúk- lingum sem á þess konar hjúkr- un þurfa að halda fjölgandi. „Þarna er um að ræða t.d. heila- blóðfallssjúklinga, mænuskaðaða einstaklinga og MS- og Park- insonsjúklinga.“ Ráðstefnan hófst í gær og stendur fram á sunnudag. Þátt- takendur eru hátt á fjórða hundrað en fyrirlesarar eru fjöl- margir og koma víðs vegar að úr heiminum. Ingibjörg segir að í gær hafi hæst borið kynningu Nicolais Van Der Woert á Neuroblend- verkefninu en markmið þess er að samræma hugtaka- og orða- notkun innan fagsins og rafræna símenntun taugahjúkrunarfræð- inga. „Þetta verður nokkurs konar gagnagrunnur þar sem taugahjúkrunarfræðingar geta sótt sér fræðslu og menntun. Þetta verkefni er mjög viðamikið og ítarlegt og þau lönd sem eiga aðild að verkefninu munu fá að- gang að grunninum en Ísland hefur tekið þátt í þessu verkefni frá byrjun.“ Verkefnið verður einnig rætt á morgun og segir Ingibjörg að verkefnið sé afar sérstakt innan hjúkrunarfræð- innar og hafi hlotið mikla at- hygli. „Einnig bíða menn nokkuð eft- ir erindi dr. Bernards Gibbons, sem mun fjalla um hjúkrun heilablóðfallssjúklinga, en Gib- bon er einn færasti fræðimaður í heimi á þessu sviði.“ Ingibjörg segir að einn þekktasti íslenski fræðimaður taugahjúkr- unarfræðinnar, dr. Þóra Haf- steinsdóttir, muni einnig halda erindi á ráðstefnunni. „Hún mun líta til framtíðar og segja fyrir um hvað er handan við hornið á þessu sviði.“ Hratt vaxandi svið hjúkrunar Ráðstefna um taugahjúkrunar- fræði haldin hér Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir Skipuleggjendur Ingibjörg Kolbeins og Paul Van Keeken, forseti Evr- ópusambands taugahjúkrunarfræðinga, á ráðstefnunni í gær. taka sem vilja stuðla að eflingu handverks, hönnunar og listiðn- aðar og auka gæðavitund á þess- um sviðum. Verslunin Kraum – icelandic design, með íslenska hönnun á boðstólum og í eigu REYKJAVÍKURBORG hefur eignast nýjan sýningarstað, Fóg- etastofur, en hann er í end- urbyggðu húsi Innréttinganna svonefndu frá miðri 18. öld og viðbyggingu þess í Aðalstræti 10, Silla og Valda-húsinu. Minja- safn Reykjavíkur mun í sumar halda þar sýningu um upphaf byggðar við Aðalstræti og í Grjótaþorpi. Eru þar líkön og ljósmyndir er sýna hvernig byggð þróaðist fyrstu öldina eft- ir að Reykjavík hlaut kaupstað- arréttindi árið 1786. Kjartan Magnússon, formaður menningar- og ferðamálaráðs, beitti sér mjög fyrir því að húsið yrði nýtt með þessum hætti. Minjavernd, fyrirtæki í eigu borgar og ríkisins, eignaðist húsið gegn því að gera það upp og sá einnig um að reisa nýja viðbyggingu aftan við það. Borg- in leigir síðan húsið af Minja- vernd. Á efri hæðinni er starfsemi Handverks og hönnunar, sam- fjárfesta og hönnuða, er rekin á tveimur hæðum í bakhýsi Að- alstrætis 10. Innréttingar Skúla fógeta Magnússonar eru oft taldar marka upphaf þéttbýlis í Reykja- vík. Til stóð að leggja þar grunn að verksmiðjurekstri á Íslandi en minna varð úr þeim hug- myndum en til stóð, Aðalstræti 10 er eina verksmiðjuhús Inn- réttinganna sem enn stendur. Morgunblaðið/RAX Innrétting- arnar aftur úr ösku- stónni Nýir sýningarsalir í Aðalstræti 10 og verslun með íslenska hönnun Fógetastofur Frá opnun sýningarstaðarins í Aðalstræti 10 í gær, húsið var endurbyggt og bætt við bakhýsi. HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær dóm hér- aðsdóms yfir Edward Apeadu Koranteng, fyrir að hafa nauðgað 14 ára stúlku í sept- ember 2005. Var maðurinn dæmdur í þriggja ára óskilorðsbundið fangelsi auk þess að þurfa að greiða stúlkunni eina millj- ón króna í miskabætur. Brotið átti sér stað um miðjan dag í kjall- araíbúð Edwards á Eiríksgötu þegar stúlk- an var þar gestkomandi ásamt tveimur vin- konum sínum. Bar stúlkan fyrir dómi að Edward hefði boðið þeim heim til sín til að hlusta á tónlist. Þegar þangað var komið hélt maðurinn stúlkunni inni í herbergi, af- klæddi hana og kom fram vilja sínum. Fyrir dómi vitnaði vinkona stúlkunnar um að hún hefði heyrt stúlkuna biðja manninn um að hætta en um hálfri klukkustund síðar kom stúlkan grátandi úr herberginu. Fóru stúlk- urnar því næst allar í Sundhöll Reykjavíkur þar sem sú sem nauðgað var notaði snyrt- ingu. Sagði stúlkan vinkonum sínum þar að maðurinn hefði haft samfarir við hana gegn vilja hennar. Edward neitaði því hins vegar að hafa boðið stúlkunum heim til sín og einnig að hafa átt samræði við stúlkuna þar. Í lok nóvember sama árs leitaði móðir stúlkunnar til lögreglu og lagði fram kæru á hendur manninum en þá hafði stúlkan sagt systur sinni frá atburðinum. Í skýrslu rétt- arlæknis segir að stúlkan hafi verið aum í kringum leggangaopið í nokkra daga eftir atburðinn og henni hafi einnig blætt. Stúlk- an hafi lést um 14 kíló á einum mánuði, henni gangi verr í skóla og sýni einbeiting- arskort. Bersýnilegt sé að stúlkan hafi orðið fyrir miklu áfalli. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti, segir að framburður stúlkunn- ar hafi verið stöðugur og samrýmist fram- burði vinkvenna hennar tveggja. Engum vafa sé undirorpið að stúlkurnar greindu frá raunverulegum atburðum sem sett hafi mark sitt á þær. Ákærði hafi hins vegar orð- ið margsaga um tildrög þess að stúlkurnar komu á heimili hans og hvaða kynni hann hafði haft af þeim áður. Vitnisburður félaga mannsins þótti einnig óljós. Brot Edwards, sem var tvítugur þegar það var framið, þótti ófyrirleitið og til þess fallið að valda stúlku á viðkvæmum aldri verulegum skaða. Dæmdur í 3 ára fangelsi Nauðgaði 14 ára stúlku á heimili sínu „ÉG lýsi yfir mikilli ánægju með þetta fram- tak og frumkvæði hjá Sjóvá,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson heil- brigðisráðherra, spurð- ur um afstöðu sína til þess að Sjóvá hafi boðist til að hafa forystu um að byggt verði við Grensásdeild LSH, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. „Það liggur alveg fyrir að við munum setjast niður með for- svarsmönnum fyrirtækisins og fara yfir þetta mál með opnum huga.“ Spurður hvort hagsmunir ríkis og einkaaðila séu ekki ósamrýmanlegir segir Guðlaugur Þór að svo geti verið í ákveðnum tilfellum en það séu hagsmunir fyrirtækjanna í landinu að heilbrigðisþjónustan og hreysti þjóðarinnar sé sem best. Hann segir að í sínum huga liggi það fyrir að heilbrigðismál þjóðarinnar séu samvinnuverkefni margra aðila. Nefnir hann sem dæmi að ríkið og sveitarfélögin geti gert ýmislegt í sameiningu og frjáls félagasamtök, eða þriðji geirinn, geti einn- ig lagt sitt af mörkum. „Síðan eru það fyr- irtækin í landinu sem hafa svo sannarlega alla hagsmuni af því að heilbrigði þjóð- arinnar sé sem best og ég fagna að þeir hafi áhuga á því að koma að þeim málum og mun reyna að beita mér fyrir því að samvinna allra þessara aðila verði sem best,“ segir heilbrigðisráðherra að lokum. Fagnar frum- kvæði Sjóvár Guðlaugur Þór Þórðarson ♦♦♦ Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ODDUR Friðriksson, yfirtrúnaðar- maður starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun, og Sverrir Alberts- son, framkvæmdastjóri Afls, telja ummæli Ómars Valdimarssonar, talsmanns Impregilo, í fjölmiðlum vekja furðu. Í yfirlýsingu frá tvímenningunum segir að vandamál við framkvæmd Kárahnjúkavirkjunar séu stað- reynd og furðu veki að talsmaður Impregilo vísi ásökunum um slík vandamál á bug. Hve mikil vanda- málin séu og hvort og hvernig hafi verið reynt að leysa þau séu hins vegar mál sem megi skoða nánar. Einnig er vakin athygli á að vanda- mál í mannlegum samskiptum séu ekki einskorðuð við Impregilo, en mörg önnur fyrirtæki starfi við framkvæmdirnar. Í yfirlýsingunni segir að haustið 2005 hafi fundur verið haldinn með yfirmönnum Impregilo vegna þrá- láts orðróms um kynferðislega áreitni yfirmanna á svæðinu við starfstúlkur þar. „Á þeim fundi var okkur lofað því að gert yrði sérstakt kynningarátak meðal yfirmanna á svæðinu og að fyrirtækið myndi grípa til nauðsynlegra aðgerða. Síð- an þá höfum við ekki heyrt ásakanir um áreitni af þessu tagi fyrr en í fréttum síðustu daga,“ segir í yfir- lýsingunni. Þekkt sé að starfsmönn- um sé sagt upp fyrirvaralaust og þeir sendir samdægurs úr landi. Sendiherra Portúgals gagnvart Íslandi, Joao De Lima Pimentel, kom hingað til lands í gær og mun í dag fara á virkjanasvæðið og eiga fundi með portúgölskum verka- mönnum þar. Ekki er ljóst hversu lengi Pimentel verður á landinu en það mun að öllum líkindum ráðast af því hvers hann verður vísari eftir heimsókn sína á svæðið. Rúmlega 300 portúgalskir verkamenn starfa nú á virkjanasvæðinu. Segja ummæli talsmanns Impregilo vekja furðu Sendiherra Portúgals mun funda með verkamönnum við Kárahnjúka í dag Í HNOTSKURN » Yfirtrúnaðarmaðurstarfsmanna og fram- kvæmdastjóri Afls segja vandamál við framkvæmd- ina vera staðreynd. » Engar ásakanir um kyn-ferðislega áreitni hafa komið fram síðan haustið 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.