Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 51

Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 51 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Árskógar 4 | Kl. 9-12 opin handavinnustofa. Kl. 9- 16.30 opin smíðastofa. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa félags eldri borgara er lokuð í dag. Félagsheimilið Gjábakki | Jóga kl. 10.50. Félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gjábakka er opið virka daga kl. 9-17. Þar er t.d. hægt að kíkja í blöðin, spjalla, taka í spil. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Kl. 9 vefnaður, kl. 9.30 jóga, kl. 10 ganga, kl. 10.30 íþróttafél. Glóð: hringdansar (æfing), kl. 11.40 hádegisverður. Að- staða til að taka í spil, spila bobb og fara á göngu- bretti. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Opið í Garða- bergi kl. 12.30-15. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Handa- vinnustofan á Hlaðhömrum verður opin alla virka daga í júní kl. 13-16. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10 „Bragakaffi“, kl. 10.30 lagt upp í létta göngu um nágrennið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 13 kóræfing. Uppl. á staðnum og s. 575 7720. Hraunbær 105 | Kirkjuferð í Áskirkju kl. 14. Kaffi- veitingar í boði sóknarnefndar og kvenfélags kirkj- unnar. Verð kr. 300. Brottför kl. 13.30 frá Hraunbæ. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi. Hádegisverður kl. 11.30. Blöðin liggja frammi. Vesturgata 7 | Kl. 9-16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15-14.30 handavinna. Kl. 11.45-12.45 hádegis- verður. Kl. 13.30-14.30 sungið við flygilinn við undir- leik Sigurgeirs Björgvinssonar. Kl. 14.30-16 dansað í aðalsal við lagaval Sigvalda. Vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, morgun- stund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, hárgreiðslu og fótaað- gerðarstofa opnar frá kl. 9, bingó kl. 13.30. Vorferð Vitatorgs verður farin fimmtudaginn 7. júní kl. 13. Farið verður um Álftanes í Heiðmörk og nágrenni, veitingar verða í Kríunesi við Elliðavatn, síðan keyrt um Rauðhóla og Hafravatn. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kvöldkirkjan byrjar aftur kl. 17. Kvöldbænir kl. 20. Breiðholtskirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10. Kaffi og djús í boði. Síðasta samveran í kirkjunni fyrir sumarfrí. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Þorkell 80ára. Á morgun, 2. júní,verður Ragnar Ólafs- son, fv. deildarstjóri á Skatt- stofu Reykjavíkur, Barmahlíð 6, Reykjavík, áttræður. Þau hjónin, hann og Theódóra Guðmundsdóttir, taka á móti ættingjum og vinum í Félags- heimili Seltjarnarness (við sundlaugina) laugardaginn 2. júní kl. 3–5. dagbók Í dag er föstudagur 1. júní, 152. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24.) Asíuver Íslands – ASÍS, HA,HÍ, Miðstöð Asíufræða viðHáskólann í Gautaborg ogNorræna Asíustofnunin í Kaupmannahöfn halda á Akureyri dagana 1. til 3. júní Aðra norrænu ráðstefnuna um Asíutengd kynja- og kvennafræði. Dagný Indriðadóttir meistaranemi í kynjafræði er einn af skipuleggj- endum dagskrárinnar: „Ráðstefnan er vettvangur fræðafólks víða að úr heiminum til að fjalla um stöðu kyn- gervis (e. gender) í nútímasamfélagi,“ segir Dagný. „Dagskráin nú skoðar sérstaklega stöðu Asíubúa á tímum hnattvæðingar, m.a. kynhlutverk og -gervi bæði innan Asíu, en einnig hjá Asíubúum sem flust hafa út fyrir álf- una.“ Dagný segir tvö ólík sjónarhorn takast á í umræðunni um hnattvæð- inguna: „Annars vegar opnar hún tækifæri fyrir fjölda fólks til að ferðast, vera og gera það sem vilji þeirra og metnaður leyfir, en hins vegar er því haldið fram að hnattvæð- ingin hneppi ákveðna hópa í hálfgert þrælahald. Þessar andstæðu fullyrð- ingar má einnig skoða með augum kynjafræðinnar og finna áhugaverðar hliðstæður í valdatengslum kvenna og karla annars vegar og þróaðra og fá- tækra ríkja hins vegar,“ segir Dagný. „Brýnt er að skoða stöðu og þróun kyngervis og kynjasamskipta á tímum hnattvæðingar. Í íslensku samhengi er t.d. vert að athuga að næst stærsti hópur innflytjenda hér á landi er as- ískur að uppruna og mikilvægt að skilja þetta fólk og aðstöðu þess hér á landi, og þá um leið skoða hvort og hvernig þarf að haga málum best fyr- ir einstaklinginn og samfélagið allt.“ Þátttakendur ráðstefnunnar koma frá 16 löndum og flutt verða 25 erindi. „Aðalfyrirlesarar eru tveir: Frá Nat- ional Central University í Chungli, Taívan, kemur dr. Josephine Chuen- juei Ho, prófessor. Hún flytur fyr- irlesturinn „Bidding for Vulnerability: Asian Modernity and Its Emergent Gender Stance“. „Dr. Naila Kabeer prófessor við University of Sussex í Bretlandi flytur svo erindið „Recon- figurations of Marriage and Markets in the Context of Globalisation: Ref- lections on the Asian Context“.“ Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.gender- ingasia2007.niasconferences.dk. Kynjafræði | Staða Asíubúa í brennidepli á ráðstefnu á Akureyri 1.-3. júní Kyngervi og alþjóðavæðing  Dagný Indriða- dóttir fæddist í Reykjavík 1965. Hún lauk stúdents- prófi frá MH 1983, lauk námi í flug- umferðarstjórn 1986, BA-námi í þjóðfræði og kynjafræði frá HÍ 2003, kennsluréttindum frá sama skóla 2005 og leggur nú stund á meist- aranám í kynjafræði. Dagný starfaði við flugumferðarstjórn í 15 ár. Hún hefur einnig starfað sem leiðsögukona og landverja um árabil. Myndlist Handverk og hönnun | „Á skör- inni“ hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 10, sýnir Sigríður Ágústsdóttir, leirlistakona, hand- mótaða og reykbrennda vasa. Sigríður hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í mörgum samsýningum. Sýningin „Á skör- inni“ er opin á skrifstofutíma til 28. júní. Uppákomur Sólheimar | Menningarveisla Sól- heima 2. júní til 19. ágúst. Opn- unarhátíð við Grænu könnuna, laugardaginn 2. júní kl. 13. Að- gangur ókeypis að öllum við- burðum. Tónleikar alla laugar- daga í Sólheimakirkju og hefjast kl. 14. Fjölbreyttur hópur lista- manna mun koma fram. Listhús Sólheima og verslunin Vala auk Grænu könnunar verða opin í allt sumar virka daga kl. 13-18. Laug- ardaga og sunnudaga kl. 12-18. Nánar á solheimar.is. Fyrirlestrar og fundir Guðfræðideild HÍ | Þýski guð- fræðingurinn dr. Jürgen Molt- mann heldur fyrirlestur í Hátíð- arsal Háskóla Íslands kl. 12. Fyrirlesturinn er haldinn í boði guðfræðideildar HÍ og verður fluttur á ensku. Yfirskriftin er: Hinn krossfesti Guð, guðfræði krossins. Sjá http://www.kirkj- an.is. Kringlukráin | París – félag þeirra sem eru einir. Júnífundurinn verður 2. maí á Kringlukránni kl. 11.30. Nýir félagar velkomnir. Lítið inn og kynnist góðum félagsskap. ELDINGU lýstur niður yfir Mumbai á Indlandi í gær. Úr heiðskýru lofti Reuters SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund að nú birtist skráningin á Netinu um leið og skrásetjari stað- festir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttingaforritið Púk- ann til að lesa yfir textann og gera nauðsynlegar breyting- ar. Einnig hefur verið gerð sú breyting að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkjustarfs tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er yfirlesinn. Breytingar á skráningu inn í Stað og stund TORFUSAMTÖKIN efna til óvissugöngu um Skuggahverfið og gamla bæinn í Reykjavík laugardaginn 2. júní nk. Skoðuð verða farsæl dæmi um húsvernd í bland við gömul, ný og yfirvofandi skipulagsslys, eins og segir í tilkynningu. Safnast verður saman á Vitatorgi kl. 14. Pétur H. Ármannsson, Snorri Freyr Hilmarsson og fleiri sjá um leiðsögn. Göngunni lýkur með stuttri tónlistardagskrá kl. 15.30 við húsið Skjaldbreið, Kirkjustræti 8a. Allir eru velkomnir í gönguna. Óvissuganga um miðbæinn DOKTORSVÖRN við hugvísindadeild Háskóla Íslands fer fram í dag, föstudaginn 1. júní. Þá ver Lára Magnúsardóttir sagnfræðingur dokt- orsritgerð sína, Bannfæring og kirkjuvald á Ís- landi 1275-1550. Lög og rannsóknarforsendur. Andmælendur eru dr. Haki Antonsson pró- fessor og dr. Orri Vésteinsson lektor. Oddný Sverrisdóttir, forseti hugvísindadeildar, stjórn- ar athöfninni sem fer fram í Hátíðarsal Aðal- byggingar Háskóla Íslands. Athöfnin hefst kl. 14 og er öllum opin. Doktorsverkefni Láru hafði það markmið að skapa nýjar forsendur til rannsókna á heimildum um bannfæringu og dómstóla kirkju á tímabilinu 1275 til 1550, með því að rannsaka sögu íslenskra miðalda með hliðsjón af evrópskum viðmiðum og þróun. Nýju ljósi er varpað á lög og stjórnsýslu á Íslandi á miðöld- um með því að greina þau í samhengi við sögu almennu kirkjunnar sem stofnunar frekar en að leita skýringa á atburðum og stjórn- málaþróun innanlands. Leiðbeinendur í verkinu voru Már Jónsson, prófessor í sagn- fræði, Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði og Guðrún Ása Gríms- dóttir, vísindamaður við Árnastofnun. Doktorsvörn í sagnfræði Lára Magnúsardóttir HÁTÍÐ hafsins verður haldin í níunda sinn helgina 2.-3. júní nk. en hátíðin samanstendur af Hafnardeginum og Sjómannadeginum. Árið 1999 voru þessir tveir hátíðardagar sameinaðir í tveggja daga hátíðahöld á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Markmið hátíðarinnar er að varpa ljósi á menningu og menntun tengda sjávarútvegi ásamt því sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá sem höfðar til flestra. „Ýmislegt hefur verið til gamans gert á þessum tveimur dögum á undanförnum árum. Sunnudagurinn, sem er hinn lögboðni frídag- ur sjómanna og ein elsta árlega hátíð sem haldin er á Íslandi, skart- ar afar hefðbundnum atriðum eins og róðrakeppni, ávörpum og hinum sívinsælu siglingum um sundin blá á gömlu Akraborginni, sem nú heitir Sæbjörg og er skip Slysavarnaskóla sjómanna. Á laugardeginum hefur í dagskránni verið litið til annarra þátta hafsins en sjómennskunnar og í ár geta gestir hlakkað til að skoða skrýtna fiska, smakka á öðrum, skoða ljósmyndasýningar, kynnast björgunarstörfum, og líta við í varðskipinu Tý. Einnig má fylgjast með tveimur ofurspennandi siglingakeppnum; Eyjahringur Brok- eyjar hefst kl. 12 og Brautarkeppni Snarfara kl. 16,“ segir í frétt frá Faxaflóahöfnum. Hátíð hafsins haldin um helgina FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir til kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að ber-ast með tveggja daga fyr- irvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dags- og mánudagsblað. ÞRETTÁNDI árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands er kominn út og er blaðið tæpar 90 síður að stærð, prýtt vel á annað hundrað ljós- myndum. Sem fyrr eru efnistökin fjölbreytt en á meðal efnis í blaðinu er ítarleg frásögn frá því er Goða- nes frá Norðfirði strandaði við Færeyjar fyrir hálfri öld. Rætt er við Ólaf Björn Þorbjörnsson, útgerðarmann og skipstjóra á Hornafirði, fjallað um nýtt síldarævintýri sem hugsanlega er í vændum og Kristín Steinsdóttir rithöfundur rifjar upp æskuminn- ingu frá uppvaxtarárum sínum á Seyðisfirði. Frumbirt er nýtt ljóð eftir Ingvar Gíslason, fyrrverandi mennta- málaráðherra, sagt frá mannskæðum páskabyl á Fáskrúðsfirði, fjallað um erlenda athafnamenn á Austurlandi og Már Karlsson á Djúpavogi skrifar um 200 ára kirkjuhald í Papey. Margt fleira er að finna í blaðinu en ritstjóri þess er Kristján J. Kristjánsson frá Norðfirði. Utan Austurlands er meðal annars hægt að nálgast blaðið í Grandakaffi og verslunum Pennans-Eymundssonar á höfuðborgar- svæðinu og Akureyri. Sjómannadagsblað Austurlands 2007 Í frétt blaðsins í gær um nýjan listmenntaskóla var rangfært að Verslunarráð Íslands ynni að stofnun hins nýja skóla. Hið rétta er að það er Viðskiptaráð Íslands sem hefur frumkvæði að verkefninu. LEIÐRÉTTING

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.