Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 60
60 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4:15 - 6:15 - 7:20 - 8:15 - 10:15 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 4 B.i. 7 ára ROBINSON FJÖLSKY... m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 6 - 10 ZODIAC kl. 6 - 9 B.i.16.ára THE REAPING kl. 8:10 - 10:10 B.i.16.ára GOAL 2 kl. 3:50 - 6 B.i.7.ára BLADES OF GLORY kl. 6 - 8 - 10:10 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ 30.000 manns á 7 dögum Stærsta 5 daga sumar opnun allra tíma á íslandi MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Þ ess er minnst víða að í dag eru fjörutíu ár síðan Bítlarnir sendu frá sér tímamótaverkið Sgt. Pep- per’s Lonely Hearts Club Band, áttundu breiðskífu sína á fjórum árum. Menn eru ekki á einu máli um gæði plöt- unnar, sumir telja aðrar Bítlaplötur betri, en ekki verður deilt um mikilvægi hennar – Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band er merki- legasta plata poppsögunnar og áhrif hennar verða seint ofmetin. Ekki var bara að Bítlarnir komu sítar, skælifetlum, suðboxi og strengjum á poppkortið, heldur voru þeir líka frumherjar í ýmiss konar hljóðverstækni og seg- ulbandapúsli. Margir ganga líka svo langt að segja að með Sgt. Pepper’s hafi þeir gengið af popplaginu dauðu, þ.e. hinu klassíska þriggja mínútna popplagi – í stað þess að menn ein- blíndu á smáskífur fóru þeir að hugsa í stórum plötum, heildarverkum, og þess sér stað enn þann dag í dag. Síðasta hljómsveitarplatan Sgt. Pepper’s var síðasta platan sem Bítl- arnir gerðu sem hljómsveit því þótt þeir ættu eftir að gefa út fleiri plötur þá vann hver þeirra að þeim meira og minna út af fyrir sig. Upptökur tóku líka lengri tíma en á fyrri verkum og fyrst hljómsveitin var hætt að leika á tónleikum gafst tími til að liggja aðeins yfir hlutunum. Segir sitt að 700 hljóðverstímar fóru í upptökurnar, en fyrsta Bítlaplatan var tekin upp á innan við tíu tímum. Frægasta umslag rokksögunnar Umslag plötunnar vakti mikla athygli á sín- um tíma og er eitt frægasta umslag rokksög- unnar. Sagan segir að það hafi líka verið dýr- asta umslag sögunnar þegar platan kom út, sumir áætla að það hafi verið að minnsta kosti hundrað sinnum dýrara en hefðbundin plötu- umslög á þeim tíma og þætti svosem dýrt í dag – framreiknað var kostnaðurinn hálf fimmta milljón. Út með Hitler og Jesú Hjónin Peter Blake og Jann Haworth hönn- uðu umslagið með þá ósk Lennons og McCart- neys í huga að Bítlarnir yrðu í gervi annarrar hljómsveitar og því líkast sem sú hljómsveit væri rétt búin að ljúka tónleikum í almenn- ingsgarði. Í framhaldi af því datt Blake í hug að hafa fólk með á myndinni, aftan við hljóm- sveitina, og Bítlarnir settust niður til að skrifa óskalista yfir það fólk sem þeir héldu mest upp á eða töldu áhrifamest. Ekki fóru allar tillögur inn, til að mynda fannst mönnum ótækt að hafa Hitler og Jesú á myndinni, eins og Len- non stakk upp á, og ekki féll í kramið sú ósk hans að hafa Ghandi á myndinni, enda óttaðist EMI í Indlandi að íbúar þar myndu taka því illa. Ghandi er reyndar á umslaginu, ef svo má segja, en pálmatréð lengst til hægri á mynd- inni var sett yfir andlitið á honum. Blake held- ur því reyndar fram líka að mynd sé af Hitler en á bak við sveitina, sem erfitt er að sann- reyna. Eins var málað yfir leikarann Leo Gor- cey vegna þess að hann vildi fá borgað fyrir að vera á myndinni. Myndir af sextíu manns Að Ghandi og Hitler frátöldum, vaxmynd- um, styttum og málverkum eru myndir af sex- tíu manns á umslaginu, Bítlarnir meðtaldir. Ringo Starr valdi engan á myndina og George Harrison bara indverska hugleiðslukennara og predikara. Af öðrum sem komust á umslagið má nefna Aleister Crowley, Mae West, sem vildi ekki vera með en lét undan þrábeiðni Bítl- anna, Lenny Bruce, Karlheinz Stockhausen, Carl Gustav Jung, Bob Dylan, Aldous Huxley, Marilyn Monroe, William S. Burroughs, spaugarana Stan Laurel, Oliver Hardy og Karl Marx, Sigmund Freud, Marlon Brando, Lewis Carroll, T.E. Lawrence, Shirley Temple, Al- bert Einstein, Marlene Dietrich og mexíkóska leikarinn Tin Tan sem er dulbúinn sem pálmatré. Martröðin Sgt. Pepper’s Fjölmargir hafa líkt eftir umslaginu og fyrstur til þess var Frank Zappa sem sendi frá sér plötuna We’re Only in It for the Money í september sama ár. Sú plata var beinlínis gerð sem andsvar við Sgt. Pepper’s-æðinu, hipp- ismanum og blómabörnunum. Umslagið var og í þeim anda, útúrsnúningur á Sgt. Pepper’s og inntak plötunnar sömuleiðis – einn gagnrýn- andi lýsti plötunni svo að Zappa hefði snúið Sgt. Pepper’s upp í martröð. Pepper liðþjálfi fertugur Draumur Sextíu manns, brúður, málverk, vaxmyndir og styttur prýddu umslagið. Martröð Umslag We’re Only in It for the Money með Frank Zappa og félögum var útúrsnúningur. »Menn eru ekki á einu máli um gæði plötunnar, sumir telja aðrar Bítlaplötur betri, en ekki verður deilt um mikilvægi hennar – Sgt. Pepper’s Lonely Hearts Club Band er merki- legasta plata poppsögunnar og áhrif hennar verða seint ofmetin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.