Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 24

Morgunblaðið - 01.06.2007, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Lífsins Lind í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Árnesapóteki Selfossi, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfjaval Hæðasmára og Þönglabakka, Lífslind Mosfellsbæ, Stúdíó Dan Ísafirði Fyrir vöðva og liðamót GLUCOSAMINE - HCI Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Hafnarfjörður | Flensborgarskóli fagnar á þessu ári 125 ára afmæli sínu og verður þess minnst með ýmsum hætti, að sögn Magnúsar Þorkelssonar aðstoðarskólameist- ara. Hann segir Flensborgarskól- ann merkilega stofnun í sögu lands- ins. „Þetta er einn af elstu starfandi skólunum á Íslandi,“ segir Magnús. Flensborgarskólinn var í upphafi barnaskóli, varð síðar gagn- fræðaskóli og í rúm 30 ár hefur hann verið á framhaldsskólastigi. Lengi verið fjölbrautakerfi í skólanum Magnús segir að Flensborg- arskólinn sé meðal þeirra fram- haldsskóla sem hvað lengst hafi starfað samkvæmt fjölbrautakerfi. „Síðan hefur hann verið að þróast á því sviði. Í dag erum við tiltölulega hefðbundinn menntaskóli að mörgu leyti, en stærsti hópurinn útskrifast sem stúdentar,“ segir Magnús. Meðal þess sem skapi skólanum sérstöðu sé öflug fjölmiðlabraut sem vinni á sviði sjónvarps og út- varps. Hún rekur meðal annars ný- búaútvarpið sem vakið hefur at- hygli undanfarna mánuði. Þar er útvarpað á mörgum tungumálum fyrir nýbúa á höfuðborgarsvæðinu. „Síðan erum við með starfsbraut fyrir nemendur sem eru fatlaðir. Við erum að vinna heilmikið starf í kringum þá,“ segir Magnús og bæt- ir við að almennt veiti Flensborg- arskólinn breiða og mikla þjónustu. Magnús segir að um þrír fjórðu hlutar nemenda skólans séu Hafn- firðingar. Þau 25% sem eftir eru komi víða að og í ár koma þessir nemendur frá yfir 50 grunnskólum og fjölmörgum löndum. „Sá sem er lengst kominn í vetur er frá Kína,“ segir Magnús. Þá hafi skólinn feng- ið til sín krakka sem eru skiptinem- ar frá ýmsum heimsálfum. Merkilegur hluti af sögu Hafnarfjarðar Magnús bendir á að Flensborg- arskóli sé einnig merkilegur hluti af sögu Hafnarfjarðar. „Þetta er fyrsti skólinn sem tekur til starfa hérna í bænum,“ segir hann. Þegar saga skólans og bæjarins sé skoðuð í samhengi komi í ljós að mikið af því félagsstarfi sem mótast hafi í gegn- um starfsemi á vegum skólans hafi smitast út í bæjarlífið. Þar megi nefna áhugafélög af ýmsu tagi, svo sem á sviði leiklistar og íþrótta. Samstarf skólans og íþróttafélaga í Hafnarfirði hafi verið mjög náið alla tíð. „Eitt af því sem við fórum af stað með í haust, sem er nokkur nýlunda, er íþróttaafrekssvið, sem við höfum þróað,“ segir Magnús. Það sé ætlað íþróttafólki og hafi í vetur verið starfrækt fyrir körfu- boltadeild Hauka og handknatt- leiksdeild FH. „Núna koma fjórar nýjar deildir og félög inn í þetta starf í haust,“ segir hann. Þar sé um að ræða handknattleiks- og knattspyrnudeild Hauka, knatt- spyrnudeild FH og sundfélag Hafn- arfjarðar. „Það er mikill spenn- ingur í kringum þetta starf,“ segir Magnús. Með þessu sé verið að búa til þjónustukerfi fyrir nemendur skólans þannig að þeir geti stundað íþrótt sína af fullum krafti og látið skólann ganga upp samhliða. „Partí allt árið“ Afmælisárinu verður sem fyrr segir fagnað með ýmsum hætti. Í dag fer fram hefðbundin útskrift frá skólanum, en hún var flutt til um viku vegna afmælisins. „Svo verðum við með móttöku í eftirmið- daginn þar sem fyrrverandi og nú- verandi starfsfólk kemur og fagnar með okkur,“ segir Magnús. Í kvöld verður svo boðið til kvöldverðar og dansleiks en á sunnudag verða jafn- framt hátíðartónleikar sem kór skólans heldur í skólanum. „En við erum ekkert hætt,“ legg- ur Magnús áherslu á. Í október eru 125 ár frá því skólinn var settur í fyrsta sinn og þá helgina verða há- tíðahöld með listsýningum og fleiru, að sögn Magnúsar. „Við ætlum að hafa partí allt árið,“ segir hann. Nýbygging breytti miklu Í vetur var tekin í notkun ný- bygging við Flensborgarskólann en í henni er tónlistarsalur, matsalur og mjög góð vinnu- og kennsluað- staða. Fyrstu skrefin vegna við- byggingarinnar voru tekin um mitt ár 2003, en þau hófust með bréfa- skriftum milli Hafnarfjarðarbæjar og menntamálaráðuneytis. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin í apríl 2005 og bygging þess tók því rúmt ár. Nýja húsið er á þremur hæðum og er alls um 2.650m² og því er heildarflatarmál skólans í dag um 7.100 m². „Síðan höfum við jafnframt verið að gera við eldri húsin. Það er búið að gera við hluta af þeim og næstu tvö árin verður það klárað,“ segir Magnús. Þá verði skólinn orðinn nánast eins og nýr frá toppi til táar. Með nýjum byggingum við skólann hafi verið hægt að fjölga nem- endum úr 550 í um 750. „Þá hefur aðstaða nemenda og kennara við skólann stórbatnað. Við erum að bjóða hér allt annað vinnuumhverfi en við höfum haft.“ Gaman sé að finna það hvað allir sem koma í hið nýja umhverfi, hvort sem um sé að ræða nemendur eða listamenn, séu ánægðir með útfærsluna. Í nýja húsinu sé nánast fullkom- inn hljómleikasalur, en á þeim sé verulegur hörgull í bænum. Til- koma salarins sé gjörbylting fyrir 70 manna kór skólans, sem Hrafn- hildur Blomsterberg stjórnar. Flensborg fagnar afmæli Afmæli Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólameistari Flensborgarskóla, og Einar Birgir Steinþórsson skólameistari við nýja byggingu skólans. Í HNOTSKURN »Flensborgarskóli varstofnaður 1. júní 1882. »Skólinn tók til starfa ífyrsta skipti 1. október það ár. »Skólinn hefur í gegnumtíðina verið barnaskóli og gagnfræðaskóli en síðustu 30 árin hefur hann verið á fram- haldsskólastigi. »Nemendur í skólanum erunú um 750 talsins. 125 ár frá stofnun skólans og verður þess minnst með hátíð um helgina Morgunblaðið/Ásdís FAGRAR kvenraddir hljóma víðs vegar um Akureyrarbæ í fyrra- málið. Þar verða á ferðinni Kvennakórinn Vox feminae und- ir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur og Kvennakór Akureyrar undir stjórn Arnórs Brynjars Vilbergs- sonar. Kórarnir hittast í Akureyr- arkirkju kl. 11.15, þar verður opið og öllum frjálst að hlýða á þá sam- eina krafta sína. Gestir í sundlaug Akureyrar mega eiga von á heim- sókn því þangað heldur hópurinn úr kirkjunni og mun syngja á sund- laugarbakkanum. Um hádegisbilið munu kórarnir rölta syngjandi nið- ur Listagilið gestum og gangandi til yndisauka. Vox feminae verður svo með tónleika í Dalvíkurkirkju kl. 17 á morgun og kórinn syngur í Húsavíkurkirkju á sunnudag. Vox feminae á Norðurlandi HÁSKÓLINN á Akureyri var stofn- aður 1987. Tvær ellefu ára stúlkur kynntust það sumar fyrir tilviljun í Fellabæ þegar þær pössuðu þar hvor sitt barnið sumarlangt. Þær gáfu þá út tímarit, Tómstundarblað- ið, í einu eintaki sér til skemmtunar en sáust síðan ekki í 17 ár, þar til báðar settust í Háskólann á Ak- ureyri til að nema fjölmiðlafræði. Hvorug vissi af hinni. Þrjú ár í skól- anum eru nú að baki og þær útskrif- ast saman eftir nokkra daga. Ragnhildur Aðalsteinsdóttir af Jökuldal gætti barns systur sinnar í Fellabæ sumarið ’87 en Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir frá Dalvík passaði dóttur vinkonu móður sinn- ar. „Ég hafði aldrei komið í Fellabæ en mömmu fannst allt í einu alveg upplagt að ég færi þangað þetta sumar,“ segir Hrafnhildur þegar blaðamaður hittir þær Ragnhildi að máli, og þær hlæja að tilviljuninni. „Við þekktun engan þarna, mæðr- um barnanna þótti við eitthvað ein- mana og ákváðu að kynna okkur, og við vorum svo eins og samloka um sumarið; voru saman alla daga,“ bætir Ragnhildur við. Segja má að fjölmiðlaáhuginn hafi kviknað þarna um sumarið. „Við pikkuðum tímaritið á gamla ritvél og myndskreyttum; skrifuðum brandara og aðsend bréf – og svör- uðum þeim sjálfar. Vorum ritstjórar, lesendur, hönnuðir og prentarar …“ Haustið 2004 lentu þær stöllur saman í 70 manna bekk og það var ekki fyrr en tveir mánuðir eða svo voru liðnir af skólaárinu að þær átt- uðu sig. Ert þetta þú?! Ástæða þess að Hrafnhildur valdi þetta nám var hve áfangalýsingin var spennandi. „Mér fannst þetta bjóða upp á svo fjölbreytta valkosti,“ segir hún og fann greinilega rétta braut. Hún hefur starfað með námi hjá Akureyrarbæ við kynningar- og markaðsstörf, auk þess að sinna heimasíðu bæjarins á Netinu ásamt öðrum. Ragnhildur starfaði um tíma á ljósmyndadeild Morgunblaðsins fyr- ir nokkrum árum. „Þá kviknaði áhuginn og svo er ég mjög forvitin í eðli mínu. Ég hef gaman af blaða- mennsku og ljósmyndun, og er alltaf með augun opin fyrir einhverju fréttnæmu. Þetta nám lá því beint við eftir að ég flutti til Akureyrar.“ Þær eru sammála um að námið hafi verið afskaplega skemmtilegt og fyllilega staðið undir væntingum. Hæla Birgi Guðmundssyni, umsjón- armanni fjölmiðlafræðinámsins við félagsvísinda- og lagadeild HA, í há- stert. „Þetta er svo lifandi. Eins og í öðru akademísku námi lærum við margt fræðilegt en þannig vill til að í fjölmiðlafræðinni er sá hluti mjög skemmtilegur. Og þótt við höfum lært margt um gömlu pólitísku flokksblöðin lifum við mjög mikið í núinu. Námið snýst að svo miklu leyti um það sem er að gerast núna.“ Báðar nefna þær eitt, sem hefur breyst: Þær eru gagnrýnni á fjöl- miðla en áður. „Maður trúir ekki endilega öllu þótt það sé komið á prent. Það er nauðsynlegt að vera tortrygginn,“ segja þær í kór. 20 ára afmæli HA og Tómstundarblaðsins! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tómstundarblaðið Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir og Ragnhildur Að- alsteinsdóttir skoða eina eintakið; sem þær gáfu út sumarið 1987. Í HNOTSKURN »Í einkamáladálki tímaritsvinkvennanna frá 1987 er m.a. þetta að finna: „Tveir am- erískir karlmenn á góðum aldri vilja kynnast íslenskum kvenmönnum, með ball á laug- ardagskvöldi í huga (ef allt gengur vel).“ HJALTI Jón Sveinsson, skólameist- ari Verkmenntaskólans á Akureyri, bindur vonir við að innan fárra ára muni Háskólinn á Akureyri taka upp listnám á háskólastigi og telur að það gæti átt bjarta framtíð fyrir sér. „Á hverju ári brautskrást tugir nemenda af listnámsbrautum fram- haldsskólanna og hér í VMA erum við með marga efnilega og sterka nemendur sem koma jafnvel víða að. Í dag er aðeins einn Listaháskóli í landinu sem tekur einungis við örfá- um nemendum inn á þær brautir sem þar eru. Augljóst er að fjöl- margir verða frá að hverfa, sumir leita í erlenda listaháskóla, og er ekkert nema gott um það að segja,“ sagði Hjalti Jón þegar hann braut- skráði nemendur frá VMA. „Hitt er svo vafalaust tilfellið að margir þeirra hefðu kosið að hefja sitt framhaldsnám hér heima. Það má færa fyrir því rök að það sé góð- ur kostur fyrir nemendur að fara ut- an með betri bakgrunn í námi sínu til að geta valið betri skóla.“ Sérstaða Hjalti Jón sagði marga hverfa frá listnámi vegna þess að þeir kæmust ekki í það nám sem hugurinn stæði til og ekki væri minnsti vafi á að mikil þörf væri á því að auka fram- boð á listnámi á háskólastigi á Ís- landi. „Góður kostur væri að stofna listabraut við Háskólann á Akureyri sem gæti síðan sérhæft sig í ýmsu því sem ekki er boðið upp á annars staðar auk þess að nota þann styrk- leika og mikla mannauð sem er hér nyrðra. Háskólinn á Akureyri gæti á þennan hátt skapað sér sérstöðu meðal íslenskra háskóla,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verkmenntaskólans. Vill lista- braut við Háskólann AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.