Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 41
✝ BrynjólfurPálsson fæddist á Vöðlum í Vöðla- vík 8. maí 1931. Hann lést á sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 24. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Páll Guðnason frá Vöðl- um, f. 14. sept- ember 1900, d. á Eskifirði 28. októ- ber 1977, og Þórdís Pálína Ein- arsdóttir, f. á Vopnafirði 17. maí 1908, d. á Eskifirði 25. janúar 2003. Systur Brynjólfs eru fjórar, Anna, f. á Vöðlum 28. september 1929, maður hennar var Steinþór Páls- ur; Rannveig, f. á Eskifirði 23. febrúar 1947, maður hennar var Bragi Þórhallsson, f. 1947, d. 2002, börn þeira eru Eiður, Páll og Iðunn og barnabörnin tvö. Brynjólfur fluttist 3ja ára gamall með foreldrum sínum á Eskifjörð og bjó eftir það í sama húsinu þar til í febrúar sl. að hann vegna heilsuleysis fluttist á dvalarheimilið Hulduhlíð á Eski- firði. Brynjólfi gekk mjög vel í barnaskóla, hann var alla tíð mikill bókamaður, víðlesinn og margfróður. Á yngri árum lék Brynjólfur mikið með Leikfélagi Eskifjarðar og hafði hann mikla leikhæfileika. Brynjólfur hóf 14 ára gamall að afla tekna og vann ýmis verkamannastörf en mestan hluta ævinnar við sjósókn og beitningu. Útför Brynjólfs verður gerð frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. son, f. 1922, d. 1962, börn þeirra eru Bryndís og Páll, barnabörnin sex og barnabarnabörnin sex; Guðný, f. á Eskifirði 21. júlí 1934, börn hennar og Reynis Gunn- arssonar, f. 1931, eru Þórdís Pála, Margrét Brynja, Kristbjörg Sunna og Gunnar Örnólfur, barnabörnin eru tólf og eitt stjúp- barnabarn; Þórunn, f. á Eskifirði 7. mars 1939, maður hennar er Albert Kemp, f. 1937, fóst- urdóttir þeirra er Margrét Helga Sigurpálsdóttir, hún á fimm dæt- Ég varð 2 dögum of sein í heim- inn til að fæðast á þrítugsafmæli Binna frænda en þegar ég varð 5 ára og hann 35 sagði ég að nú vær- um við jafngömul, þannig vildi ég hafa það! Fyrstu 5 og hálft ár ævi minnar vorum við mamma til heim- ilis hjá ömmu og afa ásamt Binna og Rannveigu yngstu systur hans, þegar ég síðar stóð höllum fæti í samkeppni við krakkana á Reyð- arfirði sem öll áttu stórar systur sagðist ég víst eiga stóra systur, hún héti Rannveig og ætti heima á Eskifirði, eins var með Binna, mér fannst hann eins og bróðir minn. Binni var alla tíð til heimilis hjá foreldrum sínum og bjó áfram í húsinu að þeim látnum, hann var mikill heimilismaður og hlúði vel að heimilinu, foreldrum sínum og systrum og systrabörnin nutu gjaf- mildi hans. Binni hafði gaman af samskipt- um við fólk og lék á sínum yngri árum mikið með Leikfélagi Eski- fjarðar en síðari árin undi hann sér best heima við bóklestur og góðar bíómyndir, á sumrin fór hann þó ófáar ferðirnar í Vöðlavík og á grasafjall á Vöðlavíkurheiði, víkin og jörðin Vöðlar voru honum mjög kær enda var hann fæddur þar. Binni var stór maður miðað við sína kynslóð og nokkuð stórskorinn en lítil börn voru ekki lengi að skynja hjarthlýjuna og skriðu gjarnan upp í fangið á honum til að láta hann sitja með sig. Binni var öllum góður og sér- staklega börnum, stundum komu krakkar í heimsókn til hans í beitn- ingaskúrinn til að ræða málin og borða með honum molasykur, hann hafði gaman af grallarastrákum sem ekki voru allra hugljúfi, eitt sinn sá hann út um gluggann á beitningaskúrnum litla stelpu bíða færis að komast yfir götuna, hún var búin að bíða nokkra stund og var greinilega smeyk, Binni svipti af sér svuntunni og fór út og fylgdi henni yfir götuna. Í gegnum tíðina hefur samferðafólkið oft minnst á Binna við mig, allir höfðu eitthvað gott um hann að segja. ,,Hann er svo rosalega hress karl, hann Binni“ sagði yngra fólkið gjarnan. ,,Hann er svo bráðgreindur, hann Binni“, ,,Binni er svo mikill húm- oristi“ og fleira í þessum dúr sagði fólk gjarnan. ,,Binni átti það til að endursegja skipsfélögum sínum heilu bækurnar,“ sagði kona við mig fyrir stuttu og hafði það eftir manni sínum. Binni var mikill per- sónuleiki og eftirminnilegur þeim sem honum kynntust, kannski var hann ekki alveg allra og átti það til að kveða fast að orði um menn og málefni en við flestalla af sam- ferðafólkinu átti hann góð sam- skipti. Binni var alla tíð áhugasamur um lífið og tilveruna og fylgdist vel með öllu, hvort sem það voru heimsmálin, dægurmálin, þjóð- félagsumræðan eða daglega lífið á Eskifirði. Ég veit að margir sakna Binna Páls og sár er söknuður þeirra sem sjá nú á eftir Binna frænda en mestur er missir systranna því Binni var einstaklega góður bróðir. Þórdís Pála. Brynjólfur Pálsson ✝ Agnes GuðnýHaraldsdóttir fæddist á Akureyri 19. nóvember 1936. Hún lést á Landa- koti 22. maí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Pálína Jóns- dóttir, f. 24. mars 1913 á Húsavík, d. 20. janúar 1993 á Akureyri, og Har- aldur Sigurgeirs- son, f. 6. október 1915 á Akureyri, d. 15. apríl 2000 á Akureyri. Systk- ini Agnesar eru Helga, f. 19. mars 1943, maki hennar Alfreð Örn Almarsson, f. 18. febrúar 1951, og Sigurgeir, f. 15. maí 1954, maki hans Lára Ólafsdóttir, f. 3. febrúar 1955. Hinn 17. júlí 1955 giftist Agnes eftirlifandi eiginmanni sínum, Ólafi Bjarka Ragnarssyni, f. 28. júlí 1934. Foreldrar hans voru Helga Jósefsdóttir, f. 21. október 1910, d. 25. febrúar 1993, og Ragnar Sigfús Ólafsson, f. 16. Kolbrún, f. 31. ágúst 1990. 4) Haraldur, f. 7. apríl 1962, stjúp- dóttir hans a) Dagbjört Svana, f. 18. janúar 1985, dóttir Jóhönnu Þóreyjar Jónsdóttur, f. 14. janúar 1960. 5) Helgi, f. 18. janúar 1965, maki Wanpen Srima f. 5. sept- ember 1965, börn þeirra a) Guðný, f. 24. september 1991, b) Agnes, f. 24. ágúst 1995, c) Sig- ríður Pálína, f. 10. ágúst 1997. Agnes lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hún lagði stund á píanónám í Tónlist- askóla Akureyrar og að námi loknu lá leiðin til Reykjavíkur þar sem hún hélt áfram námi hjá föð- ursystur sinni Hermínu Sig- urgeirsdóttur Kristjánsson píanó- leikara. Agnes kynntist ástinni sinni, Ólafi Bjarka, og hófu þau búskap í Reykjavík. Þau bjuggu nokkur ár á Akureyri en leiðin lá aftur suður og var heimili þeirra lengst af í Kópavogi. Agnes starf- aði við ýmis verslunarstörf í gegnum árin. Hún sá m.a. um veitingasölu hjá Golfklúbbi Reykjavíkur við góðan orðstír, en fyrst og fremst var hún elskandi eiginkona og móðir sem veitti eiginmanni sínum og börnum yndislegt heimili sem hún var vakin og sofin yfir. Útför Agnesar fer fram í Hjallakirkju í Kópavogi föstudag- inn 1. júní kl. 13.00. mars 1908, d. 22. desember 1985. Börn Agnesar og Bjarka eru: 1) Sigríður, f. 17. mars 1955, maki Pétur Már Pét- ursson, f. 14. júní 1955, börn þeirra a) Pétur Bjarki, f. 23. júní 1979, unnusta Kolbrún Gísladóttir, f. 3. desember 1985, b) Agnes Ólöf, f. 31. október 1987. 2) Ragnar, f. 1. sept- ember 1956, maki Hólmfríður Jóna Guðmunds- dóttir, f. 8. nóvember 1960, börn þeirra a) Björg Kristín, f. 31. mars 1979, unnusti Sigurgeir Árni Ægisson, f. 1. september 1979, barn þeirra og lang- ömmubarn Agnesar Ægir Frí- mann, f. 23 ágúst 2002. b) Ólafur Bjarki, f. 12. júlí 1988, c) Ólöf Kolbrún, f. 12. júlí 1988. 3) Krist- inn Ólafur, f. 30. júlí 1959, maki Helga Þórisdóttir, f. 21. nóv- ember 1960, börn þeirra a) Davíð Már, f. 9. maí 1987, b) Sigríður Þú áttir þrek og hafðir verk að vinna og varst þér sjálfri hlífðarlaus og hörð. Þú vaktir yfir velferð barna þinna. Þú vildir rækta þeirra ættarjörð. Frá æsku varstu gædd þeim góða anda, sem gefur þjóðum ást til sinna landa og eykur þeirra afl og trú. En það er eðli mjúkra móðurhanda að miðla gjöfum – eins og þú. Ég flyt þér móðir þakkir þúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt, er Íslands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt nafnið þitt. Blessuð sé öll þín barátta og vinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun barna þinna, – og bráðum kemur eilíft vor. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Börnin. Elsku hjartans mamma mín, ég kveð þig með trega og söknuð í hjarta en einnig með gleði og ástúð í hjarta. Með trega og söknuð vegna þess að þú varst ætíð mín besta vin- kona, mín eina og sanna trúnaðar- vinkona, aldrei bar þar skugga á og vil ég þakka þér fyrir allar þær stundir sem við áttum tvær saman og allar þínar ráðleggingar sem þú gafst mér hvort heldur þegar ég var fjórtán ára eða fimmtug. Það brást aldrei að þú gafst mér nýja sýn á hluti þannig að ég gat ráðið fram úr þeim málum sem á mér brunnu. Þú varst svo einstaklega skilningsrík og réttsýn og áttir svo auðvelt með að gefa af þér, elsku mamma mín, en ég kveð þig með gleði og ástúð í hjarta, því ég veit að þú varst orðin þreytt af langvarandi veikindum og líkami þinn orðinn lúinn. Þú varst tilbúin að fara, elsku mamma mín, þú sagðir mér það þegar ég kom úr fríinu, þú beiðst eftir mér og ég get ekki þakkað þér nógsamlega fyrir að bíða. Ég vil líka þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og allt sem þú hefur gert fyrir mig. Því það hefur gert mig að betri manneskju. Þús- und kossar og faðmlög elsku mamma mín. Hún mamma mín fæddist og ólst upp á Akureyri við mikið ástríki ömmu og afa. Hún var í píanónámi í Tónlistarskóla Akur- eyrar en þegar námi lauk þar lá leiðin suður til Reykjavíkur til Hermínu frænku til að læra meira. Fljótlega kynntist hún pabba og ástin blómstraði frá fyrstu stundu, þau hófu búskap og urðum við börn- in þeirra fimm. Mikið var að gera á barnmörgu heimili eins og gefur að skilja en mamma fór í gegnum allt á sínu yndislega jafnaðargeði og elsku. Hún tók þátt í því sem við vorum að gera og lagði ríka áherslu á að hvert og eitt okkar fengi að njóta sín. Eft- ir að við fluttum í Kópavoginn og öll börnin voru komin í skóla fór hún að vinna utan heimilisins við ýmis verslunarstörf. Samband okkar mömmu var mjög sterkt, þegar ég hringdi eða kom brást það ekki að hún sagði: Ég var einmitt að hugsa til þín og ætlaði að fara að hringja. Hélst þessi orka á milli okkar allt til enda. Við fundum alltaf fyrir henni og töldum okkur lánsamar. Það verður erfitt og skrítið þegar ég geri mér grein fyrir tóminu. Hún mamma mín var besta amma í heiminum, hún var alltaf svo blíð og góð og gaf svo mikið af sér. Þeg- ar ég horfi til baka á lífshlaup móð- ur minnar þá sé ég hversu lánsöm við höfum verið að hafa fengið að vera henni samferða. Hún mamma var alltaf jákvæð og valdi að sjá að- eins það góða í hverjum manni. Allt- af svo blíð og góð. Ég bið til guðs að hann gefi okkur öllum styrk til að takast á við sorgina sem umvefur okkur núna. Þín elskandi dóttir, mamma mín. Sigríður Ólafsdóttir (Sirrý). Elsku Agnes tengdamóðir mín, ég vil þakka þér fyrir allt og vitna í bók sem þú gafst mér, sem ég les mikið, „Ég er innra með þér“. Dagurinn þinn 19. nóvember: Það er ekki nauðsynlegt að þú prófir og finnir út úr öllu í lífinu sjálfur eða reynir að stýra því. Það sem þú þarft að gera er að fylgja hljóðlega og í trausti leiðbein- ingum Mínum sem þú færð í þögn. Sumar mannverur heyra rödd Mína greinilega; aðrar fara eftir innsæinu; sumum mann- verum er leiðbeint í gegnum það sem þær gera. Ég vinn á marga vegu en allir munu vita þegar Ég ER við stjórn, því merki kærleikans og sannleikans verða augljós í öllu. Þegar leiðbeiningum Mínum er hlýtt muntu sjá undur eftir undur gerast og þú sérð hönd Mína í öllu. Þú gerir þér grein fyrir að þú sjálfur gætir ekki kallað fram þessi undur, að í reynd er það Ég sem vinn í þér. Þú munt gefa Mér heiðurinn dýrðina og eilífar þakkir. Viðurkenndu ávallt hvaðan viskan, kærleikurinn og skilningur þinn kemur; þaðan sem lífið sjálft kemur. Ég ER Allt í Öllu og líf þitt er í Mér. Við erum eitt. Þín tengdadóttir Fríða. Amma, elsku besta amma mín. Mér þykir ótrúlega vænt um þig, amma. Sjáðu, amma, ég notaði ótrú- lega en ekki ógeðslega, eins og þú kenndir mér, amma. Amma, þú hefur alltaf verið og munt ávallt verða mín fyrirmynd. Elsku amma. Ég man, amma, hvað það var gaman í heimsókn hjá ykkur afa. Alltaf nóg fyrir stafni og alltaf nóg að borða. Ég man, amma, hvað þú varst alltaf góð við mig, amma, þó svo að ég færi í fýlu eða væri óþæg. Amma, ég sé það núna að þú barst virðingu fyrir mér og amma, ég bar sko virð- ingu fyrir þér. Elsku amma. Ég man, amma, hvað okkur frændsystkinunum þótti gaman hjá þér, amma. Ég man sérstaklega eft- ir þeim stundum sem ég, þú og Svana frænka áttum saman. Manstu amma, amma manstu hvað ég var mikil mömmustelpa, hversu mikla heimþrá ég fékk, amma. Ég vona að það hafi ekki sært þig, amma, ég bara saknaði mömmu. Ég sakna þín núna, amma. Amma, þú fékkst mig samt alltaf til að sofna og líka þegar ég var með tárin í augunum, amma. Ég man, elsku ljúfa amma, þegar þú söngst mig í svefn. Amma, þú söngst ávallt Sofðu unga ástin mín. Amma, ég ætla að syngja þetta lag fyrir mín börn og barnabörn. Elsku amma. Ég man, amma, hvað ég róaðist þegar ég heyrði ljúfu tónana þína, elsku amma. Ég hjúfraði mér að þér, amma, og hélt í mjúka hvíta ullarteppið ykkar afa. (Rúmteppið, manstu, amma). Amma manstu, manstu amma, eftir stóru sögubókinni, við lásum hana oft, amma. Mikið var það skemmtilegt. Elsku amma. Manstu amma, amma manstu eft- ir Frissa fríska möffinskökunum okkar? Mér fannst við vera svo ótrúlega sniðugar, amma. Amma manstu líka þegar við misstum eggjaskurnið ofan í deigið og fund- um það ekki? Og amma, manstu hvað við hlógum þegr við kíktum inn í ofninn stuttu síðar og sáum eggjaskurnið standa upp úr einni kökunni, amma? Við eigum svo margar góðar baksturssögur og minningar, amma. Amma, ég man þær góðu stundir á Reynisvatni þó svo þær hafi ekki verið margar, amma. Ég veit hvað þér þótti gaman að veiða, amma. Amma, ég ætla að fara að veiða fyr- ir þig í sumar. Amma ég man vel eftir píanóspili. Þú varst svo flink á píanó, amma. Ég kann ekki á píanó svo ég get ekki spilað fyrir þig, amma, en ég get sungið fyrir þig og það ætla ég að gera, elsku amma. Amma, elsku amma, einhvern daginn þegar minn tími er kominn eigum við eftir að upplifa allar þess- ar stundir aftur, amma. Það er mín ósk, amma. Ég sakna þín, amma, en það sem huggar mig eru þessar minningar af þér, þessar ljúfu góðu minningar af þér amma. Þær eiga eftir að lifa í hjarta mínu amma. Alltaf. Amma, elsku amma. Þín Agnes Ólöf. Agnes Guðný Haraldsdóttir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 41 Brosið þitt, hlýr faðmur þinn, mjúkar hendur þínar, umhyggjusemi þín, jákvæði og gleði. Takk fyrir góðar stundir elsku besta amma og langamma. Guð blessi þig. Þín, Björg Kristín, Sig- urgeir Árni og Ægir Frímann. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upp- lýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.