Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 39 UMRÆÐAN ÉG ER Evrópubúi og því þykir mér mikilvægt að rata um Evrópu. Þegar ég var að alast upp sem polli í þorpinu á Akureyri var Evrópa mér „hinn stóri heimur“ sem innihélt auk Norðurlandanna bæði Bretland og Þýskaland, jafnvel Frakkland, Ítalíu og Spán. Og ef ég vandaði mig við próflesturinn tókst mér jafnvel að telja upp tólf lönd á landafræðiprófi og þóttist góður. En fyrir 11 ára dóttur mína sem horfði á Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva er myndin af Evrópu önnur og því sem næst „bara Afríka, Bandaríkin og Ástr- alía“ sem ekki fá að vera með í keppninni. En keppnin var tilvalið tækifæri fyr- ir okkur til að ræða um Evrópu. Af fréttum að dæma var hún ekki sú eina sem spurði spurninga þessi tvö kvöld sem hluti þjóðarinnar fylgdist með fríðum flokkum fólks gefa sitt besta á sviðinu í Helsinki þjóðum sínum til sóma. Og gott ef ekki vottaði fyrir fordómum okkar Íslendinga í garð þeirra þjóða sem eitt sinn voru handan járntjaldsins. Fordómar byggjast á engri eða lítilli þekkingu og oftar en ekki eru glötuð tækifæri þeirra helsti fylgifiskur. Og mig grunar að það sé ekki einungis á tónlistarsviðinu sem við fórnum höndum og segjum: „Ó nei, ekki Austur-Evrópa.“ Við Íslendingar höfum lengi verið framsækin þjóð og eigum að vera það áfram. Við eigum bæði að opna landið fyrir fólki af er- lendu bergi brotnu og við eigum að nýta tækifærin sem eru að opnast okkur í öðrum löndum, meðal annars einmitt í Austur-Evrópu. Sem virkur þátttak- andi í félagsstarfi og kirkjulegu starfi á ég hlut að ýmsum sam- evrópskum verkefnum og hef í gegnum þá vinnu kynnst því hversu mörg tækifæri bíða okkar bæði nær okkur og fjær okkur í Evrópu. Til þess að geta sinnt þessu starfi mínu betur og opnað mér nýja möguleika á þessu sviði skellti ég mér í meistaranám í Evrópufræðum á Bif- röst. Námið hefur dýpkað skilning minn á sögu, menningu og stjórn- skipulagi Evrópu. Nú þegar ég er vel á veg kominn í náminu finnst mér ótrúlegt hvað ég hef kynnst mörgum nýjum hliðum á Evrópu í gegnum námið, hlutum sem ná langt út fyrir Evrópusambandið sem er jú „bara“ ein hlið af mörgum á evr- ópska samfélaginu. Uppbygging námsins á Bifröst er eins og sniðin að mínum þörfum. Eftir að hafa verið í tíu ár í atvinnu- lífinu þar sem einstaka námskeið hafa verið eina skólasetan þurfti ég á staðnámi að halda. Þar sem ég hafði ekki tök á því að hætta að vinna til að fara í nám kom sér vel að geta tekið sex vikna leyfi til að sinna nám- inu á sumarönninni á Bifröst. Þær vikur komu mér í „gírinn“ og voru góður undanfari fyrir blöndu af stað- námi og fjarnámi yfir veturinn. Þverfaglega hliðin á Evrópufræð- unum á Bifröst heillaði mig frá fyrsta degi. Snilldarleg samsetning námsins sjálfs sem og fjölbreyttur bakgrunnur nemenda vöktu áhuga minn og forvitni. Þá sé ég það sem stóran kost að vera nemandi í skóla sem leggur áherslu á starf í litlum hópum. Við sem erum í Evrópufræð- unum höfum náð vel saman og ég hef eignast góða vini og samherja. Og einmitt þegar vegurinn upp „námsfjallið“ virðist snarbrattur, þá reynist mér stuðningur þeirra ein- staklega vel. Ég er sannfærður um að það var heillaskref fyrir mig að fara í meistaranám í Evrópufræð- um. Hvert er þitt næsta skref? Að rata í Evrópu Pétur Björgvin Þorsteinsson skrifar um nám á Bifröst » Greina mátti for-dóma í garð Austur- Evrópu í tengslum við Eurovision. Þau við- brögð kalla á að við kynnumst Evrópu betur og setjum okkur í sam- hengi! Pétur Björgvin Þor- steinsson Höfundur stundar meistaranám í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst. MIKIL umræða hefur verið síð- ustu ár um fjölgun öryrkja á Ís- landi og annars staðar í vestræn- um þjóðfélögum. Mikið hefur verið rætt um stöðu þessa þjóðfélags- hóps hér á landi og hvernig ís- lenskt samfélag býr að honum. Öryrkjar sjálfir telja að stór hluti af þeirri fé- lagslegu útilokun sem þeir segjast búa við sé útilokun þeirra frá atvinnulífinu. Í sam- félögum sem eru með sterka vinnumenn- ingu eins og á Íslandi og þar sem ímynd einstaklingsins er ná- tengd stöðu hans í vinnuumhverfi er þessi útilokun enn nærtækari. Í nýlegum skýrslum um þetta málefni hefur verið ályktað að þjóðfélagslega hag- kvæmt sé að styðja öryrkja hér á landi til sjálfstæðis með því að auka þátttöku þeirra í atvinnulíf- inu. Starfsendurhæfing öryrkja ásamt endurskoðun bótakerfisins eru nefndar sem helstu leiðir til að ná þessum markmiðum. Meiri áhersla er þó lögð á að rökstyðja breytingu á bótakerfinu en að sýna fram á að starfsendurhæfing sé þjóðfélagslega hagkvæm. Í verkefni sem undirritaður vann í heilsuhagfræði og málstofu í hagfræði við Háskóla Íslands var reynt að meta þjóðfélagslegan ávinning af Atvinnu með stuðningi (AMS) sem er eitt form starfsend- urhæfingar. Starfsemi AMS snýst í stuttu máli um að styðja við bak- ið á fötluðum einstaklingum við að komast út á vinnumarkaðinn. Þar sem starfsemi AMS snýst um að styðja við starfsendurhæfingu þess hóps öryrkja sem er líkleg- astur til að búa að lítilli sem engri starfsreynslu og sem ætla má að eigi hvað erfiðast með að fóta sig í atvinnulífinu má nota niðurstöður þessa verkefnis til að áætla hvort það sé þjóðfélagslega hagkvæmt að bjóða öryrkjum almennt upp á þessa þjónustu. Kostnaðar- og ábatagreining var notuð til að skoða kostnað við að veita þjónustuna og þann ábata sem sam- félagið og ein- staklingurinn hljóta af þjónustunni. Í ljós koma að ábati bæði einstaklingsins og samfélagsins var um- talsverður. Jafnvel þeir sem eru á lægstu launum sem kjara- samningar þjón- ustuþega Atvinnu með stuðningi bjóða, eða 130.000 kr. á mánuði, auka hag sinn en þó að- eins um tæp 60.000 kr. á mánuði eftir að tekið hefur verið tillit til skerðinga bóta. Samfélagið hins vegar fær skatttekjur sem það fékk ekki áður ásamt því að það greiðir minni bætur til ein- staklinganna. Þessar auknu skatt- tekjur og skertu bætur eru hlut- fallslega meiri en sá kostnaður sem hlýst af því að aðstoða þjón- ustuþega AMS út á atvinnumark- aðinn. Samkvæmt niðurstöðum mínum fær þjóðfélagið í heild til baka rúmlega þrjár og hálfa krónu fyrir hverja krónu sem við eyðum í þjónustuna. Ábatann fyr- ir þá rúmlega hundrað þjón- ustuþega sem njóta stuðnings AMS má því áætla á bilinu 120 til 150 milljónir. Á sama tíma sýna erlendar rannsóknir að lífsgæði þessa samfélagshóps sem fékk tækifæri til að fóta sig á almenn- um vinnumarkaði jukust mark- tækt. Því meiri sem geta ein- staklingsins var því meira jukust lífsgæðin. Áætluð þjóðfélagsleg áhrif þess að fá öryrkja út í atvinnulífið eru einnig mikil. Samkvæmt skýrslu rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst þáðu 12.755 manns örorku- lífeyri hér á landi árið 2005. Sam- kvæmt skýrslunni gæti hagur rík- issjóðs batnað með aukinni atvinnuþátttöku öryrkja. Jafnvel þótt tekjutenging örorkubóta yrði afnumin og aðeins 10% öryrkja færu út á vinnumarkaðinn myndi afkoma ríkissjóðs batna um rúm- lega 1.100 milljónir króna. Aðrir telja að þessi áhrif verði enn meiri og taka þá tillit til aukinnar fram- leiðni þjóðfélagsins. Ljóst virðist því vera að nokkur ábati sé af starfsendurhæfingu öryrkja, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið í heild. Íslenskt samfélag ber því ekki kostnað af þessari þjónustu heldur má segja að það beinlínis tapi á því að veita hana ekki. Lífs- gæði þessa samfélagshóps aukast einnig ásamt því að hann tekur virkan þátt í samfélaginu. Við þurfum því að breyta hugs- unarhættinum. Við þurfum að hætta að tala um kostnað sam- félagsins af þessari þjónustu og hugsa heldur um hana sem fjár- festingu, bæði í grunngildum okk- ar sem þjóðfélags og samfélagi sem nýtir möguleika sína til fulls. Er hagkvæmt að bjóða upp á endurhæfingarúr- ræði fyrir öryrkja? Þorvarður Atli Þórsson skrifar um starfsendur- hæfingu öryrkja » Við þurfum að hættaað tala um kostnað samfélagsins af þessari þjónustu og hugsa held- ur um hana sem fjár- festingu … Þorvarður Atli Þórsson Höfundur er stjórnmálafræðingur og nemi í hagfræði. www.leikhusid.is sími 551 1200 Þjóðleikhúsið fyrir alla! HJÓNABANDSGLÆPIR LISTIN AÐ LIFA „Hilmir Snær Guðnason og Elva Ósk Ólafsdóttir eru hreint út sagt frábær í hlutverkunum tveimur...“ Ísafold, Jón Viðar Jónsson Leikfélag Fljótsdalshéraðs Aðeins tvær sýningar, 7. og 8. júní kl. 20.00 eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur Athyglisverðasta áhugasýning leikársins! TAKK FYRIR VETURINN! Sýningar Þjóðleikhússins hljóta fjölmargar tilnefningar til GRÍMUNNAR 2007! LEG: Sýning ársins Leikstjóri ársins Leikskáld ársins Tónlist ársins Lýsing ársins Leikkona ársins í aðalhlutverki Leikari ársins í aukahluverki (tvær tilnefningar) Leikkona ársins í aukahlutverki Leikmynd ársins Búningar ársins Söngvari ársins HJÓNABANDSGLÆPIR: Leikkona ársins í aðalhlutverki Leikari ársins í aðalhlutverki BAKKYNJUR: Tónlist ársins Lýsing ársins Leikmynd ársins Búningar ársins Danshöfundur ársins SITJI GUÐS ENGLAR: Barnasýning ársins SKOPPA OG SKRÍTLA gestaleikur: Barnasýning ársins PÉTUR OG ÚLFURINN gestaleikur: Barnasýning ársins Kæru leikhúsgestir! Við í Þjóðleikhúsinu þökkum ykkur kærlega fyrir góðar samverustundir í leikhúsinu í vetur. Við erum nú að vinna að undirbúningi spennandi leikárs 2007-2008. Hlökkum til að sjá ykkur í leikhúsinu! Síðustu sýningar vorsins í kvöld 1/6 og sun. 3/6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.