Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 55 Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is SÍÐASTA færslan á vefritið Múrinn var birt í gær, en forsvarsmenn vef- ritsins hafa ákveðið að láta gott heita. „Við ætlum hins vegar ekkert að gefa frá okkur lénið og gamla efnið verður látið hanga uppi með einum eða öðrum hætti, enda er oft gott að geta gripið til þess,“ segir Stefán Pálsson, einn af forsprökkum Múrsins, en hann var einn af stofn- endum í nóvember árið 1999. „Það eru sjö ár síðan þetta byrjaði og þetta hefur verið nokkurn veginn sami hópur frá upphafi. Við sögðum strax í byrjun að það væri lykilatriði að við hefðum gaman af þessu og þetta mætti ekki snúast upp í að vera kvöð. Það hefur hins vegar ekki verið sami neistinn í þessu og í upphafi, menn eru orðnir eldri,“ segir Stefán, en hátt á þriðja þús- und greinar hafa verið birtar á vefn- um. „Það verður að segjast að gull- aldartími pólitísku vefritanna er eiginlega liðinn. Þau áttu skeið þar sem þau voru hvað ferskust og höfðu áhrif. Það var fyrir nokkrum árum, kannski á árunum 2001 til 2002. Þá var alvanalegt að ef það voru kröftug skoðanaskipti á vefrit- unum þá rataði það mikið inn í aðra fjölmiðla. Það sér maður mjög sjald- an í dag, sem er miður, því þessi vefrit skiptu máli því þar komu fram aðrar raddir og önnur sjónarmið,“ segir Stefán. Stenst tímans tönn Aðspurður segir Stefán að Múr- inn hafi haft töluvert að segja hug- myndafræðilega séð. „Sem dæmi má nefna að hann hafði talsverð áhrif á Vinstri græna á sínum tíma. Þegar sá flokkur var ungur og dálít- ið veikur fundum við að þetta skipti verulegu máli. Það voru sjónarmið sem við vorum að tala fyrir sem komust ekki inn annars staðar. Fyrst eftir 11. september hófst t.d. upp mikið fár um nauðsyn þess að ráðast á Afganistan, og stríðið gegn hryðjuverkum fór í gang. Þá vorum við á meðal fárra sem stóðu í lapp- irnar, og reyndum að tala máli skynseminnar. Margt af því sem við sögðum í friðarmálum hefur staðist vel tímans tönn,“ segir Stefán. „Þetta hefur alla tíð verið mjög al- þjóðasinnað vefrit í þeim skilningi að þarna eru ókjör af greinum sem hafa birst um stjórnmál í sam- félögum sem sjaldnast komast í fjöl- miðla hér heima. Það held ég að hafi verið dálítið mikilvægt.“ Stefán segir ólíklegt að Múrinn verði endurreistur. „Eins og staðan er í dag tel ég frekar ólíklegt að það gerist en við ætlum ekki að sleppa léninu. Okkur þætti leiðinlegra ef einhver múrvirki væri kominn með gamla lénið okkar fyrir einhverjar auglýsingar um steypublöndunar- efni,“ segir Stefán í léttum dúr. „En mér finnst þessi miðlunarleið mjög hentug fyrir ungt fólk. Þegar við stofnuðum þetta voru allir í hópnum á milli tvítugs og þrítugs. Nú erum við orðin rosknari þannig að mér finnst bara komið að næstu kynslóð að taka upp merkið. Svo er spurning hvort menn fari ekki að nota meira tæknilega möguleika, að vinna með annað en bara þetta textaform. Það væri mjög spennandi að sjá slíkt gerast hjá róttæku ungu fólki.“ Múrinn er fallinn Vefrit um þjóðmál, menningu og pólitík hefur sagt sitt síðasta Morgunblaðið/Golli Hættur „Okkur þætti leiðinlegra ef einhver múrvirki væri kominn með gamla lénið okkar fyrir einhverjar auglýsingar,“ segir Stefán Pálsson. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is DAGSKRÁ LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ Kl. 11.00 Átakið hefst á fjórum stöðum: við Grandaskóla, á Landakotstúni, við Melaskóla og við Skerjaver í Skerjafirði. Kl. 14.00 Samgleðjumst yfir góðum árangri á hreinsunardegi! Grillveisla og skemmti- atriði við Vesturgarð, Þjónustumiðstöð Vesturbæjar við Hjarðarhaga 45-47. AÐRIR HREINSUNARDAGAR Í SUMAR: Austurbær, norðan Miklubrautar - laugardaginn 30. júní Austurbær, sunnan Miklubrautar - laugardaginn 28. júlí         MotorMax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 MotorMax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 MotorMax Akureyri - Sími 460-4350 N Ý S T A R C R A F T F E L L I H Ý S I O G C A M P - L E T T J A L D V A G N A R Í M O T O R M A X Starcraft fellihýsi www.motormax.is Opið laugardag kl. 10 - 16 í Kletthálsi. Jeppafellihýsið RT sem þú ferð með hvert á land sem er eða eitthvað annað glæsilegt Starcraft fellihýsi fyrir allar fjölskyldur. Þitt er valið. Starcraft hefur gæðin. Verð frá 1.249.000 kr. Með Camp-let tjaldarðu stórum og rúmgóðum tjaldvagni á svipstundu. Í ár eru allir Camp-let á 13” dekkjum með nýjum útbúnaði sem auðveldar tjöldun og með lengra beisli. Camp-let er fallegur, nettur og traustur tjaldvagn, sem ferðaglaðir Íslendingar tjalda ár eftir ár. Verð frá 669.000 kr. Camp-let tjaldvagnar Isabella fortjöld og skjóltjöld - heimsþekkt gæði. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.