Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólöf Lilja Sig-urðardóttir fæddist í Keflavík 14. júlí 1921. Hún lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja laugardaginn 26. maí síðastliðinn. Foreldrar Lilju voru Sigurður Sig- urðsson, vélstjóri í Keflavík, af Garðs- hornsætt, f. í Kefla- vík 13.7. 1895, d. 21.2. 1984 og kona hans Guðbjörg Brynjólfsdóttir, f. í Vatnahjáleigu í Landeyjum 22.10. 1897, d. 8.1. 1980. Systkini Lilju eru Marteinn Brynjólfur, f. 24.7. 1923, Guðrún Sigríður, f. 28.4. 1925, d. 2004, f. 17.11. 1953, búsettur í Kefla- vík. 3) Kristín Ása, f. 12.5. 1957, gift Stefáni Atla Þorsteinssyni, f. 18.5. 1956, búsett í Keflavík. Börn þeirra eru: Birgitta Ösp, f. 16.5. 1982, í sambúð með Pétri Óla Samuelsen, búsett í Dan- mörku. Lilja Björk, f. 17.3. 1988, í sambúð með Michael James Carroll, búsett í Keflavík og Dav- íð Freyr, f. 23.6. 1991. Sonur Lilju og Kristjáns Alexanders Helgasonar, uppeldissonur Dav- íðs, er Þórður, f. 30.12. 1942, kvæntur Unni Þorsteinsdóttur, f. 24.12. 1945, búsett í Keflavík. Dætur þeirra eru: Lilja (óskírð), f. 21.9. 1963, d. 22.9. 1963 og Lovísa, f. 14.5. 1965, í sambúð með Birni Skorra Ingólfssyni, bú- sett í Garðabæ. Dætur Lovísu og fyrrum eiginmanns hennar, Hjálmars Þrastar Péturssonar, eru Unnur Lára, f. 2.1. 1995 og Hjördís Lilja, f. 4.3. 1996. Útför Ólafar Lilju fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Friðrik Hafsteinn, f. 27.4. 1929, d. 1993 og Gunnlaugur Kjartan, f. 15.3. 1931. Lilja giftist 10. maí 1947 Ásmundi Davíð Gíslasyni sjó- manni, f. í Hafn- arfirði 14.9. 1923, d. 28.11. 1978. Börn þeirra eru: 1) Sig- urður, f. 5.8. 1947, búsettur í Keflavík. Sonur hans og Ingi- bjargar Jóhannes- dóttur er Jóhannes Þór, f. 6.10. 1968, í sambúð með Huldu Ólafs- dóttur, f. 7.7. 1967, búsett í Vest- mannaeyjum, sonur þeirra er Davíð Már, f. 20.5. 1999. 2) Gísli, Við leiðarlok er mér er bæði ljúft og skylt að minnast elskulegrar tengdamóður minnar, Lilju, nokkr- um orðum. Lilja fæddist í Keflavík og ól þar mestan sinn aldur. Að skólagöngu lokinni, sem lauk með fullnaðar- prófi, sem hún stóðst með prýði, tók lífsbaráttan við. Til að byrja með vann hún ýmis almenn störf, sem algengust voru á þeim tíma. Síðan eftir að börnin komust á legg vann hún í nokkur ár við fisk- vinnslu og síðan óslitið í ein 22 ár í flugeldhúsi Loftleiða/Flugleiða á Keflavíkurflugvelli, allt þar til hún lét af störfum 67 ára gömul. Lilja var dugleg og samviskusöm við allt sem hún tók sér fyrir hendur og þótti góður starfskraftur. Aldrei heyrði ég hana kvarta þótt oft á tíðum væri vinnudagurinn bæði langur og strangur og eftir vinnu tækju við húsmóðurstörfin, en Lilja var góð og samviskusöm hús- móðir og með afbrigðum hreinleg og snyrtileg. Tengdamamma hafði gaman af hannyrðum og þá sérstaklega prjónaskap og hekli. Ég gleymi því aldrei hvað kjóllinn sem hún hekl- aði á hana dóttur okkar var fal- legur, fyrir utan margar aðrar flík- ur sem hún gerði. Eftir að sjón hennar fór að versna naut hún þess í ríkum mæli að stytta sér stundir við prjónaskap. Ekki er að efa, að oft hljóta dagarnir að vera langir hjá þeim sem sitja einir í myrkrinu og geta hvorki lesið né horft á sjónvarp. Mér þótti oft með ólík- indum hvað hún gat gert, miðað við líkamlegt ástand. Meðan sjónin var í lagi naut Lilja þess að lesa góðar bækur, en í seinni tíð var þjónusta Blindrabókasafnsins vel þegin dægrastytting. Lilja hafði mjög gaman af að spila á spil og hefur það fylgt af- komendum hennar til dagsins í dag, enda amman óþrjótandi að kenna barnabörnunum og lang- ömmustelpunum Unni Láru og Hjördísi Lilju að spila, en það hjálpaði, að hún hafði örlitla hlið- arsjón. Hér á árum áður var oft tekið í spil með vinum og kunn- ingjum og þá oft spilað langt fram á nætur og þá oftast canasta. Ferðalög voru í miklu uppáhaldi hjá Lilju og ferðaðist hún ásamt Davíð tengdapabba allmikið bæði innanlands og utan, meðan hans naut við. Oft var farið til Ameríku, þar sem Gústa systir Davíðs bjó. Eftir að Davíð féll frá, aðeins 55 ára gamall, hélt Lilja áfram að ferðast og fór meðal annars í heimsreisu með fjölda St. Georgsskáta og tvær ferðir fór hún með okkur hjónum til að heim- sækja dóttur okkar, er þá var við háskólanám í Bandaríkjunum. En nú er hún tengdamamma far- in í sína hinstu ferð og kemur ekki til baka eins og alltaf áður. Þrátt fyrir mikinn söknuð og trega gleðst ég í hjarta mínu yfir því að hún skuli nú laus við þrautir og vanlíðan, en síðustu dagar fyrir andlátið voru henni afar erfiðir. Kæra tengdamamma, þau eru mér huggun í harmi orðin sem þú hvísl- aðir veikum rómi á dánarbeði þín- um, að það hafi alltaf verið svo gott á milli okkar, þín og mín, þinnar einu tengdadóttur, og við þökk- uðum hvor annarri fyrir öll okkar góðu og hnökralausu samskipti í lífinu. Um leið og við kveðjum elsku- lega tengdamóður og móður biðj- um við Guð að varðveita sálu henn- ar og óskum henni góðrar ferðar inn í ljósið til dótturinnar okkar ungu, tengdapabba og annarra lát- inna ástvina. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir og sonur Unnur og Þórður. Elsku mamma, nú er komið að kveðjustund. Ég er ekki einungis að missa móður mína heldur líka mína bestu vinkonu. Í gegnum alla okkar tíð höfum við verið einkar samrýndar og ég gat alltaf leitað til þín og alltaf áttirðu svar. Minningarnar sem við eigum um þig eru margar og skemmtilegar, eins og þegar börnin mín voru að fæðast og þú varst alltaf tilbúin að aðstoða okkur og þau nutu hverrar stundar með þér. Við vorum alltaf velkomin til þín og oft var ýmislegt brallað, eins og að spila eða baka. Elsku mamma, nú veit ég að þér líður betur og pabbi hefur tekið vel á móti þér og þakka þér fyrir að hafa alltaf verið mér við hlið – ver- ið þú sjálf, en þó alltaf hluti af mér. Takk fyrir elsku mamma,. Þín dóttir Kristín Ása. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum í hinsta sinn. Þér var ekki fisjað saman. Þú varst mjög dugleg, sjálfstæð og vönduð kona. Hafðir þá eiginleika til að bera sem gerðu mann stoltan af því að vera barna- barn þitt. Þú passaðir ávallt orða- lag þitt og hátterni í minn garð og fjölskyldunnar og umgekkst okkur öll af mikilli virðingu og ástúð. Það sama átti við um samskipti þín og mömmu, þið báruð gagnkvæma virðingu hvor fyrir annarri og ykk- ur varð aldrei sundurorða. Amma mín, ég veit að líf þitt var ekki alltaf dans á rósum. Afi lést fyrir aldur fram, fyrir tæpum þrjá- tíu árum. Þú hélst áfram þínu lífi og hafðir m.a. þann dug og sjálf- stæði til að bera, að drífa þig í heimsreisu með góðum hópi fólks úr skátunum. Heimsreisur voru ekki algengar í þá tíð. Ef ég man rétt þá var sjónin þín farin að versna á þessum tíma og þú vildir nota tækifærið til þess að sjá heim- inn betur og ferðast til fjarlægari landa áður en þú yrðir blind. Sjálf- stæði þitt var slíkt, að ég upplifði þig aldrei eins og blindan einstak- ling. Það tók þó óneitanlega á þig að þurfa að hætta að keyra og geta ekki lesið þér til dægrastyttingar. Þú varst mikill lestrarhestur. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa haft tækifæri á að alast upp í Ás- garðinum með ykkur afa. Þú og afi byggðuð Ásgarð 12 og mamma og pabbi Ásgarð 6. Ég var tíu ára þegar við fluttum í Ásgarðinn og naut félagsskaparins við ykkur út í ystu æsar. Við gerðum handavinnu saman, bökuðum, spjölluðum og spiluðum mikið á spil. Skemmtileg- ast var þegar Stína og strákarnir tóku slag með okkur. Sérstaklega man ég eftir því þegar þú kenndir mér púðasauminn þinn, sem þú drýgðir tekjur heimilisins með. Við saumuðum saman tvo fallega hvíta púða úr loðnu efni á rúm mömmu og pabba. Mér þótti mikið til þess koma. Púðarnir þínir voru einstak- lega fallegir og vinsælir. Tíminn í Ásgarðinum lagði líka grunninn að góðum stundum í seinni tíð. Mér fannst yndislegt að fá þig í heimsókn, ásamt mömmu og pabba, til Ameríku árið 1991 þegar ég útskrifaðist úr háskól- anum í Ohio. Það var líka mjög tómlegt þegar þið voruð farin yfir til Gústu frænku í Pennsylvaníu, en ég jafnaði mig fljótt. Ég er ekki síður þakklát fyrir allar stundirnar sem þú hefur gefið Unni Láru og Hjördísi Lilju. Stelp- urnar eiga eftir að búa vel að þeim og muna eftir þér alla tíð. Elsku amma, söknuðurinn til þín er mikill, en við eigum margar yndislegar minningar, sem eiga eftir að ylja okkur um ókomna tíð. Þú manst hvað ég sagði við þig þegar ég var að kveðja þig, ég elska þig elsku amma mín. Guð blessi þig og varðveiti. Þín Lovísa. Elsku amma Lilja, af hverju þarf lífið að taka enda? Það að deyja er partur af lífinu, sem flestum þykir erfitt að komast í gegnum, að þurfa að læra að lifa án einhvers sem maður elskar. En því miður er þetta er einn af fáum hlutum, sem við fáum ekki breytt. Og núna sit ég hér og skrifa þér kveðjubréf, elsku amma. Ég gæti skrifað heila bók um allar góðu minningarnar, sem eftir sitja. Eins og þegar ég missti fyrstu tönnina mína hjá þér eða þegar þú gafst mér fyrstu skíðin mín, það var nú góður dagur. Þú komst mér þvílíkt á óvart þá, ég átti bara að koma með þér að hjálpa þér að hengja upp þvottinn þinn, en þú sagðist nú aðeins þurfa að stoppa í Sportbúð Óskars og þar voru keypt skíði. Þú hefur alltaf verið svo gjafmild, og skipti þá engu máli hvort það var ís, ást, tími eða brjóstsykur og ég gæti lengi talið. En núna breytist allt eftir að þú ert farin. Við þurf- um að læra að lifa án þín og það er ekki auðvelt eftir að maður er bú- inn að eiga svona yndislega ömmu. En ég veit að þú ert í góðum hönd- um núna, afi loksins búinn að fá þig til sín. En elsku amma, takk fyrir allt. Ég er rosalega glöð þegar ég hugsa til baka, fyrir allt sem ég hef upplifað með þér. Við áttum góða kveðjustund og ég meinti hvert einasta orð. Við verðum dugleg og sterk og við pössum uppá mömmu, ég lofa því. En hvíldu í friði elsku besta amma. Nú kveð ég þig amma með uppáhalds bæninni minni, bæninni sem við fórum alltaf með saman. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína. (Páll Jónsson.) Þín Birgitta Ösp. Elsku amma Lilja, ég trúi því ekki enn að þú sért farin. Eftir allt sem við höfum átt saman er erfitt að líta fram í tímann án þín. Sagt var við mig: „Lilja, það er enginn endir, aðeins nýtt upphaf,“ sem hefur huggað mig mikið á þessum erfiðu stundum. Síðastliðinn laugardag sat ég í húsbóndastólnum uppgefin og dof- in eftir að hafa heyrt fréttirnar að þú værir farin. Þá runnu yfir mig minningar sem ég og þú eigum saman og þær eru sko ekki fáar. Alla mína grunnskólagöngu endaði dagurinn hjá þér, þar sem við spil- uðum Svarta-Pétur eða þú last fyr- ir mig Gilitrutt. Ég vil fá að þakka þér fyrir alla þá visku og ást sem þú hefur gefið mér. Þú hefur verið mín stoð og stytta og alltaf hef ég getað treyst á þig. Aldrei hefur þú dæmt mig fyrir mistök sem ég gerði, heldur leitt mig frá þeim. Ég er mjög þakklát fyrir allt sem við höfum átt saman og á mjög erfitt með að trúa að það sé ekkert eftir. Því meira sem þú átt í þessu lífi, því meiri líkur eru til þess að þú glatir einhverju. Takk fyrir allt elsku amma. Þín nafna, Lilja Björk. Elsku amma Lilja. Eitt það sem stendur upp úr æsku minni ert þú amma mín. Ég man hvað mér fannst gott að geta komið heim til þín eftir skóla og fengið mér eina morgunkornsskál og einn ís. Eftir það allt spiluðum við ólsen alveg þangað til mamma kom og sótti mig. Ég man að það varst þú sem kenndir mér öll spilin sem ég kann og er það eitt sem stendur upp úr, en það er marías. Við spiluðum það oft og mörgum sinnum og nú sein- ast í byrjun maí. Ég man líka eftir einni afmælisgjöf sem þú gafst mér, það var hermaður sem gat skriðið um gólfin. Ég man að ég vildi hann meira en allt annað og þá komst þú til bjargar og gafst mér einn. Ég man líka hvað mér fannst gaman þegar þú kallaðir mig herramann þegar ég stóð upp og opnaði dyrnar á bílnum fyrir þér. Þú verður alltaf föst minning í hjarta mínu og huga, sama hvert ég fer. Þú ert besta amma sem nokkur maður getur hugsað sér. Ein dýrmætasta eign manns er vissan um að hafa lifað vel og er ég nokkuð viss um að þú hefur lifað lífi þínu til fulls. Hamingjan felst í því að gera sér ljóst, að mesti missir okkar í lífinu er í rauninni það, sem við leyfum að deyja innra með okkur á meðan við erum enn á lífi, en ekki dauðinn sjálfur. Þinn Davíð Freyr. Elskur amma Lilja, okkur syst- urnar langar að þakka þér fyrir all- ar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman. Fyrir skemmtilegu Þorláksmessuskötuboðin á Aðal- götunni. Fyrir allar vísurnar og sögurnar þegar að við vorum litlar, fyrir spilamennskuna, „gæðaskap- ið“ og allan góða brjóstsykurinn sem var á vísum stað þegar að við komum í heimsókn. Við eigum alla fallegu hlutina, sem þú prjónaðir, til þess að minna okkur á þig. Elsku amma, okkur langar að kveðja þig með lítilli bæn sem við förum með á hverju kvöldi: Kristur minn ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. (Höf. ók.) Guð geymi þig og við elskum þig. Langömmustelpurnar þínar, Unnur Lára og Hjördís Lilja. Elsku amma mín, nú ertu komin til Guðs. Nú líður þér vel og ert laus við alla verkina sem hrjáðu þig. Þú varst svo góð amma. Alltaf að gefa mér og okkur fjölskyldunni eitthvað fallegt. Þú varst svo góð við alla. Ég veit að þú ert núna hjá afa Davíð. Ég fékk aldrei að kynn- ast honum en ég á fallega mynd af honum og mamma og pabbi hafa sagt mér að hann hafi verið svona góður eins og þú. Ég er ánægður að heita Davíð eins og hann. Takk fyrir að halda á mér þegar prest- urinn gaf mér það nafn, elsku amma. Við mamma fundum fallegt ljóð handa þér. Guð blessi þig og minningu þína alla tíð, elsku amma mín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þinn Davíð Már Jóhannesson. Ólöf Lilja Sigurðardóttir Elsku afi okkar. Við þökkum þér fyr- ir allar þær stundir sem við áttum saman í reykhúsinu og fjárhúsinu. Þú leyfðir okkur oft að sofa í afaholu ef það reyndist erfitt að sofna. Við minnumst ætíð allra búkollusagnanna sem voru breyti- legar eftir hverri frásögn, góðu há- karlabitanna sem þú kenndir okkur að borða og allra spilanna sem þú spilaðir við okkur og söngst litlu vís- una fyrir okkur. Leikur sér í ljósinu lítill ungi á vatninu en í gula grasinu gráa fallna sefinu ungar álftir kvaka bí bí og blaka. Kristján Benediktsson ✝ Kristján Bene-diktsson fæddist á Hólmavaði í Að- aldal 15. apríl 1923. Hann lést 12. maí sl. á öldrunardeild Heilbrigðisstofn- unar Þingeyinga. Jarðarför Krist- jáns fór fram frá Neskirkju í Aðaldal 19. maí sl. Elsku besti afi, við söknum þín. Hvíl þú í friði. Margrét og Helga Sigurveig Jóhannsdætur. Sérhvert okkar rann frá landsins rótum, römm er sú taug og engum fært að slíta. Allir að lokum yfir veginn líta, einhvern dag síðasta fiskinn veiða hljótum. Laxá sem rennur eftir úfnum grjótum, alltaf svo gjöful, trygg og þrungin krafti. Þó að hún verði að lúta landsins hafti líður hún staðföst fram að dægramótum. Þannig var Kristján, kotroskinn og hress, karlmenni, hjálpfús, sannur byggðarhlynur, ég hefi betri fáa fyrirhitt. Á kveðjustund ég knúinn er til þess, kærlega þakka gamlar stundir vinur. Þetta blað skal því lagt á leiði þitt. Hilmir Jóhannesson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.