Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 22

Morgunblaðið - 01.06.2007, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING FJÖLMIÐLAMENN urðu heldur betur súrir í gær þegar listmálarinn Odd Nerdrum lét ekki sjá sig á blaðamannafundi í tilefni af útgáfu bókar sinnar, á kaffihúsinu Thea- tercafeen í Ósló. Nerdrum lét þau orð falla fyrir fimm árum að hann ætlaði aldr- ei aftur að tala við norska fjölmiðla. Bók Nerdrums ber titilinn Temaer og er hnaus- þykk, að því er segir á fréttavefnum Nettavisen. Nerdrum boðaði sjálfur til fundarins en tilkynnti síðar að hann gæti ekki mætt sökum heilsu- brests. Håkon Harket hjá útgáfufélaginu Forlaget Press, sem gefur bókina út, segir menn afar forvitna að fá að vita hvað Nerdrum hefur verið að bralla seinustu ár. Nerdrum keypti fyrrum húsnæði aðalsafns Borgarbókasafns Reykjavíkur við Þingholtsstræti ár- ið 2002 og hugðist búa hér með fjöl- skyldu sinni meirihluta árs. Temaer er 500 blaðsíður að lengd og inniheldur skissur eftir Nerdrum, teikningar og ýmsa aðra undirbún- ingsvinnu fyrir málverk, auk ljós- mynda af þekktustu verkum hans. „Þetta er eina leiðin til að sjá það sem hann hefur verið að gera á und- anförnum árum,“ segir Harket. 40 blaðamenn biðu eftir Nerdrum í gær við kaffihúsið. 20 mínútum eft- ir boðaðan upphafstíma fundarins mætti svo sölu- og markaðsstjóri forlagsins, Tor Arvid Dyrerud og lét vita af því að mikilvæg skilaboð biðu fjölmiðlamanna frá Nerdrum, inni í kaffihúsinu. Þar var veikindatil- kynning Nerdrum leikin af geisla- diski. Mætti ekki Nerdrum boðaði til útgáfufundar Odd Nerdrum TEIKNIMYND eftir súrrealist- málarann Salvador Dalí verður frumsýnd í Tate Modern-lista- safninu í Lund- únum í dag, hálfri öld eftir að Dalí hóf vinnu við hana. Enginn sýndi teikningum Dalí fyrir mynd- ina áhuga í ára- tugi, ekki fyrr en frændi Walts Disney heitins, Roy, keypti þær úr safni frænda síns og lét ljúka verkinu. Vinna við teiknimynd Dalí, Dest- ino, hófst árið 1946 og lauk árið 2003. Hún verður á sýningu safnsins sem helguð er Dalí og áhuga hans og að- komu að kvikmyndum. Roy Disney telur að Walt frændi hans hafi hætt við verkið á fimmta áratug síðustu aldar því honum hafi þótt það of furðulegt og of dýrt. Þar má sjá ýmis sérkenni listsköpunar Dalí, menn og dýr bráðna og klukk- ur og símar áberandi meðal annars. Tugir teikninga og „storyboard“ (þ.e. skissur af allri teiknimyndinni ramma fyrir ramma) voru í safni Disney. Destino er sjö mínútna löng og tónlistin sú sem samin var fyrir hana á fimmta áratugnum. Endir mynd- arinnar þykir dæmigerður fyrir hug- myndaflug Dalí. Fögur dansmey fellur fyrir guði nokkrum sem breyt- ist í íþróttamann og slær höfðinu á henni með hafnaboltakylfu út í hafs- auga. Meðal annarra kvikmynda- tengdra verka Dalí á sýningunni er Andalúsíuhundurinn sem hann gerði með Luis Buñuel. Teikni- mynd Dalí Salvador Dalí ÞURÍÐUR Sigurðardóttir myndlistarkona hefur opnað sýninguna Starir í Start Art listamannahúsi, Laugavegi 12b. Helsta viðfangsefni Þuru er íslensk náttúra, og þá eink- um nánasta umhverfi hennar. Hún bregður jafnan ljósi á hið smáa, stækkar það og skreytir með auðugum litum. Þura útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2001. Hún hefur sýnt víða um landið, og auk þess í Kaupmannahöfn og New York. Opnunartími Start Art er frá 10 til 17 virka daga og frá 13 til 16 á laugardögum. Myndlistarsýning Hið smáa stækkað og auðgað Þuríður Sigurðardóttir SÝNING um sögu Egypta- lands verður opnuð í Byggða- safni Hafnarfjarðar í dag. Þar er saga forn-egypsku ríkjanna þriggja rakin í máli og mynd- um. Gestir fá innsýn í vísindi, læknisfræði, trúarbrögð, píra- mídana og hið forna myndmál auk lífs hins venjulega Forn- Egypta. Gripirnir eru fengnir að láni hjá Þjóðminjasafni Ís- lands og eru þeir hluti af gjöf fræðimannsins og skákmannsins Daniels Willards Fiske (1831-1904) til safnsins. Sýningin verður formlega opnuð kl. 17. Byggðasafnið er á Vest- urgötu 8 í Hafnarfirði Sagnfræði Saga Egyptalands í Hafnarfirði Dætur faraós SÝNINGIN Automatos verður opnuð í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í dag. Á sýning- unni er teflt saman verkum hinna virtu og margreyndu ljósmyndara Olafs Otto Bec- ker, Páls Stefánssonar og Ragnars Axelssonar af ís- lensku landslagi. Hver um sig hefur náð að skapa sinn per- sónulega myndheim á þessu sviði og með ólíkum nálgunum á viðfangsefninu er markmiðið að draga upp trú- verðuga mynd af stöðu landslagsljósmyndunar í dag. Sýningin verður opnuð klukkan 17 og hún stendur yfir til 9. september. Ljósmyndasýning Íslenskt landslag með ólíkum augum Páll Stefánsson Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is ENN á ný er aðsóknarmet sett hjá Leikfélagi Akureyrar því áhorf- endur á sýningar á Akureyri hafa aldrei verið fleiri en yfirstandandi leikár. Metið frá því í fyrra, sem forsvarsmenn LA töldu að ekki yrði slegið í bráð, er því þegar fallið! Áhorfendur að sýningum leik- hússins á Akureyri í vetur voru ná- lægt 27.000. Til viðbótar bætast um 11.000 gestir sem sáu sýningar LA í Reykjavík. Aðsókn síðustu þrjú leikár hefur vaxið jafnt og þétt og ljóst að leikhúsið nýtur mikillar al- mennrar hylli, að mati Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra. Í vetur hefur aðsókn verið mikil og jöfn að öllum sýningum LA en frumsýningar leikársins voru: Herra Kolbert, Karíus og Baktus, Svartur köttur og Lífið – notk- unarreglur. „Allar sýningarnar hlutu afbragðs aðsókn þótt óhætt sé að fullyrða að verkefni vetrarins hafi verið meira ögrandi en oft áð- ur. Að auki hefur verið boðið upp á sýningar frá fyrra ári, leiklestra, gestasýningar og margt fleira. Uppselt var á langflest sýning- arkvöld í leikhúsinu í vetur en sem kunnugt er hefur leikhúsið sýnt eft- ir nýju sýningarfyrirkomulagi síð- ustu þrjú leikár. Þá er hver upp- setning sýnd þétt en í takmarkaðan tíma,“ segir Magnús Geir. Aðsókn að sýningum LA hefur aukist umtalsvert undanfarin ár. Síðustu þrjú leikár hefur hún verið mun meiri en árin þar á undan en þá voru gestir yfirleitt á bilinu 5- 10.000 á ári. Að sögn Magnúsar Geirs hefur rekstur leikhússins gengið vel í vet- ur og ljóst að rekstrarniðurstaða leikársins er jákvæð og því er þetta þriðja leikárið í röð sem sú er raun- in. „Undirbúningur fyrir nýtt leikár er í fullum gangi en dagskráin í heild sinni verður kynnt í ágúst. Þegar hefur verið greint frá því að Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur verður fyrsta frumsýning leikárs- ins. Sigurður Sigurjónsson leik- stýrir og Jón Ólafsson semur söng- lög og tónlist við verkið,“ segir Magnús. Vert er að geta þess að um 500 börn komu í áheyrn- arprufur fyrir sýninguna en 16 börn hafa verið valin til að taka þátt í uppsetningunni við hlið full- orðinna atvinnuleikara. Frumsýn- ing verður 15. september. Aðsóknarmetið enn bætt 27.000 manns komu á sýningar á Akureyri og 11.000 á sýningar LA í Reykjavík Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Vinsældir Megas og Magga Stína fallast í faðma eftir vel heppnaða frumsýningu á Lífinu – notkunarreglum eftir Þorvald Þorsteinsson í Rýminu, þar sem Megas samdi tónlistina og Magga Stína var tónlistarstjóri. Í HNOTSKURN »Magnús Geir Þórðarsontók við sem leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar í apríl 2004. Síðan hefur aðsókn á sýningar félagsins aukist hratt og örugglega. »Það vekur athygli leik-hússtjórans að fjöldi gesta sem koma gagngert til Ak- ureyrar til að sækja leiksýn- ingar LA hefur margfaldast á síðustu misserum. Leikhúsgestir á Akureyri Tölurnar að neðan eiga við sýningar á Akureyri. Að auki komu 11.000 áhorfendur á sýningar LA í Reykjavík á nýliðnum vetri og 17.000 í fyrravetur. 2006 − 2007 27000 2005 − 2006 25000 1983 − 1984 19300 2004 − 2005 18800 Heimild: Leikfélag Akureyrar „ÉG ER snortinn og þakklátur fyrir að vera veitt þessi orða, ég átti ekki von á þessum heiðri en það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir störf sín,“ segir Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, sem hefur verið sæmdur franskri orðu, Chevalier dans l’Ordre des arts et des lettres (Riddari af orðu lista og bókmennta), fyrir að hafa unnið ötullega að því að kynna franska menningu í heimalandi sínu. Það er menningarmálaráðherra Frakklands sem veitir orðuna sem Friðrik fær bráðlega afhenta í Franska sendiráðinu á Íslandi við formlega athöfn. Meðal annarra Ís- lendinga sem hafa hlotið orðuna má nefna Sigurð Pálsson. Friðrik stundaði nám í frönsku og bókmenntum í Frakklandi og hefur talsvert unnið að þýðingum úr frönsku. „Ég mun halda áfram að þýða og leggja mitt litla lóð á vo- gaskálarnar við að efla samstarfið við frakka. Íslendingar og frakkar eiga margt sameiginlegt og geta lært af hvor öðrum. Við höfum ver- ið vinaþjóðir frá miðöldum og ég held að því meiri sem samskipti okkar eru við þá, og aðrar menn- ingarþjóðir, því betra fyrir okkur,“ segir Friðrik. Sæmdur franskri menningarorðu Morgunblaðið/Sverrir Heiðraður Friðrik Rafnsson, bókmenntafræðingur og þýðandi, hefur verið sæmdur franskri orðu, Chevalier dans l’Ordre des arts et des lettres. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.