Morgunblaðið - 01.06.2007, Side 36

Morgunblaðið - 01.06.2007, Side 36
36 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ERU ÞEGNARNIR til fyrir ríkið eða er ríkið til fyrir þegnana? Allsérkennileg staða er komin upp þegar starfsmenn opinberrar stofnunar sem talin er eiga að gæta þess að farið sé að lögum og reglum neitar að gegna skyld- um sínum þegar saka- málið varðar starfs- menn hins opinbera. Svo er mál með vexti að opinber stofn- un var dæmd til að greiða starfsmanni kostnað við málarekst- ur fyrir dómstólum. Seint og um síðir var dæmdur málskostn- aður lagður inn á inn- lánsreikning málsaðila hjá lánastofnun og upphæðin tæp milljón krónur. Sama dag var af hálfu starfs- manna sömu stofnunar umrædd fjárhæð tekin út af innlánsreikningi starfsmannsins án þess að heimild eiganda reikningsins lægi fyrir. Starfsmenn þessarar sömu rík- isstofnunar höfðu nokkrum mán- uðum áður stolið af öðrum innláns- reikningi á nafni sama starfsmanns hjá annarri lánastofnun rúmum eitt hundrað þúsund krónum. Málin voru kærð til Rík- issaksóknaraembættisins og rann- sóknar á meintum lögbrotum kraf- ist. Fram fór rannsókn hjá lögreglu varðandi umrædd misferli með að- gengi að innistæðureikningum hjá lánastofnunum. Við rannsóknina hjá lögreglu kom fram að krafa um þessar ólöglegu aðgerðir höfðu komið frá einu af ráðuneytum rík- isvaldsins á ábyrgð ráðherra. Þegar þessar upplýsingar lágu fyrir um fyrirmæli frá ráðuneyti var allt gert til þess að hylma yfir málið og fer stofnun Ríkissaksóknara þar í broddi fylkingar. Afsökun þeirra sem stjórna ferðinni var sú að þeir vissu ekki hver það væri sem væri ábyrgur eða framkvæmdi umrætt lögbrot, þ.e. hvaða einstaklingur. Framkoma þeirra sem sagðir eru eiga að gæta laga og réttar í landinu sýnir að innlánsreikningar þegna þessa þjóðfélags eru ekki óhultir fyrir þjófnaðarkrumlum starfsmanna á vegum ríkisins í skjóli ákæru- valdsins sem stendur fyrir yfirhylmingum og hindrar framgang rétt- vísinnar. Réttlætið í þessu þjóðfélagi kristallast í erindi er ort var um miðja síðustu öld. Stelir þú litlu og standir lágt í steininn ferðu, en stelir þú miklu og standir hátt í stjórnarráðið ferðu. Í þessum fleygu orðum kristallast stjórnsýslan í þessu landi þegar ráð- herra hefur heimild til að fyrirskipa þjófnað af bankareikningum þegna landsins í skjóli ákæruvaldsins. Spyrja má hvort ráðherrar hafa heimild til slíkra lögbrota sem hér er lýst eða hvort stjórnkerfið í heild sinni sé svo rotið að glæpir og glæp- ir séu ekki það sama eftir því hver það er sem framkvæmir eða fyr- irskipar framkvæmdina. Huga má að því hvort einstaka starfsmenn ráðuneytis taki upp á sitt eindæmi að fyrirskipa slíkar aðgerðir (lög- brot) án fyrirmæla frá yfirboðara sínum, ráðherra. Að réttarkerfið í landinu sé svo gegnumsýrt af spill- ingu og „MAFÍU- stælum“ að ekki sé tekið á lögbrotum þegar fram- kvæmdaaðilinn tilheyrir stjórn- arráðinu. Hið ærulausa ráðherraembætti sem fyrirskipaði umrætt lögbrot og það embætti sem framkvæmdi lög- brotið (samkvæmt lögreglu- skýrslum) að boði ráðherra (ráðu- neytis) eru samgönguráðuneytið og Fjársýsla ríkisins. Er það verðugt verkefni fyrir þegna þessa þjóðfélags að huga vel að samskiptum við fjármálafyr- irtæki þegar innlánsreikningar eru ekki öruggari í vörslu þessara stofn- ana en fram hefur komið í þessum málum. Svo virðist sem ríkisvaldið hafi heimild til að stela af ein- staklingum en einstaklingar ekki heimild til að stela frá ríkinu, sam- anber framgang þess embættis er hefur með ákæruvald hins opinbera að gera. Samkvæmt ákvæði í hegning- arlögum er yfirhylming yfir lögbroti refsivert athæfi en svo virðist sem það sé aðeins refsivert að viðkom- andi lögbrjótur tilheyri ekki stjórn- arráðinu. Dæmi það sem hér er sett fram er stutt lögregluskýrslum. Sam- kvæmt upplýsingum frá þeirri stofnun er hefur eftirlit með lána- stofnunum var þarna um ólöglegt athæfi að ræða þegar fé var tekið út af innlánsreikningi einstaklings án heimildar hans. Svo virðist vera að lögbrot af hálfu starfsmanna hins opinbera þegar glæpurinn er framkvæmdur í þágu ríkisvaldsins sé ekki refsiverð- ur en sé um smáhnupl barna og unglinga að ræða rísi ákæruvaldið upp á afturlappirnar og sýni hvers það er megnugt. Ríkisstofnanir og þegnarnir Kristján Guðmundsson skrifar um innlánsreikninga og opinberar stofnanir »Eru innlánsreikn-ingar Íslendinga í öruggri vörslu banka- stofnana fyrir yfirgangi ríkisvaldsins? Kristján Guðmundsson Höfundur er fv. skipstjóri. VIÐ óskum nýju ríkisstjórninni til hamingju, um leið og við von- umst til að hún verði bæði landi og þjóð til farsældar. Mörg mál bíða úr- lausnar efnahags- og velferðarlega, en eitt er það mál sem ætti að hafa allan forgang og þolir enga bið lengur, en það er upp- blásturinn og gróð- ureyðingin á landinu sem stöðugt rýrir landgæði og er glæp- ur gagnvart komandi kynslóðum. Þessi rán- yrkja, sem hélt lífinu í forverum okkar sem áttu ekki annarra kosta völ, hefur kostað landið meira en helm- ing gróðurhulunnar, auk þess sem afgang- urinn er víða í sárum sem stöðugt blæðir úr. Gróðurmoldin fýkur á haf út og sandurinn myndar stöð- ugt stærri eyðimerkur, kæfir gróð- ur og færir í kaf óbætanleg nátt- úruverðmæti svo sem Lakagíga, Dimmuborgir, Ódáðahraun o.fl. Þó að Landgræðslan hafi unnið stöðugt að uppgræðslu í 100 ár og bjargað mörgum svæðum frá ör- foki þá hefur hún ekki undan eyð- ingaröflunum. Hún hefur þurft að vinna Bakkabræðravinnu með rán- yrkjuna á náttúrugróðrinum á hæl- unum. Hún hefur þurft að eyða helmingi af sínum litlu fjármunum í endalausar girðingar eingöngu vegna lausagöngu búsmala. Er okkur sæmandi að láta skepnur éta undan okkur landið að óþörfu, einungis vegna ráðleysis ráðamanna og ótta við að missa at- kvæði bænda? Ef ætl- ast væri til af þeim að þeir stunduðu rækt- unarbúskap í stað rán- yrkju, og bæru ábyrgð á sínum skepnum á eigin landi og e.t.v. völdum afgirtum beit- arhólfum, sem þeir bæru ábyrgð á að yrðu ekki örfoka eins og mörg afréttalönd þeirra hafa orðið. Þessu stríði við landið okkar verður að ljúka strax, annars töpum við stríðinu og eyðing- aröflin hafa vinning- inn, sandurinn tekur völdin og við, rænu- laus þjóð, sitjum eftir á örfoka landi með nokkur víggirt upp- græðslusvæði eins og vinjar í eyði- mörkinni sem þurfa einnig að berj- ast fyrir tilveru sinni vegna ágangs sandsins. Er þetta ásættanleg framtíðarsýn? Vaknið, bændur og ráðamenn. Ný ríkisstjórn vekur von um blóm í haga Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um gróðureyðingu Herdís Þorvaldsdóttir » Það mál semætti að hafa allan forgang og þolir enga bið er uppblástur og gróðureyðing Höfundur er leikkona, fv. formaður Lífs og lands. EKKI ætti að þurfa að rifja upp þá miklu umræðu sem varð á síðasta kjörtímabili um stöðu eldri borgara, enda óhætt að segja að kjör þeirra og aðstaða öll hafi orðið eitt þeirra kosningamála sem hvað hæst bar. Fyrst og síðast var þetta að þakka óþreytandi bar- áttu eldri borgara sjálfra og forystu þeirra þar sem stað- reyndir voru á borð lagðar og um leið hrak- in sú tálsýn rík- isstjórnar sem birti allt aðra mynd en raun- veruleikinn sannaði því fólki sem hér átti og á í hlut. Það hefur aldrei ver- ið yfir það fjöður dregin, að í þessum málum dugir ekkert meðaltal, kjör eldri borgara eru afar misjöfn, allt frá því að vera ljómandi góð yfir í það eða kannski réttara sagt niður í það að vera með öllu óviðunandi eða svo það sé sagt hreint út: um og neð- an við fátæktarmörk. Við höfum því alltaf lagt á það megináherzlu að bæta beri fyrst og síðast hlut þeirra lakast settu, hlut sem er ósæmilegur með öllu í auðugu samfélagi. Ýmsir þeirra sem með völd hafa farið og eiga eftir að fara með hafa verið iðn- ir við það að halda á lofti kjörum þeirra bezt settu, en jafnframt forð- ast að ræða stöðu þeirra fjölmörgu sem lifa við sultarkjör á elliárum, þeim skelfileg viðbót við ýmislegt það sem öðru fremur hrjáir fólk á þessu aldursskeiði s.s. sjúkdóma, hrörnun og einangrun. Sannast sagna hélt ég að fólk sem hefði valist til trúnaðarstarfa fyrir fólkið í land- inu þekkti eitthvað til kjara þess sama fólks og þá kannski einkum lit- ið til þeirra lakast settu sem sam- félaginu ber skylda til að sinna um- fram aðra betur setta. Mikil umræða varð um atvinnutekjur fólks og skerðingarmörk þar og raunar sums staðar sem megináherzla í þeim aðgerðum sem þyrfti að beita sér fyrir. Eðlilega segja samtök eldri borgara að hver réttarbót sé dýrmæt og það á einnig við hér, en í þessu sambandi koma upp hugleiðingar um aðrar tekjur, löngu áunnar tekjur lífeyr- issjóða sem ekki ber síður að taka rækilega inn í þessa umræðu. Þegar hefur verið ákveðið visst frí- tekjumark atvinnutekna og mikið rætt um að hækka það verulega og þá hlýtur krafa eldri borgara að verða sú að ekki síður gildi frí- tekjumark fyrir tekjur úr lífeyr- issjóði gagnvart almannatrygg- ingum og mín skoðun reyndar sú að enn frekar skuli hér að hugað. Þess ber nefnilega sérstaklega að gæta, að því fer svo víðs fjarri að frí- tekjumark atvinnutekna komi öllum eldri borgurum til góða, þótt vissu- lega sé það ágætt út af fyrir sig gagnvart þeim sem þess njóta. Það er hins vegar hinn mikli fjöldi þeirra sem hreinlega eiga þess eng- an kost að fara út á vinnumarkaðinn sakir margvíslegra orsaka sem einskis njóta hér af og þarna mynd- ast því óþolandi mismunun þeim í óhag sem erfiðast eiga í lífsbarátt- unni. Vel vitum við að sagt verður að margir eigi svo góðar tekjur frá líf- eyrissjóði eða lífeyrissjóðum sínum, að þeir þurfi aldeilis ekkert frí- tekjumark og má vissulega til sanns vegar færa, en þá má einnig setja tekjumörk þar því annað eins hefur nú verið gjört varðandi samspil al- mannatrygginga og annarra tekna. Það er því sjálfsögð og sanngjörn krafa að lífeyrissjóðstekjur verði teknar inn í þessa frítekjumarks- mynd, því þar er að þeim komið sem allra minnst hafa. Við þetta má svo aðeins því bæta sem við höfum margsinnis ályktað um, en það er að heildarendurskoðun fari fram á líf- eyriskafla almannatrygginga, oft var þörf en nú er knýjandi nauðsyn. Máske blábleika ríkisstjórnin nýja bretti nú upp ermar og láti verða af þeirri bráðbrýnu nauðsyn að ein- falda kerfið og gjöra það um leið skilvirkara og þá sem vonandi afleið- ingu af þessu öllu skiljanlegra þeim sem njóta eiga. Frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur Helgi Seljan skrifar um kjör eldri borgara »Máske blábleika rík-isstjórnin nýja bretti nú upp ermar og láti verða af þeirri bráð- brýnu nauðsyn að ein- falda kerfið … Helgi Seljan Höfundur er varaform. FEB í Reykjavík. Í NÝAFSTAÐINNI kosninga- baráttu lofuðu bæði Framsókn- arflokkur og Samfylking því að 30% námslána breytist í námsstyrk, þ.e. gjöf frá ríkinu til námsmanna við út- skrift. Nú þegar fréttir berast af stjórn- armyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er eðli- legt að þetta kosninga- loforð Samfylking- arinnar fái umfjöllun. Nýlega kom fram í tilkynningu frá Lána- sjóði íslenskra náms- manna að áætlað er að tæplega 11 þúsund manns fái 11 milljarða í námslán á næsta ári, það gerir um eina milljón á hvern náms- mann sem tekur náms- lán. Við útskrift eftir þriggja ára há- skólanám má þá reikna með að hver náms- maður sé með u.þ.b. þrjár milljónir í náms- lán og fengi því hver og einn um eina milljón í útskriftargjöf frá skattgreiðendum. Ef miðað er við að um þrjú þús- und námsmenn ljúki háskólanámi á hverju ári þá gerir þetta um þrjá milljarða sem útskriftarnemar fengju í gjöf frá skattborgurum Ís- lands. Ef við setjum þetta í samhengi þá þyrfti tíundi hver Íslendingur, eða um 30 þúsund Íslendingar, að borga 100 þúsund krónur á hverju ári til þess að standa undir þessari gjöf skattgreiðenda til há- skólanema. Hver er svo tilgangurinn með þessari aðgerð að breyta 30% náms- lána í námsstyrk – hvert er vanda- málið? Nemendum á háskólastigi fjölgaði um átta þúsund á tíu ára tímabili frá 1995 til 2005* og því benda tölurnar ekki til þess að ungt fólk veigri sér við að fara í háskóla vegna kostnaðar. Ef við gefum okkur að ekki séu til enda- lausir peningar á Ís- landi og því þurfi að forgangsraða verk- efnum, hvort vill fólk þá heldur verja þrem- ur milljörðum á ári til nýútskrifaðra háskóla- manna eða t.d. öryrkja, einstæðra foreldra eða ellilífeyrisþega? Eins væri mögulegt að lækka skatta í landinu eða hækka persónu- afsláttinn sem þessu nemur. Hvenær varð há- skólamenntað fólk að þjóðfélagshópi sem þarfnast gjafa frá rík- inu? Er eðlilegt að þeir sem útskrifast með há- skólapróf og í flestum tilvikum fá starf með tekjum yfir meðallagi fái gefins eina milljón króna fyrir það eitt að ná að klára námið sitt? Ég vil hvetja forystumenn Sjálf- stæðisflokksins að hafa hag allra skattborgara í huga þegar kemur að samningu stjórnarsáttmála við Sam- fylkinguna og hafna þessari tillögu um breytingu 30% námslána í náms- styrk. * Svar menntamálaráðherra við fyrirspurn Sæunnar Stefánsdóttur um fjölda há- skólanema á árunum 1995–2006, sjá http:// www.althingi.is/altext/133/s/0932.html. Milljón í út- skriftargjöf Þórarinn Örn Andrésson skrifar um námslán og kosningaloforð Þórarinn Örn Andrésson »Hver er svotilgangurinn með þessari að- gerð að breyta 30% námslána í námsstyrk – hvert er vanda- málið? Höfundur er tölvunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.