Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ STUNDUM fær maður þá tilfinn- ingu við að láta disk í spilara að eitthvað gerist innra með manni og maður hreinlega ferðist yfir í annan heim. Ytri heimurinn, þessi sem maður fæðist inn í, vaknar í, mætir í vinnu/skóla í og borðar kvöldmat í, hættir að vera til og heimur tón- listarinnar sem maður er að hlusta á tekur yfir. Svoleiðis diskar eru yfirleitt mjög krefjandi og stundum getur maður bara hlustað á þá þeg- ar maður er í ákveðnu skapi. Mér finnst einmitt að Soul Cremation með hljómsveitinni Severed Crotch sé svoleiðis diskur. Við ákveðnar aðstæður er þetta fullkomið und- irspil við lífið en við aðrar aðstæður er nær ómögulegt að hafa tónlistina í eyrunum. Tónlistin er mjög ómstríð og gengur út á að byggja upp lög með furðulegum fléttum af gítar- og bassalínum, sem vefja sig upp eins og vafningsviður og þjóta svo allt í einu í einhverja ákveðna átt, jafnvel utan um hálsinn á sak- lausum gangandi vegfaranda, og kyrkja hann. Söngvarinn rymur, æpir, öskrar, hrópar og kallar eftir því sem best á við á hverri stundu og það býr til skemmtilega fjöl- breytni í áferð tónlistarinnar. Disk- urinn hljómar framúrskarandi og er mjög þéttur en stundum er harður hljómurinn svo ögrandi fyr- ir eyrun að hlustandi veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta, brjóta húsgögn eða hausinn á sjálf- um sér. Tónlistin er engu að síður vel til þess fallin að dvelja í henni fyrir þann sem hefur þörf fyrir alvöru uppbrot frá raunveruleikanum, og það er mjög líklegt að við end- urtekna hlustun hljóti hlustandinn nokkra útrás. Það er til dæmis mjög gott að hlusta á þennan disk þegar leiðinlegar auglýsingar í sjónvarpinu pirra mann mjög mikið eða maður þarf á pásu að halda frá stjórnmálamönnum sem svara aldr- ei spurningum og beita endalausum rökbrellum í löngum og innihalds- litlum viðtölum. Hvers kyns líkams- rækt verður einnig ögn betri með slíkri tónlist og gefur henni aukið vægi og kraft. Á móti kemur að ekki er ráðlegt að stunda nokkuð það sem krefst fínhreyfinga eða mikillar einbeit- ingar á meðan maður hlustar á Severed Crotch. Skurðlækningar eru þá „átómatískt“ úr sögunni, en heldur er ekki ráðlegt að klippa á sér neglurnar, setja í sig linsur, stunda hannyrðir hvers konar eða umpotta blómum á meðan verið er að hlýða á diskinn. Hann er hins vegar mátulega langur; fimm lög sem taka um tuttugu mínútur í flutningi, en ég er ekki viss um að það sé hollt að fá stærri skammt af Severed Crotch fyrir óþjálfuð eyru. Ég tel að hérna sé kominn besti sjálfshjálpardiskurinn sem er á markaðnum og piltarnir í Severed Crotch geti unað mjög sáttir við sína fyrstu útgáfu. Hvorki fyrir skurð- lækna né viðkvæma Ragnheiður Eiríksdóttir TÓNLIST Severed Crotch – Soul Cremation Morgunblaðið/Brynjar Gauti Severed Crotch „Tónlistin er mjög ómstríð og gengur út á að byggja upp lög með furðulegum fléttum af gítar- og bassalínum,“ segir m.a. í dómi.  ÓGN og skelfing eru ágeng og óumflýjanleg í Ragnarökum, ónotalegri stuttmynd, sem eins og nafnið bendir til, fjallar um síðustu augnablik í lífi ungrar konu þegar mannkynið er í útrýmingarhættu fyrir bráðdrepandi djöflaveiru. Ragnarök er eftir ungan, og ekki verður betur séð annað en efnilegan mann, sem þrátt fyrir aldurinn kann orðið margt fyrir sér. Hann er fundvís á illkvittinn sjónarhorn og tónlistin end- urspeglar bölsýnina og hryllinginn sem virðist Elvari Erni hugstæður. Honum tekst að vekja spennu- blandinn ótta við hið óþekkta á fimm mínútum, sem hlýtur að telj- ast viðunandi árangur. Með dauðann á hælunum Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDIR Reykjavík Shorts & Docs Leikstjórn og handrit: Elvar Örn Kjart- ansson. Með Anelisu Garfunkel, Andres Llorente. 5 mín. Ísland. 2006. Ragnarök  ÚTGÁFUTÓNLEIKAR kvartetts saxófónleikaranna Sigurðar Flosa- sonar og Jóels Pálssonar voru frábær skemmtun og spilamennskan glæsi- leg. Einar Scheving og Valdimar Kol- beinn Sigurjónsson voru þéttir í hryninum og Valdi Kolli hefur sjald- an spilað betur og sýndi að hann er einn fremsti bassaleikari sem við höf- um eignast; fallegur tónn, næmt rytmaskyn og hugmyndarík sóló. Þeir félagar voru flottir í lagi Sig- urðar, „Allir í röð“, sem var mun kröftugra á DOMO en þegar kvart- ettinn kom fyrst fram undir nafninu Austurlandahraðlestin á Jazzhátíð Reykjavíkur 1. október sl. Það sama má segja um lög eins og „Undir kvöldhimni“ Sigurðar og „Bakþanka“ Jóels; spilamennskan var mun mark- vissari nú og samleikur saxafónleik- aranna, Sigurðar á altó og Jóels á tenór, stundum í ætt við Konitz/ Mars-tvíeykið í samspuna og röddun. Geisladiskurinn sem verið var að fagna, Shanghai China, var tekinn þar upp í október í fyrra og er fyrsti diskur með íslenskum listamönnum sem er frumútgefinn í Kína. Þar kom hann út í febrúar sl. Þar má finna verk eftir Sigurð og Jóel auk tveggja kínverskra þjóðlaga, „Ég elska þig rós“ og „Jasmínblómstrið“. Þetta er fantafínn diskur og spannar allt lit- rófið; undurfagrar ballöður eins og „Stjörnur“ Sigurðar, ekta bíbopp, lat- ínsveifla og frjálsari tónsmíðar eins og „Stiklur“ Jóels, en fyrst og fremst er það spilamennskan sem heillar. Hún gerist varla betri á Norð- urlöndum nú um stundir. Sjanghæ- djass Tvíeyki „Samleikur saxafónleikaranna, Sigurðar á altó og Jóels á tenór, stundum í ætt við Konitz/Mars tvíeykið í samspuna og röddun“. Vernharður Linnet TÓNLIST DOMO Miðvikudaginn 23. maí 2007. Kvartett Sigurðar Flosasonar og Jóels Pálssonar  1/6 UPPSELT, 2/6 UPPSELT, 7/6 UPPSELT. SÍÐUSTU SÝNINGAR! Sýningar hefjast kl. 20.00 Ósóttar pantanir seldar daglega. ATVINNULEIKHÚS Í BORGARNESI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson fö. 1/6 uppselt, lau. 2/6 uppselt, lau 9/6. kl. 15 uppselt, lau 9/6 kl. 20 örfá sæti, fö 15/6 kl. 20, mi 20/6 kl 20, fö 29/6 kl. 20 MÝRAMAÐURINN - höf. og leikari Gísli Einarsson fi. 7/6, fö 8/6 örfá sæti, fi 14/6 - síðasta sýning Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is Pabbinn – aukasýningar vegna mikillar aðsóknar Fös. 08/06 kl. 19 Aukasýn, í sölu núna Lau. 09/06 kl. 19 Aukasýn, í sölu núna Nýtt fjölbreytt og skemmtilegt leikár verður kynnt í ágúst. Þá hefst sala áskriftarkorta. Vertu með! www.leikfelag.is 4 600 200 DAGUR VONAR Lau 2/6 kl. 20 Fös 8/6 kl. 20 Ekki er hleypt inní salinn eftir að sýning er hafin Síðustu sýningar í vor LÍK Í ÓSKILUM Þri 5/6 kl. 20 FORS. Fim 7/6 kl. 20 FORS. Fös 8/6 kl. 20 FORS. Lau 9/6 kl. 20 FORS. Miðaverð 1.500 DANSLEIKHÚSSAMKEPPNIN 25 TÍMAR Fim 7/6 FORS. Miðaverð 1.500 Fös 8/6 kl. 20 „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR LADDI 6-TUGUR Í kvöld kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 20 UPPS. Lau 2/6 kl. 22:30 UPPS. Sun 3/6 kl. 14 UPPS. Sun 3/6 kl. 20 UPPS. Mán 4/6 kl. 20 UPPS. Mið 20/6 kl. 20 UPPS. Fim 21/6 kl. 20 UPPS. Fös 22/6 kl. 20 Lau 23/6 kl. 20 SÖNGLEIKURINN ÁST Í samstarfi við Vesturport Í kvöld kl. 20 UPPS. Sun 3/6 kl. 20 UPPS. Fim 7/6 kl. 20 UPPS. Lau 9/6 kl. 20 Fös 15/6 kl. 20 Síðustu sýningar í vor BELGÍSKA KONGÓ Mið 6/6 kl. 20 UPPS. Sun 10/6 kl. 20 UPPS. Mið 13/6 kl. 20 AUKAS. Fim 14/6 kl. 20 Aðeins þessar sýningar Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír Skráning og upplýsingar á www.sinfonia.is LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL. 14.00 - ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 2. JÚNÍ KL. 17.00 - LAUS SÆTI Einsöngvarar ::: Selma Björnsdóttir, Andrea Gylfadóttir, Valgerður Guðnadóttir og Jón Jósep Snæbjörnsson Sögumaður ::: Örn Árnason Hljómsveitarstjóri ::: Bernharður Wilkinson Handrit ::: Kristlaug María Sigurðardóttir Tónlist ::: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson GERÐUBERG www.gerduberg.is Ég bið að heilsa Sýning á bútasaumsverkum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar Erró - Kvenfólk Sýning á grafíkverkum í eigu Listasafns Reykjavíkur Af hjartans list! Alþýðulistamaðurinn Ágúst Jónsson sýnir málverk í Boganum Heitt og kalt Ferðatöskusýning Evrópu- samtaka bútasaumsfélaga. Sýnd eru 17 teppi frá jafnmörgum löndum Vissir þú af... góðri aðstöðu fyrir ráðstefnur veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is Athugið nýjan opnunartíma! Sýningar eru opnar virka daga kl.11-17 Lokað um helgar í júní
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.