Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 25 LANDIÐ Árleg MA-hátíð verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 16. júní Miðapantanir á Netinu til 13. júní - www.bautinn.muna.is - en tekið verður við greiðslu og miðar afhentir í Höllinni 15. og 16. júní kl. 13.00-17.00. Verð á hátíðina er 7.500 kr. nema fyrir eins árs stúdenta, þeir greiða 4.500 kr. Húsið verður opnað kl. 18.00. Fordrykkur frá 18:00-18:45 Hljómsveitin Í svörtum fötum leikur fyrir dansi. Miðar á dansleik verða seldir við innganginn, verð kr. 2.500. Afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Samkvæmisklæðnaður. 25 ára júbílantar MA - stúdentar 1982 - www.ma1982.blog.is FJÖLMENNUM Á MA-HÁTÍÐ Ljósmynd/Pálmi Guðmundsson Ljósmyndun Ljósmyndarar geta víða fundið gott myndefni. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÉG hef fengið nokkuð margar fyrirspurnir utan af landi, ekki síst frá Austurlandi. Ég ákvað að halda námskeið þar og síðan að taka hring um landið í kjölfarið,“ segir Pálmi Guðmundsson hjá ljosmyndari.is sem heldur ljósmyndanámskeið næstu daga á Egilsstöðum og Reyð- arfirði og í kjölfarið á sex stöðum á norðan- og vestanverðu landinu. Pálmi segir að fólk af þessum stöðum hafi fylgst með síðunni sinni en ekki átt kost á því að komast á námskeið til hans en ljosmyndari.is heldur námskeið allt árið í Mosfells- bæ. „Ég hef áður verið beðinn um að halda námskeið á vegum símennt- unarmiðstöðva á Vesturlandi og Vestfjörðum og á vegum starfs- mannafélaga og þau hafa gengið vel. Það er því spennandi dæmi að fara í þessa ferð,“ segir Pálmi. Hann verð- ur á ferðinni í tæpan mánuð og hyggst einnig nota tímann til að skoða sig um og taka myndir á stöð- unum. Vilja byrja aftur Námskeiðin eru ætluð þeim sem eru að stíga fyrstu skrefin í ljós- myndun og einnig fyrir þá sem hafa tekið myndir en vilja öðlast meiri þekkingu, og skiptir ekki máli hvort þátttakendur eru með dýrar eða ódýrar myndavélar. Pálmi fer yfir helstu atriði stillinga stafrænna myndavéla og gefur þátttakendum ráð í viðleitni þeirra til að taka góðar myndir við mismunandi aðstæður. Einnig fer hann yfir tölvumálin, hvernig hægt sé að koma skipulagi á myndasafnið og geyma á öruggan hátt. Mikil aukning hefur verið í ljós- myndun á undanförnum árum með tilkomu stafrænu tækninnar. Pálmi segir að þátttakendur í námskeiðum hans skiptist gjarnan í tvo hópa, annars vegar þeir sem aðallega taka myndir af börnunum og í ferðalög- um og hins vegar þeir sem áður höfðu haft áhuga á ljósmyndun og vildu komast aftur af stað. „Ljósmyndun er skemmtilegt áhugamál og nú kostar það lítið að taka myndir. Það kemur fólk á öllum aldri á námskeið hjá mér, meðal annars fólk sem komið er um sjötugt og vill komast aftur af stað í ljós- myndun og vera sjálfbjarga með allt ferlið,“ segir Pálmi. Fer hringinn með ljósmyndanámskeið Í HNOTSKURN »Ljosmyndari.is heldurnámskeið í júnímánuði á Egilsstöðum, Reyðarfirði, Húsavík, Akureyri, Sauðár- króki, í Borgarnesi, Stykkis- hólmi og á Ísafirði. »Hvert námskeið tekur tvodaga og stendur í alls 8 klukkustundir. Eftir Björn Björnsson Hólar | „Samfélagið og atvinnulífið þyrstir í þekkingu ykkar,“ sagði Skúli Skúlason, rektor Háskólans á Hólum, í ræðu sinni við brautskrán- ingu fyrstu nemenda skólans eftir að ný lög um Háskólann á Hólum voru samþykkt, og benti á að „aldrei hefur verið meiri þörf fyrir aukna þekk- ingu í ferðaþjónustu hérlendis, at- vinnugrein sem er í örum vexti“. „Í dag er hátíðisdagur á Hólum þegar við brautskráum glæsilegan hóp nemenda. Nemendur sem prýða samfélag Hólaskóla, Háskólans á Hólum og skólinn er stoltur af. Núna fær samfélagið í heild að njóta þeirr- ar þekkingar sem þið, nemendur góðir, hafið öðlast hér og ég veit að það verður enginn fyrir vonbrigðum með ykkar framlag.“ Ný lærdómsöld Síðar í ræðunni fjallaði rektor um hlutverk skóla og þá ekki hvað síst háskóla, sem væri að vernda og efla menningu hvers samfélags og ef litið væri til baka hefði einmitt þetta hlut- verk einkennt skólastarf að Hólum um aldir. Hólaskóli, sagði rektor, hefði tekið þátt í framförum og breytingum hvers tíma, mótað, bætt og eflt hið íslenska samfélag, og í þeirri sögu hefðu oft orðið stór tíma- mót. Ein slík væru nú. Í þeirri stöðu væri gott að hafa söguna nálæga, og „klæðnaður minn í dag er eitt merki þessa. Það tíðkast í háskólum að stjórnendur klæðast viðhafnarkápum. Í dag er vígð rekt- orshempa, sem vísar til sextándu aldarinnar þegar Guðbrandur Þor- láksson og Arngrímur lærði voru hér við stjórnvölinn. Einnig er söngur kórsins í anda þess tíma. Þá voru miklir uppgangstímar á Hólum og tímabilið í Íslandssögunni nefnt lær- dómsöldin. Við skulum vona og trúa að þau tímamót sem nú eru mörkuð verði Hólaskóla og jafnframt menn- ingu þjóðarinnar ekki síður farsæl en sá tími er þarna er minnst. Við lif- um á nýrri lærdómsöld“. Um framtíðarsýn skólans sagði rektor: „Allar deildir gera ráð fyrir eflingu bæði grunnnáms á háskóla- stigi sem og meistaranáms. Þessar áætlanir eru nú þegar að birtast okk- ur. Hrossaræktardeild er í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands bú- in að koma á fót námi til sameig- inlegs BS-prófs í hestafræðum, sem hefjast mun í haust. Háskólaráð samþykkti nýverið MS-nám við fisk- eldis- og fiskalíffræðideild og nú er á lokastigi samningur deildarinnar við Háskóla Íslands um nám til sameig- inlegs BS-prófs í sjávar- og vatna- líffræði.“ Alls voru útskrifaðir sextíu og fimm nemendur frá ýmsum náms- brautum, flestir úr hrossaræktar- deild eða tuttugu og sex hestfræð- ingar, fimmtán tamningamenn og fjórtán reiðkennarar. Frá Ferða- máladeild útskrifuðust níu með BA- gráðu í ferðamálafræðum og einn með diplómapróf í ferðamálafræði. Að lokinni ræðu rektors fór fram brautskráning og afhending verð- launa fyrir góðan námsárangur. Meðal gesta sem ávörpuðu samkom- una var fulltrúi tuttugu og fimm ára útskriftarnemenda frá Bændaskól- anum á Hólum, Ívar Ólafsson, en hann færði skólanum að gjöf forláta hestastein, stuðlabergsdrang með áletraðri vísu eftir einn úr hópnum Bjarna Stefán Konráðsson. Verður þessari voldugu gjöf fundinn viðeig- andi staður við skólann. Meistaranám í ferðafræðum Þá var komið að undirskrift samn- ings milli Háskólans á Hólum og há- skólans í Guelph í Kanada, um meist- aranám í ferðamálafræðum, og voru það Isobel Heathcote, yfirmaður meistara- og doktorsnáms við Gu- elph, og Skúli Skúlason rektor sem undirrituðu samkomulagið, en það felur í sér nemendaskipti og sam- vinnu á hinum ýmsu sviðum varð- andi þetta nám. Að lokinni undir- skrift flutti Isobel Heathcote ávarp og lýsti ánægju sinni með þá sam- vinnu sem nú væri formlega staðfest, en hefur þó staðið um nokkur ár báð- um aðilum til gagns og ánægju, og einnig flutti ávarp Rich Moccia, að- stoðarrektor háskólans í Guelph. Morgunblaðið/Björn Björnsson Rektorskápa Klæðnaður Skúla Skúlasonar rektors við útskrift nemenda vísar til sögu Hólastaðar, Guðbrands Þorlákssonar og Arngríms lærða. „Samfélagið og atvinnulífið þyrstir í þekkingu ykkar“ Hellissandur | Vígður verður minn- ingarsteinn í Ingjaldshólskirkju- garði um þá sem fórust með ára- skipinu Frosta í Keflavíkurlend- ingu undir Jökli 9. febrúar 1909. Athöfnin fer fram á sjómannadag- inn, næstkomandi sunnudag, kl. 11. Níu menn fórust með skipinu. Lík átta fundust og hvíla þeir í sömu gröf í Ingjaldshólskirkjugarði. Þeir sem fórust með Frosta voru Loftur Bergmann Loftsson formaður, Kristján Jónsson, Guðmundur Pét- ur Hákonarson, Dagóbert Pétur Hansson, Sigurður Magnússon, Kristján Sigurður Guðmundsson, Þorkell Guðbrandsson, Hjörtur Annel Magnússon og Guðjón Nikulásson. Þeir voru úr Keflavík nema Kristján Jónsson frá Vörðu- felli, Hjörtur úr Beruvík og Guðjón úr Reykjavík. Minningarsteinn vígður Djúpivogur | Leikið er á Hammondorgel Karls heitins Sighvatssonar, „Drottninguna“, á Djúpavogi um helgina en þar er haldin bæjarhátíð sem tileinkuð er þessu skemmtilega hljóðfæri. Að þessu sinni er einnig heiðruð minning Karls Sighvatssonar tónlistarmanns. „Það eru einhverjar hátíðir í öllum plássum. Við sett- umst niður nokkur hér til að ræða um hvað við gætum gert og þá datt mér í hug að heiðra Hammond,“ segir Svavar Sigurðsson, skólastjóri tónlistarskólans og org- anisti á Djúpavogi sem sjálfur leikur á Hammond-orgel í hljómsveit. Svavar tekur raunar fram að orgelið hans sé japanskur Hammond, smíðað eftir að framleiðslan færð- ist þangað austur. Hann telur að Hammond-hátíðin á Djúpavogi sé sú eina sinnar tegundar í heiminum. Fyrsta Hammond-hátíðin var haldin á síðasta ári og tókst vel, að sögn Svavars. Eins og á öðrum bæjarhátíð- um er tilgangurinn að gefa þorpsbúum og gestum kost á að koma saman til að gera sér glaðan dag og að auki að heiðra Hammond, úrsmiðinn sem fann upp hljóðfærið. „Það hljómar skemmtilega og hefur verið notað í flestum greinum tónlistar,“ segir Svavar. Hammond-hátíðin á Djúpavogi hófst í gærkvöldi og þá var Djúpavogsdagur. Í kvöld verður Austfjarðablús á Hótel Framtíð með þátttöku blúsmanna af Austurlandi. Hápunktur hátíðarinnar er á morgun, laugardag. Þá verða tónleikar að deginum og um kvöldið sest Jakob Frímann Magnússon við orgelið og leikur með hópi þekktra tónlistarmanna sem Svavar nefnir Landsliðið. Á sunnudag verður leikið á Hammond við sjómannamessu í Djúpavogskirkju og lýkur hátíðinni með því. „Drottningin“ á Djúpavogi Morgunblaðið/Andrés Skúlason Hammond Svavar Sigurðsson og Davíð Þór Jónsson léku saman í Djúpavogskirkju á síðasta ári. AUSTURLAND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.