Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 54
Ekki fóru allar tillögur inn, til að mynda fannst mönnum ótækt að hafa Hitler og Jesú á mynd- inni … 60 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is ÞEIR sem hafa lesið sjónvarps- dagskrána á blaðsíðu 62 í Morg- unblaðinu í dag hafa ef til vill tekið eftir því að útsendingum Skjás sports hefur verið hætt. „Ég hef lok- ið störfum og eins og menn þekkja erum við búin að missa réttinn á enska boltanum. Grundvöllurinn fyrir að halda áfram með áskrift- arsjónvarp er því brostinn,“ segir Snorri Már Skúlason, fráfarandi sjónvarpsstjóri Skjás sports. „Það er hins vegar óráðið hvort einhverju lífi verði blásið í þessa stöð með haustinu. En eftir því sem ég best veit yrði þá ekki um áskriftarstöð að ræða, heldur frístöð með íþróttaefni. Þetta er möguleiki sem hefur verið ræddur en engin ákvörðun hefur verið tekin,“ segir Snorri. Skjár sport hefur sýnt leiki úr enska boltanum undanfarin ár, auk leikja úr ítölsku knattspyrnunni. Sýn hefur nú tryggt sér réttinn að enska boltanum og að sögn Snorra verður ekki haldið áfram með ítalska boltann. „Ég er að fara í smáverkefni úti í heimi fyrir utanríkisráðuneytið,“ segir Snorri þegar hann er spurður hvað taki við hjá honum. Hann vill lítið meira um málið segja, en segir þó að verkefnið tengist ekki fótbolta. Snorri útilokar þó ekki endurkomu í sportið. „Þessi bransi togar alltaf í,“ segir hann að lokum. Útsendingum lokið í bili Morgunblaðið/Árni Torfason Hættur og farinn „Ég er að fara í smá verkefni úti í heimi fyrir utanríkis- ráðuneytið,“ segir Snorri Már sem sést hér í myndveri Skjás sports.  Draumaverk- efni framleiðand- ans Jims Stark er að hans sögn að framleiða mynd sem þrír leik- stjórar skipta á milli sín. Og ekki bara einhverjir leikstjórar. Efst á óskalistanum eru Aki Kaurismäki, norski leikstjórinn Bent Hammer og okkar eigin Dagur Kári. Frá þessu greinir Stark, sem meðal annars framleiddi Cold Fe- ver Friðriks Þórs, í viðtali við finnska tímaritið Helsingin Sano- mat. Stark sér að eigin sögn fyrir sér að hver leikstjóranna þriggja leik- stýri hálftíma bút sem saman myndi heila kvikmynd. Dagur Kári og Aki Kaur- ismäki saman í mynd  Ef marka má orð Steingríms Sævarrs Ólafs- sonar á blogg- síðu sinni stend- ur nú til að gera íslenska útgáfu af fyrirsætuleit- inni America’s Next Top Model. Mun SkjárEinn hafa tryggt sér réttinn til að framleiða þætti byggða á hinni bandarísku fyr- irmynd. „Þetta mun vera samstarfsverk- efni SkjásEins, Casting og Eskimo models. Þátturinn mun að öllum lík- indum heita Made in Iceland og byggist á ANTM-þáttunum en er ekki beint íslenska útgáfan,“ segir meðal annars á heimasíðu Stein- gríms. Þá er bara spurningin hver er Tyra Banks Íslands? Þegar stórt er spurt… Hver er hin íslenska Tyra Banks?  Fyrsta plata X-Factor-stjörn- unnar Jógvans kemur út í þarnæstu viku aðdáendum hans, nær og fjær, til mikillar ánægju. Upptökum stjórnaði Vignir Snær Vigfússon en hljóðblöndum var í höndum Þor- valds Bjarna Þorvaldssonar og verður platan að mestum hluta byggð á þeim lögum sem hann söng í keppninni. Nokkur laganna eru þó eftir Jógvan sjálfan. Styttist í fyrstu plötu Jógvans Hansonar Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „SVEITIN var stofnuð í maí í fyrra þannig að hún er eins árs,“ segir Bjarki Sigurðsson, forsprakki hljómsveitarinnar B. Sig sem sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening. Bjarki segir að drög að hljómsveitinni hafi hins vegar verið lögð í New York fyrir fjórum árum. „Drengirnir voru í Jagúar og ég var eitthvað að handboltast þannig að það var enginn tími. En svo var þetta neglt þegar ég var að fara í nám til Liverpool og þá fékk ég svolítið samviskubit yfir að vera að fara út því þá þurfti ég að bíða í ár eft- ir að koma heim og gera plötu með strákunum,“ segir Bjarki, en með honum í sveitinni eru bræð- urnir Daði og Börkur Hrafn Birgissynir, oft kenndir við Jagúar, auk þeirra Inga Björns Inga- sonar og Kristins Snæs Agnarssonar. Það vekur því athygli að sveitin er nefnd í höfuðið á Bjarka, þótt um fimm manna sveit sé að ræða. „Við sett- umst niður og ég vildi fá það á hreint á hvaða for- sendum þetta væri, hvort þetta væri heil hljóm- sveit eða ég og hljómsveit, eða bara ég. Mér finnst þetta vera hljómsveit og ég hefði viljað finna eitthvert nafn eins og B. Sig og eitthvað. En þetta er hljómsveit og það eru allir í þessu af áhuga og gleði,“ segir Bjarki og bætir við að sveitin spili melódískt rokk og popp, oft blús- skotið. „Þetta eru lög þar sem hljóðfæraleik- ararnir fá að njóta sín, tónleikarnir eru til dæmis mjög opnir og þar fá þeir að njóta sín. Ég er mjög ánægður með að hafa af-djassað tvo í sveitinni,“ segir hann í léttum dúr, en þar á hann við þá Börk og Daða sem sögðu skilið við Jagúar til að ganga til liðs við nýju sveitina. Enn að leika sér Bjarki lærði hljóðvinnslu og upptökustjórnun í Liverpool og hann segir að námið hafi á vissan hátt hjálpað sér þegar platan var tekin upp. „Ég lærði mjög margt í Liverpool sem ég notaði ekki á plötunni. Það sem þeir kenna þarna úti er svo- lítið stíliserað og hreinsað, og ég ákvað að fara ekki þá leið,“ segir Bjarki, sem samdi flest lögin á kassagítarinn heima í eldhúsi. „Ég hef verið að taka upp við tölvuna í einhver sjö til átta ár. Ég byrjaði reyndar með lítið upptökutæki fyrir tólf árum, en svo fékk ég loksins tölvu árið 2000 og þá fór ég að gera þetta af einhverri alvöru,“ segir hann, og bætir við að elstu lögin á plötunni séu fimm til sex ára gömul. Good Morning Mr. Evening hefur gengið nokk- uð vel á Tónlistanum og er nú í tólfta sætinu yfir vinsælustu plötur landsins. „Þetta er búið að ganga vel, því við erum t.d. ekki með neinar aug- lýsingar,“ segir Bjarki. „Þetta er svona hin hliðin á því sem hægt er að gera því við gerum þetta allt sjálfir með aðstoð góðra manna sem eru nánir okkur. Við erum ekki með stórt fyrirtæki á bak við okkur, þó það sé með stórt hjarta,“ segir Bjarki og bætir við að framtíð sveitarinnar sé nokkuð óráðin. „Okkur langar að spila og njóta þess að vera saman. Auðvitað væri gaman að geta lifað á þessu, en það verður bara að koma í ljós. Það er langur vegur og mikil vinna og við erum ekki einu sinni byrjaðir að æfa okkur fyrir þá vinnu, við erum bara að leika okkur enn sem komið er.“ Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær útgáfu- tónleikar fara fram en áhugasömum er bent á að fylgjast með á heimasíðu sveitarinnar. Morgunblaðið/Ásdís Bjarki og Börkur „Ég er mjög ánægður með að hafa af-djassað tvo í sveitinni,“ segir Bjarki, en þar á hann við þá bræður Börk Hrafn og Daða Birgissyni. Rokk og blús í bland B. Sig sendi nýverið frá sér sína fyrstu plötu, Good Morning Mr. Evening www.bsigmusic.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.