Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 47 þreifa á og miðla síðan. Þessa braut fann hann þar sem hann fann sig sterkan – með Helgu Pálínu. Elsku Helga mín, nú þarft þú að vera sterk. Mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til þín, elsku vinkona sem og til Ragnhildar, Jóns Ásgeirs og Guðmundar Karls og móður þeirra sem þarf að hugga drengina sína, líka til Sollu, Dísu og Geirfinns. Guð blessi ykkur öllu. Fámáll svanur er horfinn til fjarlægra heiða. Jórunn Sigurðardóttir. Ég kynntist Jóni Gauta Jónssyni fyrst þegar við settumst á bekki Menntaskólans á Akureyri haustið 1967. Þar urðum við snemma mál- kunnugir enda höfðu feður okkar verið vinir og skólabræður. Það vakti athygli mína hve Gauti var hress og kátur en jafnan lítillát- ur. Á sinn hæverska hátt tókst hon- um að gera góðlátlegt grín að þeim sem litu stórt á sig án þess að særa nokkurn mann. Ég tók einnig eftir því að Gauti var ágætur knatt- spyrnumaður, fljótur að átta sig og var furðu oft á réttum stað á réttum tíma. Þessi eiginleiki kom að góðu gagni í skólamóti í blaki þegar hann lék með lágvöxnu drengjaliði úr þriðja bekk sem spilaði til úrslita við lið „tveggja metra karla“ úr sjötta bekk. Tilþrifin og baráttan í leiknum er minnisstæð flestum sem á horfðu þó ofureflið hefði sigur að lokum. Þrátt fyrir tapið var blak alla tíð í miklu uppáhaldi hjá Gauta og hann stundaði þá íþrótt sér til mikillar ánægju allt þar til heilsan brást hon- um. Eftir stúdentsprófið skildi leiðir eins og gengur. Gauti hóf nám í Há- skóla Íslands í landafræði og sögu og þá sá ég nýja hlið á honum sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr. Hann var einlægur áhugamaður um náttúru Íslands og sögu. Mörgum árum síðar tókst með okkur ágæt vinátta og þá kynntist ég fræðimanninum Jóni Gauta. Á þeim tíma var Gauti kennari við Mennta- skólann við Sund og vann auk þess að gerð útvarpsþátta og skrifaði greinar um hugðarefni sín, náttúru landsins og sögu. Þegar til stóð að taka upp nýja námskrá í framhalds- skólum landsins árið 1999 kom það í okkar hlut að semja námsefni í jarð- fræðihluta náttúruvísinda eins og það var kallað. Við hófum þá um haustið samvinnu og ég fann fljótt að Gauti var einstakur að vinna með. Hann var framúrskarandi nákvæm- ur og bjó yfir mikilli kunnáttu en missti þó aldrei sjónar á því mark- miði að nýta til fulls þekkingu okkar beggja og reynslu sem að mörgu leyti var ólík. Mismunandi hugmynd- ir okkar runnu á einhvern hátt átakalaust saman í eina heild, ekki síst vegna þess hve auðvelt var að átta sig á skýrum rökum Gauta sem hann setti fram á sinn hógværa hátt. Við vorum vanir að skiptast á hug- myndum í tölvupósti og hittast síðan yfir kaffibollum til þess að bræða þær saman eins og við kölluðum það. Kaffifundir okkar héldust um fimm ára bil og afraksturinn varð ómæld ánægja og þrjár bækur. Nú, síðasta árið hans Gauta, hef ég búið erlendis þannig að kaffifundirnir hafa því miður legið niðri en hug- myndirnar hafa haldið áfram að ber- ast í tölvuna mína eins og ekkert hafi í skorist. Hann lét að því liggja að samstarf okkar héldi áfram þegar ég kæmi til baka löngu eftir að hann vissi að hverju stefndi. Hann var of starfsamur til þess að gefast upp þó sjúkdómurinn herjaði á hann af stig- vaxandi hörku. Mér er ljóst að ég mun seint eign- ast samstarfsmann sem fyllir skarð Jóns Gauta en reynslan af samvinnu okkar mun fylgja mér áfram. Þessa reynslu ber mér að þakka og ég mun sakna góðs félaga. Meiri er þó missir Helgu Pálínu og fjölskyldunnar og vil ég nota tækifærið og votta þeim samúð mína. Jóhann Ísak Pétursson. Í fimm ár unnum við Jón Gauti ná- ið saman í lífsleiknikennslu við Menntaskólann við Sund og það kom í okkar hlut að móta þann áfanga við skólann. Það var mikið lán að eiga Jón Gauta að samstarfsfélaga þessi ár sem hann kenndi lífsleikni við skólann. Í byrjun höfðum við Aðal- námskrá framhaldsskólanna til að byggja á og var lítið sem ekkert námsefni til. Því fór í hönd mikil vinna við að safna saman og semja námsefni og móta greinina. Einnig tók Jón Gauti virkan þátt í undirbún- ingi að stofnun F-líf (Félags lífs- leiknikennara í framhaldsskólum). Jón Gauti hafði brennandi áhuga á vinnunni, var mikill skipuleggjandi og einstaklega vandvirkur í öllu sem hann gerði. Hann var fróður maður, vel að sér í tölvuheimi og fylgdist grannt með þróun mála í kennslu- háttum. En það er ekki nóg að vera fróður og flinkur þegar maður er kennari, maður verður líka að geta miðlað áfram til annarra. En það var sannarlega styrkleiki hjá Jóni Gauta, sem nemendur hans nutu góðs af og fékk ég sem samstarfskennari að njóta þeirra hæfileika hans í ríkum mæli, en það er ég afar þakklát fyrir. Jón Gauti lét sig líka varða skemmtanir kennara og átti hann margar frumlegar og skemmtilegar hugmyndir þar, svo sem eftirminni- lega listaverkasamkeppni sem við kennarar þreyttum eitt vorkvöld við Hreðavatn. Með þessum orðum kveð ég Jón Gauta og þakka honum einstakt samstarf. Með honum er genginn góður vinur og samstarfsmaður. Skólinn hefur misst mikið og verður erfitt að fylla hans skarð. Helgu Pál- ínu, sonum og öðrum aðstandendum bið ég huggunar og styrks í sorg sinni. Sjöfn Guðmundsdóttir, kennari við Menntaskólann við Sund. Vinur minn, Jón Gauti Jónsson, er dáinn. Kynni mín af honum hófust þegar ég kom til starfa við Mennta- skólann við Sund árið 2001. Jón Gauti kenndi jarðfræði, umhverfis- fræði og lífsleikni og það tók mig ekki langan tíma að átta mig á því að hann var að mörgu óvenjulegur mað- ur. Í mínum huga var Jón Gauti miklu meira en bara kennari. Reynd- ar var hann frábær kennari, en fyrst og fremst var hann mikill skólamað- ur og einstaklega góður maður. Jón Gauti var brautryðjandi. Ekki einungis í jarðfræðikennslu þar sem hann samdi kennslubækur og annað námsefni í félagi við Jóhann Ísak Pétursson, heldur einnig í lífsleikni þar sem hann, ásamt Sjöfn Guð- mundsdóttur, vann þrekvirki í að móta nýja námsgrein. Þá má ekki gleyma því að Jón Gauti á stærstan þátt í því að skipuleggja nám í um- hverfisfræðum við Menntaskólann við Sund. Forysta skólans á því sviði væri ekki sú sama ef hann hefði ekki dregið vagninn, samið námsefnið og mótað allt skipulag þessa náms. Jón Gauti kom eins fram við alla. Kurteis, hógvær, hlýr, áhugasamur, hvetjandi og fullur af eldmóði og frá- bærum hugmyndum sem hann vildi prófa og prófaði í kennslu. Jón Gauti var ótrúlega fjölhæfur maður. Hann var hafsjór fróðleiks og hafði víð- tæka þekkingu á náttúru landsins sem og sögu þess og menningu. Nemendur nutu þessarar þekkingar hans og einstaks hæfileika hans til að miðla efni á skipulegan, skýran og skemmtilegan hátt. Jón Gauti helg- aði sig starfinu og bar umhyggju og virðingu fyrir nemendum sínum. Síð- ustu dagana áður en kallið kom var hann með hugann við nemendur sína. Fárveikur vildi hann fylgjast með því hvernig þeim reiddi af. Um- hyggjan var slík. Jón Gauti var einstaklega vel rit- fær maður og lét sig ekki muna um, meðfram kennslunni, að skrifa af- bragðsgóðar kennslubækur sem eru notaðar í öllum framhaldsskólum landsins. Auk þess auðnaðist honum að ljúka við eina glæsilegustu Árbók Ferðafélags Íslands sem út hefur komið. Ber hún nafnið Mývatnssveit með kostum og kynjum og er frá árinu 2006. Við lestur þessarar bókar sést vel hve fróður Jón Gauti var. Hann fjallar um náttúruna, fólkið og menninguna í sinni heimasveit af slíkri leikni að ekki er hægt annað en dást að. Þessi frásagnarhæfileiki Jóns Gauta birtist víða, svo sem í út- varpsþáttum um náttúru landsins, sögu þess og menningu. Það sem Jón Gauti tók að sér gerði hann vel. Hann naut mikillar virð- ingar samstarfsmanna sinna sem og nemenda. Hann var afkastamaður í vinnu en samt var hann aldrei að flýta sér. Hann hafði alltaf tíma til að ræða málin og það var auðsótt að leita til hans og fá góð ráð ef á þurfti að halda. Við sem vorum svo lánsöm að fá að starfa með honum munum ætíð minnast hans sem frábærs sam- starfsmanns og góðs vinar. Ég færi Helgu Pálínu og fjöl- skyldu mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast Jóni Gauta. Hans er sárt saknað. Már Vilhjálmsson. Haustið 1974 hóf fjölbreyttur og góður hópur nemenda nám í landa- fræði við Háskóla Íslands. Þar var fremstur meðal jafningja Jón Gauti Jónsson, bráðgreindur og skemmti- legur námsmaður. Fljótlega urðum ágætir vinir og fylgdumst að í gegn- um námið og fram að þeim tíma er hann flutti norður. Eftir að hann kom aftur suður endurnýjuðum við kunningsskapinn og það leið ekki á löngu þar til ég fór að leita til hans við prófarkalestur og greinargerðarskrif í tengslum við skipulagsverkefni. Ekki var hægt að finna betri mann til þeirra verka þar sem Jón Gauti var einn af þeim sem með sanni má segja að hafi verið fjöl- fræðingur. Hann var jafnvígur á ís- lenska tungu, náttúru, sögu, atvinnu- og ferðamál, Hann var sífellt að safna að sér upplýsingum um nátt- úru og sögu landsins og áreynslu- laust tókst honum ætíð að koma með samantektir sem hæfðu efni og landshluta. Á tímum sérfræðinga er þetta orðinn fágætur eiginleiki og er hin vandaða Árbók Ferðafélagsins 2006, Mývatnssveit með kostum og kynjum, eftir Jón Gauta gott dæmi um það hvernig honum tókst best upp. Mývatnssveitin var honum mjög kær og lagði hann allt sem til þurfti í þessa síðustu bók sína. Öllum má ljóst vera að hér kveðjum við góðan samferðamann langt um aldur fram. Ég bið fyrir samúðarkeðjur til Helgu og ættingja Jóns Gauta. Megi minning um góðan dreng veita þeim styrk á þessum erfiða tíma. Yngvi Þór Loftsson. FRÉTTIR Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Myndir | Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningargreinar SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins, ásamt fleiri slökkviliðum og Eignarhaldsfélaginu Brunabóta- félag Íslands, hafa byrjað samstarf við leikskóla um eldvarnaeftirlit og fræðslu, sem einkum er beint að elstu börnunum og starfsfólki. Að sögn Jóns Viðars Matthíassonar slökkviliðsstjóra var blásið til átaks- ins í kjölfar könnunar Capacent sem staðfesti þann grun slökkviliðsins að brunavarnir á heimilum væru í óviðunandi ástandi. Flóttaleiðir, viðvörunarkerfi og fleira verður tekið út á hverjum leikskóla fyrir sig en auk þess höfð- að til barnanna og þau vakin til vit- undar um mikilvægi eldvarna. Markmið samstarfsins er að slá tvær flugur í einu höggi; þ.e. að tryggja öryggi á leikskólum og fá börnin til að færa þekkinguna inn á heimilin. Jón Viðar segir viðbrögðin hafa verið mjög jákvæð og vonast hann til að um 140-160 leikskólar taki fullan þátt. Morgunblaðið/Júlíus Eldvarnir í leikskólum LISTA- og menningarhátíðin Bjart- ir dagar hófst í gærmorgun með söng fjögur hundruð hafnfirskra barna. Fjórðubekkingar úr öllum átta skólum Hafnarfjarðar tóku þátt í söngnum og fylktu liði hver frá sínum skóla. Þau fóru sem leið lá um bæinn í rjómablíðu og sungu á dvalarheimilinu Hrafnistu, á leik- skólum og víðar. Klukkan tíu sam- einuðust fylkingarnar allar á Thorsplani í miðbæ Hafnarfjarðar og sungu meðal annars átthaga- söng Hafnfirðinga, Þú hýri Hafnar- fjörður, en hann hefur hljómað við hátíðleg tækifæri í bænum síðustu sjötíu ár. Krakkarnir voru margir hverjir komnir talsvert langt að og kunnu vel að meta kleinur og safa í hressingu eftir sönginn. Bjartir dagar eru nú haldnir í fimmta sinn og hafa vaxið með hverju árinu. Helsta nýbreytnin í ár er að Þjóðahátíð Alþjóðahúss verður nú haldin undir merki þeirra, en hún verður í íþróttahús- inu við Strandgötu á morgun frá 12-18. Meðal þess sem boðið verður upp á í dag eru saxófóntónleikar í Hafnarborg klukkan átta og tón- leikar Páls Óskars og Moniku í Víðistaðakirkju klukkan níu. Dagskrá hátíðarinnar er hægt að nálgast á vefsíðu Hafnarfjarðar- bæjar, hafnarfjordur.is. Morgunblaðið/Ásdís Börnin sungu inn Bjarta daga FORMLEG opnunarhelgi verður um helgina á nýj- um veitinga- og skemmti- stað í Seljahverfi í Reykja- vík. Staðurinn heitir Moe’s Bar Grill og er til húsa í Jafnaseli 6. Hjalti Ragnarsson mat- reiðslumaður tók nýverið við rekstri staðarins. Að sögn Hjalta er staðurinn tæplega 400 fermetrar að stærð og rúmar yfir 200 gesti. Einnig er hægt að fá leigðan einkasal fyrir margvíslega mannfagnaði, svo sem fundi fyrirtækja, afmælis- fagnaði og þessháttar. Dags dag- lega er boðið upp á venjulegan mat- seðil, svo sem hamborgara og samlokur en hægt verður að panta allan mat ef svo ber undir. Tveir stórir sjónvarpsskjáir eru á staðn- um og geta gestir horft á knatt- spyrnuleiki í beinni. Á hinni formlegu opnunarhelgi verða dansleikir bæði föstudags- og laugardagskvöld. Fram koma Bríet Sunna Idolstjarna og André Bach- mann og hljómsveitin Stefnumót. Aldurstakmark er 20 ár. Að sögn Hjalta verður boðið upp á fleiri dansleiki í sumar ef vel tekst til. „Það er markmiðið að staðurinn verði miðpunktur Seljahverfisins,“ segir Hjalti. Opnunarhelgi í Seljahverfi Morgunblaðið/Eggert Nýr staður Bríet Sunna syngur í Seljahverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.