Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 30
Sigurður Rúnar Ásgeirsson, mat- reiðslumeistari á veitingahúsinu Vín og skel, segir fiskneyslu vera sívax- andi. „Fólk fer miklu frekar út að borða nú orðið til að fá sér fisk heldur en steik, það grillar steikina frekar heima hjá sér. Mér finnst mjög spennandi að matreiða fisk. Mér finnst sérlega gaman að vinna með íslenskar sjávarafurðir og gaman að vera með eitthvað öðru- vísi eins og til dæmis krækling.“ Kokkarnir hjá Víni og skel ætla að vera með eldunaraðstöðu úti við um helgina í tilefni af Hátíð hafsins og þar verður einnig humarmarkaður. Humar að hætti Víns og skeljar 400 g humar frá Atlastaðafiski 100 g hvítlaukssmjör 70 g ferskasta salat sem til er Hvítlaukssmjör 100 g smjör 2 hvítlauksrif 1 msk. söxuð steinselja 2 g salt Hvítlaukurinn er saxaður og sett- ur út í smjörið ásamt steinseljunni og saltinu. Humarinn er klofinn og settur á bakka. Hvítlaukssmjörið er því bor- ið á humarinn. Að því loknu er þetta allt saman sett inn í ofn (200°C heitan) í fjórar til sex mín- útur. Salatið er sett á miðjan diskinn, humrinum síðan raðað í kringum salatblöðin og safinn sem eftir er á bakkanum annað hvort látinn drjúpa yfir humarinn eða borin fram sér í skál. Gaman að vinna með íslenskar sjávarafurðir Morgunblaðið/G.Rúnar Girnilegt Humarinn klikkar ekki hjá Sigurði Rúnari. Hátíð hafsins verður haldin nú um helgina í ní- unda sinn og er markmiðið að varpa ljósi á menningu og menntun tengda sjávarútvegi, m.a. matarmenningu. Kristín Heiða Kristinsdóttir fékk þrjá listakokka til að galdra fram lystilega góða fiskiveislu í tilefni þessa. Hann er mikill fiskikarl hann Ragnar Óm- arsson yfirmatreiðslumeistari á veitinga- staðnum DOMO sem auk þess er fyrirliði ís- lenska kokkalandsliðsins. „Mér finnst fiskur rosalega góður og borða hann oft í hverri viku. Ég er mjög hrifinn af þorski en þegar ég var að byrja að læra þá þótti þorskur ekkert merkilegur á borðum, þetta var frekar út- flutningsvara en matur. Mér finnst gott að nota hnakkastykkið af þorskinum í mat- reiðslu, því það er hægt að halda því rosalega safaríku.“ Ragnar segir að nú þegar séu margir búnir að bóka sig í mat hjá þeim á DOMO um helgina og hann býst við líflegri stemningu á Hátíð hafsins. Þorskhnakki steiktur í kartöflumúsarflögum með soya-grænmetissósu Fyrir 4 Um 800 g þorskhnakki (má líka nota allt þorskflakið) Um 4-6 msk kartöflumúsarflögur (þessar sem notaðar eru til að búa til kartöflumús, en það má líka nota kartöflumúsarduft) 2 msk. hveiti Hrifinn af þorski Morgunblaðið/G.Rúnar Nákvæmni Ragnar gaumgæfir hvort allt sé ekki eins og það á að vera. salt og pipar olía og smá smjör til steikingar Skerið þorskinn í hæfilegar steikur, blandið hveitinu og kartöflumúsarflögunum saman og leggið þorskinn í blönduna, ekki velta honum. Þrýstið blöndunni vel á fiskinn svo að hún haldist (það er hliðin sem skal síðan snúa upp). Steikið þorskinn á hliðinni með blönd- unni á vel heitri pönnu í olíunni og smjörinu, þar til hann verður gullinbrúnn (í u.þ.b. 2 mín.). Þá er honum snúið og steikt í aðrar tvær mínútur. Ef þorskurinn er vel þykkur og hann nær ekki að eldast á þessum tíma þá er fínt að setja hann í nokkrar mínútur inn í heit- an ofn þar til hann er tilbúinn, en passið að ofelda hann ekki, hann má vera örlítið eins og glær í miðjunni, en annars er það val. Kryddið með salti og pipar á báðum hliðum (hann þolir vel af salti ef hann er vel þykkur). Soya-grænmetissósa ½ laukur (fínt saxaður) 1 tómatur (skorinn í litla bita) 1⁄3 rauð paprika (skorin í litla bita) 2 hvítlauksrif (kramin eða fínt söxuð) 1 tsk. capers safi úr ½ sítrónu 1 dl góð ólívuolía 5 msk. soyasósa 1 msk. af fínt saxaðri steinselju Salt og pipar. Setjið laukinn og hvítlaukinn í lítinn pott ásamt olíunni og fáið suðuna varlega upp. Þegar laukurinn mýkist (um 1-2 mín.) þá er öllu hinu bætt út í og suðan fengin upp aftur og þá er hún smökkuð til með salti, pipar og kannski örlítið meira af sítrónusafa, fer eftir smekk. Það góða við þessa einföldu grænmetissósu er að það er ekkert heilagt með hlutföllin af grænmetinu né hvaða grænmeti er notað í staðinn eða bætt við. Ef það er ekki til rauð paprika þá má einfaldlega setja einhverja aðra papriku eða sleppa henni. Einnig er hægt að nota hvaða kryddjurtir sem er. Sigurður Kristinn Haraldsson, matreiðslumeistari á veitingastaðnum Tveimur fiskum, sagðist hlakka til helgarinnar og Hátíðar hafsins, það yrði eflaust jafn- mikið fjör og hefði verið í fyrra. Hann sagðist óhjá- kvæmilega borða mikið af fiski, þar sem hann ynni á stað sem kennir sig við fiska. „Ætli ég borði ekki fisk hér í vinnunni fjórum sinn- um í viku. Og fyrir vikið borða ég sjaldan fisk heima hjá mér, en þar sé ég ekki um að kokka.“ Möndlu og parmesan hjúpaður þorskhnakki með aioli kartöflum og blómkálsmauki Fyrir 4 800 g þorskhnakki, skorinn í fjórar góðar sneiðar Möndlu- og parmesanhjúpur 100 g möndluflögur 50 g parmesan 50 g mjúkt smjör 2 msk. saxað rósmarín Hnoðað í höndum og bragðbætt með salti og pipar. Setjið ofan á þorskinn og bakið inni í ofni við 180°C þangað til þið getið stungið tannstöngli í gegnum þorskinn án þess að finna fyrirstöðu, þá er hann tilbú- inn. Eldar ekki heima hjá sér Morgunblaðið/G.Rúnar Fallegt Sigurður stoltur með afrakstur eldamennskunnar sem gleður líka augað. Aioli kartöflur 6 stórar bökunarkartöflur 4 hvítlauksgeirar 1 eggjarauða 2½ dl ólífuolía 1 búnt kryddjurtir, t.d. dill og steinselja salt og pipar Skrælið kartöflurnar, skerið þær í fallega teninga og sjóðið til hálfs. Hrærið á meðan eggjarauður í hrærivél á miklum hraða og bætið olíunni rólega út í. Þá er hvítlaukurinn og kryddjurtirnar sett út í og maukað í matvinnsluvél. Bragðbætið. Steikið kartöfl- urnar upp úr olíu og blandið aioli síðan saman við kartöflurnar. Blómkálsmauk ½ blómkálshaus 2 bökunarkartöflur 500 ml rjómi salt og pipar Skiptið blómkálinu í kvista og skrælið kartöflurnar og skerið í bita. Blómkálið og kartöflurnar er soðið í rjómanum. Sigtað frá og maukað í matvinnsluvél. Bætið meiri rjóma í ef þess þarf og bragðbætið með salti og pipar. matur 30 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fiskur í munn og maga á Hátíð hafsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.