Morgunblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurBernharð Sveinsson fæddist í Hveravík á Selströnd í Strandasýslu 17. júní 1933. Hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 24. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Sveinn Guðmundsson frá Birgisvík á Strönd- um og Magndís Ingi- björg Gestsdóttir frá Hafnarhólmi á Sel- strönd í Stranda- sýslu. Systkini Bernharðs eru Guð- finnur, f. 20.5. 1930, d. 17.3. 1971, Sylvía, f. 28.3. 1932, Alda, f. 26.10. 1937, Reynir Snæhólm, f. 18.3. 1945, og Garðar Snæfeld, f. 31.5. 1947, d. 21.10. 1986. Hálfsystkini samfeðra eru Sverrir, f. 26.4. 1924, d. 12.11. 1996, Sóley, f. 18.3. 1927, og Matt- hildur, f. 19.8. 1929. Eiginkona Bernharðs var Sig- munda Kolbrún Guðmundsdóttir, f. á Akranesi 11.10. 1935, d. 18.1. býliskona Þorbjörg Gunnlaugs- dóttir, þau eiga tvo syni og c) Fríður Ósk, sambýlismaður Sigurður Þór Guðmundsson. 4) Hafdís Dagmar, f. 16.5. 1959, dætur hennar eru: a) Anna Svava, sambýlismaður Har- aldur Guðmundsson, og b) Ásdís Guðrún. 5) Guðmundur, f. 24.8. 1960, maki Margrét Ólöf Bjarna- dóttir. Börn þeirra eru: Kolbrún, Sandra Dögg og Friðsteinn Helgi. 6) Hólmfríður Dröfn, f. 27.11. 1961, sambýlismaður Sigurður Grétar Davíðsson: Börn hennar eru: a) Matthildur Kristín, sambýlismaður Jóhann Þór Sigurðsson, b) Guð- mundur Freyr, sambýliskona Guðný Jórunn Gunnarsdóttir og c) Brynjar. Dætur Sigurðar eru Dag- rún og Sólveig. 7) Magndís Bára, f. 27.7. 1964, sambýlismaður Reynir Sigurbjörnsson. Dætur þeirra eru: a) Harpa Sif, unnusti Marcin Leper og b) Eyrún. 8) Bryndís, f. 3.5. 1966. Börn hennar eru Ágúst Bernharð og Ásta Lovísa. Bernharð kom um tvítugt á ver- tíð til Akraness og bjó þar alla tíð síðan. Hann vann þar við ýmis störf, lengst af við beitningu og múrverk, en starfaði síðustu starfsárin hjá Skeljungi. Útför Guðmundar Bernharðs verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 2004. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Jónsson frá Gamla- Hrauni við Eyr- arbakka og Hólm- fríður Ásgrímsdóttir frá Efra-Ási í Hjalta- dal. Bernharð og Kol- brún eignuðust sjö börn og ólu jafnframt upp systurdóttur Kol- brúnar. Þau eru: 1) Hulda Ingibjörg, f. 3.9. 1953, maki Har- aldur Jónsson, synir þeirra eru: a) Rúnar Örn, sambýliskona Anne B. Joh- ansen, þau eiga tvo syni, b) Sverrir og c) Sindri Þór. 2) Erling Ómar, f. 7.7. 1955, maki Viktoría Loftsdóttir, synir þeirra eru: a) Guðmundur Loftur, b) Magnús, hann á þrjú börn og c) Guðfinnur. 3) Guðrún Þóra, f. 8.5. 1958, sambýlismaður Sigurjón Jósefsson. Börn hennar eru: a) Sig- mundur Bernharð, sambýliskona Sonja Ingigerðardóttir, þau eiga fjögur börn, b) Benedikt Þór, sam- Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt þennan heim eft- ir stutta baráttu við íllvígan sjúkdóm. Það er sárt að kveðja en huggun harmi gegn að þú þarft ekki að þjást og við trúum því að nú sért þú kominn á betri stað þar sem mamma hefur tekið vel á móti þér. Þú varst ekki maður margra orða en umhyggju þína sýndir þú í verki og það var gott að eiga þig að, alltaf reiðubúinn að hjálpa til og ekki hægt að fá betri verkmann því það lék allt í höndunum á þér hvort sem það voru smíðar eða múrverk og í rauninni hvað sem er. Dætrum okkar reyndist þú vel enda sóttu þær mikið í að fara til afa og ömmu á Furugrund þar sem þær fundu ást og hlýju og vissu að hjá afa fengju þær heimsins bestu pönnu- kökur, alltaf passað upp á að enginn væri svangur og þú þreyttist seint á að snúast í kringum þær. Svo var reyndar með öll barnabörnin. Ferðalögin með þér og mömmu eru okkur minnisstæð og þá sérstaklega ferðirnar á æskuslóðir þínar í Stein- grímsfirði á Ströndum, þangað hafðir þú sterkar taugar og þekktir allt svo vel. Það leyndi sér ekki að þar leið þér vel. Það er sárt að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að koma við hjá okkur eins og þú gerðir næstum daglega og jólin verða tómleg án þín. Við kveðjum þig með söknuði, elsku pabbi, minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Magndís og Reynir. Það var árið 1973 sem ég kynntist þeim heiðurshjónum Benna og Kol- brúnu, þá fór ég að venja komur mín- ar á heimili þeirra á Vogabraut á Akranesi. Guðmundur Bernharð Sveinsson ólst upp í Hveravík í Strandasýslu og þar voru rætur hans alla tíð mjög sterkar. Hann reyndi að heimsækja sveitina sína eins oft og tími gafst til. Tilhlökkun leyndi sér ekki í fari hans þegar farið var að undirbúa ferð norð- ur. Benni fór ungur að sækja vinnu suður á Akranes. Þar kynntist hann konu sinni Kolbrúnu Guðmundsdótt- ur og hófu þau þar búskap og bjuggu þar alla tíð. Kolbrún lést árið 2004 og var fráfall hennar Benna afar þung- bært. Tuttugu og níu ára gömul lést hálf- systir Kolbrúnar frá fimm börnum. Hulda, eiginkona mín, var þeirra yngst, aðeins tveggja ára gömul. Hún varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera send í fóstur upp á Akranes til Benna og Kolbrúnar sem þá voru ungt par að hefja þar sín fyrstu búskaparár. Benni og Kolbrún eignuðst alls sjö börn auk þess sem þau ólu Huldu upp sem sína eigin dóttur. Hjá þeim var alla tíð velferð fjölskyldunnar og um- hyggja sem hafði forgang. Benni vann lengst af sem múrari á Akranesi. Þó að hann hafi ekki lært þá iðngrein í skóla var hann fullgildur múrari og eftirsóttur í þá vinnu. Vand- virkni hans og samviskusemi naut sín þar vel. Þegar þau hjónin byggðu sér hús árið 1973 í Furugrund 44 lengdist vinnutími hans til muna þótt hann hafi verið langur fyrir. Í því húsi var alla tíð nokkurs konar miðstöð fjölskyld- unnar. Ávallt var kaffi á könnunni og bakkelsi á borðum. Börnin, barna- börnin og barnabarnabörnin komu þar við og fengu næringu fyrir líkama og sál. Benni var sérstaklega barngóður maður og ungviðið laðaðist að honum. Þau voru fljót að finna að þarna var blíður afi sem hafði margt að gefa. Ég á margar góðar minningar um Benna sem ekki verða raktar hér. Af nægu væri af að taka. Ég þakka Benna fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Þinn tengdasonur, Haraldur Jónsson. Elsku afi minn. Það er sárt að hugsa til þess að þú sért farinn. Að hugsa til þess að ég fái ekki að faðma þig að mér þegar ég kem heim og fer upp á Skaga í sumar. Að hugsa til þess að við munum ekki ræða um fótbolta aftur og þá aðallega gengi United og Skagamanna. Þegar ég sit hér núna og skrifa minningarorð um þig, elsku afi minn, þá eru svo ótalmargar minningar sem koma upp í hugann. Ég man þegar ég var lítill gutti hvað ég sóttist eftir því að fá að koma upp á Skaga. Þá var ekkert eins spennandi og að koma til þín og ömmu á Furugrundina, því fyrir mér var Furugrundin og garðurinn ykkar einn stór ævintýraheimur. Þar gat maður dundað sér tímunum saman, stolist í nokkur jarðarber, rifið upp nokkra rabarbara eða spilað fótbolta og hand- bolta við Simma og Benna á pallinum á bak við. Þó svo að þú hafir nú ekki alltaf verið sáttur við það gerðirðu stundum undantekningar. Svo var líka svo gott að koma inn í eldhús á eftir til ykkar ömmu og fá sér mjólk- urglas og köku og oftar en ekki lum- aðir þú á vænum harðfiskbita með miklu smjöri handa mér. Svo sat ég al- sæll við eldhúsborðið og beið spenntur eftir því hver kæmi inn um þvotta- húshurðina því alltaf var mikill gesta- gangurinn hjá ykkur ömmu. Ég man, afi, þegar við rennbleytt- um garðinn og fórum út um kvöldið með vasaljós og tíndum laxamaðka sem ég fékk að taka með heim og síð- an seldi. Ég man, afi, hvað mér fannst skemmtilegt þegar við mamma, pabbi og Sverrir vorum að koma í heimsókn til ykkar ömmu og komum við á bens- ínstöðinni þegar þú varst að vinna. Þá lumaðir þú nú yfirleitt á einhverju gotteríi handa okkur bræðrum. Um páskana komum við fjölskyld- an til Íslands til að skíra Davíð Örn, yngri son okkar. Þó þú værirmikið veikur barstu þig vel og það var gott að koma til þín í heimsókn. Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að hitta þig þá og ég geymi þá minningu ávallt með mér. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér, elsku afi minn. Ég veit að amma tekur á móti þér með opinn faðminn. Minningu ykkar mun ég ætíð geyma í hjarta mér. Þinn Rúnar Örn. Elsku afi minn, þér mun ég aldrei gleyma. Samband okkar risti djúpt og var traust, þó að við værum ekki alltaf sammála um allt, en á endanum skipti það ekki öllu máli. Þetta kallast víst þras og oft held ég að fólk hafi ekki alltaf skilið af hverju við sóttum svona hvor í annan. En það liggur alveg ljóst fyrir mér að þetta var vinátta sem dró okkur svona saman og eitt er víst að það er erfitt að kveðja vin og afa í senn. Það er mér heiður að hafa þekkt þig svo vel sem raun ber vitni og að hafa getað kynnt þig fyrir Tobbu og síðar strákunum okkar sem eiga eftir að sakna þín meira en ég get lýst með orðum á blaði. Þannig er það að þegar maður skrifar svona niður á blað þá vefst manni tunga um tönn. En eitt er víst að þín er og verður alltaf saknað. Þinn vinur og afastrákur Benedikt Þór. Elsku afi Benni. Ég vildi að þú hefðir ekki farið svona fljótt frá okkur, en þessi tími sem við höfðum saman er búinn að vera ógleymanlegur. Ég gleymi því aldrei hvað ég elsk- aði að spila og leggja spilakapla með þér, hvað ég elskaði að horfa á Tomma og Jenna og borða „kókklaka“ með þér og Brynjari, þegar þú komst alltaf til okkar til þess að horfa á fótbolta- leiki angandi af vondri vindlalykt, en treystu mér, ég á eftir að sakna henn- ar alveg ótrúlega þó að mér hafi fund- ist hún vond, hún var bara orðin „afa- lykt“ því hvert sem þú fórst varstu alltaf með vindil í vasanum. Ég gleymi því aldrei þegar við fór- um til Drangsness og við stoppuðum í einni sjoppunni og þú leyfðir mér að fara í spilakassann, ég held að brosið hafi ekki farið af mér í klukkutíma. Ég á aldrei eftir að gleyma bragð- inu af pönnukökunum þínum sem ég á eftir að sakna því ég hef ekki bragðað betri pönnukökur en þær sem þú gerðir alltaf fyrir okkur. Ég get ekki ímyndað mér hvernig það verður að hafa þig ekki hérna hjá okkur að borða kvöldmat, í fjölskyldu- boðum og ég get allra síst ímyndað mér hvernig jólin verða, því þú hefur verið hjá okkur á jólunum síðan ég man eftir mér. En ég elska þig alveg ótrúlega mik- ið elsku afi minn og ég veit að allir aðr- ir gerðu það líka og þó að þú sért far- inn burtu frá okkur þá muntu alltaf vera hjá mér í hjartanu mínu. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, þú gerðir flottasta kanínubúr sem hægt var að óska sér og þú ert búinn að vera besti afi í öllum heim- inum. Þín afastelpa Eyrún Reynisdóttir. Kæri vinur, nú skilur leiðir um sinn. Leiðin sem hófst klukkan fimm að morgni 1. janúar 1952. Þá kvöddum við foreldra okkar í Hveravík og Vík og héldum á vit ævintýranna. Farang- urinn var tveir sjópokar og tvær tösk- ur sem við drógum á litlum sleða, já sleða því þá var vetur á Ströndum og engir vegir. Á Drangsnesi beið okkar bátur sem flutti okkur ásamt 25 eða 26 öðrum vertíðarmönnum til Hvammstanga, þaðan á tveimur tíu hjóla trukkum yf- ir í Fornahvamm, þar sem við gistum, og síðan með rútu til „fyrirheitna landsins“ Akraness. Þar höfum við átt heima síðan. Ég tel það mikla gæfu að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig að vini sem aldrei brást. Við vorum saman á bátum margar vertíðar, og þá voru nú stundum rædd málin í skúrunum. Hann var afburða beitn- ingarmaður og vann við múrverk sem honum fórst vel úr hendi eins og allt sem hann gerði. Hann gerðist bensín- afgreiðslumaður og vann við það í mörg ár og á þeim tíma var ég farinn að fást við útgerð. Ef hann vissi að ég hafði róið tvisvar eða oftar vildu safn- ast upp balar við dyrnar, þá kom hann og þá fækkaði þeim fljótt. Ég vissi stundum að hann var að koma. Það var gott að eiga slíkan að. Hann kynntist yndislegri stúlku, Kolbrúnu Guðmundsdóttur, og hófu þau sambúð á Kirkjubraut 21 síðan á Vogabraut 26 og Furugrund 44. En ógæfan dundi yfir 18. janúar 2004, þá missti hann Kolbrúnu. Hann var aldr- ei sami maður eftir það, sorgin var mikil. Þau eignuðust sjö börn og ólu upp fósturdóttur sem þau unnu sem sínu eigin barni. Nú syrgja þessi elskulegu börn og fjölskyldur þeirra góðan og yndislegan föður sem vildi allt fyrir þau gera. Megi guð vera þeim nálægur í sorg þeirra, missir þeirra er mikill. Hann var góður gest- ur á heimili okkar Stínu og einstakur vinur fjölskyldu okkar alla tíð, við vilj- um þakka honum fyrir alla góð- mennsku í okkar garð og biðjum guð að gæta hans á nýjum vegum. Farðu vel góði vinur. Sjáumst, Sigvaldi. Guðmundur Bernharð Sveinsson ✝ Guðjón Sigurðs-son fæddist í Vestmannaeyjum 21. júní 1923. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík, 24. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Sigurðar Guðjóns- sonar bónda á Sauðhúsvöllum og Margrétar Jóns- dóttur húsfreyju. Systkini Guðjóns eru 1) Þóra, f. 14.2. 1927, 2) Magnús, f. 27.7. 1929, d. 1.1. 1930, 3) Jóna Kristín, f. 28.5. 1932, 4) Magnús, f. 1.8. 1933, 5) Sigmar, f. 4.9. gift Árna Hrafnssyni, f. 27.12. 1958, sonur hennar er Guðjón Birgir, f. 10.4. 1976, börn þeirra eru Kjartan Ingi, f. 9.5. 1986, Rósa Linda, f. 24.5. 1988 og Ásdís Eva, f. 12.1. 1992. 3) Sigurður, f. 20.7. 1960, sambýliskona Jóna Pálsdóttir, f. 17.3. 1975, börn Sig- urðar eru Hafdís, f. 25.11. 1981, Elí Helgi, f. 17.6. 1989, Inga Dóra, f. 12.11. 1990, og Guðjón, f. 14.12. 1993. 4) Brynja, f. 17.11. 1963, sambýliskona Lif Grundel, f. 2.3. 1982. 5) Björk, f. 12.1. 1965. Uppeldissonur er 6) Guðjón Birgir Rúnarsson, f. 10.4. 1976, sambýliskona Guðrún Helga Steinsdóttir, f. 6.1. 1978, synir þeirra eru Ísak, f. 7.8. 2001 og Theodór, f. 8.8. 2001. Guðjón verður jarðsettur frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. 1938, 6) Einar, f. 11.2. 1941, d. 27.3 1944 og uppeld- isbróðir Þorberg Ólafsson, f. 27.3. 1948. Árið 1962 kvænt- ist Guðjón Halldóru Jóhannsdóttur, f. 24.4. 1936. Börn þeirra eru: 1) Jó- hann Guðmundur, f. 12.1. 1955, kvæntur Guðrúnu Ingv- arsdóttur, f. 20.7. 1955, börn þeirra eru Elísabet, f. 30.11. 1979, Ágúst, f. 6.3. 1982 og Jóhann 12.2. 1986. 2) Birna, f. 19.7. 1957, Veturinn er liðinn og vordagarnir komnir, allt er að lifna við, trén og gróðurinn, og jafnvel eru þrestir farnir að vappa um garðana í leit að æti. Dagarnir lengjast og sólin hækkar á lofti, en það færist skuggi yfir mannssálina sem ekki sést og maður getur ekki séð upp úr dimm- unni og tóminu sem umlykur mann þegar einhver nákominn manni fer í sitt síðasta ferðalag. Þennan dag, fimmtudaginn 24. maí síðastliðinn, höfðum við ekki hugmynd um að á þessum sólríka degi mundi draga fyrir sólu og dökkur skuggi færðist yfir. Hjarta manns missir úr slag og sorgin hellist yfir mann. Faðir minn var hæglátur maður, það bar ekki mikið á honum, en samt var hann með í öllu og fylgdist vel með okkur systkinunum og barnabörnunum, alltaf vissi hann af því hvað við vorum að framkvæma og hann fylgdist vel með fram- kvæmdunum. Alltaf tókst þú út með okkur veik- indi okkar. Ég man eftir því þegar ég var um 7 ára gömul og varð fár- veik í skólanum, þú komst til mín og hélst á mér út í bíl. Pabbi hugsaði alltaf vel um fuglana, sá um að þeir hefðu nóg að borða hvernig sem viðraði. Hann var vanur að safna fyrir þá brauði og gefa þeim reglulega, hann eyddi góðum tíma í að rífa það niður fyrir litlu fuglana. Þú varst alltaf duglegur og sér- staklega undir það síðasta. Ég var svo heppin að geta hugsað um þig fram að síðustu stundu í veikindum þínum og þú varst líka feginn að fá að vera heima hjá fjölskyldu þinni. Ég þakka hjúkrunarfólki frá heimahlynningu fyrir alla aðstoðina og þann styrk sem það veitti. Kæri pabbi, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og að hafa ávallt verið til staðar þegar ég þurfti á þér að halda. Kveðja, þín dóttir Björk. Elsku besti afi. Nú ert þú farinn frá okkur og kemur aldrei aftur. Við söknum þín sárt en vitum að nú líð- ur þér vel. Þrátt fyrir veikindin hafðir þú aldrei á orði að þér liði illa og aldrei kvartaðir þú við einn eða neinn. Þú hafðir ótrúlegan vilja- styrk og eru ekki nema tvær vikur síðan þú varst í heimsókn hjá okkur í Mosfellsbænum og komst þú í heimsókn frekar á viljastyrknum en getunni. Þegar við hugsum um þig þá rifj- ast upp minningar um duglegan, góðan og ljúfan mann. Alltaf þegar þú komst í heimsókn þá tókstu til hendinni og hjálpaðir til við heim- ilishaldið án þess að vera beðinn um, hvort sem það var að brjóta saman þvottinn, þrífa baðherbergið og/eða bera á pallinn. Við erum svo ánægð með að hafa átt svona margar yndislegar og ánægjulegar stundir með þér öll þessi ár. Minningin um þig mun lifa með okkur um ókomna tíð. Guð blessi þig, elsku afi, að eilífu. Þín barnabörn Elísabet, Ágúst, Jóhann. Guðjón Sigurðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.