Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 21 Eftir Arndísi Þórarinsdóttur arndis@mbl.is Í GÆR gaf dómstóll EFTA, Frí- verslunarsamtaka Evrópu, ráðgef- andi álit sem varðar norska löggjöf um happdrætti, veðmál og fjár- hættuspil. Dómurinn staðfesti rétt aðildaríkja Evrópska efnahagssvæð- isins, EES, til þess að setja sína eigin löggjöf í þessum málum og þannig banna auglýsingar erlendra fjár- hættuspilafyrirtækja. Stærsta happdrættis- og veðmála- fyrirtæki í heimi, Ladbrokes, var fyrir nokkru synjað um starfsleyfi í Noregi, en fyrirtækið hefur slíkt leyfi í heimalandi sínu, Bretlandi. Í Noregi ríkja strangar reglur um slíka starfsemi, og er hún að miklu leyti undir stjórn ríkisins og sam- kvæmt norskum lögum skulu happ- drættisleikir einungis boðnir fram af góðgerðarsamtökum og félögum sem ekki eru rekin í ágóðaskyni. Ladbrokes var því meinað um leyfi til að starfa í landinu. Ladbrokes höfðaði mál á hendur norska ríkinu og norskir dómstólar báðu EFTA-dómstólinn um álit á málavöxtum. Aðilar málsins voru einnig nokkur önnur aðildarríki EES, þar á meðal Ísland. Dómstóllinn bendir á að allar teg- undir happdrætta, veðmála og fjár- hættuspila teljist atvinnustarfsemi í skilningi EES-samningsins, og falli undir gildissvið hans. Takmarkanir líkar þeim sem eru í norsku lögunum útiloka aðila í atvinnurekstri frá því að stunda starfsemi á viðkomandi markaði og hindra þar með stað- festurétt þeirra, sem og frelsi þeirra til að veita þjónustu. Á móti kemur, að markaðshindr- anir geti verið réttlætanlegar sam- kvæmt EES-rétti, þjóni þær lög- mætum markmiðum í almannaþágu. Baráttan gegn spilafíkn, sem og þeim afbrotum sem henni tengjast, getur, að mati dómsins, talist slíkt markmið. Páll Hreinsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, segir það sæta mestum tíðindum í þessu áliti, að réttur EES-ríkjanna til að skapa takmarkanir á þessu sviði sé staðfestur. Beðið eftir úrskurði dómstóls í Noregi Dómur er enn ekki fallinn í málinu í Noregi, og næstavíst er að nú hefj- ist snarpar rimmur fyrir norskum dómstólum. EFTA-dómstóllinn ályktar að telji héraðsdómur Óslóar að þær markaðshindranir sem um ræðir séu réttlætanlegar, þá sé norska ríkinu heimilt að banna fram- boð og markaðssetningu á happ- drættum, veðmálum og fjárhættu- spilum frá öðrum ríkjum. Skiptir þar engu þó að um lögmæta starfsemi sé að ræða í upprunaríkinu. Komist norski dómstóllinn aftur á móti að þeirri niðurstöðu að umræddar markaðshindranir standist ekki lög, þá geti norska ríkið engu að síður krafist þess að innlendir rekstrarað- ilar sæki um innlent starfsleyfi á sömu forsendum og innlendir aðilar. Slík krafa myndi þó ekki samræmast meðalhófsreglunni, ef fyrir lægi að viðkomandi fyrirtæki hefði þegar verið veitt rekstrarleyfi í heimalandi sínu, og að skilyrði þeirrar leyfisveit- ingar væru sambærileg þeim skil- yrðum sem gilda í Noregi. Á Íslandi er lagaumhverfi fjár- hættuspils fremur íhaldssamt, t.d. er rekstur spilavíta ekki leyfður, ólíkt því sem gerist í mörgum nágranna- löndum okkar. Þessi dómur staðfest- ir rétt Íslendinga til þess að tak- marka starfsemi og auglýsingar erlendra aðila á sviði happdrætta, veðmála og fjárhættuspila, að því gefnu að þær takmarkanir séu mark- hæfar, nauðsynlegar og hóflegar. Dómstóll leyfir bann við erlendu fjárhættuspili Morgunblaðið/Sverrir Ekki leyft Enn um sinn eiga íslensk stjórnvöld þess kost að halda starfsemi og auglýsingum erlendra fjárhættuspilafyrirtækja utan landsteinanna. Riga. AFP. | Lettn- eska þingið kaus í gær nýjan for- seta landsins, lækninn Valdis Zatlers, og verð- ur hann þriðji þjóðarleiðtoginn frá því að Lettar fengu á ný sjálf- stæði 1991. Seinna kjörtímabili núverandi for- seta, Vairu Vike-Freiberga, lýkur í júlí. Hinn 52 ára gamli Zatlers var til- nefndur af ríkisstjórn hægri- og miðjumanna og sigraði hann keppi- naut sinn, Aivars Endzins, með 58 atkvæðum gegn 39. Zatlers sagði reynslu sína af læknisstarfinu myndu gera sér fært að „gæta á skynsamlegan hátt hagsmuna allra samfélagshópa, virða þá og það sem mestu skiptir, hlusta á þá“. Nýr forseti Lettlands Valdis Zatlers Yfirtökutilboð til hluthafa í Actavis Group hf. Novator eignarhaldsfélag ehf. („tilboðsgjafi”) gerir hér með tilboð í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem er ekki þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Félög tengd tilboðsgjafa eiga alls 1.296.379.823 hluti í A-flokki hlutafjár Actavis Group hf., sem nemur um 38,5% af útgefnu hlutafé í A-flokki og af atkvæðisrétti í Actavis Group hf. Tilboðsverðið er EUR 0,98 í reiðufé fyrir hvern hlut í A-flokki, kvaða- og veðbandalausan. Verð þetta jafn- gildir kr. 85,23 fyrir samsvarandi hlut samkvæmt opinberu viðmiðunargengi Seðlabanka Íslands gagnvart evru þann 9. maí 2007, einum viðskiptadegi fyrir tilkynningu um tilboðið. Tilboðsverðið er hærra en það lokagengi, sem hæst hefur verið á hlutabréfum í Actavis Group hf. fyrir tilkynningu um tilboðið þann 10. maí sl., en slíkt lokagengi var kr. 79,4 þann 4. maí 2007. Jafnframt stóð tilboðið fyrir yfirverði sem nemur u.þ.b.: • 9,0% miðað við gengið kr. 78,2, sem var lokagengi þann 9. maí 2007, einum viðskiptadegi fyrir tilkynningu um tilboðið. • 15,6% miðað við gengið kr. 73,7, sem var meðaltals lokagengi þriggja mánaðanna fyrir 9. maí 2007. • 21,2% miðað við gengið kr. 70,3, sem var meðaltals lokagengi sex mánaðanna fyrir 9. maí 2007. • 26,2% miðað við gengið kr. 67,6, sem var meðaltals lokagengi 12 mánaðanna fyrir 9. maí 2007. Hluthafar sem skráðir eru í hlutaskrá Actavis Group hf. við lokun viðskipta þann 30. maí 2007 munu fá sent opinbert tilboðsyfirlit, samþykkiseyðublað, afrit greiðsluábyrgðar og áletrað svarsendingarumslag. Til þess að samþykkja yfirtökutilboð tilboðsgjafa skulu hluthafar skila rétt útfylltu samþykkiseyðublaði til Landsbanka Íslands hf., Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík, merkt „Actavis Yfirtökutilboð”, í meðfylgjandi svarsendingarumslagi. Einnig geta hluthafar samþykkt yfirtökutilboðið með því að senda samþykkis- eyðublaðið á faxnúmerið 410 3002 eða fara inn á vefsíðu Landsbankans, www.landsbanki.is, og nota aðgangsupplýsingar sem fram koma í bréfi til hluthafa Actavis. Greitt verður fyrir þá hluti sem samþykkt verður að selja á grundvelli samþykkts yfirtökutilboðs, í evrum inn á bankareikning hluthafa, sem tilgreina skal á samþykkiseyðublaðinu. Eigi hluthafi ekki evrureikning mun Landsbanki Íslands hf. aðstoða við að stofna slíkan reikning fyrir viðkomandi hluthafa, eða bjóða greiðslu í íslenskum krónum samkvæmt umreikningsgengi á greiðsludegi. Gildistími yfirtökutilboðsins er frá kl. 9:00 5. júní 2007 til kl. 16:00 3. júlí 2007. Samþykki yfirtökutil- boðsins verður að hafa borist Landsbanka Íslands hf. áður en gildistíminn rennur út. Tilboðið er háð þeim skilyrðum sem koma fram í opinbera tilboðsyfirlitinu. Landsbanki Íslands hf. - Fyrirtækjaráðgjöf er ráðgjafi tilboðsgjafa og umsjónaraðili yfirtökutilboðs þessa. Fyrirtækjaráðgjöf mun hafa umsjón með tilboðinu fyrir hönd tilboðsgjafa. Landsbanki Íslands hf. er jafnframt uppgjörsbanki yfirtökutilboðsins. Opinbera tilboðsyfirlitið, samþykkiseyðublað, afrit greiðslu- ábyrgðar og áletrað svarsendingarumslag er hægt að nálgast hjá Landsbanka Íslands hf. að Hafnarstræti 5, 3. hæð, 155 Reykjavík, og á vefsíðu bankans, www.landsbanki.is. Þjónustuver Landsbankans mun einnig veita nánari upplýsingar um yfirtökutilboðið í síma 410 4000, auk þess sem hægt er að senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið Actavis-tilbod@landsbanki.is. Tilboðsverð Samþykki og greiðsla Gildistími Umsjón ÍS LE N SK A S IA .IS /L B I 3 77 22 0 5/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.