Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HIZBOLLAH-samtökin í Líbanon fordæmdu í gær ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna á mið- vikudag þar sem kveðið er á um að settur verði upp sérstakur dómstóll vegna morðsins á Rafiq Hariri, fyrrverandi forsætisráð- herra Líbanons, árið 2005. Segir í yfirlýsingu samtakanna að nið- urstaðan sé ólögleg atlaga að sjálfstæði Líbanons. Hariri vildi lina kverkatak Sýr- lendinga á Líbanon en þeir höfðu þar mikið herlið fram á sumarið 2005 og réðu í reynd yfir landinu. Líbanskir andstæðingar Hizbollah og Sýrlendinga, sem grunaðir eru um að hafa staðið á bak við morð- ið, fögnuðu ákaft niðurstöðunni í öryggisráðinu. „Þetta er söguleg stund … dómstóllinn snýst ekki um blóðhefnd heldur réttlæti fyrir alla,“ sagði sonur Hariris, þing- maðurinn Saad Hariri. 10 af 15 ríkjum öryggisráðsins studdu ályktun 1357 um að settur yrði á laggirnar alþjóðlegur dóm- stóll til að rétta í málum þeirra sem grunaðir eru um morðið. Tal- ið er að mánuðir muni líða áður en dómstóllinn taki til starfa og enn er ekki vitað hvar hann muni hafa aðsetur. Fordæma samþykkt SÞ AP Minnst Ferðafólk í Beirut við vegg- spjald með mynd Rafiq Hariris. NÝ rannsókn bendir til þess að apar hafi lært að ganga á tveimur fótum í trjánum löngu á undan forfeðrum manna. Hafi umræddir apar gengið á afturfótunum á mjóum greinum en létt þungann með því að toga í greinar með framfótunum. Gengið í trjánum? GEORGE W. Bush Bandaríkja- forseti vill að þau 15 ríki sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum setji sér markmið varðandi sam- drátt í losuninni árið 2008. Leiðtog- ar Breta og Þjóðverja fögnuðu mjög ummælum Bush í gær. Bush vill samdrátt HUNDRUÐ lífstíðarfanga á Ítalíu hafa hvatt Giorgio Napolitano for- seta til að beita sér fyrir því að aft- ur verði tekin upp dauðarefsing í landinu. Einn þeirra, Carmelo Mus- umeci, sagðist vera orðinn þreyttur á að deyja örlítið á hverjum degi. Fangar vilja deyja MIKILL viðbún- aður var í örygg- ismálum í Taí- landi í gær eftir að Thaksin Shinawatra, út- lægum, fyrrver- andi forsætisráð- herra, og flokki hans, TRT, var bannað að bjóða fram í þingkosningum sem verða síðar á árinu. Herforingjar ráða nú lögum og lofum í Taílandi. Dómstóll á þeirra vegum úrskurðaði að flokkur Thaksins hefði beitt svikum í þing- kosningum í fyrra. Surayad Chul- anont, forsætisráðherra bráða- birgðastjórnar landsins, sagði koma til greina að lýsa yfir neyðar- ástandi ef til óeirða kæmi. Óttast óeirðir í Taílandi Surayud Chulanont Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÚSSNESKUR kaupsýslumaður, sem bresk yfirvöld telja að hafi myrt Alexander Lítvínenko, fyrrverandi njósnara rússnesku leyniþjónust- unnar, sagði í gær að breska leyni- þjónustan hefði staðið fyrir morðinu. Líklegt er að ásökunin auki spennuna milli breskra og rúss- neskra stjórnvalda vegna rannsókn- arinnar á morðmálinu. Kaupsýslumaðurinn Andrej Lúgovoj kvaðst hafa sannanir fyrir aðild bresku leyniþjónustunnar MI6 að morðinu en sagði ekkert um í hverju þær fælust. Hann sagðist ætla að afhenda rússneskum yfir- völdum gögn sín um málið. Lúgovoj hitti Lítvínenko á bar hótels í London 1. nóvember, nokkr- um klukkustundum áður en njósn- arinn fyrrverandi veiktist. Bresk yf- irvöld óskuðu formlega eftir því á föstudaginn var að Rússar fram- seldu Lúgovoj til að hægt yrði að saksækja hann í Bretlandi fyrir að byrla Lítvínenko eitur. Yfirvöld í Rússlandi hafa neitað að verða við beiðninni, enda bannar stjórnarskrá landsins framsal rússneskra borgara til annarra landa. Yfirvöld í Moskvu segja að Lúgovoj eigi yfir höfði sér saksókn í Rússlandi leggi bresk stjórnvöld fram nægar sannanir fyr- ir því að hann hafi myrt Lítvínenko. Lúgovoj sagði bresk yfirvöld hafa gert hann að blóraböggli til að leyna því að Lítvínenko hefði verið á mála hjá bresku leyniþjónustunni. Hann kvað Lítvínenko hafa beðið sig að njósna fyrir MI6 og afla upplýsinga sem sköðuðu Vladímír Pútín, forseta Rússlands. „Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að Lítvínenko hafi verið njósnari sem breska leyniþjónustan hafi misst stjórn á og komið fyrir kattarnef,“ sagði Lúgovoj. „Jafnvel þótt leyniþjónust- an hafi ekki myrt hann sjálf var morðið framið undir stjórn hennar eða með samþykki henn- ar.“ Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins sagði að það myndi ekki svara ásökun Lúgovojs. „Þetta er sakamál og varðar ekki leyniþjónustu,“ sagði hann aðeins. Sakaður um blekkingar Konstantín Kosatsjev, formaður utanríkismálanefndar dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, hvatti bresk yfirvöld til að aðstoða Rússa við að rannsaka „þessar mjög svo alvarlegu ásakanir á hendur bresku leyniþjónustunni“. „Ég vænti þess að Bretar taki þessa nýju frá- sögn eins alvarlega og þeir ættu að gera,“ sagði hann. Ekkja Lítvínenkos, Marína, lýsti ásökun Lúgovojs sem „blekkingum og ögrun“. „Þetta samræmist ekki því sem Rússar hafa sagt til þessa,“ sagði hún. Lúgovoj sagði að rússneski auð- kýfingurinn Borís Berezovskí, sem er í útlegð í Bretlandi, kynni einnig að vera viðriðinn morðið. Lúgovoj sagði að Lítvínenko hefði sagst geta sannað að Berezovskí hefði beitt blekkingum til að fá hæli í Bretlandi sem pólitískur flóttamaður. Berezovskí sagði að ásakanir Lúgovojs væru „alrangar“ og liður í tilraunum rússneskra stjórnvalda til að leyna aðild þeirra að morðinu. „Það er nú greinilegra en nokkru sinni fyrr að ráðamennirnir í Kreml standa á bak við morðið á Alexander Lítvínenko,“ sagði Berezovskí. Lítvínenko lést á sjúkrahúsi í London 23. nóvember eftir að honum hafði verið byrlað geislavirkt eitur- efni, pólon-210. Hann sakaði Pútín forseta um að hafa staðið fyrir morð- inu. Sakar MI6 um að hafa myrt Lítvínenko Meintur morðingi Lítvínenkos segist hafa verið gerður að blóraböggli Reuters Morðingi eða blóraböggull? Kaupsýslumaðurinn Andrej Lúgovoj á blaðamannafundi í Moskvu í gær. Boris Berezovskí Í HNOTSKURN » Andrej Lúgovoj er fyrr-verandi starfsmaður leyni- þjónustunnar KGB og á nú stóra drykkjaverksmiðju í Rússlandi. Breska lögreglan telur hann hafa byrlað Alex- ander Lítvínenko eitur á bar hótels í London. » Alexander Lítvínenko varstarfsmaður rússnesku leyniþjónustunnar FSB þar til hann flúði til London árið 2000. Hann sakaði FSB um að hafa lagt á ráðin um að ræna Borís Berezovskí og fleiri þekktum Rússum. Lítvínenko skrifaði m.a. bók þar sem hann sakaði Pútín og menn hans um að hafa skipulagt sprengjutilræði í rússneskum borgum 1999 sem urðu hundr- uðum manna að bana. Skæru- liðum Tétsena var kennt um tilræðin. Miami. AFP, AP. | Bandaríkjamaður með hættulegt afbrigði af berklum hefur verið settur í sóttkví á sjúkrahúsi í Atlanta í Georgíuríki og er þar í gæslu vopnaðra varða. Maðurinn hafði farið í brúðkaups- ferð til Evrópu og lagt á flótta þeg- ar heilbrigðisyfirvöld hugðust setja hann í sóttkví. Rannsókn hefur verið hafin á því hvort hann hafi smitað farþega sjö flugvéla sem hann ferðaðist í. Er þetta í fyrsta skipti í rúm 40 ár sem bandarísk yfirvöld skipa sjúklingi að fara í sóttkví. Nýgiftu hjónin höfðu ákveðið að ganga í hjónaband í Aþenu og fara í brúðkaupsferð til Rómar þegar maðurinn greindist með hættulegt afbrigði af berklum í janúar. Venjuleg meðferð dugði ekki og sterkari lyf höfðu ekki heldur til- ætluð áhrif. Maðurinn sagði í við- tali við dagblaðið Journal- Constitution í Atlanta að hann hefði ætlað að gangast undir lækn- ismeðferð við sjúkdómnum í Den- ver í Colorado eftir brúðkaupsferð- ina. „Braut engin lög“ Maðurinn heldur því fram að bandarísk heilbrigðisyfirvöld hafi vitað að hann væri með berklaaf- brigði, sem er ónæmt fyrir lyfjum, en ekki reynt að koma í veg fyrir að hann færi í Evrópuferðina 12. maí. „Við fórum til Grikklands og héldum að það væri óhætt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið. Bandarískir embættismenn sögðu hins vegar að honum hefði verið sagt að fara ekki í ferðina. Martin Cetron, deildarstjóri sóttkvíardeildar bandarísku stofn- unarinnar CDC, sem fer með sjúk- dómavarnir, viðurkenndi hins veg- ar að maðurinn hefði ekki fengið nein lagalega bindandi fyrirmæli. „Hann braut engin lög með því að fara í ferðina,“ sagði Cetron. Þegar embættismenn stofnunar- innar áttuðu sig á því hversu alvar- legt málið var komust þeir að því að hann var farinn í Evrópuferðina. Þeir höfðu uppi á honum í Róm eftir brúðkaupið í Aþenu, að sögn Cetrons. „Þeir sögðu mér að ég hefði verið settur í flugbann,“ sagði maðurinn. Hann ákvað þá að fara flugleiðis til Prag og þaðan til Montreal til að komast hjá handtöku og sóttkví á Ítalíu. Hann ók að lokum frá Mont- real til New York þar sem hann hafði samband við embættismenn CDC. Þaðan var hann fluttur með flugvél stofnunarinnar til Atlanta þar sem hann var settur í sóttkví. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að rannsaka hvernig á því stæði að maðurinn komst yfir landamærin til Bandaríkjanna þótt landamæraverðir hefðu lista yfir alla þá sem settir hafa verið í flug- bann. Embættismenn sögðu að smit- hættan sem stafaði af manninum væri „nokkuð lítil“ og kona hans hefði ekki smitast af berklum. Yfir- völd leituðu þó að um 80 farþegum sem sátu næst manninum í flugvél- unum tveimur sem fluttu hann yfir Atlantshafið frá Bandaríkjunum og aftur til baka. Bandarísku embætt- ismennirnir lögðu áherslu á að lítil hætta væri á því að maðurinn hefði smitað farþega í styttri flugferð- unum í Evrópu. Smitberinn lagði á flótta 8  2 2 - -  9--     3 2  - 2  * 2 2  /  :--      ; + 2 2  -<  , :--3, +   , 3 -     #=# 2  2 <3 :2           "          %                +!9:: ;<= <>!?@/A=;<;7 <  + Q  1 D " D  <I     3  3   >0(0=0 ?0(=07 4>'(  ( 3   +8Q O I   $*! !  %       804 2 >B@      804 < : C =KAK <I   804 < : C AN> D   804 2 B>> <I   804 RSC LKL D "  804 RSC @=@? 3    804 2 KAM 1                  !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.