Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 28
Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það er orðinn árlegurviðburður að hingaðkomi eigendur einsaf stærstu vínhúsum Bordeaux og haldi skipulagðar smakkanir fyrir Íslendinga. Í fyrra voru það Cathiard- hjónin, eigendur Chateau Smith-Haut-Lafitte í Pessac Léognan. Í ár er það Christine Valette sem á og rekur Cha- teau Troplong Mondot í St. Emilion ásamt eiginmanni sín- um Xavier Parette. Troplong Mondot-vínekrurnar eru í norðausturhluta St. Emilion og ná yfir um 30 hektara svæði. Þetta er vínframleiðsla sem ávallt er meðal þeirrar bestu í St. Emilion og því mikill feng- ur að fá Valette og mann henn- ar hingað til lands. Þess má geta að í nýlegri endurskoðun á gæðaflokkun St. Emilion víns, sem fram fer á tíu ára fresti, var Troplong Mondot fært upp um einn gæðaflokk, í Grand Cru Classé B. Þau hjón munu víða koma við og meðal annars mun al- menningi gefast kostur á að taka þátt í svokölluðum „mast- erclass“ föstudaginn 8. júní kl. 17 í Þingholti. Þar verður fyr- irlestur um Bordeaux, St. Emi- lion og Troplong Mondot auk þess sem nokkrir árgangar af Troplong Mondot verða smakkaðir undir leiðsögn þeirra hjóna. Það er Vínskóli Dominique Plédel sem heldur utan um þá smökkun. Vín frá Ástralíu og Tosk- ana Við beinum hins vegar sjón- um að nokkrum venjulegri vín- um. The Stump Jump 2005 er hvítvín frá McLaren Vale í Ástralíu úr smiðju vínhússins d’Arenberg. Líkt og unnendur d’Arenberg eiga að venjast eru farnar ótroðnar slóðir í þrúgu- blöndunni en þarna eru not- aðar þrúgurnar Riesling, Sau- vignon Blanc og Marsanne. Vægast sagt óvenjuleg blanda en þarna eru þrúgur sem eiga ættir sínar að rekja að þremur stórfljótum Frakklands: Rín- ar, Loire og Rónar. Þetta er ávaxtaríkt og ilmríkt vín með miklum og sætum sítrus, hvít- um ávexti, perum og grænum rabarbara. Mjúkt og þykkt sumarvín fyrir heit síðdegi í sólinni. 1.490 krónur. 88/100 Rauðvínið Stump Jump 2005 er einnig þriggja þrúgna blanda en þrúgurnar þrjár eru allar frá Rón: Grenache, Shi- raz, Mourvédre. Það hefur feitt og þykkt yfirbragð, bláber, brómber og jarðarber í bland við vanillu og krydd. Sætur ávöxtur í munni en jafnframt sýra þótt sætleikinn hafi yf- irhöndina. 1.490 krónur. 87/ 100 Belguardo Bronzone 2004 er ítalskt rauðvín frá Toskana. Þetta er Sangiovese-vín líkt og flest rauðvín Toskana en þó óvenjulegt fyrir þær sakir að það kemur frá svæðinu Morell- ino di Scansano við strönd Toskana. Vín frá framleiðandanum Mazzei sem einnig á Castello di Fonteru- toli. Rauð ber og súkkulaði, kryddað, þurrt, tannískt og hart í byrjun. Þarf tíma til að opna sig og fellur vel að mat. 2.180 krónur. 89/100 Vínræktandinn Christine Valette sem á Chateau Troplong Mondot í St. Emilion Troplong Mondot smökkun Reuters Vínin Troplong Mondot var nýlega fært upp um einn gæðaflokk, í Grand Cru Classé B. Hægt er að skrá sig í „mast- erclass“ námskeiðið með því að senda póst á net- fangið dominique@vinskol- inn.is en þátttökugjald er 2.000 krónur. vín 28 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Allir út í garð Spáð er ágætis veðri um víða um land um helgina og því er upplagt að taka fram gróðuráhöldin og gúmmíhanskana, skella sér í gróð- urhúsin til að kaupa sumarblómin og pota þeim niður í næringarríka moldina. Þjóðahátíð í Hafnarfirði Í Hafnarfirði stendur sem hæst lista- og menningarhátíðin Bjartir dagar með tilheyrandi Þjóðahátíð Alþjóðahússins í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 12-18 á morgun. Þar kynna fulltrúar fimmtíu þjóða menningu síns lands og bjóða gest- um og gangandi að bragða á fram- andi réttum. Leik- og grunn- skólabörn eiga þá stóran þátt í Björtum dögum því þau skreyta fyrirtæki og stofnanir og ljóð þeirra má sjá á gangi um bæinn. Þá má nefna danssýningu, myndlistarsýn- ingar, fjölda tónleika og brúðuleik- hús. Gospel að hætti unga fólksins Það verður gleði og fjör í Vídal- ínskirkju á sunnudagskvöldið, en þá tekur ungt fólk þar völdin og flytur gospeltónlist. Fyrst kemur fram hljómsveitin Exodus sem skipuð er unglingum úr 9.-10. bekk Garða- skóla og svo tekur gospelkór Jóns Vídalíns við með þekktar gosp- elperlur, en í kórnum er ungt fólk á framhaldsskólaaldri. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Sjómenn fagna deginum Bryggjurölt í borgum og bæjum verður eflaust ofarlega í hugum landsmanna um helgina enda verð- ur sjómannadagurinn haldinn með pomp og prakt á sunnudag með til- heyrandi ræðuhöldum, róðr- arkeppnum, siglingum og fiski- veislum. Í höfuðborginni verða tveggja daga hátíðarhöld á Mið- bakkanum undir yfirskriftinni Hátíð hafsins. Gömlu Akraborginni, sem nú heitir Sæbjörg og hýsir Slysa- varnaskóla sjómanna, verður siglt um sundin blá auk þess sem gestir geta skoðað og smakkað á skrýtn- um fiskum, skoðað ljósmyndasýn- ingar, kynnst björgunarstörfum, kíkt í varðskipið Tý og fylgst með spennandi siglingakeppnum. Og koma svo, Ísland Fyrir boltaglaða er svo upplagt að skella sér á Laugardalsvöllinn kl. 16 á morgun og hvetja okkar menn í karlalandsliðinu gegn Liechtenstein í undankeppni Evrópukeppni lands- liða. Útimarkaður í Laugardal Fyrir eða eftir boltann má svo bregða sér á útimarkað í Laug- ardalnum á túninu fyrir neðan Langholtsskóla við enda Holtaveg- ar, því þar milli kl. 11-15 ætla íbúar úr nágrenninu að selja „dýrgripina“ úr geymslunum, m.a. leikföng, fatn- að, gjafakort og jafnvel græðlinga og plöntur nú er vorhreinsun og grisjun í görðum stendur sem hæst. mælt með... allra sinna ferða óhindrað líkt og áður og látið vera að líta í eigin barm og endur- skoða hvað betur megi fara í viðhorfi hans til umhverfis og náttúru – allt þar til næsta svarta skýrsla um hnattræna hlýnun lítur dagsins ljós. x x x Víkverji veit að íhuga margra er slík syndaaflausn ansi hreint freistandi enda hugurinn þannig frið- aður með lágmarks óþægindum og sama sem engri fyrirhöfn. Og þótt vissulega hafi gróðursetningarverkefni á borð við Kolvið jákvæð áhrif í barátt- unni gegn hnattrænni hlýnun er kemur að því að draga úr styrk koldíoxíðs í andrúmsloftinu þá ótt- ast Víkverji að það dugi skammt. Telji eigendur bensínfrekra bif- reiða mengunarkvóta sinn nefni- lega að fullu greiddan með and- virði aðeins bensíntanks á ári telur Víkverji litla von til að neyslu- mynstur og eldsneytisnotkun þeirra taki nokkrum breytingum og með því er, að hans mati, að- eins verið að fresta því að leita raunverulegra lausna á vandanum. Víkverji dagsins áekki alltaf skilið hrós fyrir að vera það sem kalla má spar- samur eða hófsamur neytandi. Hann gerir hins vegar jafnan sitt besta til að vera um- hverfisvænn, flokkar ruslið eftir því sem kostur er, endur- vinnur það sem end- urvinna má, skilar líf- rænum úrgangi í safnhaug, sparar orkugjafa og reynir að ferðast um á tveimur jafnfljótum sé þess nokkur kost- ur. x x x Víkverji á þó engan geislabaugskilið því hann á svo sann- arlega sinn hluta í vaxandi haug- um umbúðaþjóðfélagsins og auk- inni kolefnislosun með akstri til og frá vinnu á degi hverjum. Því mætti vel ætla að Víkverji tæki framtaki á borð við vefsíðuna Kolvið fagnandi, en svo er þó ekki. Víkverji getur nefnilega ekki losn- að við þá nagandi tilfinningu að með Kolviði sé verið að bjóða hon- um ansi hreint ódýra syndaaf- lausn. Fyrir andvirði aðeins eins bensíntanks á ári geti hann ekið            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Þeir sem halda gæludýr vita að ekki er alltaf um tóm notalegheit að ræða þar sem fjórfættu vinirnir eru annars vegar. Sumir þeirra eiga til að setja mark sitt á húsgögn og muni innanhúss með því að klóra, brýna og naga. Nú geta hinir loðnu vinir hins vegar fengið útrás á eigin hús- gögnum því Ikea hefur sett á mark- að litlar mublur sem eru sérhann- aðar fyrir hunda og ketti, að því er fram kemur á Aftenposten. „Í þessari línu er hægt að fá hús- gögn sem virka vel fyrir dýrin um leið og þau eru falleg að horfa á,“ segir Monika Mulder, einn hönn- uðanna á bak við lúxusseríuna „Krone“ og hversdagshlutina „Bästis“ sem ætlaðir eru gæludýr- um. Hópur hunda var fenginn til að prófa húsgögnin sem þurftu að uppfylla sömu kröfur og barnavör- ur Ikea. Gæludýralína Ikea inniheldur m.a. legubekki, legupúða, fleti og matarílát sem passar ólíkum stíl innanhúss, púða sem hægt er að þvo, handklæði, teppi og leikföng. Sum húsgagnanna eru klædd tvisv- ar sinnum svo þau endist lengur. „Markaðurinn fyrir gæludýr fer vaxandi,“ segir Frode Skage Ulleb- ust, upplýsingafulltrúi Ikea í Nor- egi en þar í landi er gæludýramark- aðurinn talinn velta milli 24 og 37 milljörðum íslenskra króna árlega. „Fólk vill hafa dýr heima hjá sér en um leið vill það að heimilin líti vel út.“ Hjá Ikea á Íslandi fengust þær upplýsingar að þar væri seld „Bäst- is“ línan fyrir gæludýr en ekki lúx- uslínan „Krone“. Reuters Heimilisvinir Það væri líklega flestum sama þó að kisi klóraði sinn eigin sófa – á meðan hann léti stofustássið í friði. Flottheit fyrir fjórfætta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.