Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ORKUVEITA Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang að hugsanlegri nýtingu á 750 ferkílómetra lands í Assalsig- dalnum í Afríkuríkinu Djíbútí. Upphaf samstarfsins má rekja til samkomulags sem OR og ríkisstjórn Djíbútís gerði í Reykjavík í febrúar sl. að viðstöddum forsetum land- anna tveggja, þeim Ismail Omar Guelleh og Ólafi Ragn- ari Grímssyni. „Þetta er mikilvægur samn- ingur fyrir okkur. Við getum með rannsóknum kynnst svæðinu vel og reiknum með að þarna sé hægt að virkja jarðhita,“ segir Þorleifur Finnsson, sviðsstjóri erlendra verkefna og nýsköpunar hjá OR. „Við höfum mikinn áhuga á að taka áframhaldandi skref á þessu jarðhitasvæði, bæði í Djíbútí og hugsanlega fleiri löndum,“ segir Þorleifur. Bendir hann á að Assalsvæðið sé hluti af sigdalnum mikla, en mikil eldvirkni og jarðhiti eru tengd dalnum. Sigdalurinn er meira en 4 þúsund km langur og liggur gegnum fleiri lönd í Afríku, þeirra á meðal Erí- treu, Eþíópíu og Keníu. Þekkingarútflutningur Að sögn Þorleifs kemur reynslan af jarðhita hérlendis að góðum notum í Djíbútí. Bendir Þorleifur sem dæmi á að jarðvökvinn á Assalsvæð- inu sé, líkt og á Reykjanesinu hérlendis, saltur. „Það þýðir að það er erfiðara að með- höndla hann, hætta er á meiri útfellingum og þar með erf- iðari rekstri á borholum. En þetta eru tækni- vandamál sem við teljum okkur geta leyst og við höfum náttúrlega mikla reynslu af því hér heima að leysa þessi vandamál. Þannig að við erum mjög bjartsýnir,“ segir Þorleifur og bætir við: „Þetta er fyrst og fremst þekkingarútflutn- ingur. Við erum að nýta okkar þekkingu af borunum og með- höndlun á jarðhita hérlendis og vinnslu hans.“ Að sögn Þorleifs munu ís- lenskir vísindamenn stunda mælingar á svæðinu í október og nóvember nk. og ættu nið- urstöður úr þeim að liggja fyr- ir í febrúar 2008. Í framhaldinu verði síð- an tekin ákvörðun um tilraunaboranir, þ.e. hversu margar þær verði, hvar þær verði og hvernig þær verði boraðar. Samhliða rannsóknum munu afr- ískir vísindamenn og starfsfólk koma hingað til lands í þjálfun á sviði jarð- hitarannsókna og reksturs jarðhitasvæða. Segir hann stefnt að borun rannsókn- arholna um mitt næsta ár og ættu niðurstöður þeirra að liggja fyrir síðla árs 2008. Gangi allt að óskum ætti, að sögn Þorleifs, að vera hægt að reisa raforkuver á rúmum tveimur árum og því væri hægt að taka það í notkun í árslok 2010. Aðspurður segir Þorleifur raforkuna sem framleidd verði í Djíbútí alla hugsaða til notkunar innanlands. Bendir hann á að eins og staðan sé í dag fái íbúar Djíbútís alla sína raforku með brennslu inn- flutts jarðefnaeldsneytis, sem þýði að raforkuverð þar í landi sé allt að fjórfalt til fimmfalt hærra en hérlendis. Gangi allt að óskum getur Djíbútí, að sögn Þorleifs, orðið fyrsta land í heimi sem uppfyllir raf- orkuþarfir sínar einvörðungu með jarðhita. Segir hann til mikils að vinna fyrir íbúa rík- isins, því mikil eftirspurn sé í landinu eftir rafmagni í dag og varla hægt að anna eft- irspurninni. „Aukið aðgengi að rafmagni er forsenda fyrir vexti í svona samfélögum,“ segir Þorleifur og tekur fram að ekki spilli fyrir að raforkan verði vistvæn. Algjörlega á viðskipta- legum forsendum Að sögn Þorleifs er um all- mikla orku að ræða á Assal- svæðinu. Segir hann starfs- menn OR reikna með að hægt verði að nýta alla vegna 100 megavött á svæðinu í fyrstu umferð. Að sögn Þorleifs yrði hugsanleg virkjun 40-100 megavött. Spurður um kostn- að segir Þorleifur að reikna megi með að kostnaður við rannsóknir á svæðinu og byggingu raforkuvers sé á bilinu 3-3,5 milljónir banda- ríkjadala fyrir hvert mega- vatt, það þýðir að kostnaður vegna 40-100 megavatta orku- ver geti verið 120-350 millj- ónir bandaríkjadala, sem sam- svarar 7,4-21,7 milljörðum íslenskra króna. Aðspurður segir Þorleifur að OR fjármagni allar for- athuganir og hluta til- raunaborananna. „Síðan er meiningin að stofna félag í Djíbútí um boranirnar og byggingu raforkuversins,“ segir Þorleifur og tekur fram að OR verði drifkraftur í því félagi auk þess sem að því komi aðrir íslenskir og erlend- ir fjárfestar. Sem dæmi nefnir Þorleifur að OR sé þegar komin í samstarf við Afríska þróunarbankann sem muni að verulegu leyti vera ráðgjafi í fjárhagslegri uppbyggingu verkefnisins og fjármögnun. Spurður hvort hér sé um þró- unarverkefni að ræða svarar Þorleifur því neitandi. „Við er- um að fara í þetta verkefni al- gjörlega á viðskiptalegum for- sendum.“ Aðspurður um tilkomu samstarf OR við ríkisstjórn Djíbútís bendir Þorleifur á að Íslendingar hafi um áratuga- bil stundað rannsóknir í Afr- íku m.a. á vegum ÍSOR og tekur fram að OR njóti góðs af þeirri forsögu og reynslu, en ÍSOR eru samstarfsaðilar OR í verkefninu. Í annan stað nefnir Þorleifur frumkvæði Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem hafi lagt mikla áherslu á útflutning á þekkingu íslenska fyrirtækja á umhverfisvænum orkugjöf- um. „Hann hefur verið drátt- arhestur í að koma á þessum samböndum.“ „Við erum mjög bjartsýnir“  OR rannsakar umfangsmikið jarðhitasvæði í Afríku  Djíbútí gæti orðið fyrsta land í heimi sem uppfyllir raforkuþarfir sínar aðeins með jarðhita  Raforkuver getur tekið þar til starfa árið 2010 Rannsóknarsvæðið Horft yfir hluta rannsóknarsvæðis í Assalsigdalnum í átt að Assalvatni. Yfirborð Assalvatns liggur 155 m undir sjávarmáli, sjór rennur í það gegnum jarðlög. Í HNOTSKURN »Afríkuríkið Djíbútíer um 23 þúsund fermetrar að stærð. » Íbúar landsins eruum 800 þúsund. »Djíbútí er staðsett íAustur-Afríku og á landamæri að Erítreu í norðri, Eþíópíu í vestri og suðri, og Sómalíu í austri. Auk þess á Djí- bútí strandlengju við Rauðahafið og Aden- flóa. »RannsóknarboranirOR eru á Assal- svæðinu, sem gengur eftir stórum hluta aust- anverðrar Afríku. »OR stefnir að því aðreisa 40-100 mega- vatta raforkuver sem taki til starfa 2010. Þorleifur Finnsson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is EKKERT skilti er við rennibrautina í Lágafellslaug sem segir til um að börn innan tiltekins aldurs megi ekki fara ein í rennibrautina, en þar varð alvarlegt sundlaugarslys nýlega. Líf tveggja ára gamals barnsins hékk á bláþræði og slysið hefur beint at- hygli fólks að öryggi í sundlaugum. Forsvarsmenn sundlaugarmála benda hins vegar á ábyrgð foreldra á börnum sínum. Þannig telur Jó- hanna Gunnarsdóttir, forstöðumað- ur Lágafellslaugar, að fjölmiðlar eigi að koma því á framfæri að börn eru alltaf á ábyrgð forráðamanna sinna. Eins telur hún áríðandi að fjölmiðlar fjalli um mikilvægi skyndihjálpar- námskeiða. Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR, upplýsti í gær að verið væri að endurnýja vaktskjái í varðturnum lauga. Hann bendir á að samkvæmt reglugerð megi barn yngra en 8 ára ekki fara eitt í sund og fylgdarmaður verði að vera 14 ára og syndur. Upplýst hefur verið að í Lágafells- laug eru 19 eftirlitsvélar sem ná yfir laugarsvæðið í heild sinni, þar á með- al neðansjávarmyndavélar. Hinsveg- ar er engin neðansjávarvél í lending- arlauginni þar sem unga barnið fannst á kafi nær dauða en lífi á þriðjudag. Eftirlitsvél er beint ofan á laugina og segir Jóhanna að ekki sé höfð neðansjávarvél vegna þess að lendingarlaugin er það grunn. Skemmst er að minnast mun al- varlegra sundlaugarslyss í Kópa- vogslaug í lok apríl þar sem 15 ára unglingur fannst meðvitundarlaus á laugarbotni og liggur enn á spítala. Var það sundkennari sem fyrst sá drenginn en ekki neðansjávar- myndavél sem þó var þar að finna. Aðspurð hvort kornung börn megi fara í rennibrautir í lauginni segir Jóhanna að börn séu alltaf inni á svæðinu með forráðamönnum og á þeirra ábyrgð, þótt sundlaugin sinni ábyrgð sinni út frá öryggissjónar- miði. „Það er ekkert sem getur bannað börnum að nota þau tæki sem eru hér,“ segir hún. Engin skilti eru við rennibrautir um að börn inn- an tiltekins aldurs megi ekki fara í brautirnar. En Jóhanna bendir á að lítil börn fari ekki nema í undantekn- ingartilvikum upp í rennibrautirnar, og þá í fylgd eldri systkina eða for- eldra. Hún telur að vafalaust verði áréttað við alla sem í hlut eiga að ung börn fari ekki rennibrautir. Í Lágafellslaug eru flotbörur til staðar en ekkert hjartastuðtæki. Jó- hanna bendir á að ekki sé skylt að hafa hjartastuðtæki en eigi að síður hafi laugin pantað eitt slíkt. Aðspurð hvaða ályktanir megi draga af því að slysið uppgötvaðist hvorki með því að eftirlitsvél greindi barnið í lendingarlauginni né að sundlaugarvaktmaður hafi fyrstur komið auga á það, heldur nærstadd- ur sundlaugargestur, segir Jóhanna á að oft komi fyrstu viðbrögð frá nærstöddum sundlaugargestum. „Svæðið er stórt og börnin mörg. Það er í ýmsar áttir að horfa og þótt við fegin vildum er ekki starfsmaður á barn hér,“ segir hún en tekur fram að laugin sé vel mönnuð. Steinþór hjá ÍTR hélt vikulegan fund í gær með öllum forstöðumönn- um sundlauga í Reykjavík og kom þar fram að öll starfsemi lauganna uppfyllti reglugerðir um sundstaði. Hann segir að engar öryggismynda- vélar muni geta leyst forráðamenn undan ábyrgð á börnum sínum og út- tekt ÍTR á hverri sundlaug fyrir sig hafi leitt í ljós að öllum reglum sé fylgt. „En það er alltaf hægt að gera betur,“ segir hann. Nú sé t.d. verið að endurnýja vaktskjái í varðturnum lauga. Steinþór bendir á að sam- kvæmt reglugerð megi barn yngra en 8 ára ekki fara einsamalt í sund. Fylgdarmaður verður að vera 14 ára og syndur og má ekki vera með um- sjón með fleiri en tveimur börnum. Steinþór segir að reglugerðir skyldi ekki sundstaði til að vera með viðvörunarskilti við rennibrautir, en sundstaðir Reykjavíkur séu þó með slíkar merkingar. Fá ekki að fara í rennibrautir Börn sem ekki ná til botns í lend- ingarlaugum neðan við rennibrautir mega ekki renna sér ein síns liðs. Nú þegar sumarið er komið og umferð krakka eykst í laugarnar verður gæslan efld til muna. „Laugarverðir munu ekki hleypa börnum með kúta einsömlum í rennibrautirnar, þannig að á þessu er mjög góð gæsla. Það skiptir máli að hafa reynda og góða laugarverði sem fylgjast vel með.“ Börn yngri en sex ára mega þá ekki fara ein síns liðs í stærri renni- brautir lauganna. Þótt vel verði fylgst með þessum hlutum í sumar er það samt ekki svo að föst vöktun laugarstarfsmanna sé almennt með umferð barna í rennibrautirnar og þar skiptir ábyrgð forráðamanna miklu, segir Steinþór. Engin skilti um aldursmörk Í sundi Gaman getur verið í sundlauginni, en þar geta orðið slys, allt frá smáóhöppum upp í banaslys. Fullorðið fólk jafnt sem börn og unglingar hafa lent í slíkum slysum á liðnum árum en oft hefur tekist að forða slysi með snarræði. Unnið að endurnýjun vaktskjáa Í HNOTSKURN »Til að fá starfsleyfi fyrirsund- og baðstaði er skylt að hafa neyðar- og við- bragðsáætlun á sundstöðum og hafa öryggisreglur sýni- legar gestum. »Á sundstöðum skal vera tilviðurkenndur búnaður til skyndihjálpar og yfirfara hann reglulega. »Laugarverðir eiga aðgangast undir hæfnispróf sundstaða einu sinni á ári. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.