Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 43
Við sem hittumst á haustdögum árið 1968 kveðjum í dag kæra skóla- systur og vinkonu. Fjórir áratugir eru ekki svo lengi að líða hjá stelp- um sem halda fast saman og líta allt- af á spaugilegar hliðar lífsins. Guðný var glaðvær, dugleg og ákveðin. Hún brást aldrei því sem henni var trúað fyrir. Það var hvorki fum á henni til orðs né æðis. Hún féll vel inn í hópinn sem hristist saman við nám og leik í þrjú ár. Galsi þeirra glöðu æskuára, námið í Háuhlíðinni og á Laugarvatni og mánaðarlegar samkomur síðan við útskrifuðumst hefur tengt okkur einstökum tryggðaböndum. Guðný sinnti trúnaðarstörfum fyrir félag hússtjórnarkennara og var einstak- lega góður og farsæll kennari. Við erum níu sem skipuðum þenn- an systrahóp. Það er þungbært að sjá svo stórt skarð höggvið í hann. Samverustundirnar verða ekki fleiri í fullskipuðum hópi. Þar vantar bjartan svip og smitandi ógleyman- legan hlátur. Því verðmætari verða minningarnar um langa samleið og gjöfular samverustundir. Eiginmanni Guðnýjar, börnum og fjöskyldum þeirra og ástvinum öll- um vottum við innilega samúð okk- ar. Far þú í friði elskulega vinkona. Skólasystur útskrifaðar árið 1971 úr Húsmæðra- kennaraskóla Íslands. Minningarnar þyrlast upp í huga mínum nú þegar ég hugsa til Guð- nýjar skólasystur minnar og vin- konu. Við höfum átt samleið í hart- nær fjörutíu ár og það sem hugur minn staldrar endalaust við er vin- áttan. Hún var sannur vinur. Við áttum saman þrjú mikilvæg ár í HKÍ þar sem við lögðum grunninn að vinskap okkar. Guðný var ætíð tilbúin að gefa af sér með glaðværð sinni þótt ábyrgðartil- finningin væri aldrei langt undan. Þessir eiginleikar hennar nutu sín mjög vel í öllu hennar starfi sem kennari og vinirnir fóru heldur ekki varhluta af þessum kostum Guðnýj- ar. Ungar áttum við dýrmæt mótun- arár saman. Ungar kynntumst við mökum okkar sem voru vinir á sama hátt og við vinkonur. Það urðu því sterk og heilsteypt vin- áttubönd sem bundu okkur hjónin Jón og Helgu við þau Berent og Guðnýju. Þegar við Jón hugsum til baka hefur tíminn liðið undrahratt. Það er eins og að fletta í myndalbúmi að láta hugann reika, sjá fyrir sér allar þær góðu stundir sem við og fjöl- skyldur okkar hafa átt saman. Við kveðjum því Guðnýju með miklum söknuði og þökkum henni sam- fylgdina. Kæra fjölskylda, þið hafið misst mikið en minningarnar um frábæra konu lifa. Við og börnin okkar vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Helga og Jón. Vinkona mín Guðný Jóhannsdótt- ir er látin fyrir aldur fram. Í bókinni Fimm konur, eftir Vil- hjálm S. Vilhjálmsson stendur eft- irfarandi skrifað um Ingibjörgu Gissurardóttur, móðurömmu Guð- nýjar: „Ingibjörg er létt á sér, frem- ur lágvaxin, en hnellin, kraftur í hverri hreyfingu. Hún hefur létta lund og lætur gamanyrði fjúka.“ Þannig minnist ég einnig Guðnýj- ar eftir áratuga vináttu og traust og gefandi samstarf. Um leið og ég þakka samfylgdina óska ég Berent og fjölskyldunni allri alls góðs á ókomnum árum. Guðrún. Kveðja frá Félagi hússtjórnar- og heimilisfræðikennara Í dag kveðjum við fyrrverandi formann félagsins. Guðný var formaður á árunum 1999-2003. Um leið og við þökkum óeigin- gjarnt starf í þágu félagsins, send- um við fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 43 ✝ Guðrún ÞrúðurVagnsdóttir fæddist á Minni Ökrum í Skagafirði hinn 16. janúar 1939. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Sauðárkróki hinn 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Vagn Gísla- son, f. 6. nóvember 1901, d. 4. október 1986, og Fjóla Stefánsdóttir, f. 9. október 1914, d. 4. maí 2004. Systkini Guðrúnar eru Stefán, f. 7. október 1937, kvænt- ur Sigurlaugu Jónsdóttur, Hjört- ína Dóra, f. 11. apríl 1943, gift Ólafi S. Pálssyni, og Aðalbjörg, f. 21. nóvember 1951, sambýlis- maður Kristján Alexandersson. Guðrún giftist hinn 25. októ- ber 1960 Hreini Þorvaldssyni, f. 5. júní 1937, d. 17. febrúar 2006. Börn þeirra eru: 1) Þorvaldur Leifur, f. 26. febrúar 1957, kvæntur Lizbeth Hreinsson, þau eiga einn son, Erik, f. 2. nóv- ember 1993. 2) Birgir Örn, f. 25. október 1961, unnusta Valbjörg Pálmarsdóttir, börn hans eru: a) Svavar Atli, f. 1. maí 1980, sam- býliskona Kolbrún Passaro, þau eiga tvíburana Veigar Örn og Orra Má, f. 20. júní 2005, b) Eggert Þór, f. 13. ágúst 1983, c) Hreinn Gunnar, f. 14. sept- ember1989, d) Brynjar Örn, f. 13. mars 1997, e) Ás- geir Fannar, f. 30. október 1999, og f) Arnar Gauti, f. 18. apríl 2006. 3) Auð- ur Sigríður, f. 10. júlí 1963, gift Bjarna Má Bjarnasyni, börn þeirra eru: a) Bjarni Þór, f. 13. september 1982, unnusta Helga Elísa Þorkelsdóttir, f. 8. apríl 1983, b) Gunnar Ingi, f. 23. jan- úar 1987, c) Hákon Már, f. 23. desember 1990, d) Garðar Pálmi, f. 4. febrúar 1993, og e) Óli Eð- vald, f. 14. september 1998. 4) Halldís Hulda, f. 29. mars 1977. Börn hennar eru Jódís Fjóla, f. 26. mars 2003, og Guðrún Lilja, f. 26. október 2005. 5) Friðrik Hreinn, f. 10. júní 1981, unnusta Ástrós Guðmundsdóttir, f. 16. mars 1984. Útför Guðrúnar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Lífið er óútreiknanlegt. Á einu og hálfu ári hafa bæði Hreinsi og Gunna kvatt þennan heim. Gunna barðist hetjulega við krabbamein sem hún að lokum þurfti að hopa fyrir. Þegar ég kvaddi hana fann ég friðinn sem yfir henni var og sá hvað henni leið vel. Eflaust líður henni enn betur núna þar sem hún er kom- in í fang Hreinsa á ný. Síðustu vik- um og dögum sem hún var með okk- ur hér eyddi hún með þeim sem henni voru kærastir og dó hún um- vafin börnum sínum, sem er ómet- anlegt. Elsku Rikki minn, Lúlla, Hulda, Biggi, Olli og aðrir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur á þessum erfiðu tím- um. Minning um góða móður, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. Horfin ertu héðan vina kæra hnigin ertu nú í svefninn væra. Sofðu vært uns sólin fagra skín á sælulandi gleðin aldrei dvín. (Lilja Guðmundsdóttir) Þín tengdadóttir Ástrós Guðmundsdóttir. Það er sárt að hugsa til þess að nú sért þú farin Gunna mín. Það er svo ótalmargt sem þú hef- ur kennt mér, svo margar skemmti- legar minningar sem við höfum skapað, og svo margt sem við höfum brasað saman. Okkar stærsta sameiginlega áhugamál voru dýrin, þá aðallega hestarnir og kindurnar. Þau voru ekki fá símtölin sem við ræddum um hestana og spekúleringarnar voru miklar. Þú gafst mér hann Hersi, minn fyrsta hest og komst mér af stað í hestamennskuna og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát. Þeir voru heldur ekki fáir dagarn- ir sem við sátum uppá Móa og fylgd- umst með sauðburðinum og biðum eftir lömbunum. Kindurnar þínar voru allar svolítið sérstakar og auð- þekkjanlegar, allar voru þær flekk- óttar og allskonar á litinn, við köll- uðum þær Gunnulegar í réttunum og það sama var með hrossin, þau voru flest fallega slettuskjótt. Það var alltaf tilhlökkun hjá mér á haustin að koma norður til þín, fara í göngur, draga rollurnar í réttinni fyrir þig og reyna að finna Kolrössu, golsóttu gimbrina sem þú gafst mér fyrir löngu. Þú sagðir einhvertíma að þér fyndist hún svo lík mér og það fannst mér alveg frábært. Mér þótti vænt um það að þínar síðustu vikur fékkst þú að gera það sem þér þótti skemmtilegast að brasa í sauðburði og taka á móti lömbum. Þú varst ein mín helsta fyrir- mynd, þú kenndir mér svo ótalmargt og gerðir mig að betri manneskju, mér þótti svo óendanlega vænt um þig. Nú er þinni baráttu lokið og ég kveð þig með sorg í hjarta, ég veit að þú ert komin á betri stað og ég veit að hann Hreinsi þinn sem þú sakn- aðir svo sárt hefur tekið vel á móti þér. Takk fyrir allt elsku Gunna mín. Þín Hugrún Lilja. Elsku Rikki, Hulda, Lúlla, Biggi, Olli og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð á þessum erfiða tíma. Hugrún Lilja Hilmarsdóttir. Þín minning lifir í mínu hjarta þú mesta yndi mér hefur veitt. Við áttur framtíð, svo fagra og bjarta en flestu örlögin geta breytt. Og þegar kvöldið er svo kyrrt og hljótt ég kveðju sendi þér, þig dreymi rótt. Þín minning lifir í mínu hjarta ég mun því bjóða þér góða nótt. Elsku amma gamla. Við kveðjum þig með þessum orð- um sem hann Númi afi samdi. Núna ertu farin til himna til Hreinsa afa og þar líður þér vel. Við horfum til himna og sjáum ykkur afa leiðast og vitum að þið passið okkur. Jódís Fjóla og Guðrún Lilja. Elsku Gunna. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er bezt. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl, sem ei þaggast, ei lund, sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Ben.) Hólmfríður Þórðardóttir. Guðrún Þrúður Vagnsdóttir ✝ Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, HALLGRÍMS B. ÞÓRARINSSONAR, Þiljuvöllum 25, Neskaupstað. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fjórðungssjúkra- hússins í Neskaupstað. Auðbjörg Stefánsdóttir, Stefán Hallgrímsson og fjölskyldur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, BRYNJA ÞÓRÐARDÓTTIR, Hvassaleiti 56, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum að morgni hvítasunnu- dags 27. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Edvard Skúlason, Þuríður Gunnarsdóttir, Börkur Skúlason, Katrín Þorkelsdóttir, Ólöf Skúladóttir, Sigurður Ingi Guðmundsson, Brynja Viðarsdóttir, Björn Rúnar Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, dóttur, tengdadóttur, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR ÁSBJÖRNSDÓTTUR tónlistarkennara, Holtsbúð 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir til starfsfólks 11-G Landspítala við Hringbraut. Páll Hannesson, Björn Rúnar Lúðvíksson, Rósa Karlsdóttir, Jóhann Rúnar Pálsson, Huld Aðalbjarnardóttir, Ásbjörn Pálsson, Ingibjörg S. Ármannsdóttir, Margrét Valgerður Pálsdóttir, Þórarinn Hauksson, Guðrún Sigurðardóttir, Ásbjörn Guðmundsson, Steinþóra Margrét Níelsdóttir og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, ÞÓRMUNDAR HJÁLMTÝSSONAR, Gullsmára 7. Sérstakar þakkir fær heimahjúkrunin Karitas og líknardeildin í Kópavogi. Hólmfríður Jóna Arndal Jónsdóttir, Óskar Herbert Þórmundsson, Helga Ragnarsdóttir, Sigurjón Þórmundsson, Ragnheiður L. Georgsdóttir, Þórður Rúnar Þórmundsson, Ingibjörg Harðardóttir, Jóhanna S. Hannesdóttir, Sjöfn Sóley Þórmundsdóttir, Gunnar Þór Magnússon, Fanney Þórmundsdóttir, Hilmar Jóhannesson, Sigurbjörn Jakob Þórmundsson, Anna Guðný Friðleifsdóttir, Bjarni Gaukur Þórmundsson, Sóley Ægisdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HAUKUR EINARSSON vélfræðingur, Jöklafold 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut miðvikudaginn 30. maí. Útför hans fer fram í Grafarvogskirkju mánudaginn 11. júní kl. 13:00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Kristjánsdóttir, Jóna Helga Hauksdóttir, Inga Guðný Hauksdóttir, Bernharð Antoniussen, Einar Birgir Hauksson, Kristín Óskarsdóttir, Edda Kristín Hauksdóttir, Anna Karen Hauksdóttir, og barnabörn. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Takk fyrir allt. Björg systir. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.