Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 33 Nemendur í framhaldsskólum fá stuðning til kaupa á námsgögnum. Sérstaklega verður hugað að stuðningi við börn innflytjenda í skólakerfinu. Stuðningur við langveik börn, börn með hegðunarvandamál, geðraskanir og þroskafrá- vik verður aukinn og þegar í stað verður gripið til aðgerða til að vinna á biðlistum á þessum sviðum. Jafnframt verður hugað að for- eldraráðgjöf og foreldrafræðslu. Forvarnastarf gegn kynferðislegu ofbeldi verður eflt og stuðn- ingur við fjölskyldur ungmenna sem eiga í vanda vegna vímuefnaneyslu verður aukinn. Síðast en ekki síst þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því að fæðingarorlofið verði lengt í áföngum. Ríkisstjórnin leggur ríka áherslu á að styrkja stöðu aldraðra og öryrkja. Við viljum vinna að einföldun almannatryggingakerfisins. Eins er brýnt að taka til sérstakrar skoðunar samspil skatta, tryggingabóta, greiðslna úr lífeyr- issjóðum og atvinnutekna einstaklinga til að tryggja meiri sanngirni og hvetja til tekjuöfl- unar og sparnaðar. Í þessu skyni verður dregið úr tekjutengingum og skerðingum bóta í al- mannatryggingakerfinu. Þannig er stefnt að hækkun frítekjumarks vegna atvinnutekna fyr- ir aldurshópinn 67-70 ára. Tekjutenging at- vinnutekna 70 ára og eldri við lífeyri almanna- trygginga verður að fullu afnumin sem og skerðing tryggingabóta vegna tekna maka. Skoðað verður hvort undanskilja megi hluta af lífeyrissjóðstekjum eldri borgara skerðingum í almannatryggingakerfinu. Jafnframt er stefnt að því að ríkissjóður tryggi ellilífeyrisþegum líf- eyri að lágmarki 25 þúsund krónur á mánuði frá lífeyrissjóði og að almennt skerðingarhlut- fall í almannatryggingakerfinu lækki á kjör- tímabilinu í 35%. Til þess að tryggja framgang þessara mála verður þegar á þessu þingi lagt fram frumvarp sem felur í sér mikilvægar breytingar á þessu sviði. Við höfum líka ákveðið að hraða uppbygg- ingu 400 nýrra hjúkrunarrýma fyrir aldraða og fjölga einbýlum. Þá verður sólarhringsþjónusta efld og einstaklingsmiðuð þjónusta aukin. Enn- fremur er ríkisstjórnin sammála um að fylgja eftir tillögum örorkumatsnefndar um stóraukna starfsendurhæfingu og nýtt matskerfi varðandi örorku og starfsgetu en koma jafnframt til móts við þann hóp sem er með varanlega skerta starfsgetu. Ríkisstjórnin hefur sett sér metnaðarfull markmið í jafnréttismálum. Meðal annars vil ég nefna að gerð verður áætlun um að minnka óút- skýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt að því að hann minnki um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin vill einnig koma á samvinnu aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera um að leita leiða til að eyða slík- um launamun á almennum vinnumarkaði. Kjör kvenna hjá hinu opinbera verða endurmetin, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í mikl- um meirihluta. Þá verður unnið að því að jafna stöðu kvenna og karla í nefndum og stjórn- unarstöðum á vegum ríkisins. Tryggður verði réttur launafólks til að skýra frá launakjörum sínum ef það svo kýs. Loks vil ég nefna þá stefnumörkun að trúfélögum verði veitt heimild til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Ríkisstjórnin setur sér það markmið að allt menntakerfi þjóðarinnar, frá leikskóla til há- skóla, verði í fremstu röð í heiminum. Rík- isstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi fjárfestingu í rannsóknum og menntakerfi þjóð- arinnar, enda er ljóst að framfarir og hagvöxtur komandi ára verða knúin áfram af menntun, vísindum og rannsóknum. Áhersla verður lögð á gæði, sveigjanleika og fjölbreytni í náms- framboði þannig að allir geti fundið nám við sitt hæfi. Fjölgað verður námsleiðum og áhersla aukin á valfrelsi nemenda og einstaklingsmiðað nám, meðal annars til að draga úr brottfalli nemenda á framhaldsskólaaldri. List- og verk- menntun á öllum skólastigum verður efld og náms- og starfsráðgjöf aukin. Lögð verður áhersla á að skapa ný tækifæri til náms fyrir þá sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi og efla fullorðinsfræðslu innan skólakerfis og á vinnumarkaði. Stefnt verður að auknu faglegu og rekstrarlegu sjálfstæði skóla og minni mið- stýringu og unnið að lengingu og aukinni fjöl- breytni í kennaranámi. Lög um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna verða endurskoðuð með það að markmiði að bæta kjör námsmanna enn frekar. Stefna ríkisstjórnarinnar er að á Íslandi sé veitt heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða. Tekin verður upp blönduð fjármögnun á heil- brigðisstofnunum þar sem fjármagn fylgir sjúk- lingum og áhersla lögð á að kostnaðargreina heilbrigðisþjónustuna. Þannig fái heilbrigð- isstofnanir fjármagn í samræmi við þörf og fjölda verka. Við þurfum einnig að skapa svig- rúm til fjölbreytilegri rekstrarforma í heilbrigð- isþjónustu, m.a. með útboðum og þjónustu- samningum, en jafnframt tryggja að allir hafi að henni jafnan aðgang, óháð efnahag. Þá þarf að leita leiða til að lækka lyfjaverð og einfalda greiðsluþátttöku hins opinbera. Stóraukin áhersla verður lögð á forvarnir á öllum sviðum og stuðlað að heilbrigðari lífsháttum. Brugðist verður hart við aukinni vímuefnavá með öflugri fræðslu og forvörnum, stuðningi við fjölskyldur í vanda, fjölbreyttum meðferðarúrræðum og hertri löggæslu. Úrbætur í samgöngum lykilatriði Ríkisstjórnin telur mikilvægt að allir lands- menn eigi greiðan aðgang að menntun, atvinnu og þjónustu óháð búsetu og fái notið sambæri- legra lífskjara. Við munum í þessu skyni skil- greina þau störf á vegum ríkisins sem hægt er að vinna án tillits til staðsetningar og geta þannig stuðlað að fjölgun starfa á landsbyggð- inni. Í rammafjárlögum fyrir næstu fjögur ár verður lögð mikil áhersla á eflingu innviða sam- félagsins á sviði samgangna og fjarskipta. Úrbætur í samgöngum eru lykilatriði til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins og lækka flutningskostnað. Styttri vegalengdir milli byggðakjarna og öruggari vegir skapa mögu- leika á stærri og lífvænlegri atvinnu- og búsetu- svæðum. Ríkisstjórnin mun beita sér sér- staklega fyrir úrbótum á samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins og leggur áherslu á um- ferðaröryggi og almenningssamgöngur. Ríkisstjórnin vill ennfremur tryggja öryggi í gagnaflutningum til og frá landinu með lagn- ingu nýs sæstrengs og sömuleiðis að flutnings- hraði gagna aukist í takt við þá þróun sem á sér stað. Góð gagnasamskipti auka mjög aðgengi að menntun og þjónustu, óháð landfræðilegri stað- setningu, og fela auk þess í sér tækifæri til ný- sköpunar. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að Ísland verði í fararbroddi þjóða heims í umhverf- ismálum. Íslensk stjórnvöld, fyrirtæki og menntastofnanir eru í einstakri stöðu til þess að láta til sín taka á alþjóðavettvangi í baráttu gegn mengun og sóun náttúruauðlinda. Rík- isstjórnin stefnir að því að ná víðtækri sátt um verndun verðmætra náttúrusvæða landsins og gera skýra áætlun um samdrátt í losun gróð- urhúsalofttegunda. Ríkisstjórnin hyggst efla skógrækt og landgræðslu meðal annars í þeim tilgangi að binda kolefni í andrúmsloftinu. Einnig verður skipulega unnið að aukinni notk- un vistvænna ökutækja, m.a. með því að beita hagrænum hvötum. Til að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða er mikilvægt að ljúka rannsóknum á verndargildi þeirra og gildi ann- arrar nýtingar. Sérstök áhersla verði lögð á að meta verndargildi háhitasvæða landsins og flokka þau með tilliti til verndar og orkunýt- ingar. Stefnt verður að því að ljúka vinnu við rammaáætlun fyrir lok árs 2009 og leggja nið- urstöðuna fyrir Alþingi til formlegrar af- greiðslu. Þar til sú niðurstaða er fengin verður ekki farið inn á óröskuð svæði án samþykkis Alþing- is nema rannsóknar- eða nýtingarleyfi liggi fyr- ir. Nokkur svæði, sem talin eru mikilvæg út frá verndunarsjónarmiðum af stofnunum umhverf- isráðuneytisins, verða undanskilin nýtingu og jarðrask þar óheimilt þar til framtíðarflokkun hefur farið fram í samræmi við staðfestar nið- urstöður hinnar endurskoðuðu rammaáætlunar. Slík svæði eru Askja, Brennisteinsfjöll, Hvera- vellir, Kerlingarfjöll, Kverkfjöll og Torfajökull. Vatnasviði Jökulsár á Fjöllum verður bætt við Vatnajökulsþjóðgarðinn og tryggt að ekki verði snert við Langasjó í virkjanaskyni. Stækkun friðlandsins í Þjórsárverum verður tryggð þannig að það nái yfir hið sérstaka vot- lendi veranna. Mikilvægt er að stjórnvöld, atvinnulífið og samfélagið allt taki saman höndum við að berj- ast gegn fordómum gagnvart minnihlutahópum, hvort sem þeir fordómar byggjast á uppruna eða öðrum þáttum. Ríkisstjórnin hefur því ákveðið að unnin verði heildstæð fram- kvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda sem hafi það markmið að betur verði tekið á móti erlendu fólki sem flyst til landsins og því auð- veldað að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi og rækta menningu sína. Jafnframt verði tryggt að útlendingar á vinnumarkaði njóti sambærilega réttinda og íslenskt launafólk og að allar ráðningar erlends verkafólks séu í samræmi við gildandi kjarasamninga. Mannréttindi, aukin þróunarsamvinna og áhersla á friðsamlega úrlausn deilumála verða nýir hornsteinar í íslenskri utanríkisstefnu. Ný ríkisstjórn harmar stríðsreksturinn í Írak og vill leggja sín lóð á vogarskálar friðar í Írak og Miðausturlöndum, m.a. með þátttöku í mann- úðar- og uppbyggingarstarfi. Íslendingar eiga að stefna að því að taka for- ystu í baráttunni gegn mengun hafsins og al- þjóðlegu starfi til að bregðast við loftslags- breytingum. Að öðru leyti byggist stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkismálum á þeim gildum sem legið hafa til grundvallar samvinnu vestrænna lýðræðisríkja, norrænu samstarfi og viðleitni þjóða heims til að auka frelsi í alþjóð- legum viðskiptum. Ríkisstjórnin mun fylgja markaðri stefnu í öryggis- og varnarmálum og koma á fót samráðsvettvangi stjórnmálaflokk- anna um öryggismál. Við leggjum áherslu á að allar meiri háttar ákvarðanir um utanríkismál verði teknar í samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Ríki Evrópusambandsins eru mikilvægasta markaðssvæði Íslands. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur reynst þjóðinni vel og er ein af grunn- stoðum öflugs efnahagslífs þjóðarinnar. Skýrsla Evrópunefndar verður grundvöllur nánari at- hugunar á því hvernig hagsmunum Íslendinga verður í framtíðinni best borgið gagnvart Evr- ópusambandinu. Við höfum ákveðið að koma á fót föstum samráðsvettvangi stjórnmálaflokka á Alþingi sem mun fylgjast með þróun mála í Evrópu og leggja mat á breytingar út frá hags- munum Íslendinga. Nefndin mun hafa samráð við innlenda sérfræðinga og hagsmunaaðila eft- ir þörfum. Endurskoðun stjórnarskrár haldið áfram Ríkisstjórnin er sammála um nauðsyn þess að halda áfram með þá endurskoðun á stjórn- arskrá lýðveldisins sem hófst á síðasta kjör- tímabili. Áhersla verður lögð á að leiða til lykta ágreining um þjóðareign á náttúruauðlindum í ljósi niðurstöðu sérnefndar um stjórnarskrár- mál um það atriði á síðasta þingi. Hæstvirtur forseti. Ég hef nú farið yfir helstu atriði úr stefnu- yfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar. Við höfum sett okkur afar metnaðarfull markmið á mörgum sviðum sem öll eiga það sameiginlegt að stuðla að auk- inni velsæld íslensku þjóðarinnar. Þetta er auð- vitað meginmarkmið stjórnmálanna, að bæta kjör almennings og skapa hér fjölskylduvænt samfélag þar sem fólki líður vel; að skapa um- hverfisvænt samfélag sem við getum verið stolt af og skapa hér samkeppnishæft og aðlaðandi umhverfi fyrir okkar kröftuga atvinnulíf. Með öðrum orðum, íslenskt samfélag sem verður áfram í fremstu röð þjóða heims á hvaða lífs- kjaramælikvarða sem litið er. Ég horfi björtum augum til þess kjörtímabils sem nú er að hefjast og tel það fela í sér mikil tækifæri til þess að gera gott samfélag enn betra.“ egt jafnrétti verði allri stefnumótun Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stefna Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur stefnuræðu sína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.