Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 1. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðný Jóhanns-dóttir fæddist á Þorfinnsgötu 8 í Reykjavík hinn 24. september 1948. Hún lézt á Land- spítalanum 23. maí síðastliðinn. For- eldrar Guðnýjar voru þau Ingunn Símonardóttir, f. 1. desember 1921, d. 2001 og Jóhann Björnsson, f. 4. október 1915, d. 1989. Systkini Guð- nýjar eru Björn, f. 1952, d. 1986, Ingibjörg, f. 1955, Vilborg, f. 1959 og Guðbjörg, f. 1964. Guðný giftist hinn 8. desember 1973 Berent Sveinbjörnssyni pípulagningameistara, f. 13. júlí 1950. Guðný og Berent eign- uðust fjögur börn, þau eru: 1) Sveinbjörn slökkviliðis- og sjúkraflutningamaður, f. 1972, kvæntur Auði Björgvinsdóttur. árið 1971. Eftir útskrift frá Hússtjórnarkennaraskóla Íslands réði Guðný sig til kennslu við Húsmæðraskólann á Staðarfelli í Dölum, þar sem hún starfaði í einn vetur. Eftir þann tíma sneri hún sér að barnauppeldi og heimilisstörfum. Árið 1976 hóf Guðný kennslu við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og kenndi þar þangað til hún lét af störfum vegna veikinda vorið 2006. Eftir Guðnýju liggur námsefni í heim- ilisfræði fyrir grunnskóla, sem hún vann fyrir Námsgagnastofn- un. Guðný starfaði mikið að hagsmunamálum hússtjórn- arkennara, sat m.a. í stjórn Reykjanesdeildar Hússtjórn- arkennarafélags Íslands, var for- maður Hússtjórnarkennarafélags Íslands og starfaði einnig að nor- rænu samstarfi samtaka hús- stjórnarkennara. Útför Guðnýjar verður gerð frá Víðistaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Börn þeirra eru Björgvin Hrannar, Símon Ingi og Þor- björg Helga. 2) Jó- hanna leikskólakenn- ari, f. 1974, gift Degi Jónssyni. Börn þeirra eru Guðný Hildur, Jón Tumi og Elís Hugi. 3) Hólm- fríður hjúkrunar- fræðingur, f. 1975. 4) Jóhann nemandi í Flensborgarskól- anum, f. 1988. Guðný ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð, ut- an einn vetur. Á unglingsárunum vann hún við fiskvinnslu á Möl- unum í Hafnarfirði og við af- greiðslu í Silfurbúðinni í Reykja- vík. Guðný lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum árið 1965, gekk í Húsmæðraskólann á Laugarvatni veturinn 1966-1967 og lauk kennaraprófi frá Hússtjórnarkennaraskóla Íslands Kæra systir og frænka. Samleið okkar í þessu lífi var of stutt, illvígur sjúkdómur tók völdin og hjó enn eitt skarðið í fjölskylduna okkar. Það er erfitt að sætta sig við þessa stað- reynd en eftir lifa minningar sem munu ylja um ókomna tíð. Það eru mörg augnablik og minn- ingar sem tengjast Guðnýju þegar litið er yfir farinn veg. Minningar allt frá því ég var lítill prakkari á Herjólfsgötunni, frá því ég var ung- lingur og eftir að ég stofna mína fjölskyldu og eignast börn. Minn- ingabrot sem halda minningu um Guðnýju lifandi í huga okkar. Hluti af góðu minningunum snýst um spennandi verslunarferðir, skemmtilegar heimsóknir og bíltúra með Guðnýju þegar ég var lítil stelpa. Þá áttum við góðar stundir saman á Akranesi eitt sumar, ég að passa Sveinbjörn og Guðný að vinna á sjúkrahúsinu og svo aftur þegar Guðný dvaldi við störf á Húsmæðra- skólanum á Staðarfelli. Samveru- stundir mínar sem unglingur með stóru systur voru fjölmargar þar sem ég hafði gaman af því að vera með systrabörnum mínum. Í seinni tíð naut ég samveru og sérþekking- ar Guðnýjar þá sérstaklega hvað varðar heimilisstörf og veisluhöld, enda heimilisfræði sérsvið systur minnar. Guðný var ábyrgðarfull og dugleg kona sem vandaði til verka og lagði áherslu á að ná sem allra bestri niðurstöðu í sérhverju verk- efni. Börnin mín búa ekki síður að minningum um góða og ábyrgðar- fulla frænku og móðursystur sem m.a. sótti þau til dagmömmu þegar við vorum nýflutt til Íslands og passaði þar til vinnu lauk hjá mömmu þeirra. Þá lifir minningin um eftirminnanleg gamlárskvöld með sprengjum og stjörnuljósum hjá Guðnýju frænku sem og margar aðrar minningar sem halda minn- ingu um Guðnýju lifandi í huga okk- ar. Við viljum þakka Guðnýju sam- fylgdina að sinni og óskum henni alls hins besta á nýjum stað. Fjölskyldu Guðnýjar þeim Be- rent, Sveinbirni, Auði, Jóhönnu, Degi, Hólmfríði og Jóhanni og öllum fallegu barnabörnunum vottum við okkar dýpstu samúð á þessum erf- iða tíma. Guðbjörg, Jóhann og Ingibjörg. Elsku Guðný mín, nú hefur þú verið kölluð á brott eftir að hafa bar- ist við illvígan sjúkdóm síðastliðin 3 ár. Í veikindum þínum stóðstu þig eins og hetja. En þú varst tekin allt of fljótt frá okkur. Ári eftir að þú greindist fannst mér allt líta svo vel út. Á því ári varð ég fimmtug og þú bauðst til að að- stoða við veisluundirbúninginn. Ég spurði þig hvort þú værir ekki að of- gera þér en þú neitaðir því. En þannig varst þú, þú kvartaðir aldrei. Æskuheimili okkar var á Herj- ólfsgötunni og þaðan á ég margar góðar minningar frá æsku okkar. Við vorum fimm systkinin, fjórar systur og einn bróðir og þú varst stóra systir okkar. Eitt sinn þegar ég var 6 ára göm- ul fékk ég að fara með þér á söng- leikinn My fair lady í Þjóðleikhús- inu. Við fórum með strætó og þótti mér þetta mikið ævintýri. Margar svona fallegar minningar geymi ég í hjarta mínu. Þar sem við höfum alltaf búið í ná- grenni við hvor aðra höfum við alltaf verið í miklum samskiptum og fylgst náið með hvor annarri. Ég er þakk- lát fyrir þann tíma sem við fengum saman. Ég á eftir að sakna þín sem systur og félaga. Ég trúi því að guð verndi þig og geymi þar til við mætumst á ný, elsku stóra systir mín. Ég veit að mamma, pabbi og Bössi bróðir munu taka vel á móti þér. Elsku Berent og fjölskylda, guð gefi ykkur styrk á þessum erfiða tíma. Ingibjörg (Bagga systir). Guðný stóra systir mín, nú streyma fram ótal góðar minningar frá æskuárunum. Þú varst orðin unglingur þegar ég man fyrst eftir mér og varst ótrúlega natin við að hlúa að okkur yngri systkinunum. Ég fékk svo oft að vera með þér, þú kenndir mér að binda slaufu, ég fylgdist með þér sauma út í ótrúlega fallega dúka, við sátum saman yfir útvarpsleikritinu á fimmtudags- kvöldum, þar sem þú kenndir mér að prjóna og hekla falleg dúkkuk- jóla. Það var líka einstaklega gaman að fá að skoða í skattholið þitt, með leynihólfum þar sem skart og annað skemmtilegt var geymt, svo sem bréf og framandi minjagripir. Ein ævintýramynd kemur upp í huga mér frá skemmtiferð sem þú fórst með vinnufélögum af „Mölunum“, en síðar þegar við systkinin sóttum um vinnu þar vorum við öll spurð að því hvort við værum eins dugleg og stóra systir. Snemma varst þú mjög liðtæk við öll heimilisstörf og skipulagðir þrif- in á heimilinu um helgar, við fengum hvert sitt verkefnið og allir tóku þátt, ég fékk að pússa skóna úti á tröppum. Nýir réttir bættust við á matseðil fjölskyldunnar eftir hvern mat- reiðslutíma í Flensborg og öllum þótti sú nýbreytni mjög spennandi. Þú varst ung kona, vel til höfð og farin að vinna í Silfurbúðinni, það sama haust fóru foreldrar okkar í siglingu með Gullfossi og þú sást um heimilið af einstökum dugnaði, sótt- ir mig á hverjum degi eftir vinnu til ættingja, á Skodanum góða. Þegar ég hugsa til baka geri ég mér grein fyrir því að þú hefur átt einstakt samband við foreldra okkar, full- komið traust. Vel birg af svuntum varstu vet- urinn sem þú varst í Húsmæðra- skólanum á Laugarvatni. Við heim- sóttum þig í þennan ævintýraheim þar sem þú naust þín svo vel. Mamma hafði setið við um sum- arið og saumað svuntur í öllum regnbogans litum, skreyttar blúnd- um og böndum, en þá var veisla öll kvöld því að þú sást um matinn, og næstu ár voru nýir og framandi réttir vikulega því þú varst svo dug- leg að koma með nýjungarnar heim öll árin sem þú varst í Húsmæðra- kennaraskólanum. Mér fannst allt svo spennandi í skólanum hjá þér og ég fékk að taka þátt í sumum verkefnunum, svo sem horfa á þegar þú varst að snyrta til og líma inn litlu húsgögnin í „hý- býlafræðinni“ svo og klippa í „mjög mjóar“ ræmur límband til að festa grasasafnið góða. Þegar þú kenndir á Staðarfelli, að námi loknu, fékk ég unglingurinn tækifæri til að heimsækja þig og fór með í vorferð skólans, þú varst svo glæsilegur kennari, líklega aðeins 3-6 árum eldri en nemendurnir. Þið Berent stofnuðuð ykkar heim- ili, og börnin komu eitt af öðru. Alla tíð hefur verið gott að leita til þín, stóra systir mín. Þú varst eitthvað svo þroskuð, ráðagóð og glaðleg. Ég þakka þér samfylgdina. Vilborg. Hún Guðný frænka mín er látin, langt um aldur fram. Það er und- arleg tilfinning sem kemur upp í hugann, við ekki orðin sextug og öllu lokið hjá henni. Við ólumst upp í sama húsi á Herjólfsgötunni og gengum í Barna- skóla Hafnarfjarðar og vorum sam- an í bekk allan skólann. Síðan skildu leiðir í námi eins og gengur. Með árunum stofnuðum við hvort um sig heimili og eignuðumst börn, en alltaf var nokkur samgangur í gegnum tíðina. Því var það reiðarslag er það fréttist að Guðný væri orðin veik og þyrfti að fara í meðferð. Allir voru vongóðir en allt kom fyrir ekki. Sá sem öllu ræður vildi ekki þyrma frænku minni og andlát var ekki umflúið. Kæri Berent, börn, tengdabörn og systur hennar. Ég og fjölskylda mín sendum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur og biðjum almættið að varðveita ykkur. Björn Guðnason. Kvödd er Guðný Jóhannsdóttir, frænka mín úr Hafnarfirði, langt um aldur fram. Mínar fyrstu bernskuminningar eru tengdar Guðnýju, sem var nokkrum árum eldri en ég og hafði því mótandi áhrif á mig, litlu frænkuna á Þor- finnsgötunni. Í minningunni eru heimsóknirnar á Herjólfsgötuna sveipaðar ævintýraljóma og dulúð sem hraunið býr yfir. Sögurnar um ýmislegt sem þar kann að hafa gerst greyptust í vitund ungrar Reykja- víkurstúlku. Heimsóknirnar þangað eru líka tengdar ömmu Guðnýjar og móðursystur, sem voru strangtrú- aðar konur og önnuðust Boðun fagnaðarerindisins. Þær ráku trú- boð og sunnudagaskóla fyrir börn á Austurgötunni. Guðný var alin upp á miklu myndarheimili, elst fimm systkina, og varð fyrirmynd í einu og öllu. Hún varð húsmæðrakenn- ari, eitthvað sem móðir mín hafði óskað sér að verða, og sá okkur systurnar í því ljósi alla tíð. Ekkert starf var göfugra í augum móður minnar og talaði hún oft um val Guð- nýjar á lífsstarfi sínu. Guðný var ein af þessum hafn- firsku konum, sem búa yfir meiri húmor og greind en konur almennt gera. Hún lifði sínu lífi þar í bæ, allt- af brosandi, alltaf starfandi, giftist ung ástinni sinni, eignaðist börnin fjögur og kenndi heimilisfræði í Víð- istaðaskóla. Aldrei langt undan Herjólfsgötunni. Hún varð sam- ferðafólkinu gleðigjafi. Fjölskyld- unni unni hún umfram allt annað og var vakin og sofin yfir börnunum, tengdabörnum og barnabörnum auk þess sem hún hafði yfirsýn yfir líf og starf systranna þriggja, en Björn, einkabróðirinn lést ungur. Þannig fylgdumst við frænkunar með fjöl- skyldunni í Firðinum og sérstaklega nú síðustu árin í gegnum frænku- boðin og frænkugöngurnar sem við tókum upp á fyrir nokkrum árum. Þegar Guðný varð fimmtug hélt hún stóra veislu í Garðaholti sem lengi verður í minnum höfð. Það er eins og hún hafi séð það fyrir að líf hennar yrði ekki langt. Þarna komu saman allir þeir sem Guðný frænka mín hafði þekkt og starfað með á lífsleið sinni. Í minningunni var þetta einkar ljúf stund. Og í huga mér er þetta enn ein vísbending þess að Guðnýju frænku minni var leikið að lifa lífinu. Nú er vegferð- inni lokið. Langt og erfitt sjúkdóms- stríð er að baki. Vænti ég þess að hún hafi nú fundið samvistir við ömmuna og frænkuna auk foreldr- anna og bróðurins sem kvaddi svo snemma. Öllum aðstandendum Guðnýjar frænku minnar sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Lára V. Júlíusdóttir. Vorið er tíminn þegar lífið fer á stjá. Jarðargróðinn vaknar af dvala, og allt iðar af lífi. Einhvern veginn finnst manni eins og það geti ekki verið rétt að einmitt þá hverfi Guðný úr þessari jarðvist. En eng- inn ræður sínum næturstað. Guðný starfaði við Víðistaðaskóla í yfir 25 ár við heimilisfræðikennslu. Á tímabili var hún einnig með ný- búafræðslu. Það sem einkenndi Guðnýju var gott skaplyndi, jafnað- argeð, samviskusemi og sterk ábyrgðartilfinning. Guðný leit á lífið og starf sitt sem verkefni sem henni var ætlað að leysa sem best hún gat. Hún var því áhugasöm um starf sitt og lagði sig fram um að gera alltaf betur í dag en í gær. Hún var góður félagi, tók virkan þátt í félagsstarfi innan skólans jafnt sem utan. Hún var um skeið formaður síns fag- félags og reyndist traustur formað- ur þar sem hún var fylgin sér og málstað síns félags. Þegar unnið var að hönnun ný- byggingar við skólann var Guðný ásamt Guðrúnu Halldórsdóttur samkennara sínum með ákveðnar skoðanir á því hvernig heimilis- fræðistofan ætti að vera. Hönnuðir tóku mark á þeim stöllum og því getum við sagt að sú góða aðstaða sem nemendum er boðið uppá í dag til heimilisfræðikennslu er að miklu leyti þeim stöllum að þakka. Guð- nýju var neytenda- og umhverfis- vernd ofarlega í huga, sem og fjöl- menningarlegur skóli og einstaklingsmiðað nám. Um langt skeið kenndi Guðný unglingum heimilisfræði. Aðstæður innan skólans urðu þess valdandi að um árabil var kennslueldhúsið stað- sett í Flensborgarskóla. Fjarlægðin gerði það að verkum að samneytið við kennarana í Víðistaðaskóla kost- aði meiri fyrirhöfn. Engu að síður lagði Guðný mikið á sig til að vera í góðu sambandi, fór á milli skólanna án þess að kvarta. Þegar Guðný veiktist fyrir þrem- ur árum var það henni og öllum sem hana þekktu mikið áfall. Hún tók fréttunum af æðruleysi og var alltaf jafn bjartsýn á bata, tók veikind- unum eins og verkefni sem þyrfti að leysa. Síðastliðið vor kom hún svo aftur til starfa og allt leit vel út. En óvænt tók meinið sig upp aftur og hún varð frá að hverfa. Við í skól- anum söknum Guðnýjar. Minning um hjartahlýju hennar, bjartsýni og viðhorf til lífsins hjálpar okkur að takast á við fráfall hennar. Ég sendi fjölskyldu, ættingjum og vinum Guðnýjar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Fyrir hönd starfsfólks Víðistaða- skóla Sigurður Björgvinsson, skólastjóri. Sárt er að kveðja og einhvern veginn er maður aldrei tilbúinn kall- inu þrátt fyrir ólæknandi sjúkdóm og erfið veikindi, vitandi að þessi stund færðist óðum nær. Með þess- um orðum minnumst við leikfélagar, skólasystur, samstarfskonur og ekki síst saumaklúbbsvinkonur Guðnýjar Jóhannsdóttur sannrar vinkonu okkar til margra ára. Guðný okkar var hússtjórnar- kennari að mennt og leyndi það sér ekki hvort sem við vorum hjá henni í boðum eða með fjölskyldu hennar í útilegum. Glæsileikinn í fyrirrúmi. Margra ánægjustunda er að minnast, nokkrar af okkur unnu með Guðnýju eftir útskrift frá Flensborgarskóla og samböndin urðu traustari og sterkari. Í húsmæðranámi Guðnýjar á Laugarvatni bauð hún okkur til árshátíðar skólans, var þar mikið fjör og gaman. – Eftir að hún greindist með þennan hörmulega sjúkdóm fór hún í nokkrar vikur sér til heilsubótar m.a. til Heilsustofn- unar NLFÍ í Hveragerði og bauð hún okkur saumaklúbbsvinkonum til sín í mat í alla hollustuna. Þar eins og alls staðar áttum við góðar og ógleymanlegar stundir saman. Við gætum ótalmargar stundir talið upp en ætlum að geyma þær í minn- ingu og huga hjá hverri og einni okkar um ástkæra vinkonu Guð- nýju. Við biðjum góðan guð að styrkja eiginmann hennar, Berent, börn, barnabörn og fjölskyldu Guðnýjar í þeirra miklu sorg og ástvinamissi. Þess óskum við saumaklúbbsvin- konur svo innilega. Bára, Helga, Hulda, Ingibjörg Sig., Ingibjörg St., Jóna, Margrét og Sóldís. Guðný Jóhannsdóttir ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN PÉTURSSON húsasmíðameistari og formaður Félags nýrnasjúkra, Dverghömrum 18, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 30. maí. Útförin verður auglýst síðar. Auður Thorarensen, Sólrún Lísa Kristjánsdóttir, Olaf Möller, Garðar Kristjánsson, Kristín Snore, Magnús Arnar Sveinbjörnsson, Jófríður Ósk Hilmarsdóttir, Axel Örn Kristjánsson, Kristján Örn Kristjánsson, Steinunn Ýr Hjaltadóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.