Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1939, Side 106

Andvari - 01.01.1939, Side 106
102 íslenzkt þjóðerni Andvari Kemur þetta merkilega vel heim og saman við ummæli Þjóðólfs skálds í Vnglingatali, er hann kallar Eystein konung á Vestfold, forföður Haralds, »jöfur gauzkan*. í kvæði sínu kallar Hornklofi Harald konung bæði »drottin Norðmanna* og »alvald Austmanna*. Hið síð- ara heiti minnir mann ósjálfrátt á þá frásögn í Historia Norvegiæ, að Þrándheimur hafi byggzt frá Svíþjóð. Hér er sennilega um þrænzka arfsögn að ræða, sem á rót sína að rekja til þess, að eitt sinn hafi kveðið mikið að innflutningi sænskra manna til Þrándheims. Hvenær sá innflutningur hefir átt sér stað, verður nokkuð ráðið af fornminjafundum í Norður-Noregi frá því laust fyrir upp- haf víkingaaldar. Shetelig hefir bent á það, að fomleifar Norður-Noregs frá þessum tímum beri svo öruggan vott sænskra menningaráhrifa, að gera megi ráð fyrir talsverð- um aðflutningi sænskra manna til landsins. Sú ætlun liggur þá beint við, að það hafi verið voldugar ættir sænskar, sem með rétti hins meira máttar tóku sér bólfestu meðal Norðmannanna í Norður-Noregi. Áður en hinar miklu víkingaferðir Svíanna hófust til Eystrasaltslandanna og Rússlands, virðist þannig útþensluþörf hinnar sænsku þjóðar hafa fengið útrás vestur á bóginn til Norður- Noregs og líklega einnig til Upplandanna. Sé svo sem ætla má, að allmikið hafi kveðið að bu- setu sænskra manna í Noregi norðanfjalls á öldinni áður en ísland byggðist, má gera ráð fyrir því, að þátttaka fólks af sænskum ættum í landnámi íslands hafi verið talsverð. Bæði nafngiftir í fornættum og frásagnir Land- námabókar styðja þá ætlun. Ber þess einnig að gæta, að af þeim 39 landnámsmönnum, sem taldir eru merk- astir, var hér um bil þriðjungurinn kominn frá norður- fylkjum Noregs. Að fráskildum einum manni, tóku þeu- sér allir búsetu á Suður- og Austurlandi. Sérstaklega
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.