Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 7

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 7
Skírnir] Jón Thoroddsen. 213 Hómers. Og þó að margar aldir og lönd skilji Hómers- kvæði og sögur Jóns Thoroddsens, eiga þau þó sammerkt i þvi, að bæði lýsa andlegum frumbýlingum. Má og sjá mót á því i sögum hans báðum, að hann hefir kunnað sum orðtök og goðsagnir Hómers, t. d. í hinni frægu lýsing á Bárði á Búrfelli og búskap hans, þar sem hann talar um hina »rósfingruðu morgungyðju«, sem »rís úr rúmi Títonar*, og að Bárður hafi skemt sér við sjón hinna bráðfeitu sauðar- falla. Og í »Manni og konu* minnist hann á gyðjuna Aþenu, er steypti fegurð yfir Ódysseif konung borga- brjót, er hann kom á mannamót. Þá er Jón Thoroddsen kom til Danmerkur haustið 1841, sótti hann þar svo vel að, að »rómantikin« hafði á undanförnum áratugum frjóvgað andlegar ekrur Dana, fjölskrúðugur andans gróður þotið þar upp. >Rómantikin< beindi, sem alkunnugt er, hugum skálda og rithöfunda að endurminningum og sögu þjóða þeirra, vakti áhuga á þjóðsögum og þjóðlegum fræðum. Þessari stefnu megum vér þakka gersemarnar þjóðsögur vorar. Þessi þjóðlega stefna og starfsemi olli því, að skáldin fundn nýtt og merkilegt yrkisefni, þar sem var sveita- og alþýðulíf sam- tiðar þeirra. Um líkt leyti hófst í Frakklandi, Þýzkalandi, Sviþjóð og Danmörku skáldsagnagerð, þar sem lýst var sveitalíti. Skáldin voru þarna aftur komin til nútíðarinn- ar, úr »rómantiskum« draumhimni ofan i fjörðu og dali raunveruleikans. í Danmörku reið Jótinn síra Steen Steen- sen Blicher á vaðið. Sveitasögur hans byrjuðu að koma út milli 1820 og 1830. Blicher dó 1848, veturinn áður en Jón Thoroddsen samdi »Pilt og stúlku*. — Liklegt er að Jón hafi lesið skáldsögur þessa merkisskálds Dana, þótt vist sé það alls ekki. Vanséð er, að rannsóknir leiði það nokkru sinni í Ijós, hvaða ú 11 e n d skáldrit hafi orkað á Jón Thorodd- sen, frjóvgað hann drýgst og kent honum bezt. Eng- inn vafi leikur á, að hann hefir kynst nokkuð erlendum bókmentum — hefði að öðrum kosti ekki orðið söguskáld. Hann sló elöku við námið, skopaðist að prófköppum, kveð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.