Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 60

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 60
266 Eæreysk þjóðernisbarátta. [Skírnir V. Eftir því sem samgöngur við útlönd urðu tíðari og lífskjör manna breyttust, hlaut svo að fara, að hin forna menning Færeyinga þokaði úr sæti fyrir útlendum siðum og erlendri menningu. Kvöldseturnar hurfu úr sögunni, og i stað hringdansins kom að nokkru leyti hinn venju- legi útlendi dans, enskan dans kalla Færeyingar hann. Gamli dansinn hefir þó haldist jafnframt hinum, en samt hefir kvæðakunnáttu manna hrakað mjög hjá því, sem áður var. Hjá þessu varð ekki komist. Færeyingar gátu ekki fremur en nein önnur þjóð nú á timum haldið áfram að lifa miðaldalífi sínu, án þess að hirða um umheiminn. Ogæfan var sú, að þá vantaði menn, sem gengist fyrir þvi, að sníða hina erlendu menning eftir innlendum hátt- um. Og það var ekki heldur við öðru að búast. Menta- mennirnir, sem það starf lá fyrst og fremst á herðum, voru meira eða minna danskir og litu niður á það, sem færeyskt var. Því fyr sem Færeyingar yrðu danskir, því betur. En alþýða öll var sinnulaus og lét höfðingjana ráða. Þetta sést meðal annars glögt í skólaskipuninni: í Þórshöfn var stofnaður gagnfræðaskóli 1861; hann hefir ávalt verið aldanskur, en nemendur hafa þó sjálfir haft leyfi til að velja á milli nokkurrar kenslu í færeysku og sænsku! Kennaraskóli var settur á stofn 1870; hann var líka danskur. Kennarar, sem þaðan komu, fengu embætti hingað og þangað um eyjarnar, og á þann hátt komust brátt á skólar um land alt. Það sem kent var, var lítið annað en danska og kristin fræði; færeysku læi'ðu börnin ekki einu sinni að lesa. Kennararnir voru líka fæstir færir um að leiðbeina í henni, eins og von var. En um þetta leyti tók loks þjóðernistilfinning Fær- eyinga að vakna. Ungir menn, sem gengið höfðu í danska lýðháskóla, áttu sinn þátt í því. Færeyskir mentamenn í Kaupmannahöfn ortu harðorð ljóð um það ranglæti, sem móðurmáli þeirra var sýnt. Fyrst voru þessir menn fáir,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.