Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 68

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 68
274 Færeysk þjóöernisbarátta. [Skírnir sem nefnd yar broyting (þ. e. breyting) náði ekki neinni útbreiðslu, nema hvað Jakobsen notaði hana ávalt síðan. Jakobsen helgaði alla æfi sína vísindastörfum. Kann- sóknir hans snerust einkum um tvö efni, Hjaltland og Færeyjar. Hjaltland bygðist, eins og kunnugt er, frá Noregi og enn búa þar menn af norskum ættum. Lengi framan af var það norskt skattland, þangað til 1469, að Kristján konungur fyrsti veðsetti það Skotakonungi fyrir heiman- mundi dóttur sinnar. Hann gat aldrei leyst það út aftur, og Skotar hafa síðan ráðið þar lögum og lofum. Smátt og smátt tóku Hjaltlendingar upp enska tungu, eins og hún er töluð í Skotlandi, og um 1800 má telja, að hið forna norræna mál þeirra sé útdautt. Samt hefir geymst hjá þeim til þessa dags fjöldi norrænna orða, helzt nöfn á hlutum, sem tengdir eru við dagleg störf, eiukum fiski- veiðarnar. Meðan Jakobsen var drengur í Þórshöfn, sá hann og heyrði hjaltlenzka fiskimenn, er þangað komu, og tók undir eins þá að forvitnast um það mál, sem þeir töluðu. Þá er hann liafði lokið embættisprófi, fékk hann styrk til að ferðast ura Hjaltland og dvaldist þar tvö ár (1893—5). Það sem kom í leitirnar af norrænum orðum var miklu meira en nokkur hafði búist við. Um þessi efni efni reit Jakobsen doktorsritgerð sina Det norrone sprog pá Shetland (1897) og höfuðrit sitt, Etymologisk ordhog over det norrone sprog pá Shetland, sem ekki var fullprent- að þegar hann dó. Stuttar ritgerðir um hjaltlenzk efni eru til eftir hann hingað og þangað, meðal annars um örnefni þar í landi. Fyrsta verk hans um færeysk fræði var orðasafnið við Fær^sk anthologi. 0g nokkrum árum síðar kom ann- að rit, sem ekki var ómerkara, fœreyskar þjóðsögur og œfintyri með íormála og orðasafni á dönsku. í þessu riti er geymdur fjöldi sagna, sem um það leyti var tekinn að falla í gleymsku. Að máli til er það næstum klassiskt. Jakobsen fór svo mjög sem unt var eftir frásögn heim- ildarmanna sinna, en setti þó ætíð innlend orð 1 stað hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.