Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 76

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 76
282 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir þessir munu þó vera þeir, sem mestan þáttinn hafa átt í gróðri þeim, er hvervetna hefir komið fram í andlegu lífi Færeyinga á síðustu áratugum. Það sýnir þjóðrækni færeyskra skálda, að ekkert þeirra hefir leitast við að yrkja á dönsku, þó að sú tunga sé þeim töm svo að segja frá blautu barnsbeini, og líkindi til að sumir þeira hefðu getað komist vel áfram í Danmörku með skáldgáfu sinni. Og þó að ófýsilegt sé að vera skáld á Islandi, er það enn óvænlegra í Færeyjum. Höfundarnir mega fagna því, ef einhver fæst til að gefa út bækur þeirra. Þjóðin er svo lítil, og þeir sem bækur kaupa svo fáir, að bókaút- gáfa svarar ekki kostnaði. Meiri hluti allra færeyskra bóka eru smákver, oft minna en fimtíu blaðsíður. Blöð og tímarit hafa orðið að hætta eftir fá ár, og félög, sem stofnuð hafa verið til að koma út bókum, hafa oftast gef- ist upp von bráðar. I landi þar sem flestir eða allir geta lesið dönsku, er enginn hægðarleikur að keppa við dönsk rit. En eigi þjóðin að fá alt vit sitt úr erlendum bók- um, er hún dæmd til dauða fyr eða síðar. Ef færeyskt þjóðerni á að geymast, er Færeyingum lífsnauðsyn að eiga innlendar bókmentir. Sterkasti þáttur í færeysku þjóðerni er tungan. Og hún er nú í háska stödd. Meðan barnaskólarnir eru dansk- ir að rnestu, og það sem þjóðin les helzt, meðal annars blöðin, ritað á dönsku, hlýtur sú tunga að hafa sóknina, og færeyska má hrósa happi ef hún getur nokkurn veg- inn varist. Og nái hún einhvern tíma sókninni i sínar hendur, á hún langan bardaga í vændum, því að víða hefir danskan sett för sín. Jakobsen, sem allra manna var fróðastur um þessi mál, segir svo í formála þjóðsagna sinna: »Færey8k tunga er nú sem stendur á miklu umbrota- skeiði. Annars vegar úir svo og grúir í mæltu máli af erlendum, einkum dönskum, orðum og talsháttum, að halda mætti, að hún nálgaðist tortíming sína hröðum skref- um. En hins vegar er eigi að eins unt, heldur auðvelt,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.