Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 45

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 45
Skírnir] Færeysk þjóðernisbarátta. 251 aldrei verið vanir bóklegum iðjum. Og við það bættist að þeir gátu heldur ekki lagt sér til svo marga presta sem þurfti. í kaþólskri' tíð höfðu biskuparnir haft skóla í Kirkjubæ. En skömmu eftir miðbik 16. aldar hröklaðist síðasti biskupinn burt úr eyjunum, og þá féll skólinn niður. Af öllu þessu leiddi að til Færeyja voru sendir danskir klerkar með danskar postillur, og síðan heíir danskan drotnað í færeyskum kirkjum tii þessa dags. Það voru ekki prestarnir einir, sem að nokkru leyti urðu danskir við siðaskiftin, heldur og veraldlegir em- bættismenn. Og verzlunin var komin í hendur Dana. Færeyingar gátu að vísu talað saman móðurmál sitt heima fyrir og á sjónum, en ef þeir þurftu að snúa sér til klerks eða kaupmanns, urðu þeir að gera svo vel að tala dönsku. Þeim virðist hafa gengið fljótt að læra hana. Lukas Debes, prestur í Þórshöfn, gaf út 1673 mjög merka Færeyjalýs- ingu á dönsku. Hann segir þar að almenningur kunni utanbókar dönsk þjóðkvæði og lesi rækilega sálma og guðsorðabækur á þvi máli. Hvernig hefði farið fyrir okkut’ raeð öllum okkar postillulestri á 17. og 18. öld hefði alt saman verið á erlendri tungu? Um Færeyinga fór svo, að danskan varð æðra mál í augum þeirra en það, sem þeir töluðu sjálfir. Hún varð bókmálið og mál höfðingjanna. Færeysku kunnu fæstir eða engir að rita. Ef til vill hafa þeir þó fært í letur eitthvað af kvæðum sínurn, þótt engar raenjar þess séu nú til. En bréfaskifti fóru öll fram á dönsku og svo hefir verið fram á síðustu ár. Næstu aldirnar eftir siðaskiftin jókst smátt og smátt danska valdið í Færeyjutn. Eftir að biskupsstóllinn var fallinn niður voru eyjarnar lagðar undir Sjálands stifti. Fjöldi jarða komst undir krúnuna; enn er helmingur allra jarða í Færeyjum ríkiseign. Og frá því á ofanverðri 16. öld var verzlunin einokun í dönskum höndum. Um eitt skeið var einkaleyfið til verzlunar í höndum Fær- eyingsins Magnúsar Heinasonar. Hann er nafntogaður fyrir ýmsa glæfralegra bardaga við sjóræningja, sem voru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.