Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 54

Skírnir - 01.12.1919, Blaðsíða 54
260 Færeysk þjóðernisbarátta. [Skírnir gle5rmsku. Ole Worm fjekk fyrstúr manna send nokkur kvæði frá, Færeyjum 1639, en þau glötuðust aftur. Það er ekki fyr en seint á 18. öld, að farið er að safna kvæð- um að ráði, og þá má telja, að færeysk b ó k mentasaga í þrengstu merkingu orðsins hefjist. Fyrsti maðurinn, sem þá kemur til sögunnar, var Jens Christian Svabo. Hann var færeyskur prestssonur, fæddur 1746. Frá unga aldri unni hann tungu og van- ræktum minnum þjóðar sinnar, og meðan hann var stú- dent á Garði, tók hann að semja færeyska orðabók. Staf- aetningu varð hann að búa sér til sjálfur, því að enginn hafði áður skrifað neitt á færeysku, sem hann gæti farið eftir. — Annars lagði Svabo helzt stund á náttúruvísindi og búfræði, en tók þó aldrei neitt próf í þeim greinum. 4rin 1781—2 ferðaðist hann um Færeyjar til að rannsaka hag landsins allan og gera tillögur um endurbætur á hon- um. Um ferð sina samdi hann langar skýrslur, sem enn eru geymdar í Kaupmannahöfn og eru merkilegar að mörgu leyti. Þrátt fyrir þessi störf fékk Svabo tóm til að safna mörgum kvæðum á ferð sinni, og er safn hans nú varð- veitt í konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn. Svabo fékk ekki embætti í Damörku, eins og honum hafði verið lof- að; hann fluttist þá til Færeyja og bjó þar við mikla fá- tækt, unz hann dó 1829. Alla æfi var orðabókin eftirlæti hans; hvað eftir annað jók hann hana, bætti og hrein- ritaði. En kvæðasafni hans var engu skeytt fyr en löngu síðar, að aðrir menn höfðu vakið áhuga fræðimanna fyrir þeirn sjóðum, er það hafði að geyma. Sá er það gerði fyrst var danskur prestur, er hét Eans Christian Lyngbye. Hann var maður mætavel að sér í jurtafræði og fór árið 1817 til Færeyja til þararann- sókna. Þá sá hann Færeyinga dausa, og kvæðin, sem þeir sungu við dansinn, vöktu forvitni hans. Hann komst í kynni við Svabo og nam af honum að stafsetja færeysku. Síðan reit hann nokkur kvæði og kvæðabrot og hafði heim með sér. Þar komu þau P. E. Miiller prófessor fyrir sjónir. Hann var guðfræðingur, en lagði mikla stund á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.