Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 37

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 37
GUÐNÝ GUÐBJÖRNSDÓTTIR 3. Til að kanna viðhorf barnanna til heimilisstarfa voru þau spurð út í eftirfarandi tólf heimilisverk: Elda matinn, búa um rúmin, þvo í þvottavél, hugsa um litlu börnin, hugsa um gamla fólkið, kaupa í matinn, gera við bílinn, þvo og ryksuga gólfin, vaska upp, vökva blómin, þvo klósett og bað, taka til. Spurt var hvort þau teldu þessi verk vandasöm eða auðveld, mikilvæg eða ekki, og hvef eigi að vinna þau á þeirra heimili þegar þau verða fullorðin, mamman, pabb- inn eða bæði/ allir. Könnunareyðublaðið var forprófað á nokkrum 7-9 ára börnum og lagfært með hlið- sjón af helstu agnúum sem fram komu. Um gildi og áreiðanleika könnunareyðublaðsins er rétt að taka fram eftir- farandi. Ljóst þykir að könnunin mælir það sem henni er ætlað að mæla, þar sem markmið þróunarverkefnisins eru tiltölulega skýr og efnislega er spurt að miklu leyti beint um þau atriði sem verið var að þjálfa í hópunum eða kynna í vinnustaða- heimsóknunum. Þessi háttur var hafður á þar sem um ung börn er að ræða og ekki Ijóst um hve mikla alhæfingu á milli efnisatriða yrði að ræða. Spurningin um áreið- anleika er ekki áhyggjuefni þar sem einungis er athuguð frammistaða hópanna tveggja en ekki einstaklinga. Við slíkar aðstæður þarf ekki að gera eins strangar kröfur um áreiðanleika og annars (Wolf 1984). Kynímynd (CSRI-kvarðinn) Við lokaathugun í maí 1992 var einnig lagður fyrir sérstakur kynímyndarkvarði. En hvað er átt við með hugtakinu kynímynd? Innan sálarfræðinnar hefur verið kenn- ingarleg samstaða um það að sjálfsmynd fólks komi til á öðru aldursári og birtist m.a. í því að barnið fer að nota fyrstu persónu fornafn um sjálft sig og þekkja sig í spegli. Þá eru fræðimenn sammála um að á aldrinum 2-3 ára fari börn að líta á sig sem stráka eða stelpur. Kynímyndin verði hins vegar ekki varanleg fyrr en um 6-7 ára aldur, þ.e. barnið hefur þá áttað sig á að kyn þess breytist t.d. ekki við klæða- burð, hárklippingu eða annað (Huston 1985). Kynímyndin er ýmist skilgreind sem skynjun sjálfsins á því að vera kvenlegt eða karlmannlegt eða sem skynjun mann- eskjunnar á sjálfri sér sem kvenkyns eða karlkyns. Með því síðarnefnda er átt við þá merkingu sem það hefur fyrir manneskjuna sálrænt og félagslega að tilheyra til- teknu líffræðilegu og félagslegu kyni (Huston 1985:389). Kynímyndin er því al- mennt talin órjúfanlegur hluti af sjálfsmyndinni. Sá kvarði sem notaður var er íslensk þýðing á nýjum amerískum kvarða, CSRI (Children's Sex Role Inventory). Þessi kvarði var hannaður með hliðsjón af hug- myndum Bems um kvenlæg, karllæg og „androgynous" persónueinkenni og er byggður upp á 60 spurningum með 20 kvenlægum, 20 karllægum og 20 ókyn- bundnum atriðum samkvæmt stöðlun í amerískri menningu (Boldizar 1991). Til- gangurinn með því að leggja kynímyndarkvarðann fyrir börnin var að bera saman tilraunahópana og samanburðarhópinn með einu heildstæðu mælitæki og fá þann- ig samanburð við aðrar niðurstöður. Annar tilgangur var að safna gögnum um gildi 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.