Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 88

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 88
SAMRÆMD LOKAPRÓF GRUNNSKÓLA kunnir í íslensku og ensku og skólaeinkunnir í íslensku, ensku og dönsku. Hinn þátturinn var stærðfræðiþáttur með hátt vægi á samræmdar einkunnir og skólaein- kunnir í stærðfræði. Það skapar vanda í túlkun þessara niðurstaðna að skólaeinkunnir í dönsku og ensku vógu lítillega á stærðfræðiþáttinn og að samræmd einkunn og skólaeinkunn í íslensku vógu jafnt á báða þættina. Höfundur túlkaði þetta þannig að málfræðin í íslenskuprófunum geti verið nátengd kunnáttu í stærðfræði þar sem hvorttveggja reynir á notkun reglna, en aðrir hlutar íslenskuprófanna séu skyldari tungumálun- um. Einnig taldi hún að stærðfræðiprófin gætu reynt meira á lestrarhæfni en ástæða væri til og því tengdust íslenskueinkunnir báðum þáttum. Gerður gekk út frá því að stærðfræðiþátturinn væri óháður málaþættinum. Jafnt vægi íslenskueinkunna á bæði mála- og stærðfræðiþátt gæti þó gefið vísbend- ingu um að samræmdar einkunnir byggist á tveimur innbyrðis háðum (correlated; oblique) fremur en óháðum (orthogonal) þáttum. Slík lausn fæli í sér að tengslum einkunna mætti lýsa með tveimur þáttum, en þættirnir væru nátengdir hvor öðrum og því til staðar einn yfirþáttur (second order factor) sem lýsti tengslum undirþátt- anna tveggja. Þessi yfirþáttur fæli í sér þá dreifingu sem væri sameiginleg öllum einkunnum, en undirþættirnir fælu í sér dreifingu sem væri sameiginleg þeim ein- kunnum sem hefðu vægi á hvorn þeirra fyrir sig (þ.e. málaeinkunnir annars vegar og stærðfræðieinkunnir hins vegar). Stýrandi áhrif samræmdra prófa ættu að birtast sem óvenju mikil tengsl sam- ræmdra einkunna og skólaeinkunna í sömu greinum, sbr. niðurstöður Gerðar. Tilvist slíkra tengsla er þó ekki nægjanleg til að sýna fram á slíka stýringu, heldur geta þau verið tilkomin vegna sterkrar hefðar í kennslu eða námsmati sem endur- speglast jafnt í samræmdum prófum og námsmati skólanna. Því er áhugavert að athuga hvort tengsl samræmdra einkunna og skólaeinkunna í sömu greinum breytist yfir tíma, þ.e. hvort tengsl samræmdra einkunna og skólaeinkunna breytist frá ári til árs eða yfir nokkurra ára tímabil. Sérstaklega mætti búast við því að áhrif samræmdra prófa minnki þegar námsgreinum er fækkað. Því er áhugavert að athuga hvort tengsl skólaeinkunna einstakra námsgreina við samræmdar ein- kunnir breytast eftir því hvort samræmd próf eru haldin í sömu grein eða ekki. Minnkuð tengsl við niðurfellingu samræmds prófs benda til þess að stýring hafi verið fyrir hendi. Óbreytt tengsl benda til þess að stýringin sé ekki til staðar og tengslin séu tilkomin vegna rótgróinnar hefðar við kennslu og námsmat viðkom- andi greinar. Sh'k hefð gæti þó verið tilkomin vegna áralangra áhrifa samræmdra prófa; tilfallandi breytingar á fyrirkomulagi samræmdra prófa hefðu því lítil áhrif til skemmri tíma litið. ÞÁTTAUPPBYGGING SAMRÆMDRA EINKUNNA Lengst af hafa verið haldin samræmd próf í fjórum námsgreinum og hefur hvert próf skipst í nokkra prófhluta. Ef samræmd próf meta kunnáttu nemenda á viðun- andi hátt ætti því hver samræmd einkunn að vera mælikvarði á kunnáttu í viðkom- andi námsgrein. Þetta felur í sér að samræmd próf mæli jafn marga aðskilda, en 86 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.