Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 108

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Síða 108
E R SÉRKENNSLA TI L ÓÞURFTAR? __________________________________________ ÞRÓUN SÉRKENNSLU Ekki má gleymast að lönd í hinum vestræna heimshluta tryggðu ekki öllum börnum rétt til skólagöngu fyrr en nú á síðari hluta þessarar aldar. Fram að þeim tíma nutu aðeins sum fötluð börn fræðslu og menntunar þótt dyr almennu skólanna stæðu þeim ekki opnar. Þannig hefur kennsla, sem tekið hefur mið af námshindrunum og fötlun, þróast á nokkuð löngum tíma - jafnvel um aldir. Kennsla blindra og heyrn- arskertra á sér einna lengsta hefð.3 A þeim fáu áratugum, sem liðnir eru frá því að löggjöf tryggði öllum börnum skilyrðislausan rétt til skólagöngu, hefur sú „sér- staka" kennsla, sem hluti nemenda hefur þurft á að halda til viðbótar við, eða í stað bekkjarkennslu, verið af ýmsum ástæðum aðgreind frá almennri kennslu í grunn- skólum og framhaldsskólum. Orðið sérkennsla, sem hefur verið notað sem samheiti yfir þessa kennslu, hefur fest í sessi en það á sér hliðstæðu í mörgum erlendum tungumálum.4 Skipulag skóla gerir ráð fyrir hópkennslu og því meginskipulagi verður ekki auðveldlega breytt meðan fé til skólahalds er takmarkað. Hópkennsla er talin gagn- ast meirihluta nemenda, en ekki öllum nemendum, og því hefur sérkennsla orðið til og þróast sem liður í viðleitni skóla að mæta þörfum allra nemenda þrátt fyrir ann- marka hópkennslu. Vegna hinna ólíku nemenda sem þurfa á sérkennslu að halda, og fjölbreytileika vandamálanna, hefur sérkennsla alltaf verið fólgin í vinnubrögðum sem eru inn- byrðis ólík og fjölbreytt. Sérkennsla hefur þó í áranna rás tekið nokkrum breyting- um. Hún hefur þróast m.a. vegna þess að þekking á fötlun hefur aukist og tækni af ýmsu tagi hefur fleygt fram, en hún hefur einnig fylgt eftir breyttum áherslum sem komið hafa fram í almennu skólastarfi enda ávallt verið hluti af hinu almenna skólakerfi og farið fram innan veggja almenna grunnskólans að langmestu leyti. Þegar litið er til hinnar fjölbreyttu kennslu, sem einu nafni kallast sérkennsla, verður að hafa í huga að hún hefur tekið mið af þeirri venju í almennri kennslu að flokka nemendur og mynda samstæðar heildir út frá aldri nemenda og þroska. Einnig hefur við uppbyggingu sérkennslu verið tekið tillit til eðlis náms og mis- munandi námshæfni einstaklinga. Á þessi atriði er minnst í nýlegri grein Bateman (1994) sem gerir hina nýju og sérkennilegu stöðu þessara mála að umræðuefni. Hið fjölbreytta skipulag á sér þannig eðlilega skýringu - það hefur ekki þróast á þennan hátt fyrir tilviljun eina. Háskólar hafa á síðari hluta þessarar aldar byggt upp fræðilegt og hagnýtt framhaldsnám fyrir kennara sem vilja leggja fyrir sig sérkennslu. Skilningur al- mennings og fræðsluyfirvalda á þörf nemenda fyrir sérkennslu hefur líka aukist og fjármagn til hennar verið tryggt í lögum. Hér á landi hefur starfinu verið settur starfsrammi í reglugerðum um sérkennslu - fyrst árið 1977, eða nokkru eftir að öllum íslenskum börnum (án undantekninga) var tryggður réttur til skólagöngu 3 Löggjöf tryggði t.d. þennan rétt í Bandaríkjunum árið 1975 og í Bretlandi árið 1970. Kirkjan, góðgerðarfélög, stofnanir og einstaklingar - einkum þó úr Iæknastétt - höfðu þó, fram til þess að lagaákvæði voru sett, sýnt málum fatlaðra barna áhuga og boðið upp á margs konar hjálp, m.a. við nám og menntun. 4 Dæmi um hliðstæður: Enska: „special education"; norska: „spesialundervisning". 106
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.