Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 110

Uppeldi og menntun - 01.01.1994, Page 110
E R SÉRKENNSLA TIL ÓÞURFTAR? skiptareglum sem gilda þurfa í skólastarfi. Truflandi hegðun og einbeitingarörðug- leikar hafa áhrif á námsárangur allra skólanemenda - líka þeirra sem geta ekki ein- beitt sér við námið vegna truflana og áreitni. Þessum vanda skólans hefur sér- kennslan einnig tengst. Þótt sérkennslan á íslandi hafi að nokkru tekið mið af skipulagi sérkennslu í nágrannalöndum okkar hefur nokkurrar sérstöðu gætt. Hér á landi hafa sérskólar fyrir fatlaða t.d. aldrei starfað í sama mæli og víða erlendis. Á Norðurlöndum, t.d. í Danmörku, var talið að með sérskólavistun væri best komið til móts við þarfir ým- issa nemendahópa fyrir kennslu við sitt hæfi þegar ný skólastefna, „blöndun" eða „samskipan", fór að ryðja sér til rúms á sjötta og sjöunda áratugnum.6 Blöndunar- stefnuna má rekja til félagslegrar réttindabaráttu ýmissa minnihlutahópa rétt eftir miðja öldina. Jafnrétti kynþátta, réttindi námsmanna, kvenréttindi og réttindi fatl- aðra hafa verið í brennidepli. Hérlendis hefur nemendaf jöldi í sérskólum hins vegar aldrei farið yfir 1% af heildarnemendafjölda á grunnskólastigi og munu á liðnu skólaári hafa verið um 250 nemendur í sérskólum fyrir fatlaða nemendur eða um 0,6% grunnskólanemenda. Þetta er lægri tala en víðast þekkist í nágrannalöndum okkar.7 Smám saman hafa verkefni sérkennslunnar og sérkennara verið að festast í sessi. Flestir íslenskir sérkennarar, sem lokið hafa 60 eininga námi í sérkennslu- fræðum, hafa stundað síðari hluta námsins í Noregi þar sem sérhæfing á ákveðnum sviðum sérkennslu fer fram seinna námsárið af tveimur. Sérhæfing þessi tengist ýmiss konar fötlun. Kennaraháskóli íslands hefur brautskráð þrjá hópa sérkennara með full réttindi (eða 60 eininga nám) þar sem áhersla á seinna árinu hefur verið að nokkru leyti annars eðlis, þ.e. áhersla hefur verið lögð á þátt sérkennslufræðilegrar ráðgjafar og kennslu nemenda sem eiga við alvarlegar fatlanir að stríða. Bresk áhrif hafa sett mark sitt á menntun íslenskra sérkennara síðustu árin og einnig á svo- kallað starfsleikninám, sem nokkur hundruð almennir kennarar hafa lokið nú á síðustu 8-10 árum. Nú munu á fjórða hundrað sérkennarar vera við störf og auk þeirra hafa ótal almennir kennarar og leiðbeinendur með höndum kennslu sem flokkast undir það sem hér hefur verið nefnd sérkennsla, þ.e. aðstoð við ákveðinn hluta nemenda sem ekki er talinn ráða nægilega vel við þær almennu kröfur sem gerðar eru um námsárangur eða félagsleg samskipti. Sérkennsla kostar umtalsvert fé, ekki bara hér á Islandi heldur alls staðar þar sem þjóðir hafa talið það skyldu sína að bjóða öllum börnum upp á jafnlangt grunn- skólanám. Stundum getur vissulega verið ýmsum vandkvæðum bundið að sýna fram á beinan árangur sérkennslu. Að stórum hluta felst hún í fyrirbyggjandi að- gerðum og að stórum hluta felst hún í vinnu við að hjálpa nemendum að ná mark- miðum sem eru allt annars eðlis en þau sem meirihluti nemenda vinnur að. Mæl- ingar á árangri skólastarfs hafa löngum reynst vandasamar og er mat á árangri sér- kennslu ekki undanskilið. Þegar erfitt er að sýna fram á beinharðan (tölfræðilega 6 Blöndunarstefnan er á Norðurlandamálum kölluð „integrering" og í enskumælandi löndum „integration" eða „mainstreaming''. Sjá t.d. O. Hansen (1990). 7 Sjá tillögur nefndar um breytt hlutverk sérskóla (Þorsteinn Sigurðsson 1993). 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.