Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 4

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 4
182 ÆGIR ágengt, að ákveðið var að láta smíða björgunarskip, sem í fyrstu var fyrir- hugað að væri mótorskip, og komu teikningar hingað af slíku skipi, en Sig- urði þótti áætlaður hraði of lítill og gerði þá fyrirspurn til útlanda, hvort hann yrði ekki hafður meiri. Svarið var, að skipið mælti gera hraðskreiðara, en þá myndi vélin taka svo mikið rúm af farm- rúmi, að fyrirhugaðir sjúkraklefar kærnust ekki fyrir eins og áætlað var, að þyrftu. Um þetta leyti hafði og safnast mikið fé í sama augnamiði í Vestmannaeyjum, en vandi var að ráða fram úr skipa- kaupum. Karl Einarsson var þá sýslu- » maður í Eyjum og alþingismaður fyrir Vestmannaeyjar. Hann barðist ötullega fyrir þessu málefni og heppnaðist að fá loforð þingsins um styrk til björgunar- starfsins- og strandgæzlu við Eyjar. Sigurður Sigurðsson var að lokum kjörinn til utanfarar til þess að athuga, hvort ekki fengist skip til kaups með sæmilegu verði, hentugt til hins fyrir- hugaða starfs. Árið 1919 voru samningar gerðir um kaup á fiskirannsóknaskipinu »t*ór«, sem að lokum kom til Vestmannaeyja kl. 5 síðdegis hinn 26. marz 1920. »Oft andaði köldu að landhelgismálinu meðan það var i bernsku, meðan Sigurður frá Arnarholti og aðrir góðir Eyfarskeggjar börðust fyrir þvi. Peir unnu glœsilegan sigur, þráttfyrirallt, af því virðing þeirra fyrir réttri hugsun, var slórum meiri en almennt gerista.. »Fyrir leiðarvisi i landhelgismálinu i nú- tíð og framtið, skulum vér nota þessar selning- ar eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholth. »Hver œllast til að túngirðing vinni fyrir sér? Hún kostar þvert á móti talsvert i ár- tegu viðhaldi. Samt girða bœndur tún sin«. Þannig ritar góður íslendingur í blað- inu »Dagrenning« (20. okt. 1924). Hinn fyrsti skipstjóri á »IJór« var hinn góðkunni varðskipsforingi Jóhann P. Jónsson. Ýmislegt var það, sem haft hafði þau áhrif, á Sigurð Sigurðsson, í lífinu, sem kom honum til að hugsa um kjör sjómanna landsins og baráttu þeirra við sjóinn og annað, sem því starfi fylgir. Faðir hans, kennari Sigurður Sigurðs- son, drukknaði á Rauðarárvík í júlí 1884, og var Sigurður þá 5 ára að aldri, nógu gamall til að muna þann atburð nú, og hafa getað fundið til þá. Sem fullorðinn maður, byrjaði hann lífsstarf sitt á Vestmannaeyjum, þar sem, eins og kunnugt er, sjósókn er mikil og veðrasamt mjög. Þar bar það iðulega við, að báta vantaði, þegar almenningur hafði náð landi »í ofviðrum og myrkria og væru nokkur tök til þess, að einhver bátanna gæti brotist aftur út í storminn og náttmyrkrið, þá stóð ekki á dugnaðar- og fórnfúsum mönnum til að teíla á tvær hættur, enda kom það fyrir, að leitar- menn komu aldrei aftur. Það var þetta og fleira því líkt, sem mest fékk á þau hjónin, frú Önnu Páls- dóttur og Sigurð Sigurðsson, hugsunin til þeirra, sem á land voru komnir, eftir ótrúlega hrakninga, brottför, út á hið freyðandi haf í náttmyrkri til að leita að meðbræðrum sínum, sem í nauðum hlutu að nera staddir og hugsunin um þau lieimili, sem urðu fyrir þvi, að fyrir- vinnan og ástvinurinn, áleit það skyldu sína og var þannig innrættur, að hann lagði líf sitt í sölurnar til að inna af hendi það mannúðarverk, að gera til- raun að bjarga þeim, sem í hættu voru staddir. Pað var þetta, sem mest knúði Sigurð til að hefjast handa, og frú hans mun ekki hafa legið á liði sínu að hvetja hann, og þegar aljt virtist ætla að stranda vegna fjárskorts, var það hún, sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.