Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 28

Ægir - 01.08.1932, Blaðsíða 28
‘206 ÆGIR 'U hluta af ísu en aðeins rúm 10°/o af skarkola — verðmætasta fiskinum. fl/io hluta höíum við látið útlendingum eftir. Þeir hafa sem sagt fleytt rjómann, en við höfum lapið undanrennuna. Það lítur náttúrulega vel út á pappirnum, að við stöndum svona framarlega í þorsk- og sildar-veiðum, en síðari ára reynzla hefur sýnt, að það er ekki að sama skapi arðvænlegt. Allir vita, að síldar- salan er meir og meir að dragast úr höndum okkar og það, sem við höfum getað selt, höfum við lítið sem ekkert verð fengið fyrir, nú síðustu árin. Norð- menn, Svíar, Danir og Finnar eru orðnir okkur hættulegir keppinautar í síldar- veiðum. Þeir veiða hér við land alt það, sem þeir nota sjálfir heima fyrir og meira til. Síldaraflinn er nú þegar meiri, en notað er árlega. Markaðurinn of fyllist og verðið hrið- fellur, og síldin verður oft síðari hluta veiðitímans, óseljanleg eða, þegar bezt gengur, að hún selzt fyrir það lága verð, að það hvergi svarar kostnaði. Sama er að segja um þorskinn. Saltfisksframleið- slan er orðin það mikil, að saltfiskurinn er ekki lengur seljanlegur nema fyrir það lága verð, að það er í engu sam- ræmi við framleiðslukostnaðinn. Ekki einungis við íslendingar, heldur líka ýmsar aðrar þjóðir, auka árlega stórum flota sinn t. d. Færeyingar, Norðmenn, Frakkar, Englendingar og svo hafa nú siðast Spánverjar sjálfir bætst við í hóp- inn og stunda hér við land fiskiveiðar á stórum, nýtísku togurum. Eitt skpd. af þurrum saltfiski var síðastliðið ár engu meira virði en fyrir ófriðinn mikla. En svo kemur annað til sögunnar, sem ekki hefur lækkað að sama skapi, nefni- lega framleigslukostnaður fiskjarins. Fyrir stríðið voru verkunarlaun 4 kr. pr. skpd. en siðastliðið ár c. 20 kr. Beita, salt, steinolía, veiðarfæri og annar kostnaður er í engu samræmi við það, sem hann var fyrir ófriðinn. Enda er árið 1931, sem var eitthvert almesta aflaár við Faxaflóa, sorgleg sönnun þess, að fiski- aðferðir okkar eru orðnar úreltar, og að tími er kominn til þess fyrir okkur Islendinga að kosta ekki lengur kapps um það að afla sem mest af þorski til söltunar en leggja þeim mun meiri rækt við að afla skarkola með dragnótum. Síðastliðið ár var afkoma þeirra báta litilfjörlegust, sem mest fiskuðu. Svo og svo mikill reksturshalli pr. skpd. af veiddum fiski. Þegar svo er komið, er mál að breyta til um fiski- og verkunar- aðferð. Saltfisksveiðarnar voru áður fyr góðar og blessaðar, á meðan sala var vís fyrir fiskinn, eftirspurn og framleiðsla stóðust á og hægt var að selja viðunan- legu verði. Nú er svo komið, að allar þjóðir eru meir og meir að hverfa frá saltmetisáti, því nú er hægt að senda fisk og kjöt, kælt og fryst, hvert sem er. Það getur komið að þvi, fyr eða siðar, að Spánvnrjar og Italir hætti að kaupa saltfiskinn okkar, og hvernig erum við þá staddir með útgerð okkar, eins og hún nú er rekin. Andstæðingar drag- nótaveiðanna hafa aðeins rétt fyrir sér að einu leyti, nefnilega, að ekki er hægt að fiska á önnur veiðarfæri samtimis, þar sem dragnót er notuð. En því ekki að minka fiskiríið með handfærum og lóðum, að vetrarvertíð endaðri. Öllum stendur jafn opin sú leið, að fiska með dragnót vor og sumar, jafnt opnum bátum með vél, sem mó- torbátum og stærri skipum. Það verður arðmesta veiðiaðferðin, því skarkolinn er verðmesti fiskurinn og oftast seljan- legur fyrir viðunanlegt verð, því hann er ætíð hægt að senda til útlanda með milliferðaskipunum, kældan i kössum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.